Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ALDREI í sögu þjóðarinnar hef- ur samfélag okkar breyst jafn ört sem á síðustu áratugum. Flest helstu gildi hafa fengið breytta merkingu. At- vinnuhættir, sam- göngur, menntun, vís- indi og almenn þjónusta hefur tekið slíkum stakkaskiptum að undrun sætir. Næg- ir að vitna til aðstæðna þeirra er elsta kynslóð okkar kynntist og bera þær saman við Ísland í dag. Þar er himinn og haf á milli. Fólk gerir meiri kröfur um þjónustu Eitt einkenni breytinganna eru tvímælalaust mun harðari kröfur fólksins í landinu til almennrar þjónustu á flestum sviðum. Gildir það jafnt um skilyrði til menntunar barnanna, félagslegrar þjónustu af öllum toga, heilbrigðisþjónustu, verslunar, fjarskipta o.s.frv. Þetta er eðlileg þróun enda má segja að samfélagið hafi breyst frá því að vera tiltölulega einangrað fram- leiðsluþjóðfélag til þess að vera nú- tímalegt velferðarsamfélag. Þessar róttæku breytingar hafa á stundum verið sársaukafullar þar sem hefðin og fortíðin toga í hin breyttu gildi og nýjar aðstæður. En segja má að stjórnsýslan hafi ekki náð að fylgja þessum breyt- ingum eftir. Birtist það gleggst í skipan sveitarstjórna sem enn taka mið af strjálbýlu og einangruðu samfélagi á allt öðrum grunni en Ís- land í upphafi 21. ald- ar. Og ótrúlega gengur seint að laga sveit- arfélög að nýjum að- stæðum. Fyrir vikið hefur ríkisvaldið náð að tútna út og ríghalda í um 70% af verkefnum hins opinbera á sama tíma og ríkið sinnir einungis um 30% sam- bærilegra verka í ná- grannalöndum okkar. Tilgangurinn að efla heimabyggðir Hinn 8. október verður gengið til kosninga í mörgum sveitarfélögum þar sem leitast er við að stækka og einfalda sveitarstjórnir á Íslandi. Tilgangur þess er tvíþættur: Annars vegar að skapa svigrúm til að taka við fleiri verkefnum (og peningum) frá ríkinu og hins vegar að gera sveitarfélögum fært að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar þess eiga skilið að fá. Engum dylst að sveitar- félag sem telur örfá hundruð íbúa á þess engan kost að mæta kröfum samtímans um þjónustu. Og það sveitarfélag er á engan hátt búið undir að taka við verkefnum frá rík- isvaldinu og færa þannig ákvarð- anatökuna heim í hérað. Kynna sér kosti og taka afstöðu Ég hvet alla íbúa umræddra sveitarfélaga til að kynna sér ræki- lega þær upplýsingar sem liggja fyrir um kosti í stöðunni. Rík- isvaldið hefur ákveðið að leggja sér- staklega 2,4 milljarða króna til að styðja við sameiningu sveitarfélaga. Það eru háar upphæðir í þágu þegn- anna. Ég hvet einnig fólk til að velta fyrir sér hvernig stærra sveitarfélag hækkar þjónustustigið við borg- arana, er betur í stakk búið til að sækja fram á öllum sviðum, þ.m.t. að fá fleiri verkefni og fé til fólksins. Eftir miklu er að slægjast því sam- keppni um fólk milli héraða mun fyrst og fremst ráðast af þeirri þjón- ustu sem í boði er fyrir fólk á 21. öldinni. Þröngir sérhagsmunir hljóta að víkja fyrir slíkum mark- miðum. Aðalatriðið er að fólkið kynni sér upplýsingarnar, noti kosn- ingaréttinn og taki afstöðu hinn 8. október. Að bæta sig eða sitja eftir Hjálmar Árnason fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Aðalatriðið er að fólkiðkynni sér upplýsing- arnar, noti kosninga- réttinn og taki afstöðu hinn 8. október.