Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 43 MINNINGAR stöðu og söng Sáuð þið hana systur mína. Næstu sumur áttum við Hulda Jónsdóttir, fyrri kona Er- lings, eftir að þeytast með þeim hingað og þangað um landið, þar sem þeir komu fram við öll hugs- anleg tækifæri. Eitt árið stækkaði hópurinn og hét þá Farandsöngv- ararnir, orðinn kvartett með píanói. Og þegar makarnir voru komnir með í för og ársgamla hnyðran okkar Ragnars að auki, var aldeilis fjör í tuskunum. Hinir söngvararnir voru Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Jón Sigurbjörnsson, fimbulbassi og leikari. Makarnir sem fengu að koma með voru Ólaf- ur Beinteinsson, sjálfur skemmti- kraftur, Hulda kona Erlings, sem kenndi mér að sauma, Þóra Frið- riksdóttir leikkona og svo undirrit- uð. Þetta varð mikið ævintýri. Þau Erlingur og Hulda áttu reyndar eftir að reynast okkur Ragnari sérlega vel. Hulda útveg- aði okkur íbúð í næsta húsi og voru okkur innan handar í einu og öllu, og við vorum eins og ein fjölskylda. Erlingur og Ragnar æfðu mikið saman. Og er mér sérlega minn- isstætt þegar þeir æfðu Unglinginn í skóginum, sem Ragnar samdi við ljóð Halldórs Laxness. Á þessum árum, uppúr 1960, var Erlingur mjög eftirsóttur söngvari, söng m.a nokkur hlutverk við Þjóð- leikhúsið og var ótrúlegt hve þessi „einfaldi sveitadrengur“, eins og hann kallaði sjálfan sig seinna, varð strax eins og fæddur til að syngja og leika á sviði. Hann hreyfði sig og lék á sviðinu eins og hann hefði ekki gert annað. Þó hafði hann aldrei lært að leika. Freddy í My Fair Lady, var geislandi og glæsi- legur. Ekki var hann síður flottur, hjartaknúsarinn sem heillaði Sar- dasfurstynjuna upp úr skónum í frægri sýningu Þjóðleikhússins nokkrum árum seinna. Mér er einnig mjög minnisstætt þegar Er- lingur kom heim til Íslands 1983, eftir margra ára starf við Köln- aróperu, til að syngja Túríddú, að- alkarlhlutverkið í óperu Mascagnis, Cavalleria Rusticana. Ég man að ég var verulega kvíðinn. Hlutverk Túríddús er oftast sungið af stórri, dramatískri rödd, en rödd Erlings engin risarödd, en mjög hljómfög- ur, barst vel, og lýrísk. En hann leysti þetta mál af snilld. Reyndi á engan hátt að yfirkeyra röddina, stækka hana eða dekkja heldur lag- aði hlutverkið eftir sínum eigin sterku hliðum af miklum næmleik. Sá Túríddú sem við sáum í Þjóð- leikhúsinu, var sannfærandi og snerti djúpt. Þegar Erlingur söng fyrir hjá Fóstbræðrum var Ragnar Björns- son, bóndi minn, söngstjóri Fóst- bræðra og hann sagði að dreng- urinn hefði ekki haft nokkra rödd, bara smá píp, en verið svo mús- ikalskur að ekki hefði verið hægt að rugla hann í ríminu og því var hann tekinn í kórinn. Svo kom á daginn að hann hafði mjög fína rödd, bara verið raddlaus af stressi í prófinu. Hann varð fljótlega ein- söngvari með kórnum og valinn í ýmis vandasöm verkefni. Söng m.a. Brahms-valsa í kvartett með þjálf- uðum einsöngvurum o.fl. Um þetta leyti var hann farinn að sækja tíma til eins okkar færasta söngkennara fyrr og síðar, Sigurðar Demetz, suður-týrólska óperusöngvarans sem söng á móti Elísabetu Schwarzkoph á Scala í Mílanó og lenti hér uppá Íslandi um miðjan 6. áratuginn. Þegar Demetz hafði kennt Erlingi nokkur ár sagði hann