Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 37

Morgunblaðið - 06.10.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 37 UMRÆÐAN GEÐTEYMI heimahjúkrunar hefur starfað frá því í apríl 2004. Að- dragandi að stofnun teymisins var vaxandi þörf fyrir þjónustu við geð- sjúka utan stofnana. Haustið 2003 kom heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið að máli við heilsugæsluna og óskaði eftir því að sett yrði á laggirnar geðteymi við heimahjúkrun sem sinnti þeim sem ættu við geðræn vandamál að stríða og byggju heima. Nokkur undirbún- ingur var að stofnun teymisins og var haft samráð bæði við geðsvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Geðhjálp auk annarra aðila sem hafa sinnt þessum hópi. Meginmarkmið með þjónustu teymisins er að: Tryggja samfellda meðferð ein- staklinga með geðraskanir 18 ára og eldri Að efla sálrænt og félagslegt heil- brigði Að koma í veg fyrir endur- innlagnir Að styrkja aðlögunarhæfni ein- staklinga eftir útskrift af sjúkra- húsum Að hvetja einstaklinginn til sjálfs- hjálpar og sjálfsvirðingar Að finna viðeigandi úrræði til að auka félagslega og andlega færni eftir því sem við á hverju sinni. Sækja þarf um þjónustuna og eru það oftast meðferðaraðilar ein- staklingsins sem sjá um það. Þjón- ustan getur verið frá því að vera vitj- un einu sinni í viku í að vera daglegar vitjanir. Hver vitjun tekur að meðaltali um eina klukkustund. Þjónustutíminn er alla virka daga frá klukkan 8.00–20.00 og þjón- ustusvæðið er um 118.000 íbúar (Reykjavíkur og Seltjarnarness). Mikilvægur þáttur í starfseminni er að vinna á forsendum skjólstæð- ingsins þannig að hann setji sér markmið með þjónustunni. Þessi markmið eru síðan endurskoðuð eft- ir ákveðinn tíma. Til að tryggja við- eigandi meðferð og að skjólstæðing- urinn njóti þeirra réttinda sem hann á rétt á er lögð áhersla á góða sam- vinnu við Landspítala – háskóla- sjúkrahús, heilsugæsluna, miðstöð heimahjúkrunar, félagsþjónustuna, svæðisskrifstofu og aðra aðila sem vinna að málefnum geðsjúkra utan stofnana. Í dag eru fjögur stöðugildi starfsfólks við teymið og starfa við það tveir geðhjúkr- unarfræðingar, þrír sjúkraliðar og einn hjúkrunarfræðingur sem hefur það sérsvið að fylgja eftir konum sem greinst hafa með þunglyndi á meðgöngu eða eftir fæðingu barns. Á fyrsta starfsári geðteymisins voru alls 136 einstaklingar í um- sjón þess. Skjólstæð- ingar að jafnaði í með- ferð í hverjum mánuði voru 52 og vitjanir 4.084. Algengasta með- ferðin var í formi stuðnings eða 34%, lyfjagjafir og eftirlit 28% og að hjálpa til við að rjúfa félagslega ein- angrun var 17% af veittri meðferð. Þetta fyrsta starfsár voru 35% af skjólstæðingum geðteymisins greind með þunglyndi, með geðklofa 24% og með geðhvörf 15% . Starfsemi geðteymisins er í stöð- ugri þróun með sýn á þarfir geð- sjúkra hverju sinni. Mikilvægt er að stefna að því að hlúa að heima- hjúkrun og auka starfsemi geðteym- isins. Samfélagshjúkrun er mik- ilvægt form hjúkrunar og sú leið sem líklegust er til að auka lífsgæði einstaklinga og koma í veg fyrir end- urinnlagnir. Geðteymi heimahjúkrunar Sigríður H. Bjarnadóttir fjallar um aðstoð við geðsjúka utan stofnana ’Starfsemi geðteym-isins er í stöðugri þróun með sýn á þarfir geð- sjúkra hverju sinni. ‘ Sigríður H. Bjarnadóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri geðteymis heima- hjúkrunar.                       Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.