Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN ÞÆTTIRNIR VINSÆLUSTU · First Series · Second Series · Series 5 · Series 6 · Season 5 · Season 6 · Season 3 · Season 4 · Season 1 · Season 2 · Year One · Year Two NÝ SEND ING BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ HEFUR væntanlega ekki farið framhjá neinum sem fylgst hefur með þróun ferðaþjónustunnar hér á landi á undanförnum árum hversu mikil gróska hefur verið á flestöllum svið- um. Menning- artengd ferða- þjónusta er þar engin undantekn- ing og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu mikil gróska og nýsköpun hefur átt sér stað í þeim geira. Það sem er enn ánægju- legra er að þessi þróun á sér stað um allt land og á mjög fjölbreytilegan hátt. Má þar t.d. nefna Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Galdrasafnið á Ströndum, Samgöngu- safnið á Skógum, Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði og Sögusafnið í Perlunni í Reykjavík. Það eru sennilega færri sem vita að Íslendingar, með Rögnvald Guð- mundsson í broddi fylkingar, eru að leiða nokkur fjölþjóðleg Evrópuverk- efni þar sem menning og menningar- arfleifð eru höfð að leiðarljósi ásamt því hvernig hægt sé að spyrða þessa þætti saman við atvinnuuppbyggingu á þeim svæðum er verkefnin ná til. Eitt af þessum verkefnum er Dest- ination Viking – Sagalands, en þar er unnið með norræna sagnaarfleifð og hvernig hægt sé að styrkja sagna- hefðina og tengja hana betur ferðaþjónust- unni. Að verkefninu koma um 20 að- ilar frá 7 löndum sem landfræðilega liggja frá Skotlandi í austri um Orkneyjar, Hjaltlandseyjar, Færeyjar, um strendur norðurhluta Svíþjóðar, Nor- egs að Íslandi og Grænlandi og enda loks í norðausturhéruðum Kanada í vestri (Nýfundalandi og Labrador). Meginþemu verkefnisins eru fimm, – Sagnahefð, þar sem meg- ináherslan hefur verið lögð á að þjálfa einstaklinga við okkar fornu list að segja sögur á lifandi og skemmtilegan hátt þannig að eftir því sé tekið. – Fornar leiðir, þar sem þekktar fornar leiðir eru merktar og þeim gerð góð skil. – Söfn með sögualdaáherslum, til- gátuhús og lifandi söfn frá þessum tíma. - Viðburðir, að móta viðburði er tengjast þessu tímabili þannig að ein- falt sé að selja þá og kynna. – Sameiginleg útgáfa, þar sem safnað er saman öllu er hér að framan er talið og það kynnt fyrir áhugasöm- um kaupendum. Meðal annars mun fljótlega koma út bók um verkefnið sem og sögukort. Í verkefninu hafa þátttakendur sett sér skýr markmið og síðan hafa þeir hist á um sex mánaða fresti í einskonar þjálfunarbúðum þar sem ákveðið þema hefur verið sett í hvert skipti. Þar hafa allir þátttakendur þurft að skýra frá gangi sinna mála og hvernig gangi að ná settum mark- miðum. Fundir þessir hafa verið haldnir á mismunandi stöðum, í flest- um þátttökulöndunum. Síðasti fundur var haldinn ekki alls fyrir löngu á Nýfundnalandi og gafst greinarhöfundi tækifæri til að slást með í för og kynnast mjög svo áhuga- verðu og vel útfærðu verkefni ásamt því að skoða sögutengda staði þar um slóðir. Það er skemmst frá því að segja að frændur vorir í vestri hafa náð að fanga anda liðinna tíma og sett þá fram á trúverðugan og lifandi hátt. Sérstaklega í ĹAnse aux Meadows, þar sem talið er að norrænir menn hafi komið fyrst að landi í Norður- Ameríku um árið 1000 undir forystu Leifs heppna. En þar hafa verið reist nokkur tilgátuhús sem byggð eru rétt við rústir þær er þar fundust á sjö- unda áratug síðustu aldar. Þar skammt undan hefur einnig verið komið fyrir litlu víkingaþorpi, Nor- sted, með allri þeirri aðstöðu sem tal- ið er að menn hafi haft á þeim tíma, s.s. bátalægi, járnsmiðju, kirkju og langhúsum. Heimamenn hafa síðan af því atvinnu að klæðast þess tíma föt- um og leika nokkra af forfeðrum okk- ar og ferst það nokkuð vel úr hendi, enda hefur fólkið hlotið sérstaka þjálfun til verksins. Verkefni það sem hér hefur verið fjallað um hefur verið styrkt af Norð- urslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery Program NPP) og þar á bæ eru menn það ánægðir með árangurinn að góðar líkur eru á áframhaldandi verkefni sem kemur til með að byggjast á svipuðum hug- myndum en þó sem sjálfstætt fram- hald. Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á meðfylgjandi heimasíðu. http://www.sagalands.org ELÍAS BJ. GÍSLASON, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands. Menningartengd ferðaþjónusta, víkingar þá og nú Frá Elíasi Bj. Gíslasyni: Elías Bj. Gíslason Jónína Benediktsdóttir: Sem dæmi um kaldrifjaðan sið- blindan mann fyrri tíma má nefna Rockefeller sem Hare telur einn spilltasta mógúl spilltustu tíma... Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.