honum að fara til útlanda. Komast í hringiðu heimstónlistarinnar. Svo sendi hann Erling til kennara á Ítalíu. En námið sem átti að vara í 2 ár varð bara að átta mánuð- um.Skrúfað var fyrir styrkinn og hann fenginn öðrum. Síðla vetrar 1965 fluttum við Ragnar tímabund- ið til Kölnar í V- Þýskalandi. Ragn- ar hafði miklar áhyggjur af vini sín- um, Erlingi, að ekkert yrði meira úr tónlistarmenntun hans, því hann vissi að hjarta hans og gleði var í tónlistinni. Ragnar hafði mikla trú á tónlistarhæfileikum Erlings og listrænni sköpunargáfu sem gerðu hans fallegu rödd að gersemi. Hann kom því í kring að Erlingur gæti sungið fyrir í Tónlistarháskólanum. Nú, þetta var nokkru fyrir jól og er ekki að orðlengja það, Erlingur var kominn með alla fjölskylduna, konu og þrjár dætur, til Kölnar um miðj- an janúar 1966 og strax á fulla ferð í alhliða tólistarnámi ásamt söng- náminu. Og næsta haust á fullt sem söngvari við Óperuna. Þurfti hann að taka við og læra 15 ný hlutverk á þrem mánuðum, stór og smá og allt þar á milli. Og síðan eru 39 ár og hlutverkin sem hann söng urðu þó nokkuð á annað hundrað áður en yfir lauk. Í lífi hvers manns skiptast á skin og skúrir, þrátt fyrir ýmsa verald- lega velgengni. Okkar elskulegu vinir Hulda og Erlingur slitu sam- vistir eftir nokkurra ára dvöl í Köln. Dæturnar voru orðnar fjórar, svo það var stór hópur sem Hulda hafði með sér heim til að ala upp á Íslandi. Að vísu flutti Marta, elsta dóttirin, aftur til pabba síns fáum árum seinna og hefur búið í Þýska- landi síðan. Þá var Erlingur þegar giftur eftirlifandi eiginkonu sinni, Irene Vigfússon, þýskri konu sem hefur verið manni sínum stoð og stytta og mikill félagi öll þau 36 ár sem þau áttu saman. Þeim varð ekki barna auðið. En Marta, dóttir Erlings, giftist fljótt þýskum manni og hafa synir þeirra tveir verið augasteinar og eftirlæti afa síns og Irene, stjúpömmu. En því miður var lengra á milli yngri dætranna, þeirra Írisar, Guðnýjar og Láru og föður þeirra. Því varð honum að orði: „Mér fer eins og selamóð- urinni, sem varð um og ó, því hún átti sex börn á landi og sex í sjó.“ Sem söngvari við Kölnaróperu fór Erlingur í söngferðir víða um heim. Hann fór ásamt þrem öðrum einsöngvurum frá Óperunni í söng- ferðalag til Suður-Afríku á vegum suður-afríska menntamálaráðu- neytisins. Söng sem gestasöngvari við 21 óperu í Þýskalandi. Einnig í Zürich, Kaupmannahöfn, London, Ísrael, Japan og yfirleitt í flestum löndum bæði Austur- og Vestur- Evrópu. Erlingur var líka eftirsótt- ur einsöngvari með kórum víða. Söng m.a. oft í Hollandi og Belgíu og öðrum nágrannalöndum. Eitt sinn kom ítalskur stórstjörnuflokk- ur og flutti Normu á konsertupp- færslu í Köln. Af einhverjum ásæð- um vantaði þá skyndilega tenór í hópinn. Allir tenórar Kölnaróperu vildu fá hlutverkið en hljómsveit- arstjórinn ítalski, Nello Santi, valdi Erling. Fékk hann þar m.a. tæki- færi til að syngja með sópran- stjörnunni Caballé, sem söng Normu í uppfærslunni. Og fékk góða dóma fyrir. Í óperu eins og Kölnaróperu eru það oftast gesta- stjörnur sem syngja aðalhlutverk- in. Þannig lenti Erlingur ekki sjald- an í að syngja með stjörnum eins og Carreras og Domingo, svo stikl- að sé á þeim stærstu. Erlingur