Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 28

Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SAMTÖK glæpasagnahöfunda CWA hafa tilkynnt hvaða glæpa- sögur eru tilnefndar til Gullna rýt- ingsins 2005. Á meðal tilnefning- anna er Arnaldur Indriðason fyrir Grafarþögn sem komið hefur út víða um heim frá því hún kom fyrst út hérlendis 2002. Samtök glæpasagnahöf- unda hafa bæki- stöð sína í Bret- landi og eru þau þekktustu í heiminum í dag. Einungis eru til- nefndar bækur sem komið hafa út á ensku en meðlimir sam- takanna eru vel á fimmta hundrað glæpasagnahöf- unda víða um heim. Tilnefndir eru eftirtaldir: Karin Fossum – Calling Out For You – The Harvill Press. Friedrich Glauser – In Matto’s Realm – Bitter Lemon Press. Carl Hiaasen – Skinny Dip – Bantam. Arnaldur Indridason – Silence of the Grave – The Harvill Press. Barbara Nadel – Deadly Web – Headline. Fred Vargas – Seeking Whom He May Devour – The Harvill Press. Gullni rýtingurinn er veittur þeirri glæpasögu sem verður hlut- skörpust og verður tilkynnt um úrslitin í London hinn 8. nóv- ember næstkomandi. Verðlaunafé nemur 3.000 pundum. Þeirri sögu sem næst er í röðinni er veittur Silfurrýtingurinn og 2.000 punda verðlaunafé. Nýverið var birtur listi yfir 40 söluhæstu bækurnar í Svíþjóð á tímabilinu janúar til september 2005. Valinkunnir höfundar á borð við Dan Brown, Alexander McCall Smith, Paulo Coelho og Henning Mankel eru þar á lista. Í 20. sæti trónir enginn annar en Arnaldur með Grafarþögn. Sigurganga Arn- aldar á árinu sem er að líða er því óslitin. Hann hefur setið á met- sölulistum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi auk Íslands. Bækur hans hafa verið seldar til 26 landa og yfir milljón eintök af bókum hans hafa verið seld um allan heim. Grafarþögn tilnefnd til Gullna rýtingsins Arnaldur Indriðason FYRSTA tónleikakynning vetrarins á vegum Vinafélags Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verður í Sunnu- sal Hótels Sögu í kvöld klukkan 18. Þar fjallar Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur um verkin sem leikin verða á tónleikum Sinfóníunn- ar í Háskólabíói kl. 19.30, en á efnis- skránni eru meðal annars tvö sí- vinsæl verk, píanókonsert Edvards Griegs og sjöunda sinfónía Ludwigs van Beethovens. Einleikari á tónleik- unum verður Håvard Gimse, en stjórnandi Eivind Aadland. Báðir eru þeir norskir. Fjórði Norðmaðurinn í sviðsljósinu á tónleikunum er Rolf Wallin, eitt fjölhæfasta tónskáld Norðmanna í dag, en í upphafi tón- leikanna leikur hljómsveitin verk hans, Act. Samverustundir Vinafélags Sin- fóníunnar eru kjörinn undirbúningur fyrir sinfóníutónleika. Þar er hægt að gæða sér á súpu, brauði og kaffi, um leið og hlýtt er á kynningu Árna Heimis á verkum kvöldsins. Síðan ganga menn mettir og margs vísari yfir í Háskólabíó til að njóta tón- leikanna. Árni Heimir kveðst aðeins ætla að tala um eitt verkanna þriggja á Vina- félagsfundinum í kvöld – það sé nóg – enda af nógu að taka. „Ég ætla að tala um „sjöundu“,“ segir hann og á að sjálfsögðu við sinfóníu Beetho- vens. „Ég ætla að reyna að útskýra bakgrunn verksins, músíkina sjálfa og hvað það er sem gerir hana óvenjulega. Þetta er glaðlegasta sin- fónían hans og sérstæð að því leyti að í henni er enginn beinlínis hægur kafli – hún er öll glöð og fjörug. Þá ætla ég líka að leita að einkennum Beethovens í verkinu – finna hvað það er sem er dæmigert og hvað það er sem er óvenjulegt – svo fólk hafi eitthvað að melta þegar það fer að hlusta.