Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 2

Morgunblaðið - 25.10.2005, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORÐU, GÁTU, VILDU Gríðarleg þátttaka var í hátíð- arhöldum vegna þess að 30 ár voru liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Talið er að 50.000 manns hafi verið í miðborg Reykjavíkur og voru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Hinn mikli fjöldi þátttakenda kom skipuleggjendum hátíðarhaldanna í opna skjöldu. Víða á landsbyggðinni héldu konur fjölmenna baráttufundi. Konur kröfðust þess að launamunur kvenna og karla yrði jafnaður án taf- ar og gripið yrði til markvissra ráð- stafana í því skyni. Wilma olli tjóni á Flórída Milljónir manna voru án rafmagns á Flórída í Bandaríkjunum í gær af völdum fellibylsins Wilmu sem olli víða tjóni í sambandsríkinu. Felli- bylnum fylgdu margir skýstrókar og hermt er að sjór hafi flætt yfir um 35% ferðamannaeyjunnar Key West. Embættismenn sögðu þetta mesta skaðræðisfellibyl í Fort Lau- derdale og nágrenni frá árinu 1950. Smyglað með póstinum Karlmaður og kona, starfsmaður pósthúss, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á umfangsmiklu fíkni- efnasmygli. Fólkið var handtekið eftir að það hafði opnað gerviumslag sem lögreglan hafði útbúið til að villa um fyrir því. Í umslaginu var lit- arefni sem dreifðist yfir fatnað fólks- ins þegar það opnaði sendinguna. Byssubann fellt í Brasilíu Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda í Brasilíu reyndist andvígur því að lagt yrði bann við sölu skotvopna til almennings í landinu. Þjóð- aratkvæðagreiðsla um málið fór fram á sunnudag. Ofbeldi er óvíða meira en í Brasilíu og þar falla um 40.000 manns fyrir skotvopnum á ári hverju. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 14 Bréf 30 Viðskipti 16/17 Minningar 32/36 Erlent 18/19 Dagbók 40 Akureyri 21 Víkverji 40 Suðurnes 21 Velvakandi 41 Austurland 22 Staður og stund 42 Listir 23 Menning 43/44 Daglegt líf 24 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Veður 51 Umræðan 28/31 Staksteinar 51 * * *                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                        HANNES Smárason, stjórnarfor- maður FL Group, segir nokkurs misskilnings gæta í umræðunni um kaupverðið sem FL Group mun greiða fyrir Sterling-flugfélagið og skilmála kaupsamningsins. Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á sunnudag var Hannes spurður að því hvernig skýra mætti muninn á því verði sem Fons eignarhaldsfélag hefði greitt fyrir Sterling og því verði sem FL Group greiddi fyrir fé- lagið. Sagði Hannes orðrétt: „… þá veit ég nú að hann [Pálmi Haralds- son] keypti félagið á miklu hærri tölu en fjóra milljarða.“ Ítrekaði hann fullyrðinguna þegar hann var spurð- ur aftur. Þessi fullyrðing Hannesar virðist hins vegar stangast á við það sem Pálmi sjálfur hefur sagt og það sem fram hefur komið í dönskum fjöl- miðlum um málið. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Pálmi að Fons hafi keypt Sterl- ing á fjóra milljarða á sínum tíma, en bætir því við að hann hafi einnig greitt fyrir kaupin á Maersk-flug- félaginu sem fyrr í ár var sameinað Sterling. Þá var fullyrt í danska blaðinu Berlingske Tidende í gær að Fons eignarhaldsfélag hefði hagnast um 11 milljarða íslenskra króna þeg- ar FL Group keypti Sterling. Pálmi segist ekki skilja hvernig menn geti fengið út 11 milljarða söluhagnað þegar annað félagið hafi verið keypt á fjóra milljarða og auk þess hafi verið greitt fyrir Maersk Air. Skilyrtur kaupsamningur Hannes segir að þarna séu þeir Pálmi að segja það sama, en orði hlutina á mismunandi hátt. „Hann segir, sem rétt er, að Fons hafi greitt fjóra milljarða fyrir Sterling á sínum tíma, auk þess sem félagið greiddi fyrir Maersk. Þegar ég segi að Fons hafi greitt meira en fjóra milljarða fyrir Sterling er ég að tala um allan pakkann; félagið eins og það er í dag.“ Hannes segir einnig nokkurs mis- skilnings gæta varðandi skilmála kaupsamningsins. „Samningurinn er skilyrtur kaupsamningur sem taka mun gildi hinn fyrsta janúar 2006. Fram að þeim tíma er Sterling í höndum Pálma og Fons og þurfa þeir að uppfylla þrjú skilyrði fyrir kaupunum. Þeir þurfa að afla sam- þykkis samkeppnisyfirvalda, þeir þurfa að halda áfram með þær skipu- lagsbreytingar sem hafnar eru á fyr- irtækinu og þeir þurfa að afhenda Sterling með handbært eigið fé að upphæð 3 milljarðar króna,“ segir Hannes. „Náist það markmið ekki mun greitt kaupverð lækka til samræm- is.