Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 33 EFNAHAGSLÍFIÐ hefur und- anfarin ár einkennst af sköp- unarkrafti og frumkvæði sem birt- ist glöggt í útrás fyrirtækja erlendis. Þennan þrótt má rekja til aukins frelsis og minni hafta sem lagður var grunnur að með samn- ingnum um EES fyrir áratug. Með frumkvæði sínu að honum áttu jafnaðarmenn stærst- an þátt í því frelsi sem lagt hefur grunn- inn að gríðarlega sterkri samkeppn- isstöðu Íslands í dag. Menn kann að hafa greint á um aðferðir við sölu bankanna. Hitt er óefað að hún leysti mikinn kraft úr læðingi í atvinnu- og efnahagslífinu. Þetta er hin jákvæða hlið efnahagsmálanna í dag. Neikvæða hliðin birtist í því að dökkar blikur rísa nú hratt á loft efna- hagsmála. Miklu skiptir því að stjórnvöld greini vandann nógu snemma til að hægt sé að grípa til samræmdra gagnráðstafana. Stjórntækin sem völ er á, pen- ingastefna Seðlabankans og rík- isfjármálin verða að grípa saman eins og tannhjól í vél. Lykilþættir í ólagi Mér virðist hins vegar sem tveir lykilþættir séu að fara úrskeiðis við þessar viðkvæmu aðstæður. Ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við afleiðingar óhóflegrar þenslu. Það kom skýrt fram í stefnuræðu forsætisráðherra á þriðjudagskvöld. Hann vék þar ekki einu orði að veikleikum í efnahagslífinu. Hann lifir í sýnd- arveruleik. Þessi afstaða veldur því að ríkisstjórnin hefur sneitt hjá því að beita ríkisfjárlögum með virkum hætti til að slá á þensluna eins og ég og aðrir stjórnmálamenn, til dæmis Einar Oddur Kristjánsson, höfum þó ákveðið lagt til við umræður um fjárlög síðustu árin. Hagstjórninni er velt nær alfarið yfir á Seðla- bankann sem á fárra kosta völ annarra en halda áfram að hækka vexti sem leiðir til hærra gengis og enn meiri erfiðleika fyrir út- flutningsgreinarnar. Hitt sem einnig er vaxandi áhyggjuefni er ósamræmið sem nú er að koma fram í mati annars vegar Seðlabankans og hins vegar fjármálaráðuneytinu á fram- leiðsluspennu í hagkerfinu. Hún er helsti mælikvarðinn á þensluna. Seðlabankinn telur að hér sé meiri spenna en nokkru sinni fyrr með- an fjármálaráðuneytið álítur hag- kerfið því sem næst í jafnvægi. Mismunandi mat þessara lyk- ilstofnana veldur því að þær hafa ekki sömu skoðanir á því til hvaða aðgerða og í hve ríkum mæli ber að grípa til að draga úr þenslunni, svo sem aðhalds í ríkisfjármálum. Mótvægisaðgerðir þeirra eru því líklegar til að verða ómarkvissar og ónógar, eins og sést í fjárlaga- frumvarpinu, og því miður ólíkleg- ar til að vinna nægilega vel saman til að tryggja mjúka lendingu. Blikur á lofti Kaupmáttur hefur vissulega aukist verulega. Það er skiljanlegt að ríkisstjórn leggi áherslu á þá jákvæðu hlið stöðunnar í efnahags- lífinu. Samhliða hefur hækkun á lánshlutfalli vegna íbúðakaupa, hækkun á lánaþakinu og sam- keppni banka við Íbúðalánasjóð um endurfjármögnun stóraukið að- gengi almennings að lánum á lág- um vöxtum sem slegin eru út á húsnæði, sem þar að auki er miklu verðmætara en áður. Þessir þætt- ir, sem rekja má að hluta til stjórnvaldsaðgerða, hafa ýtt af stað gríðarlegri neyslubylgju sem birtist í miklu meiri aukningu einkaneyslu en fjármálaráðuneytið gerði ráð fyrir í þjóðhagsáætlun síðasta ár. Þessi þróun er ekki sísta orsök þenslunnar og á