Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari Bílar á morgun Porsche Cayman S prófaður á Ítalíu ÚR VERINU SÍLDARSÖLTUN hófst hjá Loðnu- vinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði í gær en Hoffell SU landaði fyrsta síld- arfarmi vertíðarinnar þar á þriðju- dag, alls um 100 tonnum. Að sögn Eiríks Ólafssonar, hjá Loðnuvinnslunni, verður öll síld sem berst til Fáskrúðsfjarðar í haust söltuð, ýmist heil eða flökuð og unnin til útflutnings að mestu fyrir markaði í Svíþjóð, Danmörku og Finnland. Hann segir síldina henta mjög vel til vinnslu, hún sé stór og feit, meðalvigtin í kringum 300 grömm sem þyki góð Íslands- síld. Mjög hefur dregið úr síld- arsöltun hér á landi á undanförnum árum og verður líklega hvergi sölt- uð síld nema á Fáskrúðsfirði á þess- ari vertíð. Að sögn Eiríks skýrist það þó ekki fyrr en þegar komi í ljós hvaða verð verði greitt fyrir síldina, enda jafnan samið jafnóðum um verð á saltsíld á meðan samið sé fyrirfram um verð á freðsíld. Freðsíld fer að hluta til söltunar hjá framleið- endum erlendis þar sem vinnuafl er ódýrara en hérlendis en Eiríkur segir framleiðendur fullyrða að gæði saltsíldar sem unnin er fersk séu meiri en síldar sem söltuð er eftir uppþýðingu. Síldin veiddist á Breiðdalsgrunni og fékkst í nót, í tveimur köstum að sögn Bergs Einarssonar skipstjóra. Hann segist hafa séð talsvert af síld á svæðinu en hún hafi verið nokkuð dreifð. Hann er samt bjartsýnn á að úr rætist og spáir góðri vertíð. Fyrsta síldin söltuð á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Allt í salt Síldarsöltun hófst á Fáskrúðsfirði í gær og verður líklega hvergi annars staðar söltuð síld á vertíðinni. SAMTÖK grænlenskra rækjuút- gerða og Royal Greenland vísa á bug ásökunum um stórfellt kvóta- svindl sem settar eru fram í skýrslu sem danska ráðgjafafyrirtækið Sommer & Ogmundsson vann fyrir grænlensku landstjórnina og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Í skýrslunni er því haldið fram að árlega sé um 8.500 tonnum af rækju landað fram hjá kvóta á Grænlandi. Hefur lögreglan í Nuuk óskað eftir aðstoð efnahagsbrota- deildar við rannsókn málsins. For- maður samtaka grænlenskra rækjuútgerða (APK), Peder Munk Pedersen, vísar ásökununum á bug í samtali við grænlenska ríkisút- varpið, KNR, og fullyrðir að um- bjóðendur sínir haldi sig innan ramma lagana. Hann segir skýrsl- una uppfulla af samsæriskenning- um sem ekki eigi við nein rök að styðjast. Hann segir að við nánari skoðun skýrslunnar megi þekkja einstök tilvik og viðkomandi út- gerðir hafi þegar sett sig í samband við lögreglu til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvorki APK né Royal Green- land, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands, voru höfð með í ráðum við gerð skýrslunnar. Henrik Leth, framkvæmdastjóri Royal Green- land, gagnrýnir það, segir að með því hefði sennilega mátt koma í veg fyrir þennan misskilning. Hann segir fyrirtækið fylgja lögum og reglum í hvívetna. Keld Askaer, stjórnarformaður Royal Greenland, segir í grænlenska dagblaðinu Ser- mitsiaq, að skýrslan og málið allt hafi haft skaðleg áhrif á ímynd fyr- irtækisins og grænlenskan rækju- iðnað í heild. Hann segir skýrsluna illa unna, hana skorti