Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 22

Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND Fáskrúðsfjörður | Í gærmorgun var farið að landa fyrstu síldinni á haustvertíðinni hjá Loðnuvinnsl- unni á Fáskrúðsfirði. Hoffell SU kom inn í fyrradag með um 100 tonn af síld, sem fór öll í vinnslu, enda stór og feit. Ekki reyndist unnt að landa síldinni þegar til átti að taka, þar sem móttökustöð Loðnuvinnslunnar var ekki tilbúin til að taka við aflanum fyrr en í gærmorgun. Morgunblaðið/Albert Kemp Fyrsta síldin á haustvertíðinni Egilsstaðir | Samkvæmt upplýs- ingum frá flugmálastjórn eru lend- ingar flugvéla á Egilsstaðaflugvelli það sem af er ári 1.855 talsins, en voru 1.790 allt árið í fyrra, eða 3,6% færri. Farþegar sem fóru í gegnum flugstöðina á Egilsstöðum árið 2004 voru 81.143 talsins, en eru á þessu ári orðnir 93.211 tals- ins og nemur aukningin 14,9 af hundraði. Frakt um Egilsstaða- flugvöll er nú í öndverðum októ- bermánuði orðin svipuð og allt árið í fyrra. Farþegafjöldi nú 15% meiri en allt árið í fyrra Eskifjörður | Þessar hressu dömur heita Guðrún Friðriks- dóttir og Vilborg Björnsdóttir, kallaðar Rúna og Bogga í dag- legu tali og eru báðar búsettar á dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Þær segjast áttatíu og sjö ára og því jafnöldrur og fermingarsystur. Rúna og Bogga eru alveg ómögulegar komist þær ekki á „rúntinn“ daglega og segja það bæði gott og hressandi að ganga úti við. „Lífið er yndislegt,“ sögðu þess- ar hressu dömur og brostu út að eyrum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Njóta útiverunnar Guðrún Friðriksdóttir og Vilborg Björnsdóttir á röltinu á Eskifirði. Lífið er yndislegt Matareitrun | Ekki fundust nein skaðleg efni eða bakteríur í mat- vælum sem notuð voru í heim- ilisfræðitíma í Grunnskólanum á Eg- ilsstöðum. Þar veiktust sex börn af því sem virtist vera matareitrun og voru flutt á heilsugæslu til aðhlynn- ingar. Sýkingin reyndist þó væg. Þrjú önnur börn fundu væg einkenni en jöfnuðu sig fljótt. Heilbrigðiseft- irlit Austurlands tók sýni úr matvæl- unum í kennslueldhúsinu, m.a. pasta, pylsum, brauði og osti, og voru þau send í rannsókn til rann- sóknarstofu Umhverfisstofnunar, sem greindi ekkert skaðlegt í sýn- unum. Þá fannst ekkert óeðlilegt í kennslueldhúsinu við skoðun. Verklýðsfélög | Stjórn Afls, starfsgreinafélags, vill að Verka- lýðsfélag Reyðarfjarðar sameinist Afli. Félögin hafa verið í samstarfi vegna verkalýðsmálefna í Fjarða- byggð undanfarna mánuði, en Afl hyggst slíta því að óbreyttu. Stjórn Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar var á aðalfundi í vikunni falið að kanna kosti þess og galla að sameinast Afli og á að kjósa af eða á um sameiningu meðal almennra félagsmanna að því loknu. Félagið gæti hugsanlega farið í sameiningarviðræður við Stétt- arfélagið Vökul en starfssvæði þess er á sunnanverðu Austurlandi.    Rannsóknarsjóður | Á morgun, föstudag, munu Austurbyggð og Landsbanki Íslands skrifa undir samstarfssamning um stofnun Rannsóknarsjóðs Austurbyggðar og Landsbankans. Markmið sjóðsins verður að efla samstarf Austur- byggðar við háskólastofnanir lands- ins og hvetja stúdenta til að vinna lokaverkefni sín í og um Austur- byggð. Fyrsta úthlutun sjóðsins verður 1. desember nk.    