Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 45

Morgunblaðið - 06.10.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 45 MINNINGAR „Við orð eins og þessi kastast kisturn- ar upp úr gröfunum í moldroki og leggja á flótta á sínum fjórum eikarfótum. Svona getur enginn ort nema Majakovskí,“ sagði Geirlaugur og höfuð hans tinaði af hrifningu. Svo bætti hann við: „Öll hans ljóð ná inn í geðshræringuna sama hvert yrkisefnið er, hann kem- ur innan frá og að utan í senn.“ Þannig man ég eftir Geirlaugi frá unglingsárunum uppljómuðum af hrifningu yfir ljóði eða bók. Leiðir okkar lágu saman í skólafríinu á sumrum við ýmsa verkamanna- vinnu. Í hópinn slóst líka ofurhuginn Ernir Snorrason og þá urðu umræð- urnar hátimbraðri en allar þær skýjaborgir sem ég hef síðan smíð- að. Á kvöldin sátum við löngum og ræddum launhelgar fjarlægra ljóða og þar sem ég var illa lesblindur og tossi í málanámi snaraði Geirlaugur ljóðum stórskálda á borð við Eliot, Pasternak, Neruda, Quasimodo, á nógu skýra íslensku til að opinbera mér snilldina. Aðra eins snilld hef ég aldrei skynjað og í slíkri nálægð að ekkert var því til fyrirstöðu að höndla hana strax að námi loknu, helst að taka nóbelinn með stæl. Síð- ar hefur mér gengið erfiðlega að finna aftur þessa texta og gruna reyndar Geirlaug um að hafa barnað þá svo rækilega með andagift sinni að þeir yrðu hvergi feðraðir svo öruggt væri. Og fyrir bragðið eru þeir trúlega enn heiðskírari snilld! Þetta var mér skóli sem gaf mér í nesti ljóðahrifningu sem enst hefur í öll þessi ár síðan sumarkvöldin góðu með Geirlaugi. Fyrir það vil ég þakka þér, Geirlaugur Magnússon, og fáeina tilviljunarfundi á kaffihús- um á seinni árum. Það var alltaf veisla að hitta þig. Ljóðin þín hef ég lesið mér til ánægju, kannski ekki síst vegna þess að ég þykist sjá þau ofan í kviku, þótt það sé kannski aðeins mín eigin ímyndun. Og að lokum, ljóðastúfur, sem ég held að þú hafir sagt að væri eftir Majakovskí og ég hef munað svona: Ég ný hendurnar í angist Slít af mér puttana Og kasta þeim burt Eins og baldursbrárblöðum Hún elskar mig, hún elskar mig ekki. Hrafn Gunnlaugsson. Geirlaugur Magnússon, félagi okkar í ljóðlistinni, er dáinn; langt fyrir aldur fram. Sérstaða Geirlaugs í íslenskum bókmenntum er mikil: Hann var af kynslóð sem fæddist í síðari heims- styrjöldinni; og var því mitt á milli ’68-kynslóðarinnar margfrægu og þeirra foreldrakynslóðar; stríðskyn- slóðarinnar. Þó varð hann, líkt og fleiri af hans kynslóð, mótunarmað- ur og túlkandi tíðaranda okkar af ’68-kynslóðinni; (sem einnig mætti kenna við hippana, Bítlana og síð- marxista). En hans kynslóð var fædd á ófriðartímum, og afkomend- ur kreppukynslóðarinnar, og því með beiskara bragð í munni en við. Einnig var hann fæddur árið sem við losnuðum endanlega undan Dön- um og stóðum uppi með þá áskorun að verða sjálfstæð bókmenntaþjóð. Nú var brýnt að menn leituðu lengra en til Danmerkur eða til íslenskra fornbókmennta, til að endurspegla samtímann í Evrópu og á Vestur- löndum almennt. Má segja að það endurspeglist hjá honum í áhuga hans á slavneskum bókmenntum, og GEIRLAUGUR MAGNÚSSON ✝ GeirlaugurMagnússon skáld fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt 16. september síðastliðinn og var bálför hans gerð í Fossvogskapellu 26. september. á bókmenntafræði samtímans. Slík víð- sýni varð afrek rithöf- unda okkar á 20. öld. Ljóðskáld eins og Geirlaugur eru trú- lega hætt að koma fram; skáld sem gefa sig af alúð að ljóða- gerð í heila starfsævi; og láta ljóðið ekki mæta afgöngum fyrir öðrum tegundum fag- urbókmennta. Það ber að harma, því enn eru nokkrir áfangar eftir sem ljóðskáld hins frjálsa Íslands þyrftu