Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 34

Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E f ræningi flýr móður og másandi inn á rit- stjórn dagblaðs með fenginn, til dæmis sjúkraskýrslur allra alþingismanna og býður miðlinum að nota þær eins og honum þóknast þarf hann ekkert að óttast. Hann nýtur verndar, eins konar kirkju- griða sem tíðkuðust á miðöldum. Okkur er alveg sama um aðferðina sem hann notaði við að klófesta skýrslurnar, eða hvað? Við gætum auðvitað bent á að upplýsingar um heilsufar ráðandi manna kunni að hafa mikla þýðingu þegar við metum hæfni þeirra til að stýra landinu. Ekki endilega vegna þess að við höfum sjálf fordóma gagnvart ákveðnum sjúkdómum. En við vitum að óprúttnir menn gætu notfært sér leyndarmál af þessu tagi í þágu eigin hagsmuna, höfðað til óttans við útbreidda for- dóma. Þeir gætu stundað það sem kallað er í útlöndum blackmail. En þingmennirnir gætu viljað, eins og ég og fleiri í gagnagrunns- málinu, ákveða sjálfir hvað eigi að afhenda öðrum og hvað ekki. Setja mætti lög um að þingmenn skuli segja frá bókstaflegu öllu, líka heilsufarinu. En frambjóðendur hefðu val. Þeir gætu þá sagt sem svo að ef það varðaði almannaheill að allir vissu allt um þá vildu þeir ekki sitja á þingi. Þeir myndu sjálf- ir taka ákvörðunina. Ef einn af þingmönnunum leitar réttar síns og krefst lögbanns til að fá aftur eignir sínar rísum við upp og mótmælum, skilst mér. Lög- reglan á ekki neitt erindi inn á fréttamiðla, réttur okkar til að ákveða hvað eigi að birta og hve- nær er hafinn yfir rétt borgaranna til að vernda eignir sínar og einka- líf. Börnin góð, treystið okkur, við vitum best. Vald okkar er heilagt, óháð boðum og bönnum þeirra sem hafa ekkert vit á þessu. Vandinn er sá að traustinu hefur svo oft verið misboðið að fjölmiðla- stéttin getur ekki gert þessa kröfu lengur til almennings. Hann treyst- ir henni ekki, hann er löngu búinn að sjá í gegnum allan gorgeirinn í stéttinni, veit að sjálfsgagnrýni er þar yfirleitt bannorð. Hvernig átti Jónína Benedikts- dóttir að leita réttar síns vegna tölvuskeytanna margfrægu ef ekki með lögbanni, átti hún að vopnast vélbyssu og þvinga þannig menn til að afhenda gögnin? Eða hefur eign- arhald skeytanna færst yfir til Fréttablaðsins við það eitt að þjóf- ur bankaði upp á? Nema blaðið hafi komið sér upp leynilegri inn- brotadeild en vafalaust verður þá skýrt frá því í blaðinu með stolti. Munið, það er okkar að dæma hvort það sé í lagi að stela gögnum og birta þau. Ég sagði „eignir sínar“ um sjúkraskýrslurnar vegna þess að fyrir nokkrum árum voru ýmsir sem nú þegja þunnu hljóði alveg sannfærðir um eignarrétt á sjúkra- skýrslum þegar deilt var um gagnagrunn deCODE. Okkur fannst að ríkisvaldið mætti ekki framselja skýrslurnar í hendur einkafyrirtæki, jafnvel þótt okkur væri heitið algerri leynd og lofað að ekki yrði hægt að rekja neitt til ein- staklinga. Okkur fannst að það væri okkar að ákveða hvort við af- hentum öðrum upplýsingarnar, lágmarkið væri að biðja um leyfi. Formaður Alþjóðasamtaka blaðamanna, Aidan White, gagn- rýnir lögbannið á Fréttablaðið og er greinilega sannfærður um að treysta megi fjölmiðlum, öllum fjöl- miðlum, fyrir því að meðhöndla þýfi þannig að verjandi sé. Hvaðan úr ósköpunum kemur þessi ofurtrú á dómgreind og siðferði allra fréttamanna? Væri ekki ráð að við- urkenna að stéttin samanstendur af alls konar fólki rétt eins og aðrar