AKUREYRI SIGMUNDUR Guðmundsson, skiptastjóri þrotabús Slippstöðvar- innar, segir ljóst að fasteignir á at- hafnasvæði fyrirtækisins séu þing- lýstar eignir Stáltaks og að það þrengi stöðuna. Upptökumannvirkin eru í eigu Hafnasamlags Norður- lands og því sagði Sigmundur að lítið væri eftir. Hann sagði að mál væru að skýrast og að nokkrir aðilar hefðu lýst yfir áhuga á aðkomu að rekstri fyrirtækisins. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málefni félags- ins að svo stöddu. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hafa KEA, Sjöfn eignarhaldsfélag, Sandblástur og málmhúðun og fleiri leitað sam- eiginlega eftir aðkomu að rekstri Slippstöðvarinnar. Morgunblaðið hefur jafnframt heimildir fyrir því að Slippstöðin hafi keypt fasteignir á athafnasvæði fé- lagsins af Stáltaki fyrir fáum árum. Hins vegar hafi eignaskiptasamningi þar að lútandi aldrei verið þinglýst. Í ársskýrslu Slippstöðvarinnar fyrir síðasta ár eru nokkrar fasteignir, skemma, skipasmíðastöð, lager og iðnaðarhús, skráðar sem eign félags- ins. Fasteignamat þessara eigna er skráð í ársskýrslunni upp á um 318 milljónir króna og brunabótamat þeirra tæpar 730 milljónir króna. Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna, sagði að menn biðu eftir staðfestum fréttum af því hvernig eignarhaldi húseigna, véla og tækja fyrirtækisins væri háttað. Hann sagði að heyrst hefði að allar þessar eignir hefðu verið færð- ar upp í ársreikningi Slippstöðvar- innar en svo eigi þær ekki að tilheyra fyrirtækinu þegar til gjaldþrotsins kemur. Um 100 fyrrverandi starfs- menn Slippstöðvarinnar skráðu sig atvinnulausa sl. þriðjudag, þar af um 50 félagsmenn í Félagi málmiðnað- armanna. Hákon sagði að þegar á þriðjudag hefðu einhverjir þeirra verið komnir í vinnu annars staðar. Því sé gríðarlega mikilvægt, ef tjónið eigi ekki að verða meira en orðið er, að starfsemin komist aftur í gang sem fyrst. „Þótt nú sé ekki vinna fyr- ir alla okkar menn hér á félagssvæð- inu er mikil vinna í boði fyrir þá víða um land. Ef mál fara ekki að skýrast gætu þessir menn farið að týnast í burtu og það er það versta sem gæti gerst,“ sagði Hákon. Gjaldþrot Slippstöðvarinnar Morgunblaðið/Kristján Atvinnulausir Um 100 fyrrverandi starfsmenn Slippstöðvarinnar skráðu sig atvinnulausa í vikunni en einhverjir þeirra eru þegar komnir í aðra vinnu. Fasteignir á svæðinu þinglýstar eignir Stáltaks RAGNAR Sverrisson, forsvarsmaður „Akureyri í önd- vegi“, sendi frá sér yfirlýsingu í gær fyrir hönd verk- efnisins, þar sem hann gerir alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun umhverfisráðs að veita Samskipum lóð undir framtíðaraðstöðu á Oddeyrartanga, áður en vinnu við rammaskipulag miðbæjarins er lokið. Ragnar telur að starfsemi félagsins eigi heldur ekki heima á umræddu svæði, enda hafi þeir fjölmörgu bæjarbúar sem sóttu íbúaþingið sl. haust, eindregið lagt til að svæðið yrði nýtt fyrir íbúðabyggð og útivistarsvæði. Ákvörðunin sé því með öllu óskiljanleg og að ástæða sé til að mótmæla henni. „Vonandi verður þetta slys ekki til þess að trufla annars ágætt starf sem beinist að því að efla miðbæinn okkar,“ segir Ragnar. „Þau rök, sem dregin hafa verið fram, að þetta sé á útjaðri umrædds svæðis og því verði ekki á næstu ára- tugum gert þar neitt