Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 25 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR MIKIL samkeppni ríkir hér á mark- aði í sölu á fartölvum. Fartölvur kosta skildinginn og því er eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar vanda skal valið. Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að fartölvu- kaupum og einn lykilþátturinn lýtur að ábyrgðarskilmálum, sem eru mjög misjafnir eftir því hvar tölvan er keypt. Fartölvur kosta hér á landi allt frá 70 þúsundum króna og upp í 300 þúsund krónur og eru ýmist seldar með tveggja eða þriggja ára ábyrgð. Ábyrgð getur á hinn bóginn verið misvíðtæk og því þarf að gaumgæfa vel hvar best sé að kaupa vöruna til að hún uppfylli þau skilyrði sem kaupandinn er að leita eftir hverju sinni. „Í fyrsta lagi þarf að ganga úr skugga um að viðkomandi vara sé í fullri ábyrgð og að viðurkenndir og vottaðir viðgerðarmenn annist ábyrgðarmálin, ef tölvan skyldi bila,“ segir Guðmundur Zebitz, vörustjóri fartölva hjá Opnum kerf- um. Margar söluleiðir Opin kerfi ehf. er til að mynda eini viðurkenndi dreifingar- og viðgerð- araðili HP-tölva á Íslandi og dreifir HP-tölvum til ýmissa smásöluversl- ana hérlendis á borð við Office1, Odda, Pennann, HP-búðina, BT og fleiri verslanir. Fleiri tölvuverslanir flytja þó inn sams konar tölvur, en þá í gegnum milliliði og aðra dreif- ingaraðila úti í heimi sem versla þá beint við framleiðendur. Ein þessara verslana er Tölvulistinn, sem fyrir utan að selja HP-vélar er með fjöl- mörg önnur tölvumerki í sölu. Að sögn verslunarstjórans, Ólafs Stein- grímssonar, koma fartölvurnar eftir ýmsum leiðum frá nokkrum aðilum, bæði hér heima og erlendis. „Ég get ekki svarað því nákvæmlega hvaðan tölvurnar okkar koma því ég fæ þær bara inn á gólf til mín og sé ekki reikningana fyrir þessum búnaði.“ Í svipaðan streng tók Halldór Óla- son, verslunarstjóri hjá att.is, þegar hann var inntur eftir því hvaðan verslunin keypti inn fartölvur sem hér væru á markaði. „Við erum ekk- ert að ræða það við hverja við verslum og því færð þú það ekkert uppgefið hvaðan ég kaupi mínar vörur,“ sagði Halldór. Tuttugu þúsund krónur Samkvæmt íslenskum lögum er skylt að bjóða minnst tveggja ára neytendaábyrgð með búnaði á borð við fartölvur. Umboðsaðilar bjóða þó ýmsa viðbótarþjónustu og mismun- andi ábyrgð. Sem dæmi má nefna að ákveðnar tölvulínur, til að mynda frá HP, svokallaðar nc-fyrirtækjavélar, bera þriggja ára alþjóðlega ábyrgð við kaup sem þýðir að tölvueigand- inn getur gengið inn á hvaða HP- verkstæði sem er í heiminum og fengið viðgert sér að kostnaðarlausu á meðan tölvan er í ábyrgð auk þess sem hægt er að kaupa viðbótar- ábyrgð á tölvur þessar í allt að fimm ár á 11.900 krónur fyrir hvert auka- ár. Auk þess bera þessar nc-fyrir- tækjalínur frá Opnum kerfum svo- kallaða „engar áhyggjur“-ábyrgð sem þýðir að fartölvan er sótt, við- gerð og send til baka innan sólar- hrings fyrsta árið. Hins vegar er ekki unnt að fá keypta alþjóðlega ábyrgð á heimilislínur og þá þarf í flestum tilfellum að senda bilaðar vélar til upprunalandsins á kostnað eigenda. Framlengd ábyrgð „Því miður bera fæstar fartölvur, sem aðrir einstaklingar eða fyr- irtæki flytja inn, alþjóðlega ábyrgð og í mörgum tilfellum er ekki hægt að kaupa uppfærða HP-verk- smiðjuábyrgð á til dæmis HP Pavi- lion- og nx-fartölvur frá Bandaríkj- unum. Það er þó hægt að kaupa framlengda ábyrgð á fartölvur í fyr- irtækjalínu HP frá Evrópu og kostar slík ábyrgð í kringum tuttugu þús- und krónur,“ segir Pétur Bauer, framkvæmdastjóri heildsölusviðs Opinna kerfa. „Ef komið er með HP- fartölvu með alþjóðlega ábyrgð til viðgerðar til okkar sem keypt hefur verið annars staðar en hjá okkar söluaðilum, tökum við að sjálfsögðu við henni og gerum við hana, eins og allar aðrar vélar í ábyrgð,“ segir Guðmundur Zebitz. „Ef vélin er aft- ur á móti keypt utan okkar markaðs- svæðis, sem er Evrópa, og án alþjóð- legrar ábyrgðar er ábyrgð okkar mjög takmörkuð og jafnvel engin. Með öðrum orðum bera vélar, sem fluttar eru inn frá löndum utan Evr- ópu, mjög takmarkaða og jafnvel enga ábyrgð á Íslandi,“ segir Guð- mundur og bætir við að algengt sé að smásöluaðilar verði sér úti um far- tölvur með svokölluðum „gráamark- aðsinnflutningi“ utan okkar mark- aðssvæðis þar sem vélarnar séu á misjöfnu verði. „Ef HP-vél hefur verið keypt í Evrópu dekkar HP að- eins eitt ár í ábyrgð hérlendis ef vélinni fylgir ekki alþjóðleg þriggja ára ábyrgð. Eftir það gerum við að sjálfsögðu við vélarnar á kostnað eigenda þar sem þær eru ekki í ábyrgð lengur,“ segir Pétur og bætir við að ef viðskiptavinir HP séu í vafa með ábyrgðir sé hægt að fá lista yfir viðurkennda HP-söluaðila á vefslóð Opinna kerfa, www.ok.is. Hjá verslunarstjórum Tölvulist- ans og att.is fengust þær upplýs- ingar að öllum fartölvum í báðum búðunum fylgdi tveggja ára ábyrgð auk þess sem viðgerðarþjónusta væri á báðum stöðum. Hjá öllum framleiðendum mætti verða sér úti um alþjóðlegar ábyrgðir á fartölvum og best væri að kaupa slíkar alhliða ábyrgðir á Netinu í gegnum heima- síður viðkomandi framleiðenda.  TÖLVUR | Alþjóðlegar ábyrgðir á fartölvum eru misjafnar og sumar gilda til allt að fimm ára Að mörgu er að hyggja við tölvukaupin Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.