Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” Must Love Dogs kl. 6 - 8 - 10.10 The 40 Year Old Virgin kl. 5.40 - 8 og 10.20 Strákarnir Okkar kl. 8 b.i. 14 Charlie and the... kl. 5.45 LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri KVIKMYNDAHÁTÍÐ 29. september til 9. október Nobody knows - Sýnd kl. 10 The holy girl - Sýnd kl. 10 Moolaade- Sýnd kl. 5.40 Strings - Sýnd kl. 8 FYRSTI HLUTI AF ÞRÍLEIK. DÚDUR FÓTBOLTAMYND SEM HITTIR Í MARK OG MIKLA MEIRA EN ÞAÐ. SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri  Frábær rómantísk gamanmynd sem steinliggur fyrir stefnumótið. Með þeim stórgóða John Cusack og hinni fallegu Diane Lane. Erfi ðasta brellan er að fá þá til að staldra við. Diane Lane John Cusack  S.V. / Mbl. STYRKTARTÓNLEIKAR gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum verða haldnir í kvöld á Gauki á Stöng. Þeir listamenn sem koma fram á tónleikunum eru Ragnheið- ur Gröndal, Buff, Hera, Lokbrá, Hot Damn, Smack, Solid iv, Dr. Spock og Ensími. Kynnir kvöldsins er Davíð Þór Jónsson. Svava Björnsdóttir, talsmaður Blátt áfram, segir að tónleikarnir séu bæði hugsaðir sem styrkt- artónleikar en einnig sem vett- vangur til ná til ungs fólks. „Við erum alltaf að leita leiða til að ná til ungs fólks sem hefur orð- ið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hvetja það til að leita sér hjálpar. Það er mikilvægt að halda þessari umræðu uppi í samfélaginu og við trúum að það sé hægt að ræða þessi mál á jákvæðan og opinskáan hátt. Þetta er staðreynd í okkar samfélagi og hlutur sem fullorðnir verða að taka ábyrgð á. Við bend- um fórnarlömbum og aðstand- endum á hjálparsíma Rauðakross- ins 1717 og á Stígamót.“ Svava segir að tónleikarnir verði teknir upp og efnið nýtt í heimild- armynd um málaflokkinn. Í mynd- inni verða fléttuð inn viðtöl við þol- endur og sérfræðinga sem vinna með þessi mál á Íslandi. „Við erum einnig að undirbúa auglýsingaherferð í fjölmiðlum og verður aðgangseyririnn nýttur í þá herferð.“ Ein þeirra hljómsveita sem fram koma í kvöld er Smack. Þorsteinn Gunnar Bjarnason, liðsmaður sveitarinnar, segir að hugmyndin að tónleikunum hafi komið í kjöl- farið á því að honum hafi verið boðið að kaupa geisladisk til styrktar samtökunum. „Ég afþakkaði diskinn pent en bauð í staðinn fram hjálp mína til að skipuleggja styrktartónleika. Þetta er að sjálfsögðu þarft og þakklátt málefni og ég fann það fljótt þegar ég byrjaði að hafa samband við listamenn að það voru allir fúsir að leggja hönd á plóginn og gefa vinnu sína.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Allir gestir fá blá vina- bönd frá Blátt áfram. „Við vonumst við til að sjá sem flesta og rjúfa með okkur þögn- ina,“ segir Svava að lokum. Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður og Svava Björnsdætur vilja opna umræðuna um kynferðislegt of- beldi á börnum og vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum í kvöld. Tónlist | Styrktartónleikar gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum Blátt áfram www.blattafram.is Á DÖGUNUM kom út platan Iceland með rokksveitinni Cynic Guru. Það er fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands, Roland Hartwell, sem er potturinn og pannan í hljómsveitinni en hún hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Hljómsveitina skipa ásamt Roland, þeir Ricky Korn á bassa, sem er einnig kontrabassaleikari í Sinfón- íuhljómsveitinni, John Mono á hljómborði, Ólafur Hólm trommuleikari og Einar Jóhannsson á gítar. Roland Hartwell vakti líklega fyrst almenna athygli þegar myndband við lag hljómsveitarinnar „Drugs“ fór að birtast á sjónvarpsstöðvunum en í því er fólk á öllum aldri sýnt við heldur misjafna iðju allt í kringum Hart- well sjálfan. Myndbandinu var leikstýrt af Barða Jó- hannssyni sem einnig leikstýrir myndbandinu við lagið „Catastrophe“ af nýju plötunni en það verður frumsýnt á næstu dögum. Hartwell er hins vegar