starfsstéttir? Skoðanakannanir í mörgum vestrænum löndum sýna að álit al- mennings á fjölmiðlum og þá auð- vitað fréttamönnum hefur senni- lega aldrei verið minna. Fólki finnst þetta vera upp til hópa hálf- gerður skríll þó að það bæti kannski við að sumir séu ekki al- slæmir. Það er erfitt að vera blaða- maður og viðurkenna þetta en kannanir tala sínu máli. En ef við erum sjálf að fjalla um aðrar stéttir, stjórnmálamenn, svo að gott dæmi sé nefnt, hikum við ekki við að segja að ósvífnin og sjálfhverfan sem einkenni viðbrögð þeirra sem hunsi alla gagnrýni sé ekki til fyrirmyndar. Ekki hlífum við pólitíkusum þegar þeir láta ein- hvern bjánaskapinn út úr sér. Við ætlum okkur að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum og öðrum valdsmönnum en það er löngu orðið ljóst að verðirnir sjálfir þurfa ekki síður aðhald. Varð- hundarnir sem gelta hæst eru oft í hlekkjum sem allir sjá ef þeir opna augun. Mesta hættan sem steðjar að frjálsri fjölmiðlun er að fólk fái nóg af útbreiddri mannfyrirlitningunni og hrokanum í stéttinni og geri bandalag við löggjafann um að setja okkur skorður. Og almenn- ingur, sem er að verða fullsaddur á fjölmiðlum sem nauðga starfsheiðr- inum, myndi fagna. Þeir eru orðnir býsna margir Íslendingarnir sem hafa ekki þorað annað en tjá sig við soralegustu miðlana eftir að hafa færst undan en fengið þá svarið: „Þú verður þá að sætta þig við að við fjöllum um þetta á okkar for- sendum.“ Með öðrum orðum, við fleygjum þér í holræsið. Meðalhófið milli tillitssemi við fólk og sannleiksleitar er vandratað og engin auðveld lausn til þegar fólk misnotar fjölmiðlavald. Við höfum viðurlög í meiðyrðalöggjöf en hún er til lítils þegar búið er að valda saklausum tjóni. Svona til að byrja með myndu margir fagna lögum sem heftu tjáningarfrelsið. En agaleysi stéttarinnar veldur því að við gætum fengið yfir okkur svo stranga ritskoðun að ÖLL gagn- rýni, líka sú sem á fullan rétt á sér, yrði heft og jafnvel kæfð. Bara við um okkur Við ætlum okkur að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum og öðrum valdsmönnum en það er löngu orðið ljóst að verðirnir sjálfir þurfa ekki síður aðhald. Varðhundarnir sem gelta hæst eru oft í hlekkjum sem allir sjá ef þeir opna augun. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í FRÉTT í Morgunblaðinu sunnu- daginn 2. október sl. undir fyr- irsögninni „Vill að nemar og aldraðir fái frítt í strætó“ er rætt við Björn Inga Hrafnsson, að- stoðarmann forsætis- ráðherra. Þar setur hann fram sjónarmið sem eru í megin- atriðum samhljóma til- lögum, sem F-listinn hefur ítrekað flutt í borgarstjórn Reykja- víkur. Eins og fram kemur hér á eftir hefur R-listinn að með- töldum flokkssystk- inum Björns Inga í Framsóknarflokknum hafnað þessum tillögum. Samhljóma tillögum F-listans Það kemur því úr óvæntri átt, þegar Björn Ingi setur í raun fram sjónarmið og rökstuðning F-listans í málefnum almenningssamgangna og gerir að sínum. Orð hans um að „börn yngri en 18 ára, námsmenn, aldraðir og öryrkjar fái frítt í strætó“ hljóma vægast sagt kunn- uglega í eyrum undirritaðs. Sama má segja um þau ummæli Björns Inga að sveitarfélagið „fengi út úr þessu betri nýtingu og hagkvæmari almenningssamgöngur. Og með því myndi draga úr umferð í höfuðborg- inni (sem kostar peninga og meng- un), draga úr sliti á götunum (sem kostar mikla peninga) og draga úr þörf á bílastæðum (sem kostar mikla peninga).