“ Vinafélag Sinfóníuhljómsveit- arinnar var stofnað árið 2002. Mark- mið þess er að efla áhuga á starfi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og mynda tengsl við þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. Vinafélagið styrkir fjár- hagslega ákveðin verkefni tengd hljómsveitinni. Á síðasta starfsári naut gerð heimildarmyndar um tón- leikaferð Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands til Þýskalands í desember 2003 stuðnings úr sjóðum félagsins. Vina- félagið hefur einnig staðið fyrir mál- fundum um stöðu Sinfóníunnar og hyggst áfram vera vettvangur fyrir umræðu um málefni hljómsveit- arinnar. Aðgangseyrir á Vinafélagsfundinn er kr. 1000 og er súpa, brauð og kaffi innifalið. Allir eru velkomnir, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvubréf á net- fangið vinafelag@sinfonia.is eða hringja í síma 545 2500. Allir geta orðið meðlimir í Vinafélaginu og hægt er að skrá sig með því að senda vefpóst á ofangreint netfang, hringja í ofangreint númer, eða hafa sam- band við skrifstofu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Háskólabíói. Árgjald Vinafélagsins er 2000 krónur. Tónlist | Fyrsti Vinafélagsfundur Sinfóníunnar á Sögu Glaðlegasta sinfónían hans Beethovens Árni Heimir Ingólfsson ætlar að tala um sjöundu sinfóníu Beethovens á fundi Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Hótel Sögu, fyrir tón- leika hljómsveitarinnar í Háskólabíói í kvöld. Ætli það hafi ekki verið umog upp úr 1980 að þaðfór að verða alvöru sport hjá Íslendingum að fylgjast með velgengni íslenskra söngvara er- lendis. Um það leyti fjölgaði ört í þeim hópi fólks sem hafði lagt söng- listina fyrir sig, og engin von var um vinnu við óperusöng hér heima. Kristján Jóhannsson, Kristinn Sig- mundsson, Rannveig Bragadóttir, Sólrún Bragadóttir, Gunnar Guð- björnsson, Viðar Gunnarsson, Guð- jón Óskarsson og fleiri og fleiri ... allt var þetta hæfileikafólk, sem snart þá taug í fólki sem gerir það stolt af að vera Íslendingar. Fyrir nokkrum árum taldi ég lauslega hve margir Íslendingar væru starf- andi við óperuhús erlendis, og þeir skiptu tugum – voru þá sennilega á milli 40 og 50, og eru enn fleiri í dag. Það má segja að upp úr 1980 hafi orðið bylting í söngmenntun þjóðarinnar hvað þetta varðar. Í dag hafa sumir þessara listamanna snúið heim aftur, og gera út í sinn víking héðan, en aðrir eru enn að úti. En ekkert sprettur af engu, og söngbyltingin á þessum árum hefði ekki orðið að veruleika ef ekki hefðu komið til þeir sem námu landið og plægðu akurinn. Við átt- um vissulega marga frábæra söngvara löngu fyrir þennan tíma sem unnu afrek í útlöndum. Við heyrðum minna af þeim – tæknin breytti því nú síðar meir – en kannski var það líka að viðhorfin til sönglistarinnar voru hógværari. Söngnám var enn á færi fárra, og skrefið til atvinnumennskunnar er- lendis var enn stærra og af- drifaríkara þá en það er í dag, sam- göngur stopulli og fjarlægðirnar þess vegna meiri.    Erlingur Vigfússon var einnþeirra söngvara okkar sem sannarlega plægðu akurinn á er- lendri grund, fyrir þá sem á eftir komu. Sjálfur fetaði hann í fótspor landnemanna, Péturs Jónssonar, Maríu Markan, Einars Kristjáns- sonar og Stefáns Íslandi og fleiri – hann var því af annarri kynslóð ís- lenskra söngvara sem gerði það gott í útlöndum, og vegsemd hans við óperuna í Köln í Þýskalandi hef- ur án nokkurs vafa haft áhrif á það hve íslenskum söngvurum hefur verið vel tekið þar í landi allar göt- ur síðan. Erlingur Vigfússon kom úr litlu sjávarplássi á Snæfellsnesi, lærði trésmíðar, en með