Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir | Kuno Becker leikur aðalhlutverk í Goal! Tæklaður fram og til baka „Menn voru ískaldir; maður missti tilfinninguna í höndunum, andlitinu og fótunum,“ segir Kuno Becker. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is KUNO Becker fer á kostum með knöttinn sem Santiago Munez í myndinni Goal!. Þar leikur hann ungan Mexíkóa sem fær tækifæri til að sýna sig og sanna sem leikmaður Newcastle United, eftir að fyrrverandi umboðsmaður frá Englandi kemur auga á hann á knatt- spyrnuvelli í Kaliforníu, þar sem Munez býr ásamt fjölskyldu sinni. Ástríða Beckers í æsku var þó ekki knatt- spyrna og ekki leiklistin heldur. Hann spilaði á fiðlu í barnæsku og þótti mikið efni á því sviði. Honum var meðal annars boðið að stunda fiðlu- nám í Salzburg í Austurríki og Nacional de Mu- sica-skólanum í Mexíkó. Hann valdi hins vegar leiklistina og hefur síðan 1996 leikið í fjölda sjónvarpsþátta í mexíkósku sjónvarpi. Goal! er stærsta verkefni hans til þessa, en nú er verið að taka upp Goal! 2 í Madríd á Spáni. Becker sló á þráðinn til blaðamanns á dögunum, hress og kátur í bragði. „Halló, Inga?“ Nei, Ívar. „Ó [greinileg vonbrigði í röddinni]. Hvernig hefurðu það?“ Bara fínt. Vindum okkur í fyrstu spurn- inguna. Ertu virkilega svona góður knatt- spyrnumaður? „Nei, ertu frá þér, ég er ekki knatt- spyrnumaður. Ég æfði mig samt stíft fyrir myndina, var í æfingabúðum í 3–4 fjóra mánuði áður en tökur hófust. Sjö tímar á dag. Ég ökklabrotnaði á báðum fótum, nefbrotnaði og tognaði á hinum og þessum vöðvum. Þetta var rosalega erfitt, en ég held að okkur hafi tekist að gera fótboltasenurnar trúverðugar og skemmtilegar á að horfa.“ Voru notaðar tæknibrellur? „Bara í örfáum tilvikum. Þetta var að mestu leyti bara ég.“ Ertu knattspyrnuáhugamaður? „Já, ég hef gaman af fótbolta, en þegar ég var yngri hafði ég meiri áhuga á listum. Mig dreymdi ekki um að verða heimsfrægur knatt- spyrnumaður, eins og Santiago. En þegar ég las handritið sá ég strax að þetta var mjög frá- brugðið því sem ég hafði gert áður og þess vegna vildi ég takast á við þetta verkefni.“ Sástu sjálfan þig í Santiago? Þú spilaðir á fiðlu. Áttirðu þér draum eins og hann? „Já, reyndar átti ég mér nokkra drauma þeg- ar ég var ungur. Ég stundaði klassískt tónlist- arnám og langaði að verða atvinnutónlist- armaður. En nei, mig dreymdi ekki um að verða knattspyrnumaður.“ Hefurðu lagt fiðluna á hilluna? „Já, ég byrjaði að leika á hana þegar ég var sex ára og hætti þegar ég var sextán. Síðan þá hef ég ekkert spilað.“ En víkjum aftur að myndinni. Hvernig var að leika með Danny Cannon, leikstjóranum? „Það var mjög gott, því ég fékk svolítið frjáls- ar hendur. Hann leyfði mér að leggja mitt af mörkum, breyta textanum að einhverju leyti og breyta persónunni svolítið. Vonandi tókst mér að hafa áhrif til hins betra. Ég er honum mjög þakklátur fyrir þetta. Hann er frábær náungi.“ Hvernig var að vera í Englandi? Var rign- ingin jafnslæm og í myndinni? „England er fallegt land; Newcastle er fögur og London skemmtileg, en það var kalt og skýj- að, þótt rigningin í myndinni hafi verið fram- kölluð af tæknimönnum. Menn voru ískaldir; maður missti tilfinninguna í höndunum, andlit- inu og fótunum og ekki bætti úr skák að maður var tæklaður fram og til baka, eins og sést í myndinni.“ Þið tókuð upp atriðin með alvöru- knattspyrnumönnum eins og Alan Shearer og Patrick Kluivert. „Já, nokkur atriði voru með atvinnumönn- unum hjá Newcastle United og svo komu David Beckham, Raúl og Zinédine Zidane fram í leiknum atriðum sem þeir sjálfir. Önnur mynd- in, sem við erum að fara að taka upp núna, ger- ist í Madríd, hjá Real Madrid, eftir að Santiago hefur verið seldur þangað.“ Hvernig var að vinna með þessum hetjum? Fannst þér þú vera svolítið út úr kú? „Jú, kannski. Það er erfitt fyrir knatt- spyrnumenn að leika og leikara að spila knatt- spyrnu. En allir gerðu sitt besta til að læra og menn voru mjög þolinmóðir. En myndin snýst auðvitað ekki bara um þessi fótboltaatriði; hún segir sögu af ungum manni sem á sér draum. Þetta er mynd sem lætur manni líða vel.“ Er þetta stærsta hlutverk þitt í kvikmynd hingað til? „Nei, ég hef leikið í þeim nokkrum áður, en þetta er fyrsta myndin sem einhver mun horfa á [hlær].