að ná: Annar er sá að endurskapa fyrir Ísland þá bókmenntahefð sem var að gerjast í borgum Danmerkur og Evrópu um margar aldir, og átti rætur sínar í bókmenntum Hellena og Rómverja. En áhrif frá þeim er helst að finna í þjóðskáldum okkar frá 19. öld; sem okkur finnst nú jaðra við að vera full-dönsk. En þetta er verkefni fyrir ljóðskáld á okkar 21. öld. Að vísu hafa þýðendur og skáldsagnahöfundar verið að svara kallinu, en ekkert kemur í staðinn fyrir frumsamda ljóðið sem tindur þjóðlegra fagurbókmennta. Hinn áfanginn er að halda dampi þangað til einhver kvenljóðskáld ná að skipa sér í fremstu röð við hlið karlanna. En ólíkt skáldsögunni hef- ur ljóðið einkum verið karlalistgrein á Vesturlöndum. Í þriðja lagi má jafnvel nefna, að ljóðlistinni má ekki hnigna á Íslandi fyrr en við finnum út hvort okkar bestu ljóðskáld hafa staðið jafnfætis hinum bestu erlendu eður ei. Þetta er þjóðarspursmál fyrir ljóðaþjóð. Ég kynntist Geirlaugi í Ritlistar- hópi Kópavogs. Við skiptumst á ljóðabókum. Síðast hitti ég hann í spjallhópnum á Kaffi París fyrir ári. Virtist mér þá að þar færi rithöf- undur sem hefði staðið sig á allan hátt vel í tilverunni; með sérlegum heilindum. Ljóðskáld hafa lengi verið upp- tekin af þeirri trú að þau muni lifa áfram i verkum sínum í hugum les- enda framtíðarinnar. Segja má að Geirlaugi hafi enst ævi til að leggja sitt af mörkum í þá átt. Vil ég nú kveðja þennan Rithöfundasam- bandsfélaga minn með skyldri hug- leiðingu frá T.S. Eliot, en hann læt- ur hinn sæla miðaldaklerk, Tómas Becket, erkibiskup í Kantaraborg, komast svo að orði er hann stendur andspænis píslarvætti sínu; í þýð- ingu minni á leikritinu Morð í dóm- kirkjunni: Allt mitt líf hafa þessir fætur verið að nálgast. Allt mitt líf hef ég beðið. Dauðinn mun aðeins koma þegar ég er hans verðugur. Og ef ég er verðugur, þá er engin hætta á ferðum. Ég þarf því aðeins að fullkomna minn vilja. Tryggvi V. Líndal. Geirlaugi kynntist ég fyrst sem ljóðskáldi. Sennilega var það í 9. bekk á Króknum þó ég sé ekki alveg viss. Kennarinn í íslensku ákvað að kynna okkur aðeins ljóð staðar- skálds. Ég hafði vitað af Geirlaugi en þarna kviknaði eitthvað, einhver áhugi sem átti eftir að dafna í vanga- veltum er gengið var á snjóugum götum og stígum án þess að vera með trefil og kannski í sömu spor og skáld. Seinna talaði hann um treflalaus orð sem óðu út í kuldann án þess að vera í ullarsokkum. Þá var hann byrjaður að kenna mér. Sennilega var ég búinn að fá mér bók hans Þrí- tengt um þær mundir. Var í frönskutímum á morgnana hjá hon- um. Stundum mætti hann ekki og tími féll niður, en ég nennti aldrei að fara heim, heldur fór inn á bókasafn Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og las ljóð eftir hann og félaga hans Gyrði. Sennilega var það Geirlaugur sem kveikti í þessu daðri mínu við ljóða- gyðjuna. En tónlistargyðjan var ekki langt undan og langt frá því að gefast upp, því í fyrstu vöknuðu orð Geirlaugs fyrir mér í tónum, sem seinna opnaði fyrir mér ljóðaheim hans. Það var einmitt þannig sem ég kynntist Geirlaugi persónulega. Ég fór í heimsókn til hans með snældu sem innihélt heimilisupptökur af lögum mínum við ljóð hans. Við hlustuðum saman á þetta og sló hann taktinn með í sumum lögunum. Honum fannst ég ekki syngja vel en að öðru leyti var hann frekar já- kvæður og grínaðist meira segja um að hann yrði kannski poppstjarna. Ég slapp þess vegna ágætlega úr þessari fyrstu heimsókn minni til Geirlaugs þó ég hafi reyndar aldrei fest svefn eftir öflugt kaffið. Hitti hann oftar á skáldastöðum hans í enda heimavistarinnar sem var við hól og sunnan við hólinn var skógur. Sennilega verið góður stað- ur fyrir Geirlaug, þar