‘ Hjálmar Árnason Höfundur er alþingismaður og form. verkefnisstjórnar átaks um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Í LOK september var haldinn einn fjölmennasti fundur sem Við- skiptaráð Íslands hefur haldið, en sá fundur var haldinn í samvinnu við FKA – félag kvenna í atvinnu- rekstri. Bar fundurinn yfirskriftina: Eykur breidd í forystu hagn- aðinn? Er fjölgun kvenna í forystu fyr- irtækja til góðs? Mál- efni hvers? Hags- munir hverra? Á fundinum héldu tvær konur fram- söguerindi, þær Lísa Levey frá Catalyst í Bandaríkjunum og Þóranna Jónsdóttir stjórnendaráðgjafi. Þær sýndu fram á að þau fyrirtæki sem ná að nýta bæði konur og karla við stjórnun eru best rekin, skila mestum hagnaði og eigendum sín- um bestri ávöxtun. Allar rann- sóknir sýni að bestur árangur ná- ist þegar sjónarmið beggja kynja fái hljómgrunn. En það var margt sem olli von- brigðum á þessum fundi. Jafnvel þótt þessi fundur hafi verið gríð- arlega vel sóttur vakti það athygli allra fundargesta að hlutföll kynjanna voru mjög ólík. Konur í salnum voru um 140 talsins en karlar tæplega 20. Á einum fjöl- mennasta fundi í sögu Við- skiptaráðsins var hlutfall karla rúm 10%. Þó vissulega hafi yf- irskrift fundarins verið um jafn- rétti kvenna til æðstu metorða í fyrirtækjum – þá var jafnréttið í þessu tilfelli sett í bein tengsl við það sem mestu máli skiptir fyrir flesta stjórnendur – sjálfa afkomu fyrirtækjanna. Það virðist því enn langt í land að almennt sé litið á jafnréttismál sem málefni beggja kynja, en ekki einungis kvenna. Og það er mjög miður – því á meðan svo er verðum við enn að strögla þetta á hraða snigilsins. En það var annað sem olli von- brigðum á fundinum. Eftir fram- söguerindin tóku við pallborðs- umræður þar sem fimm áhrifamenn úr viðskiptalífinu sátu fyrir svörum. Svör þeirra og sjón- armið gáfu ekki tilefni til þess að við konur færum af fundinum full- ar bjartsýni, þess fullvissar að hlutirnir færu nú að breytast. Enn á ný fengum við kon- ur að heyra að okkur skorti t.d. metnað, værum ekki nógu árásargjarnar og af- þökkuðum oft stöðu- hækkanir þegar á hólminn væri komið. En það sem er kannski verst í þessu máli er að meðalaldur þeirra karla, sem voru í pallborðinu nær ekki 50 árum og má því gera ráð fyrir að þeir verði enn við stjórn- völinn í íslensku við- skiptalífi um langan tíma. Það er því vont til þess að vita að þau sjónarmið sem maður tengir ósjálf- rátt við kynslóð föður síns og afa, þegar hlutverk kvenna var að miklu leyti innan veggja heimilis- ins, eigi orðið við jafnaldra manns. Þessir áhrifamenn gengu í skóla og menntuðu sig á þeim tíma þeg- ar konur voru í engu eftirbátar karla til náms og við gátum ekki fundið annað á námsárunum en að kynin stæðu fyllilega jafnfætis. Þegar út í atvinnulífið kom virðist hins vegar hafa skilið á milli kynjanna – og var markmið fundar Viðskiptaráðsins og FKA m.a. að reyna að kasta ljósi á þá stað- reynd. Þegar rýr hlutur kvenna í for- ystu atvinnulífsins er ræddur heyrist oft sú gagnrýni að ekki sé rétt að velja konu bara vegna þess að hún er kona. Hæfileikar ein- staklingsins hljóti alltaf að eiga að ráða. Og mikið rétt – enda eiga hæfileikar fólks að ráða! Hins veg- ar hlýtur sú spurning að vakna hvort rýr hlutur kvenna í dag or- sakast af skorti á hæfileikum og metnaðarleysi kvenna? Við konur viljum njóta sannmælis, ekki af því að við erum konur – heldur vegna þess að við erum hæfileikaríkir og vel menntaðir einstaklingar. Við viljum fá að vera með „í leiknum“, að horft sé til einstaklingsins en að við séum ekki „dæmdar úr leik“ vegna gamaldags sjónarmiða. Og konur vilja líka að hlutirnir fari að gerast því það er ekki rétt að tíminn vinni með konum. Ef svo er – snýst sá tími allt of hægt. Gott dæmi um það er að 24. októ- ber nk. verða liðin 30 ár frá Kvennafrídeginum og það er áhugavert en á sama tíma sorglegt að sjá að þær ástæður sem voru fyrir því að halda Kvennafrídaginn 1975 eigi – með litlum breytingum – að fullu við í dag. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því að mennta konur til jafns á við karla, en nýta síðan ekki krafta þeirra til fullnustu. Mannauðsstjórnun felur í sér að nýta hæfileika einstaklingsins til fulls! Um það erum við konur að biðja – ekkert annað. Þau fyr- irtæki sem hundsa mannauð helm- ings þjóðarinnar eiga það á hættu að verða undir í samkeppninni og daga uppi eins og nátttröll. Strákar – ef hlutirnir eiga að breytast þurfum við öll að leggjast á eitt! Getum við ekki verið sam- mála um að staðan í dag er óvið- unandi fyrir íslenskt atvinnulíf og að það þurfi bæði kynin til að rétta af kynjaskútuna? Við hvetjum ykk- ur til að leggja ykkar af mörkum til að þoka jafnréttismálunum inn í 21. öldina! Nátttröll í íslensku viðskiptalífi? Margrét Kristmannsdóttir fjallar um jafnréttismál ’Þau fyrirtæki semhundsa mannauð helm- ings þjóðarinnar eiga það á hættu að verða undir í samkeppn- inni …‘ Margrét Þóra Kristmannsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa, formaður FKA – félags kvenna í atvinnurekstri og varaformaður FÍS – félags íslenskra stórkaupmanna. Öldrunarlækningadeild fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) hóf starfsemi árið 1995 og á því tíu ára afmæli. Deildin er til húsa á efstu hæð Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit, um 10 km sunnan Akureyrar. Kristnesspítali sem áður hét Krist- neshæli var reistur árið 1927 og gegndi mikilvægu hlutverki í baráttunni við berkla. Síðari hluta síðustu aldar dró úr aðsókn berklaveikra að hælinu og árið 1976 ákvað heil- brigðisráðherra að Kristneshæli yrði rekið sem endur- æfingar- og hjúkr- unarspítali. Árið 1985 voru þó enn all- ir þeir 58 ein- staklingar sem inn- ritaðir voru hjúkrunarsjúklingar í varanlegri vist. Lokið var við að útbúa aðstöðu til sjúkraþjálfunar 1986 og árin þar á eftir fjölgaði starfsfólki sérhæfðu í að annast endurhæfingu. Endurhæfing- ardeild hóf starfsemi árið 1991 og þar eru nú 27 rými. Árið 1993 var rekstur Kristnesspítala færður úr höndum stjórnarnefndar rík- isspítalanna og sameinaður rekstri FSA. Hinn 1. október 1995 hófst öldrunarlæknisþjón- usta í átta plássum en rými á deildinni eru nú 20 talsins. Á báðum deildum Kristnesspítala vinna samtals um 70 manns. Viðfangsefni öldrunarlækninga er heilbrigðisþjónusta við aldraða og þarf hún að taka mið af þeim líffræðilegu, sálrænu og fé- lagslegu breytingum sem verða með hækkandi aldri. Meginmark- mið öldrunarlækningadeildar FSA er að stuðla að sem bestri líkamlegri og andlegri líðan ein- staklinga sem þar dvelja og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimilum. Um helmingur sjúklinga deildarinnar kemur af öðrum deildum FSA en hinir að heiman. Helstu ástæður innlagna eru stoðkerfisvandi ýmiss konar, hjarta- og blóðrásarsjúkdómar og sjúkdómar í taugakerfi. Sjúkling- ar eru lagðir inn í kjölfar bráðra sjúkdóma, aðgerða og slysa en einnig vegna langvinnra sjúk- dóma. Frá árinu 1996 hafa sjúk- lingar ekki innritast til fram- búðar á deildina heldur einungis til skemmri dvalar og langflestir þeirra útskrifast til síns heima. Eigi einstaklingur ekki aft- urkvæmt heim vegna sjúkdóms eða annarra ástæðna er gert vist- unarmat og