mun ríkari þátt í henni en fjárfestingar vegna stóriðju. Afleiðingarnar birtast í því að alvarlegar blikur blasa alls staðar við. Viðskiptahallinn er á leið yfir 14% og hefur ekki mælst meiri í þau 60 ár sem hann hefur verið mældur. Stýrivextir Seðlabankans eru á leið yfir 11%. Gengi krón- unnar er gríðarlega hátt og tekjur útflutningsgreinanna hafa lækkað að sama skapi. Fyrirtækin greiða því atkvæði með fót- unum og freista þess að flýja óstöðugleik- ann með því að flytja starfsemi sína til út- landa. Önnur, sem eiga þess ekki kost, munu þurfa að segja upp starfsfólki, eða loka endanlega, eins og við sjáum að er að gerast víða á lands- byggðinni þessa dag- ana. Öruggt má telja að framundan sé skarpt gengissig sem gæti hugsanlega num- ið allt að 25%. Erfitt verðbólgu- skot er framundan og í versta falli verðbólguspírall ef ekki tekst að rétt af stefnuna. Verðbólgan gæti farið upp í 8% með tilheyrandi áföllum fyrir heimilin og einstak- lingana í landinu. Þessi staða ber því alls ekki vott um ábyrgð eða nægilegt aðhald af hálfu rík- isstjórnarinnar. Veikleikar fjárlagafrumvarpsins Stýritækin sem stjórnvöld hafa í sínum höndum til að ráðast gegn ofrisi og þenslu eru aðallega tvenns konar. Seðlabankinn getur hækkað stýrivexti og slegið þannig á eftirspurn eftir fjármagni. Það eykur hins vegar kostnað fyr- irtækja og ýtir undir hækkun gengisins þannig að staða útflutn- ingsgreinanna versnar enn. Hins vegar getur ríkisstjórnin slegið á þenslu með því að skila sem mest- um afgangi af fjárlögum. Aðhalds- stig ríkisfjármála markast af svo- kölluðum sveifluleiðréttum afgangi af ríkissjóði. Meiri afgangur þýðir meira viðnám gegn þenslu og á miklum veltu- og þenslutímum á að vera auðveldara að skila mikl- um afgangi. Það er jafnframt miklu brýnna en ella við aðstæður eins og nú ríkja. Þess vegna veldur það miklum vonbrigðum að aðhaldsstig fjár- lagafrumvarpsins sem nú hefur verið lagt fram er of veikt. Áform- að er að skila 14 milljarða kr. af- gangi, sem jafngildir 1,4% af landsframleiðslu. Þetta kunna að sýnast háar upphæðir í sögulegum samanburði en miðað við aukna veltu og auknar tekjur ríkissjóðs eru þær alls ekki háar. Þær mega sín til dæmis lítils í samanburði við stóraukin umsvif Íbúðalánasjóðs sem skv. nýlegum fréttum lánaði 130 milljarða kr. á fyrstu átta mánuðum ársins. Miðað við stöð- una í efnahagsmálum í dag má fullyrða að áætlaður afgangur sé því miður alltof lítill. Þetta sést á samanburði við síðustu uppsveiflu árið 2000 sem endaði með geng- ishruni. Aðhaldsstig ríkisfjármála var þá tvöfalt meira en nú. Stað- reyndin er sú að afgangur af fjár- lögum þyrfti við núverandi að- stæður að vera allt að þrisvar sinnum meiri eða 3–4%. Annar veikleiki fjárlagafrum- varpsins birtist svo í skattalækk- unum. Menn geta deilt um rétt- mæti þeirra og sannarlega teljum við í Samfylkingunni að í þeim birtist sorglegur ójöfnuður þar sem langflestar krónur fara í vasa hálaunahópa en langtum minna rennur til þeirra samfélagshópa sem mest eru þurfandi. Um hitt geta menn varla deilt að tímasetn- ing þeirra virðist röng. Skatta- lækkanir í uppsveiflu – sama hvernig þeim er dreift – ýta undir einkaneyslu, innflutning og þar með viðskiptahalla. Þær eru elds- neyti á þenslubálið. Ég er hjart- anlega