Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 47 Atvinnuauglýsingar Aðstoðarmaður óskast í bakarí í Breiðholti Upplýsingar í símum 820 7370 og 893 7370. á Flatir, Garðabæ í Hlaðbrekku, Kópavogi í Kársnesbraut, Kópavogi í Árbæ í Skóga, Reykjavík í Kópavog       Upplýsingar gefa Bryndís og Ólöf í síma 569 1116 B.T. verktakar óska eftir mönnum til starfa við hellulagnir. Mjög góð laun í boði fyrir rétta aðila. Næg vinna framundan. Upplýsingar í síma 898 4202. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboða á eftirfarandi eignum verða háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bugðuleira 2, fastanr. 224-5992, þingl. eig. Fiskverk EK ehf., gerðar- beiðendur Auto Reykjavík hf., Byggðastofnun, sýslumaðurinn á Höfn, Hornafirði, Tollstjóraembættið og Vélsmiðja Hornafjarðar ehf., mið- vikudaginn 12. október 2005 kl. 10:00. Bugðuleira 6, fastanr. 221-8238, þingl. eig. Bugðuleira ehf., gerðar- beiðendur Byggðastofnun og Landsbanki Íslands hf., Hornafirði, miðvikudaginn 12. október 2005 kl. 11:00. Hafnarbraut 4, fastanr. 218-0643, þingl. eig. Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga, gerðarbeiðendur Kaupþing banki hf., Sparisjóður vélstjóra og sýslumaðurinn á Höfn, Hornafirði, miðvikudaginn 12. október 2005 kl. 13:00. Sýslumaðurinn á Höfn, 5. október 2005. Tilkynningar Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á nautgripakjöti Með vísan til 65. gr. og 65 gr. A, laga nr. 99/ 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 4. október 2005, er hér með auglýst eftir umsóknum um toll- kvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti, fyrir tímabilið 15. október 2005 til 30. júní 2006. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00— 16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 12. október nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 5. október 2005. Uppboð Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Eiðistorg 17, 206-7343, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Karri ehf., gerðar- beiðendur Íslandsbanki hf. og Seltjarnarneskaupstaður, mánudaginn 10. október 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 5. október 2005. Ýmislegt Títanium bókhald og ráðgjöf Getum bætt við okkur bókhaldsverkefnum. Vönduð og góð vinnubrögð. Uppl. í síma 891 8667 hjá Georg Georgiou, rekstrarhagfræðingi, BBA/Cand oecon. Félagslíf I.O.O.F. 11  1851068½  9.0* Landsst. 6005100619 X Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í umsjón Bjargs. Veitingar og happdrætti. Allir velkomnir. „Au pair" óskast til íslenskrar fjölskyldu í líflegan standbæ á suðurströnd Bretlands í 10 mán. Getur fengið 3ja vikna jólafrí. Þarf að vera áreiðanleg, reyk- laus og með bílpróf. Áhugasamir sendi tölvu- póst á d1581210@bournemouth.ac.uk eða hringið í síma 861 5342/896 5816. GEÐFATLAÐIR, aðstandendur þeirra og fjöldi sérfræðinga um geðraskanir munu sitja ráðstefnu Rauða kross Íslands um geðheil- brigðismál sem verður á morgun, föstudag 7. október, kl. 8.15–16.30, á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir sem sýna að margir þeirra sem þjást af geð- röskunum eru einnig fátækir og einmana. Meðal fyrirlesara eru Páll Bier- ing, geðhjúkrunarfræðingur og lektor, sem mun skýra frá rann- sókn á sýn notenda á þarfir í geð- heilbrigðisþjónustu. Þá mun Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra ávarpa ráðstefnuna og m.a. sem tala á henni eru Sigurður Guð- mundsson landlæknir, Anna El- ísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýð- heilsustöðvar, og Chris Bale frá Partnership for Children, sem ræð- ir um gæðrækt fyrir börn. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Alþjóðlega geðheilbrigðisdag- inn 10. október og í samvinnu við Geðhjálp, Lýðheilsustöð/Geðrækt, Landlæknisembættið, Klúbbinn Geysi, Klúbbinn Strók og Hugarafl. Ráðstefna um geðheil- brigðismál FRÉTTIR Í TENGSLUM við vinnuverndarvik- una sem að þessu sinni ber yf- irskriftina Niður með hávaðann! er leitað eftir dæmum af vinnustöðum sem hafa náð góðum árangri í að draga úr eða koma í veg fyrir há- vaða. Fyrirtæki og einstaklingar geta sent Vinnueftirlitinu upplýs- ingar um slík fordæmi sem geta orðið öðrum til eftirbreytni. Vinnu- stöðum, sem þykja skara fram úr á þessu sviði, verða veittar við- urkenningar. Tilkynningar má senda fyrir 15. október á netfangið vinnuvernd- arvikan@ver.is. Leita hljóðlátra fyrirtækja LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að eftirtöldum óhöppum: Hinn 3. okt sl. á milli kl. 12 og 13 