Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF VÖRUKARFAN var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 5.431 kr. og næstódýrust í Krónunni þar sem karfan kostaði 5.896 krónur. Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ í matvöruverslunum á höfuðborg- arsvæðinu vekur athygli að einnar krónu verðmunur var í 23 tilfellum af 35 í Bónus og Krónunni. Það var 65% munur á hæsta og lægsta verði vörukörfunnar en verðkönn- unin var framkvæmd síðastliðinn þriðjudag. Dýrust var vörukarfan í Tíu-ellefu, en þar kostaði hún 8.951 krónur. Í körfunni eru 35 algengar neysluvörur til heimilisins s.s. mjólkurvörur, ostar, brauð- meti, grænmeti, ávextir, kjötvörur, drykkir og þvottaefni. Einungis vörur þar sem allar vörutegundir í körfunni voru fáanlegar eru hafðar með í samanburðinum. Borið var saman verð í eftirtöldum verslunum: Hagkaupum Skeifunni 15, Fjarðarkaupum Hólshrauni 1b, Bónus Kringlunni, Krónunni Skeifunni 5, Tíu- ellefu Lágmúla 7, Nóatúni Hamraborg 18, Ellefu-ellefu Grensásvegi 46, Samkaupum Miðvangi 41 og Nettó í Mjódd. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.  !"                                                                 4    !   (- #2                                                                  4    !  # ' -2                                                                        4    !      32                                                                      4:    !   4'2%                                                                         4:    !   50, ##                                                             4:    !  6#2 ##                                                            4    !   " / #                                                             4:    !   50, ##                                                                  4:    !    "#$%&'   ()$%&'   *'+ ,-+'' .   $ /%&$  0 1&'&$%&'  0 2& 3 43,.  % 5'  0 *$%6.     ,  ' 7,  1, 8.!     4 $  ,   0   '6'  49*: ,, ,' 1  8   ; , $ ,3''     <8 ,=-*,$   1> ;6  ,     3,! *?(/? 2 -   (==,!  ='  =' @=   =' ?&$!,,'  =' *.== !,,'  ,'%  26', AB =' 9,  :, :    ? - <8 B',&,   ?&$!-&, 4 C,D8    ?3: ,' ! ! 7    " 8'' ) E ='' ' *'&'F: **   < BB  8  1::   -     93 ,+'  ,      / +'$ 3   4   ;& !',,   G,  **':!, .    H. : " B     #'  : "    ! "# $%&'( " $/(6 +8,2*  ,' ,' ,' ,' ,' ,'  ,' ,' ,' ,' ,' ,' ,'         ,'   ,' ,' ,' ,'  ,' ,' ,' ,' ,' ,' ,' ,' ,' $%(( ()&"* * # ( "+,' *                                                              + - @ )    ./0  *                                                                                                                        12- @ )    /  *                                                                   3 @ )    %#4 *  VERÐKÖNNUN | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu 65% munur á hæsta og lægsta verði UM EITT hundrað leikskólabörn á aldrinum tveggja til sex ára á Laugaborg við Leirulæk þrömm- uðu saman undir vökulum augum leikskólakennara, foreldra og lög- reglu frá leikskólanum sínum og niður í fjöru á Laugarnes- tanganum í gærmorgun þar sem þau ýttu úr vör þremur flösku- skeytum í von um að allavega eitt þeirra finnist. Krakkarnir bera þá von í brjósti að skeytin þeirra nái landi einhvers staðar í hinum stóra heimi og eru hugsanlegir finn- endur flöskuskeytanna beðnir um að hafa samband við Laugaborg þegar þar að kemur. Hvorki börn- in né hinir fullorðnu vissu hvaða stefnu flöskurnar myndu taka, en ljóst var á andliti barnanna að hér var um spennandi verkefni að ræða. Samevrópskt verkefni Að sögn Helgu Alexanders- dóttur, leikskólastjóra á Lauga- borg, markar athöfn þessi upphaf- ið að samevrópsku Comeníusar-- skólaverkefni, en svokölluð Comeníusar-verkefni taka til leik-, grunn- og framhaldsskólastigsins og falla undir menntaáætlun Evr- ópusambandsins sem kallast einu nafni Sókrates. Comeníus miðar að því að þróa nýjungar og deila reynslu í skólastarfi og tryggja Evrópuvitund í menntun. Laugaborg hefur ekki tekið þátt í Comeníusar-verkefni áður, en að sögn Helgu er mikill hugur í starfsfólkinu þar sem verkefnið sé einkar spennandi fyrir skólann, sem gefur sig út fyrir það að vinna með umhverfi og náttúru. „Við leituðum fyrst og fremst að verkefni, sem tengist starfi okkar og komumst í samband við tiltekna skóla. Við gerðum áætlun til þriggja ára og sóttum sameig- inlega um styrk út á verkefnið. Við verðum í samstarfi við tvo skóla í Frakklandi, einn í Póllandi, einn í Slóveníu og einn í Englandi. Fyrsta árið verður helgað vatninu, annað árið verður helgað loftinu og þriðja árið verður helgað jörðinni. Á þessu fyrsta ári komum við til með að vinna með vatnið á ýmsan hátt. Við munum gera tilraunir, sulla mikið og skiptumst svo á myndum og myndböndum auk upplýsinga um gengi hverju sinni. Matsfundur verður svo haldinn í vor á Íslandi þar sem von er á fulltrúum allra samstarfslandanna til skrafs og ráðagerða.“ Þegar Helga er spurð hvaða ávinning Laugaborg sjái í slíku samstarfi svarar hún því til að markmiðið sé það helst að styrkja samstarf milli kennara og læra ný vinnubrögð. Um leið auki verk- efnið víðsýni barna og kennara.  MENNTUN | Leikskólabörn á Laugaborg vinna með vatnið, loftið og jörðina Sjósettu flöskuskeyti Sjáðu hvað ég fann í fjörunni? Morgunblaðið/Sverrir Einn, tveir og kasta langt. join@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.