Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Laxamýri | Barnastarf vetrarins í Aðaldal hófst í Grenjaðarstað- arkirkju nýlega með fjölskyldu- guðsþjónustu. Kór Hafralækj- arskóla, sem skipaður er nemendum úr 4.-10. bekk, söng fyr- ir kirkjugesti og ferming- artrúnemar sýndu brúðuleikrit. Presturinn sr. Þorgrímur G. Daníelsson lagði út af dæmisögunni um miskunnsama Samverjann, en Robert Faulkner stjórnaði kórnum við undirleik Juliet Faulkner. Nem- endur tóku virkan þátt í guðsþjón- ustunni með upplestri og hljóðfæra- leik og kirkjubók var dreift til barnanna. Sunnudagaskólinn er jafnan vel sóttur, en ungir sem gamlir hafa þar gaman saman og hittast í kirkjunni hálfsmán- aðarlega yfir vetrartímann. Sunnudagaskóli á Grenjaðarstað Göldrótt geit í Töfragarði? Stokkseyri | Það er ekki laust við að það sé eitthvað galdralegt við geitina sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Töfragarðinum á Stokkseyri á dögunum. Kannski var það bara einmanaleikinn sem hrjáði geit- ina, enda búið að loka garðinum fyrir veturinn. Töfragarðurinn var opnaður í fyrsta skipti í sumar, og komu um 1.300 gestir í heimsókn í þennan nýja fjöl- skyldu- og skemmtigarð. Þar geta börn og fullorðnir skoðað ýmiskonar dýr, hoppað í hoppukastala, klifrað í klifurkastala og leikið sér í ýmsum leikjum og þrautum. Reiknað er með því að garðurinn verði opnaður aftur næsta sumar, og getur geitin göldrótta því hlakkað til maímánaðar þegar gestirnir fara að sýna henni athygli á ný. Morgunblaðið/RAX Borgarnes | „Það eru mannréttindi að eiga sauðfé,“ segja þeir sauð- meinlausu félagar Bjarki Þor- steinsson og Gísli Einarsson sem enn eru við sama heygarðshornið. Þeir standa í annað sinn fyrir Sauðamessu í Borgarnesi sem verð- ur haldin nk. laugardag. Hátíðin hefst með fjárrekstri frá Hyrnu- torgi í rétt sem er við gamla mjólk- ursamlagið. Þar verða mörg kind- arleg og sJARMerandi skemmtiatriði en nánari dagskrá er að finna á vefnum www.sauda.vefurinn.is. Morgunblaðið/Guðrún Vala Sauða- messa Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.