Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Steinþór Gestsson er einn af þeim alþing- ismönnum fyrr og síð- ar sem ég tel mikil- vægt að minnast. Hann var heiðarlegur og hreinskipt- inn stjórnmálamaður. Hann var sannur og trúr bæði samvisku sinni og málstað og sat aldrei á svikráðum við samherja sína eða andstæðinga í pólitík. Hann vann sín mikilvægu verk á Alþingi þegar við störfuðum þar saman um áraraðir án „mál- skrúðs“ eins og kom fram í minning- arræðu um hann í Skálholtskirkju, en hann vann þau af nákvæmni, rétt- sýni og heiðarleika. Undanfarið hefur borið á því að stjórnmálamenn hafa látið hafa eftir sér að í pólitík bæði á Alþingi og víð- ar svíki allir hver aðra, samherja sem andstæðinga, og undirferli séu þar einhvers konar meginregla. Þar skipti jafnvel engu hvernig árangri sé náð. Aðalatriðið sé að koma sínu fram. Auðvitað eiga slík umæli sér stoð í einstökum tilvikum, því miður, en vonandi ekki eins og af er stund- um látið. Á þessu hafa a.m.k. fyrr á tíð verið mikilsverðar undantekning- ar. Þar var Steinþór Gestsson fremstur í flokki. Hann var og hans verður minnst sem merkisbera þess STEINÞÓR GESTSSON ✝ Steinþór Stein-þór fæddist á Hæli í Gnúpverja- hreppi 31. maí 1913. Hann lést í Reykja- vík 4. september síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Skálholtskirkju 20. september. sem mikilvægast er í lýðræðislegri umræðu og átökum, sem auð- vitað eru hluti þess þjóðskipulags sem við teljum best. Þar skipt- ir einfaldlega meira máli heiðarleiki, rök- festa, trúmennska og vinnusemi, en síður leikaraskapur í ræðu- stól til þess að ná at- hygli fjölmiðla, sem því miður falla oft í þá gildru að setja slíka stjórnmálamenn í fyrirrúm. Við Steinþór unnum saman á ann- an áratug á Alþingi og mörg ár í fjár- veitinganefnd þingsins sem þá var kölluð. Hann var um skeið formaður nefndarinnar. Í þeirri nefnd var af hálfu Alþingis fjallað um meginatriði ríkisfjármála og sýndist auðvitað sitt hverjum. Hann var þegar ég kom þangað, reyndari en ég og sagði mér að auðvitað gætu menn komið sínum málum fram með hroka og harðfylgi, en stundum skipti meiru að fylgja sínu máli með rökfestu og hrein- skilni. Þessi ráðgjöf reyndist mér vel, eins og annað sem Steinþór kenndi mér. Á þessum árum var, eins og nú, að mörgu að hyggja í þjóðmálum. Við þingmenn lands- byggðarinnar urðum að huga að þörfum okkar fólks, vegleysur voru um allt, varla malarvegir, margar ófærur voru milli staða og nú geta menn eflaust ekki skilið hvað var við að fást á landsbyggðinni á þessum tíma. Auðvitað þurfti einnig oft að beina sjónum að þörfum höfuðborg- arsvæðisins, sem þá var í örum vexti. Við Steinþór áttum það sameiginlegt að ekki mætti gleyma því að máli skipti að líka þyrfti að hafa í huga að það kostaði stórfé að koma fyrir því fólki sem vegna aðstöðuleysis flyttist til höfuðborgarsvæðisins og hús, mannvirki og hvers konar fram- kvæmdir á landsbyggðinni nýttust verr þegar fólk flyttist þaðan. Um þetta vorum við Steinþór sam- mála. En það sem við vildum báðir styðja í fjárveitingarnefnd voru menningarmál. Hann var þjóðfræg- ur söngvari i MA kvartettinum, sem ég dái og við kona mín spilum disk- inn þeirra hér heima og höfum alltaf með okkur bæði innanlands og ekki síður til útlanda þegar við förum þangað. Um alla tíð munu Steinþór ásamt bróðir sínum og MA kvart- ettinum vera með okkur í för. Þar munu „rokkarnir ekki þagna“ um sinn. Það voru auðvitað sérstök for- réttindi að kynnast Steinþóri, en það eru