“ Í stefnuskrá F-listans í borgar- stjórn, sem birt er á heimasíðunni www.f-listinn.is segir orðrétt í kafl- anum um samgöngumál: „Brýnt er að efla almennings- samgöngur til að draga úr yfirþyrm- andi einkabílanotkun, sliti á götum og meng- un í borginni. Til að auka nýtingu almenn- ingsamgangna ber að lækka og jafnvel fella niður fargjöld í stræt- isvagna fyrir unglinga að 18 ára aldri ásamt öldruðum og ör- yrkjum.“ R-listinn hefur fjórfaldað ung- lingafargjöldin Lág strætisvagnafargjöld ung- linga voru tekin upp árið 1994 sam- kvæmt tillögu undirritaðs í borg- arstjórn um að þau yrðu lækkuð til samræmis við gjöld hjá öldruðum og öryrkjum. Árið 1995 tvöfaldaði R- listinn unglingafargjöldin og það gerði hann aftur árið 2001. Á borg- arstjórnarfundi í október 2003 lagði F-listinn til að fargjöld unglinga yrðu lækkuð á ný til samræmis við fargjöld aldraðra og að fargjöld barna að 12 ára aldri og öryrkja yrðu felld niður. R-listinn tók tillög- unni nokkuð vel en svæfði hana síð- an. Á borgarstjórnarfundi í október 2004 steig F-listinn síðan skrefið til fulls og lagði til niðurfellingu strætó- fargjalda barna, unglinga, aldraðra og öryrkja. R-listinn vísaði tillög- unni til borgarráðs, þar sem henni var vísað frá 6. janúar sl. með þeim rökum að líklega myndi hún ekki leiða til víðtækrar aukningar á notk- un vagnanna. Af því tilefni lét und- irritaður bóka að afgreiðsla málsins í borgarráði lýsti „uppgjöf R-listans gagnvart því mikilvæga samfélags- og umhverfismáli sem felst í betri nýtingu almenningssamgangna.“ Réttlát fjölskyldustefna Allt frá því að undirritaður hóf af- skipti af borgarmálum fyrir tæplega 16 árum hefur hann flutt tillögur og ritað greinar um lág þjónustugjöld barna og unglinga til samræmis við gjöld aldraðra og öryrkja. Þessi réttláta fjölskyldustefna náði um tíma í gegn í fargjaldamálum hjá strætisvögnum Reykjavíkur en var hrundið af R-listanum. Síðar náði þessi stefna einnig fram í gjaldtöku vegna heilbrigðisþjónustu og hefur það haldist óbreytt. Frá árinu 2002 hefur hún orðið hluti af stefnu borg- arstjórnarflokks F-listans, þar sem velferðarmálin skipa veigamikinn sess. Vonandi sjá fleiri liðsmenn R- listans að sér og styðja strætótillögu F-listans. Óvæntur stuðningur við strætótillögu F-listans Ólafur F. Magnússon fjallar um tillögur F-listans um almenn- ingssamgöngur ’Vonandi sjá fleiri liðs-menn R-listans að sér og styðja strætótillögu F-listans.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. GREINARKORN þetta er skrif- að til að mæla því bót að sveit- arfélög eða íbúar þeirra skuli tæld- ir til sameiningar við nágranna sína í nýju sveitarfélagi. Ég tel nú reyndar margt mæla með slíku samlagi, sem ég mun færa nokkur rök fyrir á eft- ir. Mér er alltaf minn- isstætt það sem Áskell Einarsson heitinn rifj- aði gjarnan upp þegar við ræddum samein- ingarmál í Lands- hlutasamtökum sveit- arfélaga fyrir rúmum áratug eða svo. Hann hafði það eftir góð- bónda og oddvita í Húnavatnssýslu að það „myndi fækka svo fyrirmönnum í héraði“ þegar sá var orðinn nálægt því rök- þrota í að tala gegn sameiningu sveitarfélaga. En það er þó nokkuð til í þessu að því leyti að í litlum sveitarfélögum eru menn gjarnan tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu fyrir sveitarfélagið sitt sem ekki er tímamæld og greidd í samræmi við fyrirhöfn og ábyrgð. Það kemur því reyndar æði oft fyrir að fólk þreyt- ist á þessum störfum fyrir litla eða