sem orðin og kynjaverurnar og ævintýraheim- arnir voru ekki langt undan og bönkuðu sennilega stundum upp á, svona eins og fuglarnir sem settust stundum í sófann hans og biðu eftir kaffinu. Það var draumur að eiga fyrir- mynd í skáldskap sem mátti stund- um heimsækja. Þess vegna var frá- bært að fá nokkrar af eldri bókum hans gefins og áritaðar í einni heim- sókninni. Þá minnir mig að Tom Wa- its hafi verið á fóninum og Nýund enn í handritamöppunni. Man hvað mér þótti notkun hans á ljónum og úlföldum spennandi í ljóðunum. Annars las ég handritið ekki vel, enda hálffeiminn við þetta. Við hlóg- um mikið þegar Tom Waits söng um drukkið píanóið. Það var góður hlát- ur. Seinast hitti ég hann á Skálda- spírukvöldi vorið 2004. Þá fékk ég aftur handritamöppu í hönd. Ég fékk líka annað sem var dýrmætara, ég fékk að spila og syngja áður en skáldið las. Að vísu ekki lag mitt við ljóð hans, heldur við ljóð annars skálds sem hann hafði hvatt mig til að lesa, Lorca. Svo las skáldið. Svo kvöddumst við og hann fór í hléi. Reyndar kom hann aðeins aftur og leit á borðið hjá mér eins og hann hefði gleymt ein- hverju. Svo nikkuðumst við á og hann fór. Veit ekki hvort við vissum það þá, en þetta var í seinasta skipt- ið sem við hittumst. Gísli Þór Ólafsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BJARNASON vélstjóri, Háaleitisbraut 79, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 28. september. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Blindrafélagið. María Jónsdóttir, Jón E.B. Guðmundsson, Stefán Ó. Guðmundsson, Svanhvít Jónasdóttir, Larissa Jónsdóttir, María Stefánsdóttir, Hákon Stefánsson, Elísabet Stefánsdóttir, Fanney, Anna Elísabet og Stefán Orri, langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, laugardaginn 8. október kl. 14.00. Elín Á. Sigurgeirsdóttir, Gunnar Briem, Kristján Sigurgeirsson, Kristín Guðmundsdóttir, Yngvi Sigurgeirsson, Oddný Garðarsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Pétur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, HALLFRÍÐUR GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR fyrrum húsfreyja að Uppsölum, Svarfaðardal, sem lést föstudaginn 30. september, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 8. októ- ber kl. 13:30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Þorsteinn Kristjánsson. Ástkær eiginmaður og besti vinur, bróðir okkar, mágur og frændi, sr. SIGHVATUR BIRGIR EMILSSON, Franklinsvej 13, 3260 Larvik, Noregi, andaðist laugardaginn 1. október. Jarðarförin fer fram frá Stavernkirkju þriðjudaginn 11. október kl. 12.00. Minningarathöfnin á Íslandi verður auglýst síðar. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjálpræðisherinn á Íslandi. Anna Einarsdóttir, Vilborg E. Bonyai, Jón Emilsson, Sigurður G. Emilsson, Guðfinna Björgvinsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Sigurður Ívar Sigurðsson og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, SIGURSTEINN GUÐSTEINSSON, áður til heimilis að Veghúsum 31, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir að morgni mánudag- sins 3. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd dætra okkar, barnabarna og langafabarna, Freyja Guðrún Erlendsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR frá Brautarholti í Vestmannaeyjum, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 4. október. Hún verður jarðsungin frá bænahúsi í Fossvogi mánudaginn 10. október kl. 15:00. Ása Kristinsdóttir Gudnason, Christian Gudnason, Birgir Kristinsson, Margrét Jóhannsdóttir, Edda Kristinsdóttir, Theódór Diðriksson, Ólafur H. Kristinsson, Veronique Pasquier, Kristín Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.