Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN ÞÆTTIRNIR VINSÆLUSTU · First Series · Second Series · Series 5 · Series 6 · Season 5 · Season 6 · Season 3 · Season 4 · Season 1 · Season 2 · Year One · Year Two NÝ SEND ING BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR væntanlega ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun ferðaþjónustunnar hér á landi á undanförnum árum hversu mikil gróska hefur verið á flestöllum svið- um. Menning- artengd ferða- þjónusta er þar engin undantekn- ing og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu mikil gróska og nýsköpun hefur átt sér stað í þeim geira. Það sem er enn ánægju- legra er að þessi þróun á sér stað um allt land og á mjög fjölbreytilegan hátt. Má þar t.d. nefna Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Galdrasafnið á Ströndum, Samgöngu- safnið á Skógum, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði og Sögusafnið í Perlunni í Reykjavík. Það eru sennilega færri sem vita að Íslendingar, með Rögnvald Guð- mundsson í broddi fylkingar, eru að leiða nokkur fjölþjóðleg Evrópuverk- efni þar sem menning og menningar- arfleifð eru höfð að leiðarljósi ásamt því hvernig hægt sé að spyrða þessa þætti saman við atvinnuuppbyggingu á þeim svæðum er verkefnin ná til. Eitt af þessum verkefnum er Dest- ination Viking – Sagalands, en þar er unnið með norræna sagnaarfleifð og hvernig hægt sé að styrkja sagna- hefðina og tengja hana betur ferðaþjónust- unni. Að verkefninu koma um 20 að- ilar frá 7 löndum sem landfræðilega liggja frá Skotlandi í austri um Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Færeyjar, um strendur norðurhluta Svíþjóðar, Nor- egs að Íslandi og Grænlandi og enda loks í norðausturhéruðum Kanada í vestri (Nýfundalandi og Labrador). Meginþemu verkefnisins eru fimm, – Sagnahefð, þar sem meg- ináherslan hefur verið lögð á að þjálfa einstaklinga við okkar fornu list að segja sögur á lifandi og skemmtilegan hátt þannig að eftir því sé tekið. – Fornar leiðir, þar sem þekktar fornar leiðir eru merktar og þeim gerð góð skil. – Söfn með sögualdaáherslum, til- gátuhús og lifandi söfn frá þessum tíma. - Viðburðir, að móta viðburði er tengjast þessu tímabili þannig að ein- falt sé að selja þá og kynna. – Sameiginleg útgáfa, þar sem safnað er saman öllu er hér að framan er talið og það kynnt fyrir áhugasöm- um kaupendum. Meðal annars mun fljótlega koma út bók um verkefnið sem og sögukort. Í verkefninu hafa þátttakendur sett sér skýr markmið og síðan hafa þeir hist á um sex mánaða fresti í einskonar þjálfunarbúðum þar sem ákveðið þema hefur verið sett í hvert skipti. Þar hafa allir þátttakendur þurft að skýra frá gangi sinna mála og hvernig gangi að ná settum mark- miðum. Fundir þessir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum, í flest- um þátttökulöndunum. Síðasti fundur var haldinn ekki alls fyrir löngu á Nýfundnalandi og gafst greinarhöfundi tækifæri til að slást með í för og kynnast mjög svo áhuga- verðu og vel útfærðu verkefni ásamt því að skoða sögutengda staði þar um slóðir. Það er skemmst frá því að segja að frændur vorir í vestri hafa náð að fanga anda liðinna tíma og sett þá fram á trúverðugan og lifandi hátt. Sérstaklega í ĹAnse aux Meadows, þar sem talið er að norrænir menn hafi komið fyrst að landi í Norður- Ameríku um árið 1000 undir forystu Leifs heppna. En þar hafa verið reist nokkur tilgátuhús sem byggð eru rétt við rústir þær er þar fundust á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þar skammt undan hefur einnig verið komið fyrir litlu víkingaþorpi, Nor- sted, með allri þeirri aðstöðu sem tal- ið er að menn hafi haft á þeim tíma, s.s. bátalægi, járnsmiðju, kirkju og langhúsum. Heimamenn hafa síðan af því atvinnu að klæðast þess tíma föt- um og leika nokkra af forfeðrum okk- ar og ferst það nokkuð vel úr hendi, enda hefur fólkið hlotið sérstaka þjálfun til verksins. Verkefni það sem hér hefur verið fjallað um hefur verið styrkt af Norð- urslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Program NPP) og þar á bæ eru menn það ánægðir með árangurinn að góðar líkur eru á áframhaldandi verkefni sem kemur til með að byggjast á svipuðum hug- myndum en þó sem sjálfstætt fram- hald. Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á meðfylgjandi heimasíðu. http://www.sagalands.org ELÍAS BJ. GÍSLASON, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands. Menningartengd ferðaþjónusta, víkingar þá og nú Frá Elíasi Bj. Gíslasyni: Elías Bj. Gíslason Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.