alls ekki ókunnugur vinsælda- tónlist þrátt fyrir að vera fastráðinn fiðluleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og hefur meðal annars leikið inn á hljómplötur fyrir Dr. Dre, Cher, P. Diddy, Mandy Moore, Burt Bacharach, Elvis Costello, Bryan Adams, Leanne Rimes, Dionne Warwick, og Barry White auk fjölmargra íslenskra listamanna. Roland hefur einnig samið nokkur lög sem hafa notið vinsælda í útvarpi hér á landi og má þar nefna „Gleðitímar“ sem Kalli Bjarni flutti og „Náttúrubarn“ sem Páll Rósinkranz gerði vin- sælt síðastliðið sumar. Aðspurður hverju það sæti að fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands gefi út rokk- plötu segir Roland að við því sé einföld skýring. „Sinfóníuhljómsveitin réð einfaldlega rokktónlist- armann sem kann að leika á fiðlu.“ Roland hóf tónlist- arferil sinn í klassíkinni en fljótlega fór hann að vasast í rokktónlist – sérstaklega eftir að hann komst í Bítlaplöt- ur föður síns. „Þá var eiginlega ekki aftur snúið og ég hef fóstrað þessa tvo tónlistarheima jafnt síðan.“ Roland kom hingað til lands fyrir nokkrum árum eftir að konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar Guðný Guðmundsdóttir bauð honum starf í hljómsveitinni eftir að hafa heyrt hann leika á klassískri tónlistarhátíð í Ver- mont í Bandaríkjunum. Í dag er hann kvæntur íslenskri konu og hefur gefið út rokkplötu sem ber heitið Iceland. Af hverju þetta nafn? „Það er góð spurning. Hún heitir Iceland því að það small allt saman hér á Íslandi. Þessi plata hefur verið í kollinum á hljómsveitinni í mörg ár og við vorum næst- um því búnir að klára hana í Los Angeles. Hefðum við notið jafnmikils stuðnings þar og með því klárað plötuna hefði hún heitið Los Angeles.“ Spurður hvort hann viti hvað meðleikurum hans í Sin- fóníuhljómsveitinni finnist um þessa tónlistarlegu hjá- leið, segir Roland að viðbrögðin séu blendin. „Helmingurinn styður mig og finnst það sem ég er að gera í fínu lagi. Hinir halda sig í hæfilegri fjarlægð frá mér,“ segir hann og skellihlær. „Ef ég á að vera algjörlega hreinskilinn eru sumir í hljómsveitinni sem ég hef aldrei kynnst. Þetta er frekar stór vinnustaður og það er ómögulegt að kynnast öllum í sveitinni jafnt.“ Roland segir að hann búist ekki við neinum sérstökum hlutum hvað varðar plötusölu. „Við unnum þessa plötu eins vel og við gátum og við erum afskaplega ánægðir með hana. Ég er með fasta vinnu sem farsæll fiðluleikari svo að líf mitt veltur ekki einvörðungu á þessari plötu. Á sama tíma er það þrá okkar að vinna öll verðlaun sem hægt er að vinna í þess- um heimi.“ Tónlist | Cynic Guru sendir frá sér hljómdiskinn Iceland Hámenntuð rokktónlist Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Roland Hartwell er maður andstæðna. Hljómsveit hans Cynic Guru sendi á dögunum frá sér diskinn Iceland. ROKKHLJÓMSVEITIN Dr. Spock sem hefur verið starfandi í rúm tíu ár, sendi frá sér frumburð sveit- arinnar á dögunum. Platan sem kall- ast Dr. Phil hefur verið að fá ágætis dóma víðast hvar og ljóst að sveitin verður fyrirferðamikil í íslensku tónlistarlífi á næstunni. Í tilefni af því að platan er komin í verslanir, ræðst sveitin í heljarinnar tónleikaröð um höfuðborgarsvæðið í dag og hefjast fyrstu tónleikarnir fyrir utan Flensborgarskólann kl. 9. Guðfinnur Karlsson söngvari Dr. Spock segir að heljarinnar hljóð- kerfi hafi verið tekið á leigu, rafstöð og trukkur sem flytja muni hljóm- sveitina frá einum tónleikastað til annars. Á eftir Flensborgarskóla verður Dr. Spock í FB kl. 9.35, þar á eftir leikur hún í FG kl. 10, MH kl. 11, MS kl. 12 og Fjölbraut í Ármúla kl. 12.30. Guðfinnur segir að tveir til þrír aðrir staðir í bænum komi til greina eftir hádegi en það verði ekki gefið upp að svo stöddu. Tónlist | Dr. Spock fagnar plötuútgáfu á frumlegan máta Tekur þetta með trukki Dr. Spock sendi frá sér plötuna Dr. Phil á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.