hafði lítinn áhuga á stjörnulífi í ferðatösku. Hafði yfirleitt lítinn áhuga á að auglýsa eigin persónu, eins og sést á því hve sáralítið hef- ur verið um hann og hans feril fjallað á Íslandi þessi tæplega 40 ár sem hann bjó erlendis. Hann var mjög heimakær og naut samfélags við kollega og vini, tók því æviráðn- ingu við Kölnaróperu, þegar hún bauðst, tiltölulega snemma á ferli sínum. Fyrir rúmum áratug veiktist Er- lingur mjög alvarlega, sem endaði með því að fyrir fimm til sex árum þurfti hann að gangast undir líf- færaígræðslu. Ígræðslan gekk vel og hann átti nokkur ár við góða heilsu. En í vor sem leið var hann farinn að finna fyrir verulegum slappleika. Og 14. ágúst síðastliðinn var hann allur. Já, söngfuglinn síungi er þagn- aður. Vinátta þeirra Ragnars míns þvarr aldrei meðan báðir lifðu. Og Irene, eftirlifandi eiginkona Er- lings, varð strax mikil vinkona okk- ar Ragnars og saman áttum við, þessi fjögur, óteljandi stundir gleði og fagnaðar. Ég votta henni, dætr- um Erlings og fjölskyldum þeirra, mína dýpstu samúð og bið Guð að blessa þau í sorg þeirra. Erlingi þakka ég vináttuna og óska honum góðrar heimkomu. Sigrún Björnsdóttir. Með söknuði kveðj- um við Önnu Einars- dóttur golfkonu og mikla keppniskonu sem með færni sinni í golfíþróttinni var Nesklúbbnum til sóma. Þrisvar varð Anna klúbbmeistari kvenna og oft keppti hún með kvennasveit klúbbsins. Við viljum þakka Önnu fyrir störf hennar í þágu kvennanefndar Nes- klúbbsins um leið og við færum Ragnari og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur. Nesklúbbskonur. Við ótímabært fráfall Önnu Ein- arsdóttur hefur kirkjan í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra misst ein- lægan hollvin og dyggan starfsmann. Að sumarlagi árið 1996 gerðist Anna skrifstofustjóri á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Árbæjarkirkju. Því starfi gegndi hún þar til ársloka árið 2000 en hélt síðan starfinu áfram í Breiðholts- kirkju meðan heilsa og kraftar ent- ust, eftir að skrifstofan hafði flust þangað. Starfið á skrifstofunni var vissu- lega fjölþætt og krefjandi, svo sem bréfaskriftir, bókhald, símvarsla, umsjón auglýsinga o.fl. og álags- tímar einkum þegar fjölmennir fund- ir, svo sem héraðs- og safnaðarráðs- fundir voru haldnir og fjölfalda þurfti og leggja fram starfsskýrslur og reikninga fyrir fundina. Anna gegndi öllum störfum fyrir prófastsdæmið af mikilli hollustu og ANNA EINARSDÓTTIR ✝ Anna Einars-dóttir fæddist í Reykjavík 9. júní 1954. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Digranes- kirkju 5. október. heilindum og skyldu- rækni hennar, sam- viskusemi og stundvísi var við brugðið. Í starfinu kynntist hún fjölmörgu starfs- fólki safnaðanna og kynnti sig í hvívetna vel. Í Árbæjarkirkju átti hún einkar vinsamleg samskipti og sam- vinnu við starfsfólk kirkjunnar og eignað- ist þar góða kunningja og vini. Hún átti afar auðvelt með að umgangast fólk, var að eðlisfari félagslynd og gædd já- kvæðu lífsviðhorfi til manna og mál- efna. Hún hafði bætandi áhrif á um- hverfi sitt og samstarfsfólk með ferskri, glaðværri framkomu og hlýrri nærveru. Við leiðarlok vil ég þakka henni samstarfið góða, er aldrei bar hinn minnsta skugga á, og óska