Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 51 DAGBÓK Rannsóknarstofnun KHÍ heldur málþingdagana 7. og 8. október. Sigríður Ein-arsdóttir, verkefnisstjóri hjá RKHÍ erformaður undirbúningshóps málþings- ins: „Meginþema málþingsins eru PISA- kannanirnar, sem eru alþjóðlegar kannanir þar sem borinn er saman árangur grunnskólanema á heimsvísu. Sérstaklega verður sjónum beint að læsi og lestrarnámi.“ Aðalfyrirlesari málþingsins er Andreas Schleicher, forstöðumaður námsmatsstofnunar OECD og einn af aðalskipuleggjendum PISA- kannananna. Hann flytur erindi sem nefnist „Is the sky the limit in educational performance?“ þar sem hann veltir m.a. fyrir sér hvað má finna sameiginlegt hjá þeim nemendum, skólum og löndum sem bestum árangri hafa náð í PISA- rannsóknunum. „Amalía Björnsdóttir, dósent við KHÍ, er ann- ar aðalfyrirlesari málþingsins og fjallar m.a. um niðurstöður PISA hvað varðar íslenska nem- endur og árangur þeirra í samanburði við ná- grannalöndin. Hún veitir sérstaklega athygli þeim óvenjulega kynjamun sem kemur fram hjá íslensku nemendunum þar sem stúlkur ná betri árangri en piltar í stærðfræði, öfugt við það sem gerist hjá nágrannalöndum okkar,“ segir Sigríð- ur. Þetta er níunda málþingið sem RKHÍ stendur fyrir en dagskráin er með því sniði að á fyrri degi þingsins eru haldin ávörp og aðalfyrirlestar sem tengjast meginþemanu en seinni daginn málstofur, frá 8.50 til 15.10 og verða að staðaldri 10 málstofur í gangi samtímis. Í málstofunum verður rætt um margvíslegt efni sem tengist skólamálum, t.d. hugmyndafræði, kennsluhætti og námsefni. M.a. verður fjallað um náttúruvís- indi í leik- og grunnskólum, íþróttir og hreyf- ingu, bóklist, tónlist og leiklist, tvítyngi, nám- skrár í leikskólum, hugtakaskilning nemenda í framhaldsskólum, pælingar um kennslukarla, trúarbrögð í tilvistartúlkun unglinga, erlend mál, þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði, stoðþjón- ustu í kennslu, heildræna ráðgjöf fyrir unglinga og foreldrastarf. „Við undirbúning er alltaf miðað að því að tengja þingið þeirri umræðu sem efst er á baugi á sviði mennta og uppeldis á Íslandi og í ná- grannalöndunum, og í hvert skiptið fjallað um nýtt viðfangsefni,“ segir Sigríður. Þingið er opið öllum en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram. Það má gera á vef mál- þingsins, http://malthing.khi.is. Þar er einnig að finna dagskrá þingsins. RKHÍ heldur málþingið í samvinnu við fjölda menntastofnana og sam- taka en aðalstyrktaraðili málþingsins er Lands- banki Íslands. Menntamál | Níunda málþing RKHÍ um rannsóknir, nýbreytni og þróun  Sigríður Einarsdóttir er fædd 1950. Hún lauk kennaranámi frá Kenn- rask. Ísl., sérkenn- aranámi frá Kenn- arahásk. í Mölndal í Svíþjóð, fil.cand. prófi í mannfræði og hagsögu frá Gautaborgarhásk. og MA prófi í uppeldis- og menntunarfr. frá HÍ. Sigríður hefur starfað sem kennari í sérdeildum fyrir unglinga í grunnskólum, sem deildarsérfræðingur og deildarstjóri í Kennslumiðstöð Náms- gagnastofn., við stundakennslu og rannsóknir í HÍ og KHÍ og starfar nú sem verkefnastjóri hjá RKHÍ. Sigríður er gift Jóni Barðasyni, framhaldsskólakennara. Nám í nútíð og framtíð: Pælt í PISAHecht-bikarinn.Norður ♠ÁDG2 ♥ÁG43 A/NS ♦ÁD65 ♣10 Vestur Austur ♠-- ♠98653 ♥872 ♥10 ♦1082 ♦943 ♣KD75432 ♣ÁG98 Suður ♠K1074 ♥KD965 ♦KG7 ♣6 Pólski landsliðsmaðurinn