sammála greiningardeildum bankanna sem flestar sögðu í gær að heppilegra hefði verið að bíða með skattalækkanir fyrst ríkið treystir sér ekki til að spara á móti. Ef á annað borð á að ráðast í skattalækkanir er rétt að gera það í niðursveiflu til að auka eftirspurn og glæða efnahagslífið. Þetta er því alvarlegur veikleiki á hags- tjórninni af ríkisins hálfu og ber vott um vanhugsuð áform þar sem ekki er spáð í afleiðingar. Í þessu ljósi hlýtur að koma fyllilega til álita að fresta skattalækkunum. Spurning Morgunblaðsins Morgunblaðið gerir gagnrýni á hagstjórnina að umræðuefni í leið- ara blaðsins í gær og spyr hvar stjórnarandstaðan vilji skera nið- ur? Það má hæglega álykta af þessum orðum að Morgunblaðið annaðhvort telji þess ekki þörf, eða telji það ómögulegt. Er það svo? Er Morgunblaðið sátt við það viðnám gegn þenslu ríkisútgjalda sem ríkisstjórnin hefur sýnt frá síðustu niðursveiflu? Varanlegur agi í ríkisfjármálum og sterkt við- nám gegn þenslu ríkisútgjalda, ekki síst á tímum góðæris og fyr- irsjáanlegrar þenslu, er sá grunn- ur sem fyrirhyggjusöm og ábyrg ríkisstjórn leggur svo unnt sé að mæta mögulegri ofþenslu þegar hagsveiflan nær toppi. Það verður því að rifja upp að í niðursveifl- unni árið 2000 vorum við talsmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd, ég og Einar Odd- ur, fullkomlega samstiga um að brýna ríkisstjórnina til að gæta að- halds í ríkisútgjöldum til að vera undirbúin hugsanlegum afleið- ingum uppsveiflunnar sem þá var strax spáð. Ráð er ekki nema í tíma sé tekið. En það var ekki tek- ið. Ríkisstjórnin svaf á verðinum. Hún lét skammsýni vegna yfirvof- andi kosninga ráða. Kosninga- víxlar voru slegnir út og suður, eins og Morgunblaðið raunar vakti athygli á. Eins og gerist því miður svo oft þegar kosningar fara í hönd fór útgjaldaþenslu ríkisins úr böndum og hefur lítið batnað síð- an. Agaleysið speglast mjög vel í því ósamræmi sem hefur birst í ann- ars vegar áformum fjárlaga- frumvarpa síðustu ára um tekju- afgang af fjárlögum og hins vegar raunverulegum afgangi skv. rík- isreikningi. Á veltuárunum 2000– 2004 átti afgangurinn samtals að nema 82 milljörðum kr. en endaði í 8 milljarða kr. halla. Munurinn á þessu tímabili er því 90 milljarðar kr., eða 18 milljarðar kr. að með- altali á ári. Það munar um minna. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar Yfirstandandi ár er þó ef til vill besta dæmið um hvernig tækifæri til að skila miklum tekjuafgangi af fjárlögum tapaðist. Áformað var að skila 10 milljörðum kr. Meðan árinu vatt fram varð gríðarleg veltuaukning í samfélaginu eins og fyrr er rakið. Ríkissjóður fékk því óvæntan búhnykk sem svaraði til nær 30 milljarða kr. tekjuaukn- ingar. Hefðu áform um útgjöld staðist en ekki aukist hefði afgang- ur ríkissjóðs því getað verið fast að 40 milljörðum kr. – í stað nær þrjátíu. En áform um útgjöld stóð- ust ekki. Tækifæri til að beita rík- isfjármálum af festu gegn þensl- unni fór forgörðum. Staðreyndin er sú að allir, jafnt greiningardeildir bankanna, ASÍ og atvinnurekendur, telja að veik- leikar fjárlagafrumvarpsins veiki hagstjórnina. Ég man ekki eftir því að allir þessir aðilar hafi áður verið sammála. Vandanum er í reynd öllum velt yfir á Seðlabank- ann. Í því felst ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Stöðugleikinn er í uppnámi Eftir Einar Má Sigurðarson ’… veldur það miklumvonbrigðum að aðhalds- stig fjárlagafrumvarps- ins sem nú hefur verið lagt fram er of veikt. ‘ Einar Már Sigurðarson Höfundur er alþingismaður og fulltrúi í fjárlaganefnd. fólk lu þeg- eining- um á l ég r hafi í rdag- r fengið a um íða hafa afundir r eftir an á ákvæð r verið ndaða vinnu hundr- varið til heima í g er éð unnið il mik- ur mér ngóðan ns og svæða ingu ylgja ð eigum yrir osið að ining- am- undan fái sveitarstjórnarmenn og íbúar tækifæri til að velta fyrir sér fjölda úrlausnarefna og móta fram- tíðarsýn sem fólk vill sjá sjálfum sér, börnum sínum og barnabörn- um til hagsbóta. Hvað getur verið áhugaverðara en að móta sitt stjórnsýslustig til frambúðar? Ljóst er að sú vinna sem nú fer fram mun skila nýjum hugmyndum inn í samfélög víða um land. Reynsla fyrri sameininga hefur sýnt að í mjög mörgum tilvikum hefur tekist vel til við að móta fram- sækna stefnu fyrir ný sveitarfélög, skapa þeim sterka ímynd og hefja sókn í atvinnumálum. Í því sambandi má vísa til nýlegrar reynslu frá sameiningu sveitarfé- laga á Fljótsdalshéraði. Það sveit- arfélag hefur strax náð að skapa sér góða ímynd. Sveitarfélögin í Borgarfirði og Fjarðabyggð nýttu enn fremur tækifærið til að sækja fram í atvinnu- og byggðamálum. Skoðanakannanir IMG Gallup gefa vísbendingu um að um 70% íbúa á svæðum sem þegar hafa sameinast séu hlynnt frekari sameiningum. Það hafa 2,4 milljarðar króna verið settir til hliðar til að styðja við sameiningu sveitarfélaga að þessu sinni. Þeir fjármunir opna að sjálf- sögðu ýmsa möguleika sem ekki hafið boðist áður. Þannig geta ný- sameinuð sveitarfélög sótt um fjár- magn til endurskipulagningar stjórnsýslu og þjónustu sem eiga eftir að koma þeim vel sem samein- ast nú. Það er einsdæmi að svo miklir fjármunir séu í boði í tengslum við verkefni sem þetta og mikilvægt að íbúar allra sveitarfé- laga séu upplýstir um þessa stað- reynd nú. Sameining sveitarfélaga er víð- ast hvar mikið tilfinningamál sem skiljanlegt er. En megum við byggja afstöðu okkar á tilfinn- ingum fremur en yfirveguðu mati á kostum og göllum? Getum við öll rökstutt afstöðu okkar fyrir börn- um okkar og barnabörnum? Erum við að færa þeim stöðugleika og uppbyggilegt umhverfi til fram- búðar? Því verður hver og einn að svara fyrir sig. Við erum ein þjóð sem byggjum eitt land. Við erum alin upp í sveit eða borg og berum keim af okkar umhverfi. Svo verður áfram þrátt fyrir sameiningar stjórnsýslu sveitarfélaga og þjón- ustu þeirra. Sem betur fer verða áfram til Mývetningar og Stranda- menn, svo dæmi séu tekin, dug- miklir og vonandi framsýnir. En öll erum við Íslendingar og verðum að leyfa okkur að hugsa sem hluti af samfélagi sem við ætlum okkur að byggja áfram og gera kleift að þróast í breytilegum og sífellt minni heimi. ’Umræðan á íbúafund-unum er almennt já- kvæð og á mörgum svæðum hefur verið lagt í geysilega mikla og vandaða vinnu við að kynna málefnavinnu og framtíðarsýn.