“ Fjórum milljörðum af kaupverð- inu verður haldið eftir auk þess sem kaupverðið er tengt tekjum Sterling fyrir fjármagnsliði (EBIDTA) árið 2006, og segir Hannes að fari allt á versta veg geti svo farið að FL Gro- up þurfi aðeins að greiða um þrjá milljarða fyrir Sterling. Stjórnarformaður FL Group segir misskilnings gæta í umræðu um verðið sem greitt verður fyrir Sterling Átti við allan pakkann  Kaupverð / 17 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FANGI á Litla-Hrauni á rétt á þjáningarbótum frá ríkinu og skaðabótum frá fanga sem réðst á hann í maí 2002, samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ríkið var dæmt bótaskylt þar sem fanginn fékk ekki viðeigandi aðstoð tannlæknis fyrr en þremur vikum eftir árásina. Árásin var framin þann 13. maí 2002 og kemur fram í dómnum að fanginn hlaut verulega áverka, m.a. duttu úr honum tvær tennur við árásina auk þess sem hann hlaut ýmsa áverka á höfði. Maðurinn var skoðaður af lækni í fangelsinu sama dag, daginn eftir af lækni á Selfossi og tveimur dögum síðar af lækni á slysadeildinni í Fossvogi. Sam- kvæmt upplýsingum frá fangelsinu var haft samband við tvo tannlækna sem báðir neituðu að sinna honum vegna hótana og meintra svika. Loks hefði þriðji tannlæknirinn fall- ist á að sinna honum og hefði með- ferðin hafist 4. júní. Þá hefði fang- elsið greitt að verulegu leyti fyrir þær tannviðgerðir sem voru taldar nauðsynlegar. Í niðurstöðum dómsins er bent á að fangar skuli njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir, auk þess sem sérstök lög og reglur gildi um fanga. Taldi dómurinn að skýr- ingar fangelsisins á töfunum væru ófullnægjandi, tafirnar hefðu aukið líkamstjón fangans og því væri ríkið skylt til að greiða þjáningarbætur. Íslenska ríkið var á hinn bóginn sýknað af kröfu fangans um að við- urkennd yrði bótaskylda vegna árásarinnar en fanginn taldi að ör- yggisgæslu hefði verið áfátt í fang- elsinu og ríkið bæri af þeim sökum ábyrgð á því að hann varð fyrir árásinni. Á það féllst dómurinn ekki. Dómurinn fjallaði einungis um bótaskylduna en tók ekki afstöðu til upphæða. Gjafsóknarkostnaður fangans, ríflega 1,8 milljónir, var greiddur úr ríkissjóði, þar með tal- inn ferðakostnaður. Gjafsóknar- kostnaður fangans sem framdi árás- ina, 500.000 krónur, var einnig greiddur úr ríkissjóði. Sigríður Ingvarsdóttir kvað upp dóminn. Steingrímur Þormóðsson hrl. flutti málið f.h. fangans, Jón Höskuldsson hdl. var til varna fyrir árásarmann- inn og Sigurður Gísli Gíslason hdl. fyrir ríkið. Fangi á Litla-Hrauni á rétt á þjáningarbótum frá ríkinu Tveir tannlæknar neituðu að sinna fanganum vegna hótana og svika ÞAÐ er ýmislegt hægt að gera sér til dundurs í frímínútum og ekki er verra ef hægt er að fara í skipulagða leiki af og til þegar fótbolti, elting- arleikur og aðrir einfaldari leikir verða þreytandi. Krakkarnir í Áslands- skóla í Hafnarfirði eru greinilega leikglaðir eins og myndin ber með sér. Glíman við lestur, stafsetningu og frádrátt var greinilega víðsfjarri þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Morgunblaðið/Golli Fram fram fylking í frímínútum SMIÐUR féll á milli hæða í húsi þar sem hann var við vinnu í gær og lenti með höfuðið á steinsteyptum kanti. Óhappið varð í gærmorgun rétt fyrir hádegi þar sem maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var að vinna á annarri hæð í húsi á Hellis- sandi á Snæfellsnesi. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík var maðurinn fluttur á heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík, og þaðan áfram á Landspítala – háskólasjúkrahús til nánari skoðunar, en hann mun ekki vera alvarlega slasaður. Smiður féll milli hæða JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað í gær að áfrýja til áfrýjunarnefndar samkeppnismála ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins vegna kvörtunar Sálfræðingafélags Íslands. Félagið vildi að eftirlitið skæri úr um það hvort synjun heilbrigðisyf- irvalda um að semja um greiðslu- þátttöku í kostnaði sjúkratryggðra við sálfræðimeðferð stæðist sam- keppnislög og taldi Samkeppniseft- irlitið svo ekki vera. Úrskurði Samkeppnis- eftirlits áfrýjað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.