ekki síður forréttindi að heyra hann syngja fyrir okkur eins lengi og við getum heyrt einhvern tón! Fyrir stuttu áttum við kona mín, Rúna og Ólafur G. Einarsson þess kost að heimsækja Steinþór að höf- uðbóli hans Hæli. Þá lék hann á als oddi. Þetta var ómetanleg stund. Hann hafði sérstakt yndi af að hitta gamla félaga úr Alþingi og kom ótrú- lega oft að hitta okkur fyrrverandi alþingismenn á árshátíðum félags okkar og stuttum ferðum, enda var hann gerður heiðursfélagi þess fé- lagsskapar. Steinþór Gestsson er í minningu minni göfugmenni. Hann var ætíð trúr sinni hugsjón og heimabyggð. Hann var alltaf hreinn og beinn, trúr og sannur. Við Rúna vottum aðstandendum hans samúð og biðjum honum bless- unar hinum megin móðunnar miklu. Drengur góður er genginn til feðra sinna. Guð blessi okkur minningu hans. Lárus Jónsson. Ó, hve fögur er æskunnar stund, er þá sál vor sem himinninn blár. Skær og blíð er hin léttúðga lund, lífsins eygir þar geislandi brár, þá er ró hjartans hrein. Hvergi skyggir á gleðinnar ljós, þá ei él ógna nein. Æsku nýsprottin vordagarós. (Stgr. Thorst.) Þannig skynjuðum við skólasystk- inin heiminn og okkur sjálf full af lífs- krafti og tilhlökkun að takast á við ný og óþekkt störf sem biðu okkar þegar við kvöddum skólann okkar Íþrótta- kennaraskóla Íslands fyrir 55 árum. Ljóð þetta kom upp í hugann er okkur barst sú fregn að skólasystir okkar og vinkona Hrefna væri svo skyndilega horfin úr hópnum. Það var sól í heiði og fagurt sem endra nær á Laugarvatni 30. júní HREFNA INGIMARSDÓTTIR ✝ Hrefna Ingi-marsdóttir fæddist í Hnífsdal 30. ágúst 1931. Hún andaðist að heimili sínu í Skólagerði 3 í Kópavogi 26. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 5. október. 1950 þegar tíu ung- menni þ.e. fimm stúlk- ur og fimm piltar tóku á móti prófskírteinum sínum frá Birni Jak- obssyni, skólastjóra. Þessi áfangi var að baki og öll lögðum við af stað út í lífið með miklar framtíðarvænt- ingar og bjartsýni. Það má segja um Hrefnu eins og stend- ur í ljóðinu „skær og blíð er hin léttúðga lund“ og það var hún svo sannarlega. Oft var búið að hlæja mikið og hátt þegar við áttum að vera að lesa og gera ritgerðir í skólastof- unni og miklar voru pælingarnar þeg- ar kom að latnesku heitunum í vöðva- fræðinni og framburðinum stundum ábótavant. Margs er að minnast úr heimavistinni og öllum þeim skemmtilegu kvöldum sem við áttum í litla herberginu í Mörkinni. Þá bar maður ekki skyn á hvað voru þrengsli því allt var svo skemmtilegt, meira að segja þrifin og tiltektin gerðu manni stundum glatt í geði. Að búa í heima- vist er sérstakur þáttur í lífi þeirra einstaklinga sem það upplifa. Vetur- inn í Íþróttakennaraskólanum gaf okkur ógleymanlega tryggð og vin- áttu sem ennþá endist. Nú sjáum við á bak fjórða skóla- systkininu en áður eru horfnir þrír piltar. Blessuð sé minning þeirra. Í dag kveðjum við Hrefnu Ingi- marsdóttur frá Hnífsdal. Hún var glæsileg, há og grönn og mikil fim- leika- og sundkona. Hún ólst upp í foreldrahúsum í Hnífsdal, nánar til- tekið í „ spýtuhúsinu“ í stórum systk- inahópi. Hún var mikill Vestfirðingur og þar lágu hennar rætur. Hún var yngsti nemandinn í skólanum þennan vetur og kallaði Björn skólastjóri hana stundum „barnið“. Við íþróttakennararnir komum víða að og fórum til starfa vítt og breitt um landið og þrátt fyrir fjar- lægðina vissum við alltaf hvert af öðru. Það má ef til vill segja „römm er sú taug“. Nú seinni árin höfum við skólasyst- urnar stofnað til samveru