viðkomandi bíður á deildinni eftir plássi á dvalar- eða hjúkrunarheimili. Kjarninn í starfi deildarinnar er teymisvinna, samvinna hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, félagsráð- gjafa og lækna, í teymi þar sem sett eru meðferðarmarkmið og leiðir að þeim ræddar á vikuleg- um teymisfundum. Samráð er haft við aðra í öldrunarþjónustu, t.d. heimahjúkrun og heimaþjón- ustu á vegum Búsetudeildar Ak- ureyrarbæjar, en þessir aðilar sinna þjónustu við einstaklinga eftir að heim er komið. Fundir eru einnig haldnir með fjöl- skyldum sjúklinga eftir þörfum og útskriftir undirbúnar. Liður í slíkum undirbúningi getur verið heimilisathugun þar sem sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi fara heim með sjúklingi til að meta þörf fyrir breyt- ingar til að auka ör- yggi á heimilinu. Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar meta einn- ig þörf fyrir hjálp- artæki og þjálfa sjúk- linga í notkun þeirra. Ráðgjöf og fræðsla er snar þáttur í starfi deildarinnar og er ýmist einstaklings- miðuð eða fyrir hópa. Boðið er upp á fræðsludagskrá um ýmis efni, s.s. verki, gagnsemi hreyfingar og svefn. Fræðslan fer fram í formi fyr- irlestra og umræðna og einnig hafa bækl- ingar um ýmis algeng heilsutengd vandamál aldraðra verið útbún- ir. Á næstu áratugum er fyrirsjáanleg mikil fjölgun aldraðra á Íslandi. Hlut- fall aldraðra af þjóðinni í heild hefur hækkað vegna þess að lífs- líkur hafa batnað og fjölgun í hópi fólks yfir áttræðu er áber- andi. Þessi þróun leiðir hugann að forvörnum. Barátta gegn reykingum og áhersla á gott mat- aræði og hreyfingu eru dæmi um mikilvægar forvarnir. Þessi atriði minnka líkur á hjarta- og æða- sjúkdómum og heilaáföllum sem eru algengar ástæður sjúkleika og fötlunar meðal aldraðra. Áhersla á þessa þætti skilar sér í því að fleiri verða heilsubetri á efri árum. Forvarnir eru einnig hluti af starfi öldrunarlækn- ingadeildar. Dæmi um það eru byltuforvarnir, þar sem kostir teymisvinnu koma vel í ljós. Hug- að er að hættu á byltum frá sjón- arhorni hinna ólíku fagstétta og reynt að hafa áhrif bæði á ein- staklinginn og umhverfi hans til að minnka líkur á byltum. Mán- uði eftir útskrift sjúklings fer hjúkrunarfræðingur í heimsókn og metur árangur dvalar. Göngudeild er rekin við öldr- unarlækningadeild FSA og þar fer fyrst og fremst fram greining og meðferð minnissjúkdóma. Í tengslum við göngudeildina eru starfræktir stuðningshópar fyrir aðstandendur minnissjúkra. Hver hópur hittist u.þ.b. sjö sinnum og er tilgangurinn að fræða og styðja aðstandendur minn- issjúkra. Öldrunarlækningadeildin nýtur þess að vera staðsett á Kristnes- spítala, í fallegu umhverfi sem býður upp á mörg tækifæri til útivistar. Meðal annars er pútt- völlur á lóðinni og í Kristnes- skógi eru göngustígar en trjá- rækt hófst á svæðinu 1933. Í tilefni af afmælinu verður opið hús í húsakynnum deildarinnar föstud. 7. október frá kl. 14 til 17 þar sem gestum verður boðið að kynnast starfseminni, hlusta á stutta fyrirlestra, hlýða á tónlist í flutningi barna úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar og taka þátt í stafa- göngu svo eitthvað sé nefnt. Öldrunarlækn- ingadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 10 ára Arna Rún Óskarsdóttir fjallar um öldrunarmál Arna Rún Óskarsdóttir ’Göngudeild errekin við öldr- unarlækn- ingadeild FSA og þar fer fyrst og fremst fram greining og meðferð minn- issjúkdóma.‘ Höfundur er yfirlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.