Morgunblaðið - 25.10.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Er þetta Ísland í dag?
Þegar Freyja Hilmarsdóttir
er myrt hverfur handrit að bók
sem hún er að skrifa með
berorðum frásögnum fyrrverandi
eiginkvenna þekktra manna.
FJÁRKÚGUN – PÓLITÍSK SPILLING – MORÐ
www.jpv.is
30%
AFSLÁTTUR
Gildir til 31.10.2005.
„… æsispennandi og leiftrandi fyndin.“
Edda Jóhannsdóttir / DV
„Bráðskemmtilegur samtímakrimmi.“
Páll Baldvin Baldvinsson / DV
„Rígheldur … æsispennandi.“
Guðmundur Steingrímsson /
Kvöldþátturinn
„Sjóðheitur krimmi.“
Jakob Bjarnar Grétarsson / DV
HÓPBÍLALEIGAN á Selfossi hefur
kært til kærunefndar útboðsmála að
ekki var samið við fyrirtækið um sér-
leyfisakstur á Suðurnesjum. Krefst
Hópbílaleigan þess að kærunefndin
ógildi ákvörðun Vegagerðarinnar
um að hafna tilboði fyrirtækisins í
þjónustu og skólaakstur á Suður-
nesjum. Einnig er þess krafist að
kærunefndin stöðvi frekari samn-
ingsgerð Vegagerðarinnar vegna
Suðurlands, verði ekki samið við
Þingvallaleið um akstur þar. Hóp-
bílaleigan var með næst lægsta til-
boð í þann þátt og var á milli Þing-
vallaleiðar og Kynnisferða.
Samið var við Kynnisferðir um
akstur á Suðurnesjum, þrátt fyrir að
tilboð Hópbílaleigunnar hefði verið
lægra, að sögn Benedikts G. Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Hópbílaleigunnar. Er þá miðað við
tilboð í þjónustu við Suðurnes, þ.e.
akstur milli Reykjavíkur og Leifs-
stöðvar, milli Reykjavíkur og
Reykjanesbæjar, milli Reykjanes-
bæjar, Sandgerðis og Garðs og milli
Reykjavíkur, Bláa lónsins og
Grindavíkur. Samhliða því skóla-
akstur fyrir FS á Suðurnesjum.
Hópbílaleigan bauðst til að greiða 23
milljónir með þjónustunni og taka
16,8 milljónir fyrir skólaaksturinn.
Kynnisferðir buðust til að greiða 27
milljónir með sömu leiðum, en taka
um 30 milljónir fyrir skólaaksturinn,
að sögn Benedikts.
Ófullnægjandi skýringar
Í fréttatilkynningu Hópbílaleig-
unnar vegna málsins segir m.a.:
„Engar skriflegar skýringar hafa
verið gefnar á þeim gjörningi að
sniðganga fyrirtækið varðandi akst-
ur á Suðurnesjum en símleiðis hefur
sú skýring verið gefin að fyrirtækið
sé ekki nægilega gamalt.“ Þá segir
að fyrirtækið telji þessa skýringu
ófullnægjandi enda geri það meira
en að uppfylla allar kröfur sem farið
var fram á í útboðsgögnum.
Benedikt sagði að Hópbílaleigan
hafi verið stofnuð fyrr á þessu ári til
að bjóða í þessi tilteknu verkefni. Fé-
lagið hugðist sinna akstrinum með
aðstoð undirverktaka, sem eru Guð-
mundur Tyrfingsson ehf. og Hóp-
ferðamiðstöðin.
Gunnar Gunnarsson aðstoðar-
vegamálastjóri var inntur eftir við-
brögðum Vegagerðarinnar við
ákvörðun Hópbílaleigunnar á Sel-
fossi. Gunnar sagði að Vegagerðin
fengi tækifæri til að skila greinar-
gerð til kærunefndar útboðsmála. Á
þessu stigi málsins vildi hann ekki
tjá sig frekar um efnisatriði.
Spurður um það að Hópbílaleigan
hafi ekki fengið skriflegar skýringar
frá Vegagerðinni, og það munnlega
svar að fyrirtækið væri ekki nógu
gamalt, sagði Gunnar að Hópbíla-
leigan hefði ekki haft samband við
sig og sér vitanlega hefði fyrirtækið
ekki óskað eftir skriflegri skýringu á
ákvörðun Vegagerðarinnar.
Varðandi samningsgerð Vega-
gerðarinnar um Suðurland sagðist
Gunnar líta svo á að búið væri að
semja við Þingvallaleið um akstur á
Suðurlandi og austur um, allt til Eg-
ilsstaða. Vegagerðin hefði tekið til-
boði Þingvallaleiðar og liti svo á að
samningur væri kominn á, þótt eftir
væri að skrifa undir hann. Því væri
sá kostur ekki fyrir hendi að kæru-
nefnd útboðsmála stöðvaði það mál.
Hópbílaleigan kærir til kærunefndar útboðsmála
Vill að ákvörðun um að
hafna tilboði verði ógilt
HAUSTANNIR sauðfjárbænda eru
af ýmsum toga og eitt er það að
reykja kjötmeti til vetrarins.