söngáhuga og músíkgáfu í farteskinu, þegar hann kom til höfuðborgarinnar, ungur maður. Hann vakti athygli fyrir fal- legu röddina sína – söng með Fóst- bræðrum, og var iðulega fenginn til að syngja einsöng með þeim. Stjórnandi kórsins var Ragnar Björnsson. Það var lán Erlings, að hér hafði sest að Sigurður Demetz, sem tók hann – eins og svo marga efnilega söngvara á þeim tíma – undir sinn verndarvæng, og kenndi honum það sem hann kunni. Um miðjan sjöunda áratuginn var Er- lingur farinn að syngja í óperu- og óperettuuppfærslum við Þjóðleik- húsið, og verður því einnig talinn til brautryðjenda í óperulistinni hér heima. Í upphafi ferils síns hér heima söng hann Borsa í Rigoletto, Ottókar í Sígaunabaróninum og Freddy í My Fair Lady. Fyrsta stóra hlutverkið hans var í Sardas- furstynjunni, árið 1965, en á móti honum söng ungversk söngkona sem ráðin var til að syngja aðal- hlutverkið. Síðar leysti Eygló Vikt- orsdóttir þá ungversku af hólmi, en þau Erlingur og Eygló Viktors sungu oft saman á þessum árum. Erlingur söng margsinnis undir stjórn Ragnars Björnssonar dó- morganista, en Ragnar flutti ýmis verk sem ekki höfðu heyrst hér áð- ur.    Sigurður Demetz vildi að Erling-ur færi til Ítalíu, til að láta reyna enn frekar á hæfileika sína – en um tíma var ekki útlit fyrir að fjárráð leyfðu það, og að Erlingur yrði að hverfa aftur heim í smíð- arnar. Á endanum komst Erlingur þó að í Tónlistarskóla í Köln, með aðstoð Ragnars, og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að syngja við Kölnaróperuna. Fyrsta hlutverk hans þar var í Spaða- drottningunni eftir Tsjaíkovskíj. Í Kölnaróperunni söng Erlingur á farsælli starfsævi vel á annað hundrað hlutverk – hann kunni sitt fag, og var listamaður fram í fing- urgóma.    Ég heyrði Erling aldrei syngja íóperu eða á tónleikum. En ég man vel eftir því hvenær það var sem ég áttaði mig á því að frábæri tenórsöngvarinn, sem ég var að hlusta á í Útvarpinu, væri Erlingur Vigfússon. Hann var að syngja: Ég leitaði blárra blóma, lag Gylfa Þ. Gíslasonar við ljóð Tómasar Guð- mundssonar. Söngröddin var ynd- isleg – falleg, lýrísk og mjúk, og söngurinn svo tær og áreynslulaus. En Erlingur lagði ekki bara sína góðu rödd í þetta fína lag Gylfa. Hann gæddi ljóðið svo mikilli dýpt og tilfinningu. Hendingin um orð- lausu draumana, ástina og vorið streymdi þannig frá honum, að eft- irsjáin í þessu litla ljóði Tómasar varð nánast áþreifanleg. Þessi söngvari hlaut að hafa sál. Erlingur Vigfússon hafði aldrei hátt um sín afrek við erlend óperu- hús og stærði sig ekki af frama sín- um þar. Ef til vill hefur hann goldið hógværðar sinnar, því nú, þegar hann er allur, er eftirsjá að því að honum skuli ekki hafa verið boðið oftar að koma heim og syngja hér. Það er verkefni fyrir framtaks- samt fólk að taka saman það sem til er hljóðritað af söng Erlings Vig- fússonar og gefa út. Þótt hann verði starfsævinni erlendis, átti hann á sinn hátt drjúgan þátt í þeirri miklu uppbyggingu í sönglist Íslendinga sem við njótum í dag. Erlingur Vigfússon ’Hendingin um orð-lausu draumana, ástinaog vorið streymdi þann- ig frá honum, að eft- irsjáin í þessu litla ljóði Tómasar varð nánast áþreifanleg. Þessi söngvari hlaut að hafa sál.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Ljósmynd/Óli Páll Úr Sardasfurstynjunni í Þjóðleikhúsinu 1964. Erlingur Vigfússon og Eygló Viktors. begga@mbl.is Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson í Skugga- Sveini í Þjóðleikhúsinu 1961.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.