sannanir enda sé hún byggð á nafnlausum heim- ildum og höfundana skorti auk þess sérfræðiþekkingu. Hann furðar sig þess vegna á því að efnahagsbrota- deild lögreglunnar skuli vera að rannsaka málið. Segjast ekkert hafa svindlað „HUGSANLEGA er mikilvægasta og augljósasta nýjungin í notenda- hlutdeild í félagsþjónustu á liðnum árum tilkoma einhvers konar ein- staklingsbundinnar fjárveitingar til notenda. Slík skipan felur í sér grundvallarbreytingu á fjárveit- ingu í félagslegri þjónustu með því að setja fé í hendur notenda í stað þess að miða fjárveitingar al- gjörlega við þjónustuna sjálfa.“ Þetta er ein þeirra hugmynda sem koma fram í nýrri skýrslu sem hópur sérfræðinga frá átta löndum gerði fyrir Evrópuráðið og kynnt var á málþingi sem félags- málaráðuneytið í samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, Ís-Forsa og velferðarsvið Reykjavíkur hélt á Hótel Loftleið- um. Skýrslan hefur að geyma nið- urstöður verkefnis sem er hluti af áætlun Evrópuráðsins um fé- lagslega samheldni. Aðdraganda þess má rekja til fyrri verkefna Evrópuráðsins í tengslum við borgaraleg réttindi, s.s. Fé- lagssáttmála Evrópu og skýrslu um aðgang að félagslegum rétt- indum í Evrópu. Einnig eru settar fram viðmiðunarreglur sem nýst geta vel hvort sem er í stjórnsýslu eða á þjónustustofn- unum. Ráðgjafi sérfræð- ingahópsins sem skýrsluna vann var Brian Munday, fyrr- um prófessor við há- skólann í Kent á Eng- landi, en hann var einnig aðalfyrirlesari á málþinginu. Hann segir erfitt að bera velferðarkerfi í löndum Evrópu sam- an sem eru jafnólík og þau eru mörg. Hann segir að borgaraleg samfélög með sam- tökum sínum og þjónustuveitum sem ekki eru ríkisreknar hafi fengið aukið mikilvægi, sér- staklega í löndum V-Evrópu. Not- endur hafi meira val sem ýtir und- ir samkeppnina og leiðir af sér fleiri og betri möguleika fyrir not- andann. Staða notenda sé þó mis- munandi en augljóst sé að hún sé nokkuð sterk á Norðurlöndunum og til að mynda í Hollandi en stað- an sé ekki eins góð í A-Evrópu og Þýskalandi svo dæmi séu nefnd. Vel miðað í málefnum líkamlegra fatlaðra Brian segir mikilvægt að virkja notendur velferðarkerfa því þeir hafi sinn rétt á því að taka þátt í ákvörð- unum frá fyrstu hendi og gömul hefð sé að stofnanir viti ávallt betur. Notendur fé- lagsþjónustu vilja taka beinan þátt í þjónustunni og koma fram fyrir sína eigin hönd ekki láta vel meinandi þriðja aðila það eftir. Vel hefur miðað í málum lík- amlegra fatlaðra síð- ustu ár og ekki síst vegna þess að fatlaðir hafa verið virkjaðir til muna og hafa nú mun meira val en áður fyrr. Brian bendir á að mál geðfatl- aðra hafi ekki komist jafnlangt þrátt fyrir jákvæða þróun og betur má ef duga skal í þeirra mál- efnum. Hann er mjög hliðhollur ein- staklingsbundnum fjárveitingum og segir þær koma notendum vel. Fjármunum er komið í hendur notendanna sem fá að velja hvers- lags þjónustu þeir þarfnast. Hjálp- ar það ekki aðeins samkeppn- isumhverfinu en styrkir einnig notendur félagsþjónustu og segir Brian það góða þróun. Brian Munday, fyrrum prófessor við háskólann í Kent Mikilvægt að virkja not- endur velferðarþjónustu Eftir Andra Karl andri@mbl.is Brian Munday

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.