af því sem íbúaþingið lagði til, eru haldlaus með öllu og lítilsvirðing við þá sem þátt tóku í þinginu og einnig við þá arkitekta sem komu með margar snjallar hugmyndir um útfærslu á þessum hluta Oddeyrarinnar. Auk þess er bjarnargreiði að af- henda umræddu fyrirtæki svæði sem það getur ekki reiknað með að reka starfsemi sína á til langrar fram- tíðar. Nær væri að beina augum norður fyrir bæinn þegar um er að ræða aðstöðu fyrir þungaflutninga af sjó og landi,“ segir Ragnar ennfremur í yfirlýsingu sinni. Hann bendir á að stýrihópur sem skipaður var í framhaldi af niðurstöðum íbúaþings og arkitekta- samkeppninnar, vinni nú gott verk og hafi ákveðið að leggja fram fyrir áramót tillögu að rammaskipulagi miðbæjarins. Það sé því rökrétt, sem fram hafi komið hjá formanni umhverfisráðs, að ekki sé unnt að taka af- stöðu til einstakra erinda innan þess svæðis sem skipu- lagsvinnan beinist að fyrr en tillaga að rammaskipulagi miðbæjarins liggur fyrir. „Af þessu verður sú ályktun dregin að umsóknum um lóðir á umræddu svæði beri að fresta þar til þetta framtíðarskipulag hefur verið afgreitt af réttum að- ilum. Þetta hefur raunar verið gert í nokkrum tilvikum og nægir að nefna umsóknir Hagkaupa, P. Alfreðs- sonar ehf. og KFC ehf. um lóðir á miðbæjarsvæðinu. Þessir aðilar verða því að doka við með umsóknir sínar og sýna nokkra þolinmæði.“ Ragnar segir að með ákvörðun um að veita Sam- skipum lóð á þessu skilgreinda miðbæjarsvæði áður en rammaskipulagið verður ákveðið, sé farið á svig við þessa meginstefnu umhverfisráðs. Mótmælir lóðaúthlutun til Samskipa á Oddeyrartanga Ákvörðunin með öllu óskiljanleg VINNA við endurskoðun skipulags miðbæjarins á Akureyri er nú í full- um gangi. Markmiðið er að gera óskir bæjarbúa um breytingar á miðbænum að veruleika. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri og for- maður stýrihóps, gerði grein fyrir vinnu við gerð tillagna að nýju mið- bæjarskipulagi Akureyrar og næstu skrefum á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Kristján Þór sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stefnt væri að því leggja fyrstu drög að aðalskipulagstillögunni fyrir um- hverfisráð um miðjan þennan mán- uð. Þá er hugmyndin að afgreiða lokatillögu að aðalskipulagi í nóv- ember. Þyrping sótti á dögunum um lóð undir Hagkaupsverslun og minni verslanir á Akureyrarvellinum en umhverfisráð hafnaði þeirri umsókn að svo stöddu, þar sem unnið er að skipulagsmálum miðbæjarins. Kristján Þór sagði að fleiri fjár- festar hefðu lýst yfir áhuga á því að taka þátt í uppbyggingu í miðbæn- um á grundvelli fyrirliggjandi hug- myndavinnu. Hann sagði að þarna væri um ræða allt frá formlegri umsókn Þyrpingar um lóð, upp í það að kaupa Akureyrarvallarsvæð- ið fyrir íbúðabyggingar og opin rými, fyrir hundruð milljóna króna. Einnig hafa komið fram fyrirspurn- ir um lóðir undir um matvörumark- að, húsgagna- og gjafavöruverslan- ir, á um 1.500 til 2.000 fermetrum, hugsanlega með íbúðum þar ofan á. „Það er ánægjulegt að verða vitni að þessum áhuga og vonandi getum við svarað þessum erindum og þá með þokkalegu samræmi og jafn- ræði á milli aðila,“ sagði bæjar- stjóri. Endurskoðun skipulags miðbæjarins á Akureyri Fjárfestar sýna áhuga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.