Jacek Pszczola hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarin ár og spilar þar sem at- vinnumaður í bandarískum sveitum. Pszczola hefur verið vel tekið vest- anhafs, en hið pólska nafn hans er ekki þjált í munni Bandaríkjamanna svo hann var fljótlega skírður upp á nýtt og er nú almennt nefndur „Pepsíkóla“ í sínum nýja hópi. „Pepsí“ spilaði í Hecht-mótinu í Kaupmannahöfn á móti hinum sænska Magnúsi Lindkvist. Hann var með spil vesturs hér að ofan og lék við hvern sinn fingur: Vestur Norður Austur Suður Pszczola Norman Lindkvist Norris -- -- Pass 1 hjarta 1 grand ! Dobl 2 spaðar Dobl 3 lauf 4 lauf * Dobl Pass Pass 6 hjörtu Allir pass „Eðlileg sögn – 15-17 punktar og jöfn skipting,“ svaraði Lindkvist spurningum norðurs um grand- innákomu Pszczola. En fljótlega varð öllum ljóst að Pepsí var að bregða á leik með langan lauflit. Mörg AV-pör kusu að fórna í sjö lauf yfir sex hjörtum, en Pepsí leist vel á vörnina eftir að Lindkvist doblaði fjög- ur lauf norðurs. Hann spilaði út lauf- sjöu undan hjónunum og Magnús las útspilið rétt sem hliðarkall og spilaði spaða í öðrum slag: Einn niður og nán- ast toppur í AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Mánaðamótarmatröð öryrkja ÞAÐ talaði við mig öryrki núna um mánaðamótin og var ákaflega dapur. Hann býr í íbúð sem hann leigir hjá Félagsbústöðum og segir að það að borga leiguna, sem hafi hækkað mik- ið og leigan þar að auki vísitölu- tryggð, sé að verða sér ofviða. Sem og að borga aðra reikninga: orkuveit- una, dagblað, tryggingar af bílnum, afnotagjöld af sjónvarpi og síma. Hann sagðist eiga 20 þús. eftir af bót- unum fyrir framfærslu þegar hann vær búinn að borga þetta allt. Hann sagði upp dagblaðinu, íhugar að segja upp afnotagjaldi sjónvarps, losa sig við gamla bílinn, en hann er bílnum sínum mikið háður vegna fötl- unar sinnar. Síminn er öryggistæki enda talar hann lítið í hann. Hann íhugar jafnvel að láta loka fyrir raf- magnið sem hann skuldar orðið eitt- hvað í. Hann er ekki einn þessi öryrki um að vera með slíkar vangaveltur um hver mánaðamót. Fátækt öryrkja, hluta eldri borgara og láglaunafólks eykst stöðugt. Það er löngu mál til komið að þessari óheillaþróun sé snú- ið við. Þessi öryrki sagðist vera orðinn þunglyndur af þessu öllu og hann sagðist vera mikið einn, fáir töluðu við sig svo lífið væri bara hreinasta kvöl og pína. Hætt er við að það verði samfélaginu dýrt að fólk brotni svona niður. Það hlýtur að leiða af sér auk- inn kostnað síðar meir í heilbrigð- iskerfinu fyrir utan einmanaleika og þjáningar sem þetta fólk þarf að líða og aldrei verður mælanlegt. Sigrún Á. Reynisdóttir. Sammála Ragnheiði ÉG vil taka undir það sem Ragnheið- ur Gestsdóttir skrifar í Morgunblaðið í Bréfum til blaðsins „Um skynsemi í garðrækt og mannrækt“, en greinin er vegna Listdansskóla Íslands sem á að fara að leggja niður. Er ég henni sammála og tel að ekki sé hægt að bjóða upp á að skólinn sé lagður nið- ur. Rebekka. Týnd mappa GRÆN mappa í stærð A5 með eyðu- blöðum týndist í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík sl. mánudag, annaðhvort í Ásgarði eða á horni Bústaðavegar og Réttarholtsvegar. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í 898 4978. Fund- arlaun. Karlmannshringur týndist KARLMANNS gullhringur með svartri plötu og gullstöfum JM í plöt- unni týndist fyrir rúmri viku. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 5979. Monsa er týnd MONSA fór frá heimilinu sínu á Rán- argötu 1. októ- ber sl. og hefur ekki sést síðan. Ef einhver tel- ur sig vita hvar hún er eða hef- ur séð hana á vappi er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 849 6299. Hlutavelta | Þær Margrét, Helga, Halldóra, Guðný og Ingibjörg söfnuðu á bekkjarskemmtun 9.052 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/ÞÖK UNIFEM á Íslandi, Afríka 20:20 og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík halda í dag hádegisfund í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu 18, 3. hæð, kl. 12:00–13:30. Þar mun dr. Samba Gadjigo, prófessor í frönsku og bók- menntum hins frönskumælandi heims, flytja fyrirlestur um afríska kvikmyndagerð, með sérstakri áherslu á kvikmyndir hins þekkta Ousmane Sembene, leikstjóra kvik- myndarinnar Moolaadé sem sýnd er á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík um þessar mundir. Kvikmyndin, sem gerist í litlu þorpi í Senegal, varpar ljósi á for- sendur þess að stúlkur eru um- skornar og raunhæfar aðferðir til að afnema slíkar aðgerðir. Myndin hlaut verðlaun í flokknum Un certain regard á Cannes-hátíðinni á síðasta ári. Inngangorð flytur Guðni Elísson, dósent og umsjón- armaður kvikmyndafræðideildar HÍ. Allir eru velkomnir á þennan fyrirlestur sem fer fram á ensku. Þetta er fyrsti fyrirlestur vetr- arins í fyrirlestraröð félagsins Af- ríka 20:20 undir yfirskriftinni „Auður Afríku“. Þar verður fjallað um fjölbreyttan auð álfunnar, bæði menningarlegan, félagslegan og efnahagslegan. UNIFEM á Íslandi stendur fyrir viðburðum í samvinnu við Al- þjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík í tengslum við sýningar sex verðlaunamynda í mannréttinda- flokki hátíðarinnar. Myndirnar eru frá öllum heimshornum, ólíkar að efnistökum og eiga það sameig- inlegt að segja sögu fólks, kvenna, karla og barna, sem þrá öryggi og yfirráð yfir eigin lífi. Fyrirlestur um afríska kvikmyndagerð 1. e4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Be7 6. Bxf6 gxf6 7. Rf3 f5 8. Rc3 a6 9. g3 b5 10. Bg2 Bb7 11. 0–0 c5 12. d5 Kf8 13. De2 b4 14. dxe6 bxc3 15. exf7 cxb2 16. Had1 Db6 17. Hfe1 Df6 18. c3 Be4 19. Rh4 Rc6 20. Bxe4 fxe4 21. Dxe4 Hd8 22. Hb1 Hd2 23. Rf3 Hd6 24. Hxb2 Kxf7 25. Hb6 Ke8 26. He3 Hf8 27. Dxh7 Hf7 28. Dg8+ Hf8 29. Dc4 a5 30. Kg2 Hf7 31. Dxc5 Kf8 32. Dh5 Kg8 33. Dg4+ Hg7 34. Dc4+ Hf7 35. Dg4+ Hg7 36. Dc8+ Bf8 37. He8 Hg6 38. h4 Df7 39. Hb7 Df6 40. Rg5 Re5 Staðan kom upp í Evrópukeppni tafl- félaga sem lauk fyrir skömmu í St. Vin- cent í Ítalíu. Vassily Ivansjúk (2.752), sem að mínu mati ætti að tefla á HM í Argentínu, hafði hvítt gegn rússneska stórmeistaranum Sergei Volkov (2622). 41. Hf7! og svartur gafst upp þar sem eftir 41. … Rxf7 42. Hxf8+ er staða svarts ófögur á að líta. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. LJÓÐABÓKIN Á blágrænum fleti eftir Önnu S. Björnsdóttur er komin út. Þetta er níunda ljóðabók Önnu, en fyrsta bók hennar, Örugglega ég, kom út árið 1988. Ljóðabókin Á blágræn- um fleti, hefur að geyma 24 ljóð og skiptist bókin í 2 kafla, Rauður tangó og Áður en ástin hverfur. Kápumynd gerði myndlistarkonan El- ín G. Jóhannsdóttir en bókin var prent- uð í prentsmiðjunni Litróf. Ljóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.