“ Og núna er verið að gera framhald. „Já, framhaldið gerist hjá Real Madrid á Spáni og svo á að gera þriðju myndina á heims- meistaramótinu í Þýskalandi 2006.“ Hlakkarðu ekki til að gera þessar myndir, á hlýrri stað en þá fyrstu? „Jú, en ekki kannski vegna þess beinlínis, heldur einfaldlega vegna þess að það verður gaman að sjá hvernig persónan þróast; hvernig þessi ungi maður tekur á velgengninni og öllu því sem henni fylgir. Það verður gaman að sjá hvort hann lætur umheiminn breyta sér.“ Er ekki Santiago hinn nýi Rocky? „Það segja menn [hlær], en það er stór full- yrðing. Við sjáum til. Fólk hefur mjög mikið gaman af myndinni hvar sem hún er sýnd. Mað- ur veit aldrei.“ TÓNLIST Geisladiskur Jeff Who? – Death Before Disco  Geislaplata Jeff Who? Sveitina skipa Ásgeir Valur Flosason, Bjarni Lárus Hall, Elís Pétursson, Þorbjörn Sigurðsson og Þormóður Dagsson. Þeim til aðstoðar Eiríkur Þórleifsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og fleiri. Upptökur fóru fram í Sundlauginni og Leaves- stúdíóinu en hljóðblöndun í Leaves-stúdíóinu og Sýr- landi. Smekkleysa gefur út og dreifir. AF ROKKI er nóg um þessar mundir og jafnvel skemmtilegu. Ein þeirra sveita sem gefa út sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir er hljómsveitin Jeff Who? sem er ný- leg af nálinni en áberandi í tónleikalífi, kom m.a. fram á tónleikum Franz Ferdinand og verð- ur á Airwaves-hátíðinni síðar í mánuðinum. Tónlist Jeff Who? verð- ur ekki skilgreind öðru- vísi en sem rokk, hvernig sem á málið er litið. Við fyrstu hlustun er freist- andi að afskrifa sveitina sem Strokes-rokk, sem stenst auðvitað ekki með öllu þegar að er gáð. Jeff-menn blanda niðurnegldu rokki, hljóð- gervlapoppi og níunda áratugar nýbylgju í graut sem venst vel en gengur ekki alltaf upp, hljómar öðru hvoru líkt og lagasmiðir hafi ekki enn fullmótað stíl sveitarinnar, sem er enda ung. Á plötunni eru mjög fín lög, m.a. annað lag plötunnar, „The Golden Age“, það þriðja, „Stop Wasting My Time“, sem gæti næstum verið samstarf Fræbbbla og Strokes, og að lokum það síðasta á plötunni, „Bipolar Breakdown“. „Bipolar Breakdown“ er niðurtúr sem á ekkert skylt við önnur lög á disknum en er um leið það besta, róleg Rhodes- og kontrabassastemning sem fellur vel að haustvindum. Önnur lög eru misgóð, flest góð en önnur hálfgert uppfyllingarefni, einkum um miðbik plötunnar. Verst lagið um Bob Murray, skrýtið Eurythmics-rokk. Titillagið er svo tæknilega fullkomin tónsmíð, en lítið spenn- andi. Bjarni Lárus hefur kraftmikla og fjöl- breytta rödd og hljóðfæraleikur er allur prýðilegur. Það er skemmtilegt að hanga í tónun milli gítara og bassa, á einum streng, með þungan takt að baki og gengur sem bet- ur fer upp við áheyrn þeirra sem ekki taka þátt. Þá má nefna skemmtilegar bassalínur Elísar Péturssonar sem lyfta oft tónlistinni. Textasmíðar eru í meðallagi, á stundum vondri ensku, en kemur ekki að sök að viti, því söngur fellur vel að tónlistinni. Þrátt fyrir hnökra sem áður eru nefndir þá liggja gallar plötunnar ekki í lagasmíðum eða flutningi heldur í umbúðum og fram- leiðslu. Umbúðir disksins líða fyrir óspenn- andi letur og plastumslag, eru nefnilega ágætis pæling, diskóhauskúpur, sem hefðu notið sín betur með meiri vinnu og á pappa. En það sem verra er, platan hefði getað orð- ið mun áheyrilegri með beittri hljóðblöndun, mótaðri að taktföstu gítarrokki. Blöndunin er ansi íhaldssöm, sígildur rokkhljómur, áreynslulaus án þess að taka nokkra áhættu, sem á einfaldlega ekki við í þessu tilviki. Gísli Árnason Beitt rokk Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl 4 í þrívíddSýnd kl. 10 Sýnd kl. 8 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti Sýnd kl. 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 4 ísl.tal Sýnd kl. 4 og 6 íslenskt tal kl. 4, 6, 8 og 10 HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Óbeint framhald af þáttaröðinni Jesú og Jósefína sem var sýnd við miklar vinsældir á Stöð 2 síðustu jól. HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY  Topp5.is  Topp5.is Miðaverð 450 kr. Sími 564 0000í i Miða­sa­la­ opn­a­r kl. 15.15i a­ a­la­ n­a­ l. . Miðaverð 450 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.