Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 20
Seyðisfjörður | Strákar og stelpur gera sér ýmislegt til dundurs þegar sólarglenna brýst fram úr haustskýjunum, en þau hafa verið þaulsætin yfir Austurlandi undanfarnar vikur. Þessi stuttbuxnaklæddi pjakkur lætur sig ekki muna um að dýfa sér til sunds af brúnni á Seyðisfirði ofan í kaldan sjóinn blandinn ferskvatni úr Fjarð- aránni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Dýfði sér í kaldan sjóinn Ídýfa Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Austfirskt hráefni | Menningarráð Aust- urlands og Handverk og hönnun auglýsa eftir fjölbreyttum munum úr hráefni sem tengist Austurlandi, þ.e. hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti, til að setja á sýningu. Til stendur að opna hana á Egilsstöðum 17. nóvember nk. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp á fleiri stöð- um á landinu í ársbyrjun 2006. Í tengslum við sýninguna verður haldinn opinn fundur á Egilstöðum um stöðu handverks og list- iðnaðar á Austurlandi.    50 ára útgerðarfélag | Opnuð verður sýning um sögu útgerðarfélagsins Gunn- varar í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði á föstudag, en þá verður hálf öld liðin frá því félagið var stofnað, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Um er að ræða samstarfsverkefni Safna- hússins og Hraðfrystihússins – Gunnvarar, sem varð til með sameiningu Gunnvarar og Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Sýningin verður opnuð kl. 17 á föstudag og verður opin áfram næstu vikur á afgreiðslutíma Safnahússins. vatnssýslum um stund. Eigendur smábáta hafa hlustað á veðurfregnir og híft báta sína á þurrt og forðað þeim undan öldum hafsins en norðanvindar sýna enn klærnar. Á myndunum má sjá öldur leggja til atlögu við ströndina við botn Húna- Öldur Atlantshafsinsskiluðu sér í dagað landi við botn Húnaflóa í takti við öfl náttúrunnar. Hvasst hef- ur verið á landinu vest- anverðu en aðeins hefur hlýnað og hefur það rifið hálkuna af þjóðvegum að minnsta kosti í Húna- fjarðar hvar Blönduós- bær hvílir og hins vegar að tvær trillur Dagbjört Inga og Jakinn horfast í augu á hafnarkanti Blönduósbryggju við þær staðreyndir ógnarkrafta náttúrunnar að nú sé kominn tími til að draga sig í hlé. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ógnarkraftar vetrarins heilsa Höfundur þessararhaustvísu erBjörn Hall- dórsson í Laufási: Girnast allar elfur skjól undir mjallar þaki, þorir varla að sýna sól sig að fjallabaki. Þessi vísa er um umhleyp- inga sýnist mér, veit ekki höfund. Verður svalt því veðri er breytt, vina eins er geðið, þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. Halldór Blöndal kvað: Þú skáld, ef að blendið er blóðið og bágt er og görótt allt ljóðið í stefjunum þínum, steldu þá línum frá öðrum sem á, það er lóðið. Þú skáld pebl@mbl.is Skagafjörður | Tillaga um að segja sveit- arstjóra Skagafjarðar upp störfum verður borin upp á sveitarstjórnarfundi í Sveitar- félaginu Skagafirði í dag. Tillagan um að segja Ársæli Guðmundssyni, sveitarstjóra og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, upp störfum kemur frá Gísla Gunnarssyni, forseta sveitarstjórnar og oddvita Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn. VG og Sjálfstæðisflokkur mynda meiri- hluta í Skagafirði, en Ársæll og Gísli hafa deilt opinberlega undanfarið á vef sveit- arstjórnarinnar. Fram kemur í yfirlýsingu VG á vef sveit- arfélagsins að upphaf deilu Ársæls og Gísla megi rekja til þess að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarmanna hafi hafnað erindi Ársæls um heimild til að sækja málþing EFTA um stöðu sveitarstjórnarstigsins í EES-samstarfinu. Færsla Ársæls tekin út Í framhaldi mun Ársæll hafa skrifað pistil á heimasvæði sitt á vef sveitarfé- lagsins þar sem hann sagði m.a. að Gísla ætti ekki að líðast að notast við tiktúrur eða dagsform geðslags við afgreiðslu mála. Gísli svaraði þessu og sagði m.a. að hon- um þætti líklegt að Ársæll sveitarstjóri myndi biðjast afsökunar á orðum sínum, en það hefur Ársæll ekki gert. Umrædd færsla Ársæls á vef sveitarfélagsins hefur þó verið tekin út, og í staðinn vitnað í gestaþátt Hávamála. Vill segja upp sveitarstjóranum VEGAGERÐIN hefur óskað eftir fram- lengingu á fresti til að ná samkomulagi við skipamiðlara á Írlandi um kaup á nýrri Grímseyjarferju. Þetta kemur fram á vef- miðlinum dagur.net. Þar segir að aðeins eitt tilboð hafi borist í nýja ferju sem Rík- iskaup bauð út fyrir hönd Vegagerðarinnar nú í sumar og var þar um að ræða írskt skip, Olean Arann, smíðað 1992 þar í landi. Haft er eftir Kristínu Sigurbjörnsdóttur hjá Vegagerðinni að tilboðið hafi verið of hátt að mati Vegagerðarinnar og var ákveðið að fara í samningaviðræður við miðlarann. Þær viðræður eru enn í gangi. „Fulltrúar frá Vegagerðinni og úr Grímsey hafa skoðað skipið og álíta það þokkalegan kost að undangengnum tölu- verðum lagfæringum á innréttingum o.þ.h. Olean Arann er skip af svipaðri stærð og Sæfari sem heldur uppi ferjusiglingum til Grímseyjar en burðargetan er minni,“ seg- ir Kristín. Verð Grímseyjar- ferju þykir of hátt ♦♦♦                  ! " # $% ! % &  ' ()* %   + ,  * -. % /%)%% 0 /% /1% - $2 2%   2% 3% 1 4%5   -   %  2 )   %  6%  -# 3&8    -' 9%% 32*   . %  3%  :                                 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Minnast snjóflóðsins | Minningardag- skrá verður á Flateyri hinn 26. október nk. þegar 10 ár eru liðin frá hinum hörmulega atburði þegar snjóflóð féll á þorpið. Minn- ingardagskrá verður í íþróttahúsinu þar sem flutt verður tónlist, ljóð verða lesin, bænir fluttar og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands flytur ávarp. Flateyrarkirkja verður opin allan daginn til að þeir sem það vilja geti átt þar hljóðláta bæna- og minningarstund. Til þess að greiða fyrir því að sem flestir sem þess óska geti komið mun Flugfélag Íslands veita sérstakan afslátt af fargjaldi í tengslum við minningardagskrána og veitir undirbúningsnefnd nánari upplýsingar á vefnum www.flateyri.is. „Það er ósk Flateyringa að sem flestir geti verið með þeim á minningardag- skránni. Þeir vona að hlýjar kveðjur og þakklæti berist þeim fjölmörgu sem veittu þorpsbúum lið fyrir tíu árum þegar nátt- úruhamfarirnar riðu yfir – björgunarsveit- armönnum, Rauða krossi Íslands, þeim sem lögðu fé í landssöfnunina Samhugur í verki og öllum öðrum sem studdu þá á erfiðum stundum og við uppbyggingu eftir snjóflóð- ið,“ segir í tilkynningu frá undirbúnings- nefndinni.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.