enga greiðslu og svo í kaupbæti oft á tíðum vandlætingu íbúanna á ein- stökum ákvörðunum eða því hvern- ig störfin eru almennt leyst af hendi. Það er alls engin nauðsyn á að fækka fyrirmönnum í héraði, ef ákveðið er að skipuleggja hverf- astarfsemi nýs sveitarfélags með þeim hætti að það frumkvæði ein- staklinga sem til er í hverri sveit fái að nýtast samfélaginu til heilla. Það er þá líklegra að fólk einbeiti sér betur að sínum hugðarefnum, en þurfi ekki í sumum tilfellum nauðbeygðir að taka að sér verk- efni sem það hefur lítinn eða engan áhuga á. Sveitarstjórnarstörf eru sífellt að verða flóknari og tímafrekari. Bæði á það við um að við sem á Alþingi sitjum erum iðin við að setja laga- bálka sem sveitar- stjórnarfólk þarf að fylgja og síðan eru al- mennar stjórnsýslu- reglur sem þarf að fylgja hvort sem er í stórum eða smáum sveitarfélögum. Nú hitt er líka að aukin verkefni eru að flytj- ast til sveitarfélaganna og þarf ekki að nefna annað en grunnskól- ann sem fluttist að öllu leyti til sveitarfé- laganna fyrir fáum ár- um. Almennt er það mál manna að grunnskólinn sé orðinn mun betri undir stjórn sveitarfélaganna en hjá ríkinu. Almennt má segja að lítil sveit- arfélög og stór sveitarfélög þurfa að hafa sömu stjórnsýslu og sama kerfi í megindráttum. Sama nefndakerfi og svo bætist auðvitað við að smærri sveitarfélögin eru oftast í miklum samstarfsverk- efnum með nágrannasveitar- félögum sínum sem kalla á mikil fundarhöld til viðbótar við hefð- bundið nefndarstarf. Það er hins vegar mjög menn- ingartengt innan hverrar sveitar eða bæjarfélags hversu menn halda stíft í sína gömlu stjórnsýsluein- ingu. Er það algjörlega ótengt því hvort um er að ræða dreifbýlan sveitahrepp eða stærra þéttbýli. Almennt er nú talið að sveitar- félögin séu öflugri eftir sem þau eru stærri og sérstaklega fjölmenn- ari. Stærri sveitarfélög hafa afl til að veita þá þjónustu sem krafist er af nútímasveitarfélögum, má þar nefna t.d. félagsþjónustu, barna- verndarmál og skólaþjónustu, auk fjölmargra annarra þátta. Það er ekki síður mikið mál að sveitarfélögin verða öflugri í að hafa allt grunnkerfi til staðar til uppbyggingar atvinnulífs. Það er almennt viðurkennt að það var mikil nauðsyn á því að sveit- arfélögin sem í dag mynda Fjarða- byggð mynduðu eitt sveitarfélag til þess að vera í stakk búin til að taka við og undirbúa jarðveginn fyrir uppbyggingu nýs álvers í Reyðarfirði. Það var farsælt spor í því samhengi. Gífurleg uppbygging á sér stað nú í kringum álvers- framkvæmdirnar. Ljóst er að þau svæði sem eru í hvað mestri sókn, bæði hvað varðar fjölgun íbúa og atvinnuuppbyggingu, eru sameinuð sveitarfélög. Ég heyri ekki betur en að í þeim sveitarfélögum hafi fyrirmönnum heldur fjölgað. Þeir eru reyndar ekki allir að stússast í stjórnsýslunni, heldur eru þeir að taka þátt í öflugra menningarlífi, íþróttastarfi eða öðrum framfara- málum sem þörf er á að standa fyr- ir. Þar nýtast fyrirmennirnir, það verður nefnilega alltaf þörf fyrir öflugt fólk. Fækkar fyrir- mönnum í héraði? Arnbjörg Sveinsdóttir fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’… ef ákveðið er aðskipuleggja hverfa- starfsemi nýs sveitarfé- lags með þeim hætti að það frumkvæði ein- staklinga sem til er í hverri sveit fái að nýtast samfélaginu til heilla.‘ Arnbjörg Sveinsdóttir Höfundur er alþingismaður og situr í verkefnisstjórn átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.