sem hefur gefið okkur glaða daga. Síðastliðið sumar dvöldum við í Skagafirðinum nokkra daga þar sem við nutum sumarblíðunnar og skoð- uðum landið. Einmitt þar hafði Hrefna byrjað sundkennslu og lýsti öllum aðstæðum en laugin var horfin og þar komin „sjoppa“ og fannst henni það heldur slæmt. Þessir dagar verða okkur hinum ógleymanlegir og erum við þakklátar fyrir að svo vel tókst til. Þarna rifjuðum við upp æskuminn- ingar liðinna daga. Nú sjáum við á eftir fjórða skóla- systkininu og söknuðurinn er mikill. Minning hennar lifir í hugum okkar. Hún starfaði jafnan við sund- kennslu í Reykjavík og var sund- kennari í Breiðagerðisskóla í yfir 30 ár. Þá hafði hún umsjón með leikvöll- um Reykjavíkurborgar frá 1952– 1958. Hrefna giftist Inga Þór Stefáns- syni íþróttakennara árið 1957. Þau eignuðust tvo syni. Ingi lést árið 1966. Hin síðari ár gekk Hrefna ekki heil til skógar en var lítið fyrir að ræða það. Nú er hennar lífsgöngu lokið sem bæði var blómum og þyrnum stráð. Hún gekk hana með æðruleysi og reisn. Við sendum afkomendum hennar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Skólasystkini Íþróttakennaraskóla Íslands. Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, fóstur- faðir og afi, KRISTJÁN MIKKAELSSON, Flekkudal, Kjós, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 8. október og hefst athöfnin kl. 14. Guðný G. Ívarsdóttir, Elías Kristjánsson, Sigríður Lárusdóttir, Gunnar Kristjánsson, Sigríður Birna Ólafsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Jónas Dalberg Karlsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jóhannes Björnsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG BÖÐVARSSON, Vesturgötu 32, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 7. október kl. 14.00. Matthea Kristín Sturlaugsdóttir, Benedikt Jónmundsson, Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Sveinn Sturlaugsson, Halldóra Friðriksdóttir, Rannveig Sturlaugsdóttir, Gunnar Ólafsson, Sturlaugur Sturlaugsson, Jóhanna Hallsdóttir, Helga Ingunn Sturlaugsdóttir, Haraldur Jónsson, Ingunn Helga Sturlaugsdóttir, Haukur Þorgilsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður og fyrrv. forstjóri Olíufélagsins hf., lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 30. sept- ember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 10. október kl. 11.00. Málfríður I. Vilhjálmsdóttir, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Jóhanna Rósa Arnardóttir, Arnar Sch. Thorsteinsson, Harpa Guðfinnsdóttir, Sverrir Sch. Thorsteinsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Svavar Brynjúlfsson, Erna Dís Brynjúlfsdóttir, Valur Tómasson, Katrín Sigríður Sch. Thorsteinsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 34, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Sveinn H. Ragnarsson, Sveinn Andri Sveinsson, Þórunn Grétarsdóttir, Halldór Fannar og Guðbjörg Lilja Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR RAKELAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Þernuvík, áður búsett í Akurgerði 34. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Norðurbrún 1 fyrir þeirra hlýju og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Þórhallur Jón Jónasson, Sigríður Fanný Másdóttir, Gunnar Halldór Jónasson, Inga D. Karlsdóttir, Bergþór Jónasson, Sigurbjörg H. Bjarnadóttir, Kristján Aðalbjörn Jónasson, Guðlaug Dröfn, Lárus Freyr, Jónas Þór, Sesselja Dagbjört, Eva Ösp, Tinna Sif og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.