var ekið á græna Daihatsu Gran Move-fólksbifreið þar sem hún stóð á Skúlagötu við hús nr. 59–61 sem tilheyra Vitastíg. Talsvert tjón varð á bifreiðinni og ljóst er að tjónvald- ur mun hafa verið á stórri bifreið. Ökumaður gefi sig fram og/eða vitni. Hinn 4. okt. sl. um kl. 13.20 varð árekstur á Bústaðavegi sunnan Miklubrautar. Þá var Toyota Hatchback-bifreið ekið aftan á dökkgrænan Subaru Legacy. Toyotunni var ekið af vettvangi og því ekki vitað frekar um hana. Hinn 4. okt. sl. um kl. 14.57 varð árekstur á gatnamótum Háaleit- isbrautar og Kringlumýrarbrautar. Blárri Wolkswagen Polo-bifreið var ekið austur Háaleitisbraut og beygt áleiðis norður Kringlumýr- arbraut en í sumu mund er dökk- rauðri Skoda Octavia-bifreið ekið vestur Háaleitisbraut með fyr- irhugaða akstursleið áfram yfir gatnamótin. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar um þessi atvik eru beðnir að snúa sér til umferð- ardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ALÞJÓÐLEG próf í spænsku verða haldin á Íslandi 18. nóvember nk. Háskólinn í Reykjavík annast fram- kvæmd prófanna á vegum Menn- ingarmálastofnunar Spánar (Insti- tuto Cervantes) og háskólans í Salamanca. Farið er yfir prófin á Spáni. Prófin verða haldin við Há- skólann í Reykjavík og fer innritun fram hjá Jóhönnu Ólafsdóttur (sími 599-6200). Frestur til að innrita sig rennur út 14. október og geta allir sem vilja skráð sig. Innifalið í skráningargjaldi er undirbúnings- námskeið fyrir prófið. Nánari upplýsingar um innritun fást hjá Háskólanum í Reykjavík, spaenska@ru.is. Alþjóðleg próf í spænsku í HR FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hef- ur sent frá sér eftirfarandi ályktun í ljósi undangenginnar umræðu um leikskólarekstur á Íslandi og vill benda á eftirfarandi: „Í fyrsta lagi eru laun í einka- geiranum að jafnaði hærri en laun í hinum opinbera. Þetta á sérstak- lega við um starfsgreinar þar sem skortur er á starfsfólki í aðstæðum þar sem fáir vilja fylla í margar stöður. Eftirspurn eftir starfsfólki þarf að fylgja eftir með hækkandi launum. Að öðrum kosti er nánast öruggt að ekki næst að fylla í laus- ar stöður. Opinber rekstur er illa í stakk búinn til að bregðast við sveigjanlegu samspili framboðs og eftirspurnar. Í öðru lagi er vald neytandans mun áhrifaríkara en vald embætt- ismannsins þegar kemur að því að þrýsta verði niður og þjónustustigi upp. Vald hins opinbera, sem fyrst og fremst er fólgið í hótunum um niðurskurð sem aldrei er fylgt eft- ir, er veikt, handahófskennt og ófylgið sér.“ Frjálshyggjufélagið leggur áherslu á að sem mest af opinberum rekstri, þ.m.t. rekstur leikskóla, verði fært inn á hinn frjálsa markað. Ef stjórnmálamenn treysti sér ekki til að færa for- eldrum völdin með einkavæddum leikskólum og tilsvarandi skatta- lækkunum á einstaklinga sé auð- velt að benda á málamiðlunar- lausnir eins og einkarekstur eða útboð gegn föstum greiðslum. Vilja leikskólana á frjálsan markað FJÓRIR stúdentar í Háskóla Ís- lands hafa hlotið styrk úr Verk- efnasjóði Actavis á fyrsta úthlut- unarári hans en Háskóli Íslands og lyfjafyrirtækið Actavis gerðu með sér samstarfssamning um þekking- armiðlun í byrjun þessa árs. Sam- starfssamningurinn veitir nem- endum við Háskóla Íslands tækifæri til þess að glíma við verkefni sem tengjast starfsemi Actavis auk þess sem fyrirtækið nýtur þekkingar kennara og nemenda við Háskólann. Þeir nemendur sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum á þessu ári eru: Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, nemi í verkfræðideild, fyrir verkefnið „Niðurröðun verkefna á pökk- unarlínur“, Inga G. Birgisdóttir, nemi í viðskipta- og hagfræðideild, fyrir verkefnið „Árangurs- mælikvarðar tengdir mannauðs- stjórnun hjá Actavis“, Valþór Ás- grímsson, nemi í læknadeild, fyrir verkefnið „Eflir Azitromicyn varnir lungna gegn sýkingum?“ og Einar Björgvin Eiðsson, nemandi við verkfræðideild, fyrir verkefnið „Sex sigma gæðastjórnun“. Á myndinni eru, t.v.: Snjólfur Ólafsson, prófess- or við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Inga Guðrún Birg- isdóttir, nemi í viðskipta- og hag- fræðideild, Sigrún Lilja Sigmars- dóttir, nemi í verkfræðideild, Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, Valþór Ásgrímsson, nemi í læknadeild, og Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Actavis á Ís- landi. Á myndina vantar Einar Björgvin Eiðsson, nema við verk- fræðideild. Hlutu styrk úr Verkefnasjóði Actavis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.