henni far- arheilla í himin Guðs. Blessuð og heiðruð sé minning hennar. Eiginmanni hennar og fjölskyldu allri er hér vottuð dýpsta hluttekn- ing og samúð. Guðmundur Þorsteinsson. Fallinn er enn einn félagi okkar. MND sjúkdómurinn hafði betur í baráttu upp á líf og dauða við Önnu vinkonu okkar. Anna og hennar fjölskylda voru virk í okkar litla félagi og verður hennar sárt saknað. Anna var gleði- gjafi og viðræðugóð þó sjúkdómur- inn hafi rænt hana röddinni fyrir nokkru síðan. Hún notaði tjárita við samskipti og var unun að fylgjast með færni hennar á það tæki. Anna var ein af þeim sem lögðu í langferð til Danmerkur með okkur félögum hennar og þökkum við af alhug fyrir að mega dvelja með henni þessa síð- ustu daga sem hún lifði. Hver dagur þér strýkur sem dýrmætur blær, hver dagur er lífs okkar veldi. Í deginum eina hver dögun þín grær, dagsvonin ljós þitt að kveldi. Og dagurinn lifir með dásemd, svo hljótt sem demanti heimurinn skarti. Mundu að svo fæðist um myrkvaða nótt: morgunninn dýrðlegi, bjarti. (J. R. G.) Ég, Halla og stelpurnar, sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Önnu. Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þý smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Við fráfall góðs vinar og sam- starfskonu er margs að minnast. Anna var mjög þægileg í umgengni og áttum við margar ánægjulegar stundir saman. Á föstudögum var sérstakur kaffitími þar sem fyrrver- andi og núverandi starfsmenn hitt- ust og þar var oft glatt á hjalla. Að sjálfsögðu var þá rætt um fjöl- skylduna, börnin og barnabörnin. Anna var svo hreykin af börnunum sínum og litla Ragnheiður Anna ömmustelpan hennar var mikill augasteinn í lífi hennar. Líf sitt allt lagði Anna í hönd Guðs og þakkaði fyrir hvern dag sem hún fékk að njóta. Um leið og ég þakka samstarf og vináttu á liðnum árum, bið ég Guð að blessa minningu hennar og votta fjölskyldunni dýpstu samúð. Valgerður Gísladóttir. Elsku hjartans pabbi minn og Friðrik. Þú veittir okkur ríku- lega af ást þinni sem ekkert gat eða mun nokkurn tímann geta komið í staðinn fyrir. Þú varst blíður, fallegur og örlátur. Við sjáum þig, heyrum þig og finnum alls stað- ar. Þú ert á landi, sjó, í ánum og vind- inum. Við reyndum að ná þér af eyj- unni þinni, en það reyndist ekki unnt, hún er í æðum þínum. Þú helgaðir landinu þínu líf þitt af ástríðu. Þú verður alltaf hjá okkur og við munum ævinlega elska þig. Hvíl í friði. Þú átt það skilið. Hermann og Kristín. Það var þungbær tilkynningin sem okkur barst með símtali laugardags- morguninn 10. september síðastlið- inn. Röddin í símanum sagði mér frá því að Maddý væri dáin og að Frið- riks væri saknað. Ég sat lengi agn- dofa í símastólnum og hef aldrei þráð eins mikið að ég gæti vaknað upp af vondum draumi. Því miður var þetta ekki vondur draumur, heldur var þetta ískaldur veruleikinn. Vinir mín- ir horfnir af sjónarsviðinu svo skyndilega, vinir sem voru í fullu fjöri og ekkert annað en glaðværð og til- FRIÐRIK ÁSGEIR HERMANNSSON ✝ Friðrik ÁsgeirHermannsson héraðsdómslögmað- ur fæddist á Ísafirði 28. september 1971. Hann lést í sjóslysi hinn 10. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 23. september. hlökkun til lífsins og þeirrar framtíðar sem virtist blasa við Frikka og Maddý. Þau voru líka full tilhlökkunar til þessarar sjóferðar og er ég settist niður heima hjá þeim og við horfðum á kvöldfréttir í sjónvarpinu sögðu þau mér hvað stæði til. Í sjóferð skyldi halda og ég beðinn um að aka þeim niður að smá- bátahöfn. Síðasta öku- ferðin með þessa frá- bæru vini mína hefur verið farin. Ég var svo heppinn að kynnast Friðriki fyrir um það bil sex árum. Hafði hann þá unnið mál sem vakti athygli mína og í framhaldinu setti ég mig í sam- band við hann og upp frá því mynd- aðist mikil vinátta og góður trúnaður á milli okkar. Ég þurfti oft að leita til Friðriks vegna ýmissa mála og oft kom hann heim til okkar Sigríðar að kvöldlagi eða utan hins venjulega vinnutíma til þess að kynna sér betur þau mál sem ég hafði rætt við hann um. Leið- beindi hann mér ávallt vel, var ráða- góður og sagði mér umsvifalaust frá því ef ég væri með eitthvert óðagot eða æðibunugang í mínum málum. Friðrik var mikill áhugamaður um veiði og oft fór ég með honum norður í Fljót í Skagafirði og áttum við þar, ásamt mörgum góðum félögum hans, margar góðar samverustundir. Alltaf var það fastur liður hjá Friðriki að heimsækja ömmu sína á Siglufirði og hafði ég mikla ánægju af því að fara með honum í þær heimsóknir og ávallt var tekið á móti okkur með kostum og kynjum. Eitt var það í einni heimsókn til ömmu á Siglufjörð sem stóð upp úr hjá Friðriki. Hann stóð í stofunni, horfði í kringum sig og spurði síðan ömmu sína: „Amma, hvers vegna er bara mynd af sumum hér en ekki af mér?“ Amma hans svaraði honum alveg um hæl: „Sumir eru bara örlátari en aðrir.“ Að þessu svari hlógum við oft mikið og hafði ég þetta oft í flimtingum við hann. Þegar Friðrik og Maddý byrjuðu að búa saman hér í Kópavogi var ég oft á tíðum gestur hjá þeim. Eink- anlega kom ég við hjá þeim ef það var fótboltaleikur í sjónvarpinu og voru þeir ófáir leikirnir úr ensku úrvals- deildinni og meistaradeild Evrópu sem við sátum saman og horfðum á. Það voru frábærar samverustundir og mér alveg ógleymanlegar. Friðrik og Maddý voru bæði ákaf- lega vel greind og voru vel fróð heim að sækja. Í einni heimsókn minni til þeirra, er ég kominn með mikla landafræðibók í hendurnar og farinn að fletta henni og glugga í hana af handahófi. Friðrik sér mig með bók- ina og býður mér að spyrja sig um höfuðborgir allra landa í heiminum sem og ég gerði. Það var hvergi hægt að reka hann á gat, hann svaraði öllu því sem ég spurði hann um úr þessari bók og fer ég ekki ofan af því að hann vissi upp á staf hvað stóð í henni. Friðrik og Maddý báru mikið traust hvort til annars, voru einlæg hvort gagnvart öðru og trúir félagar. Það var gaman að vera í þeim hópi manna sem áttu þau að vinum og aldrei var hægt að finna það hjá þeim að þau gerðu einhvern mun á Jóni eða séra Jóni. Framkoma þeirra virt- ist vera alltaf jöfn. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir þann stutta tíma sem við fengum að njóta þeirrar sam- vistar og biðjum þess að þau hvílist vel í Guðs friði. Við Sigríður og fjöl- skylda okkar sendum einnig fjöl- skyldum þeirra og vinum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Óskar Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.