Guðný J. Buch á Einarsstöðum í
Reykjahverfi hefur verið að reykja
hangikjöt, magála og sperðla að
undanförnu og fer því verki bráð-
um að ljúka.
Guðný segir að magálarnir þurfi
að vera feitir og þeir séu lostæti
sem álegg ofan á flatbrauð og rúg-
brauð.
Hún reykir við lyng og tað og
segir lyngbragðið ómissandi. Ekki
er annað að sjá en vel hafi tekist til
með reykinn.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Magálarnir tilbúnir
REYKINGAR hafa verið bannaðar í öllu félagsstarfi
nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík og í Verzl-
unarskólanum.
Yngvi Pétursson, rektor MR, segir að nemendur hafi
sjálfir átt frumkvæði að banninu. „Þau eru með alla
sína dansleiki reyklausa,“ segir Yngvi og bætir við að
þetta hafi fyrst verið reynt fyrir tveimur árum. Það
hafi gefist vel og í haust hafi verið ákveðið að allar
skemmtanir nemenda yrðu reyklausar. Yngvi segir að
þetta hafi gengið mjög vel og reykingar séu ekki
vandamál í skólanum. Lögum samkvæmt sé bannað að
reykja á skólalóðinni og nemendur og starfsfólk verði
að fara út fyrir lóðarmörk vilji þeir reykja.
Ingi Ólafsson, aðstoðarskólastjóri í Verzlunarskóla
Íslands, segir að stjórn skólans og nemendafélagið hafi
tekið sameiginlega ákvörðun um að reykingar verði al-
farið bannnaðar í allri starfsemi sem tengist skólanum.
Þessu hafi verið lýst yfir á afmælishátíð skólans um síð-
ustu helgi. Bannið feli í sér að stigið verði skrefi lengra
en að banna reykingar í skólanum og á skólalóð. Reyk-
ingar verði ekki lengur leyfðar á neinum skemmtunum
skólans, þar með talið skólaböllum.
Ingi segir að Lýðheilsustöð ætli að vera skólanum til
ráðgjafar vegna reykingabannsins.
Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands
Reykingar bannaðar í
öllu félagsstarfi nemenda
RÆTT var um áfangaskýrslu um fjöl-
skyldustefnu Þjóðkirkjunnar á fundi
kirkjuþings í gærmorgun og var
skýrslunni síðan vísað til allsherjar-
nefndar. Þá var tillögu um kirkjumið-
stöð á Akureyri vísað til fjárhags-
nefndar. Störf kirkjuþings halda
áfram út vikuna og er málum vísað til
umfjöllunar nefnda milli umræðna áð-
ur en lokaumræða og afgreiðsla
þeirra fer fram.
Meðal umræðuefna kirkjuþings er
tillaga að starfsreglum um breytingar
á starfsreglum um skipan sókna,
prestakalla og prófastsdæma. Tillag-
an er frá biskupafundi og var Jón Að-
alsteinn Baldvinsson vígslubiskup
framsögumaður. Þar er m.a. lagt til
að Raufarhafnarprestakall verði lagt
niður og sóknin færð undir Skinna-
stað hinn 1. júní á næsta ári. Fram
kemur að fjöldi íbúa í Raufarhafnar-
prestakalli sé 248 íbúar og 225 þeirra í
Þjóðkirkjunni. Í Skinnastaðarpresta-
kalli búi 419 manns, þar af 392 í Þjóð-
kirkjunni og því myndu 667 verða í
sameinuðu prestakalli. Sameiningin
er sögð geta átt sér stað þar sem íbú-
um hafi fækkað og samgöngur á
svæðinu batnað. „Sameinað presta-
kall verður styrkari starfseining og af
hæfilegri stærð miðað við aðstæður,“
segir m.a. í tillögunni. Þessari tillögu
var vísað til löggjafarnefndar.
Sigríður M. Jóhannsdóttir hafði
framsögu um áfangaskýrslu um fjöl-
skyldustefnu. Lagt er til að drögin
sem nú liggja fyrir verði kynnt í söfn-
uðum og stofnunum kirkjunnar og
leitað álits sem flestra áður en end-
anleg gerð stefnunnar verður lögð
fyrir kirkjuþing að ári. Fram kom á
kirkjuþinginu ánægja með þá máls-
meðferð.
Prestakall á Rauf-
arhöfn leggist af
„VIÐ höfum tekið eftir þessu, en
meira get ég ekki sagt að svo
stöddu,“ sagði Jónas Friðrik Jóns-
son, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í
gær, aðspurður um frétt Morgun-
blaðsins í sunnudagsblaðinu þar sem
sagt er frá bréfi Persónuverndar þar
sem fram kemur að KB banki hafi
búið yfir upplýsingum um stöðu og
kjör lána lántakanda hjá Lánasjóði
landbúnaðarins.
Sparisjóður Mýrarsýslu vakti at-
hygli bænda á málinu.
Jónas Friðrik vildi aðspurður ekki
svara því hvort Fjármálaeftirlitið
ætlaði að skoða þetta mál sérstak-
lega, en ítrekaði að hann hefði lesið
frétt Morgunblaðsins um málið.
„Höfum tekið eftir þessu“