Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 6
ENSKUR dómstóll hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Jóni Ólafssyni, kenndum við Skífuna, um 11 milljónir króna vegna ummæla sem Hannes Hólm- steinn lét falla á ráðstefnu norræna blaðamanna í Reykholti í október 1999 og birti síðan á heimasíðu sinni. Fjárnámskrafa Jóns til fullnustu dómsins verður tekin fyrir hjá sýslu- manninum í Reykjavík í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var það lykilatriði í mála- ferlum Jóns ytra að útdráttur úr er- indinu var birtur á ensku á heimasíðu Hannesar Hólmsteins og af þeim sökum hefði myndast grund- völlur fyrir málaferlum í Englandi. Alls hljóðar krafa Jóns Ólafssonar upp á 11 milljónir með kostnaði. Af hálfu Hannesar Hólmsteins er kröfunni mótmælt og má gera ráð fyrir að málið verði útkljáð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómur- inn þarf m.a. að taka afstöðu til þess hvort skilyrði Lugano-samningsins séu uppfyllt en hann kveður á um að dómar í einkamálum í aðildarríkjum séu viðurkenndir á milli landa. Bæði Ísland og Bretland eru aðilar að sátt- málanum. Greip ekki til varna Hannes Hólmsteinn Gissurarson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sér fyndist fráleitt að hægt væri að draga hann fyrir dóm í Eng- landi fyrir ummæli sem hann lét falla hér á landi. Jón hefði á sínum tíma, líklega árið 2003, ætlað í mál hér á landi en hætt við að ráði lögfræðinga sinna en um ári seinna ákveðið að höfða málið í Englandi. Hannes Hólmsteinn sagði að hann hefði, að ráði lögfræðinga, þ.á m. lögfræðings Háskóla Íslands, ákveðið að grípa ekki til varna og sinna málinu alls ekki neitt, m.a. vegna þess að því fylgdi gríðarlegur kostnaður að eiga í málaferlum í Englandi. Síðan hefði verið kveðinn upp útivistardómur og nú væri Jón að innheimta bæturnar með hörku. Velur vígvöllinn Hannes Hólmsteinn sagði merki- legt að Jón skyldi ekki treysta sér til að höfða málið hér á landi. „Mér finnst mjög sérkennilegt að hægt sé að velja vígvöllinn þannig að höfða mál í því landi sem hefur hvað ströngustu löggjöfina. Meiðyrðalög- gjöfin í Englandi er miklu strangari en hér, sektir mun hærri og lög- fræðikostnaður miklu meiri,“ sagði hann. Dómstólar hér á landi myndu aldrei, að hans sögn, dæma á þennan veg. Hefði hann ákveðið að taka til varna í Englandi hefði hann að sjálf- sögðu verið sýknaður enda hefði hann einungis sagt það sem væri satt og rétt; því hefði margoft verið hald- ið fram að Jón Ólafsson hefði auðg- ast á vafasaman hátt. Þetta hefði síð- ast verið gert í Blaðinu fyrir skemmstu í grein Sigurður G. Guð- jónssonar þar sem hann segði að Gunnar Smári Egilsson hefði haldið þessu fram. Útdrátturinn úr erindinu var á heimasíðu Hannesar Hólmsteins frá 1999 til 2004 þegar hann lokaði heimasíðunni „til að losna við þetta stríð við Jón Ólafsson“. Hannes Hólmsteinn kvaðst engan tíma hafa haft til að sinna málinu enda á kafi í ritstörfum á þessum tíma auk þess sem hann lagðist á sjúkrahús vegna veikinda stuttu eftir að málið var höfðað. „Síðan er þetta spurning um tjáningarfrelsi, þetta eru ummæli sem féllu á ráðstefnu blaðamanna. Ætla blaðamenn að sætta sig við það að það sé þaggað niður í mönnum þegar þeir gagnrýna eigendur fjöl- miðlanna eins og ég var að gera þarna,“ sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Meginreglan er önnur Heimir Örn Herbertsson hdl., lög- maður Hannesar Hólmsteins, sagði að það kæmi sér spánskt fyrir sjónir að Jón skyldi höfða málið í Englandi. „Meginreglan er sú að kröfur sem hafðar eru uppi gegn tilteknum manni eru reknar fyrir dómstólum þar sem hann býr og á sitt varnar- þing. Það eru þýðingarmikil rök sem búa þar að baki og varða meðal ann- ars möguleika viðkomandi á að taka til varna,“ sagði hann. Rut Júlíusdóttir hdl., lögmaður Jóns Ólafssonar, vildi ekki tjá sig um málið í gær að svo stöddu. Jón Ólafsson vann meiðyrðamál gegn Hannesi H. Gissurarsyni í Englandi „Sérkennilegt að hægt sé að velja sér vígvöllinn“ Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Jón Ólafsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson 6 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UMMÆLIN sem Hannes Hólm- steinn var dæmdur fyrir koma fram hér fyrir neðan. „Ég var meðal þeirra sem settu á fót ólöglega útvarpsstöð árið 1984 til að mótmæla einok- un stjórnvalda á ljósvakanum. Þó að við höfum náð árangri í þessum efnum þá hef ég og aðrir frjálshyggjumenn, okkur til skapraunar, orðið vitni að því að einkafyrirtækið í ljós- vakarekstri hefur fallið í hend- ur ógeðfellds (e. unsavoury) manns að nafni Jón Ólafsson sem, að því er haldið hefur ver- ið fram (e. allegedly), auðgaðist upphaflega á viðskiptum með ólögleg fíkniefni og hann hefur nýlega fengið athygli fyrir hvassa viðskiptahætti. Með stuðningi frá Chase Manhattan bankanum notar hann þetta nýfengna afl sitt til auka við- skiptaveldi sitt og hann hefur náin tengsl við stjórnmála- menn sem eru honum fjárhags- lega háðir,“ sagði m.a. í út- drætti úr erindi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. „Hefur fallið í hendur ógeð- fellds manns“ LÍKLEGT er að starfsmenn í fisk- verkun Skinneyjar – Þinganess á Höfn í Hornafirði hafi afstýrt stór- bruna í gær þegar eldur kom upp í rafmagnstöflu í saltfiskverkun verksmiðjuhússins. Að sögn Gunn- ars Páls Halldórssonar verkstjóra voru starfsmenn að ljúka vinnudeg- inum og á leið út þegar þeir fyrir tilviljun sáu reyk stíga frá töflunni. Gunnar Páll greip kolsýru- slökkvitæki og kæfði eldinn strax í fæðingu. Kom slökkvilið Hafnar á vettvang skömmu síðar til að reyk- ræsta húsið. „Við vorum að loka dyrum hér, þegar reykurinn gaus upp,“ sagði Gunnar Páll. Húsið brann fyrir nokkrum árum. Sagði Gunnar Páll að atvikið hefði óneitanlega minnt á þann bruna. Kæfðu eldinn í fæðingu með slökkvitæki ÁREKSTRAR í Reykjavík voru 16 talsins frá kl. 7 að morgni til kl. 17 síðdegis og er það nokkuð yfir með- altali. Talsvert hefur verið um þungar árekstrahrinur í borginni undanfarna daga þar sem fjöldi árekstra hefur farið yfir 30 á dag. Að meðaltalið verða í kringum 11 árekstrar í borginni á dag. 16 árekstrar í borginni LÍÐAN konu, sem lenti í alvarlegu umferðarslysi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman á afleggjaranum að Hrafnakletti í Borgarnesi á þriðjudagskvöld, er óbreytt og ligg- ur hún á gjörgæsludeild Landspít- alans tengd við öndunarvél. Ungur maður slasaðist einnig en ekki eins alvarlega og í fyrstu var talið. Óbreytt líðan eftir slys NÝR veltibíll var afhentur forsvars- mönnum Sjóvár, Umferðarstofu og Brautinni, bindindisfélagi öku- manna, í gær við athöfn í húsakynn- um Heklu hf. sem gefur bílinn ásamt Volkswagen-verksmiðjunum og er hann nýjasta gerð af VW Golf og tek- ur fimm farþega en eldri bílarnir tóku fjóra hvor. Veltibíll hefur verið hluti af for- varnarstarfi félaganna þriggja síðan árið 1995 og hafa yfir tvö hundruð þúsund Íslendingar látið velta sér á undanförnum tíu árum. Er þetta í þriðja skipti sem Hekla og Volkswa- gen gefa slíkan bíl en eldri bílarnir voru nýttir í fimm ár hvor. Fyrsti veltibíllinn var af þessu til- efni endurgerður og var jafnframt afhentur Samgönguminjasafninu á Skógum til varðveislu þar sem safn- gestum verður boðið upp á veltu. Bíll- inn hefur mikið verið notaður um land allt og farið allt að 120 þúsund veltur með rúmlega 100 þúsund manns á þeim fimm árum sem hann var í notk- un. Þá er talið að eldri bíllinn hafi jafn- vel verið enn betur nýttur en vinsæld- ir veltunnar hafa aukist mikið á undanförnum árum. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár, sagði við tilefnið að hann væri viss um að veltibíllinn muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í forvarn- arstarfi félaganna en einnig í ljós kom, í könnun sem Umferðarstofa og um- ferðaröryggisfulltrúi Landsbjargar gerðu árið 2003, að bílbeltanotkun Ís- lendinga er 92% en á næstu árum er stefnan sett á 100% bílbeltanotkun og mun veltibíllinn koma að góðum notum í þeirri baráttu. Varanlegur skaði algengur í aftanákeyrslum Fyrir utan afhendingu nýja veltibíls- ins var ákveðið að gera tilraun til að líkja eftir árekstri á 50 kílómetra hraða með því að láta bíl falla úr tíu metra hæð á afturendann til að vekja athygli á hættum aftanákeyrslu. Í könnun sem Umferðarstofa gerði um stöðu bils á milli bíla í Ártúns- brekkunni kom í ljós að aðeins þrjú prósent ökumanna höfðu nóg bil í næsta bíl en úrtakið náði yfir 300 þús- und bíla á einni viku. Þá hefur komið í ljós að 35% þeirra sem slösuðust í um- ferðinni árið 2003 lentu í aftanákeyrslu en þær voru um 2.300 talsins. Þriðji veltibíllinn afhentur Umferðarstofu á tíu árum Bíllinn mikilvægur hluti af forvarnarstarfinu Morgunblaðið/Ásdís Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, afhendir Þorgilsi Óttari Mat- hiesen, forstjóra Sjóvá, lyklana að nýja veltibílnum. Á milli þeirra situr Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Líkt var eftir aftanákeyrslu á 50 kílómetra hraða með því að láta eldri veltibíl falla úr tíu metra hæð á afturendann en á þeim hraða 40 faldast þungi farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.