‘ Höfundur er félagsmálaráðherra. ÍSLENSK stjórnvöld hafa á und- anförnum árum staðið að einhverri mestu menntasókn í sögu íslensku þjóðarinnar. Fjöldi há- skólanema hefur tvö- faldast á síðastliðnum áratug. Framboð á há- skólanámi hefur aldrei verið fjölbreyttara og ekkert lát virðist vera á ásókninni í framhalds- skólann. Við þessu hefur ver- ið brugðist með aukn- um útgjöldum og er forvitnilegt að sjá að í nýjasta hefti ritsins Education at a Glance, sem gefið er út af OECD, kemur fram að ekkert annað ríki í ver- öldinni ver hærra hlut- falli af þjóðarfram- leiðslu til menntamála eða 7,4%. Jafnframt kemur fram að milli ár- anna 2001 og 2002 juk- ust framlög Íslands til háskólastigsins um heil 0,2% af þjóðarfram- leiðslu. Veruleg fjölgun háskóla- og fram- haldsskólanema Í frumvarpi til fjár- laga fyrir árið 2006 er áfram gert ráð fyrir umfangsmikilli hækk- un fjárveitinga til menntamála. Framlög til háskólastigsins hækka um 13,4% frá fjárlögum síðasta árs og nema sam- tals 12,7 milljörðum króna. Framlög til Háskóla Íslands og stofnana hans hækka mun meira eða um 19,3% milli ára. Þessarar miklu hækkanir eru vegna áframhaldandi nemendafjölg- unar í háskólum landsins, launabreyt- inga, stóraukinna framlaga til rann- sókna og framkvæmda við Háskólatorg. Sem dæmi má nefna að á yfirstand- andi ári er gert ráð fyrir 10.639 árs- nemendum en í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2006 er gert ráð fyrir 11.095 ársnemendum. Einnig má nefna að nú er í fyrsta skipti á fjárlögum gert ráð fyrir fram- lögum til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði, sem stofnað var fyrr á árinu. Bind ég miklar vonir við þá starfsemi enda mikilvægt að háskólastarf ein- skorðist ekki við höf- uðborgarsvæðið ein- vörðungu. Undirbúningur að sam- svarandi háskólasetri á Austfjörðum er á loka- stigi og víðs vegar um landið er að finna metn- aðarfull verkefni og áform á háskólasviðinu. Framlög til fram- haldsskóla aukast einnig verulega á milli ára, fyrst og fremst vegna áframhaldandi nem- endafjölgunar. Hækka útgjöld vegna fram- haldsskólanna um 11,4% frá fjárlögum yfirstand- andi árs eða úr 12,64 milljörðum króna í tæp- an 14,1 milljarð króna að frátöldum sértekjum. Séu launa- og verðlags- hækkanir einnig frátald- ar hækka framlög til framhaldsskólans um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Alls er gert ráð fyrir að heilsársnemar verði 18.900 og er það fjölgun um 700 ársnema á milli ára. Áhersla á gæði menntunar Þetta eru háar upp- hæðir sem hér um ræðir og endurspegla þá áherslu sem rík- isstjórnin leggur á mikilvægi mennt- unar. Það er ekki sjálfgefið að fram- lög til einstakra málaflokka hækki jafn ört og framlög til menntamála hafa gert síðastliðin ár, ekki síst á tímum þar sem aðhald í ríkisfjár- málum er nauðsyn. Ríkisstjórnin lítur hins vegar svo á að með þessu sé ver- ið að fjárfesta í framtíð Íslands. Það verður jafnframt að tryggja að sú fjárfesting skili sér sem best og er ljóst að áhersla á gæði verður leið- arljós næstu ára í menntamálum. Áframhald á menntasókn Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’Það er ekkisjálfgefið að framlög til ein- stakra mála- flokka hækki jafn ört og framlög til menntamála hafa gert síðast- liðin ár, ekki síst á tímum þar sem aðhald í ríkisfjármálum er nauðsyn.‘ Höfundur er menntamálaráðherra. st á - g l g er ólki á í ms- ólar- ert a- bor- óm g- gá mörg ð a ð- son ga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.