Morgunblaðið - 25.10.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.10.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Konum sem gegnastöðu fram-kvæmdastjóra fjölgaði úr rúmum 15% ár- ið 1999 í tæp 18% árið 2004 og skýrist þetta nær ein- göngu af því að fleiri konur gegna slíkri stöðu í ný- stofnuðum fyrirtækjum. Frá þessu er greint í nýút- komnu hefti Fyrirtækja og umsvifa hjá Hagstofa Ís- lands. Þar kemur fram að hlut- fall kvenkyns stjórnarfor- manna hefur ekki breyst frá árinu 1999 og helst í 22%. Þrátt fyrir að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað um tæp 30% á undanförnum sex árum hef- ur hlutfall kvenna í stjórnum fyr- irtækja ekkert breyst þegar á heildina er litið, fer úr tæpum 22% árið 1999 í rúm 22% árið 2004. Þegar skoðuð er stjórnarseta kvenna í nýskráðum fyrirtækjum kemur í ljós að hlutfall kvenna eykst lítillega. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem tóku til starfa árið 1999 var tæplega 23% og hafði hækkað í tæp 25% árið 2004. Þegar litið er til stærðar fyr- irtækja er hlutfall kvenkyns fram- kvæmdastjóra hæst í minnstu fyr- irtækjunum, eða tæp 19% í fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn. Almennt gildir að hlutur kvenna minnkar eftir því sem fyrirtækin verða stærri en þannig er 6,5% framkvæmdastjóra konur hjá fyr- irtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri. Af stjórnarformönnum og stjórnarmönnum er sömu sögu að segja, hlutfall kvenkyns stjórnar- formanna er rúmlega 23% í hópi fyrirtækja með færri en 10 starfs- menn en aðeins 4,5% í hópi fyr- irtækja með 250 starfsmenn eða fleiri. Hlutfall kvenkyns stjórnar- manna er 25% í fyrirtækjum með færri en 10 starfsmenn en 9% í fyr- irtækjum með fleiri en 250 starfs- menn. Menntun skilar sér seint og illa Margrét Kristmannsdóttir, for- maður Félags kvenna í atvinnu- rekstri, segir niðurstöður skýrsl- unnar ekki hafa komið sér á óvart. Fjölgun kvenna í hópi fram- kvæmdastjóra fyrirtækja sé skelfilega lítil. Aukin menntun kvenna virðist skila sér seint og illa inn í atvinnulífið. Margrét seg- ir að fjölgun kvenna í fram- kvæmdastjórastöðum í nýjum fyr- irtækjum bendi til þess að konur sjái meiri framtíð í því að stofna sjálfar fyrirtæki. Að mati Margrétar er athyglis- vert að sjá hvað konur eru lítt áberandi í stórum fyrirtækjum. Fram kemur í skýrslunni að kon- um í hópi framkvæmdastjóra hafi fjölgað hlutfallslega mest í stórum fyrirtækjum og segir Margrét þetta ánægjulegt. „Það sýna allar rannsóknir að fyrirtæki sem hafa bæði konur og karlmenn við stjórnvölinn skila bestri afkomu. Við erum ekki bara að segja að konur eigi að vera í forsvari fyrirtækja vegna þess að þær eru konur heldur vegna þess að það hefur sýnt sig að það er langhagkvæmast fyrir fyrirtæki og þjóðfélag að sjónarmið beggja kynja ráði við stjórnun fyrir- tækja,“ segir Margrét. Hún legg- ur áherslu á að konur geti ekki breytt stöðu mála einar síns liðs. Nauðsynlegt sé að allir sem vinni í íslensku viðskiptalífi láti til sín taka. Hún segir engan skort á hæfi- leikaríkum konum. Konur hafi verið duglegar að búa sér til eigin tengslanet, en byggja þurfi brú á milli þeirra og karlanna. Lög um stjórnarsetu? Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttis- stofu, segir gott að fá skýrslu sem þessa því hún staðfesti það sem menn hafi grunað, þ.e. að ekki hafi gengið jafn vel að auka hlut kvenna í atvinnurekstri og á ýms- um öðrum sviðum samfélagsins. „Konur eru að mennta sig, vinnutími þeirra hefur lengst og þær eru að sækja í sig veðrið. En í stærstu fyrirtækjunum þar sem fjármagn er mikið hefur hlutur kvenna aukist mjög hægt,“ segir Margrét María. Hún segir vonast til þess að töl- ur um fjölgun kvenna í fram- kvæmdastjórastöðum, einkum í hópi ungra kvenna, sýni að eitt- hvað sé að breytast. „Ég vona að þarna sé að verða kynslóðabil,“ segir Margrét María. Þær ungu konur sem nú gegni framkvæmdastjórastöðum eflist á fyrstu stigum og „það hefur vonandi áhrif upp eftir öllu þegar tímar líða.“ Hún telur að fróðlegt væri að skoða hvort þessi fjölgun sé afrakstur ýmissa námskeiða sem haldin hafa verið á undanförn- um árum í því skyni að efla konur í atvinnurekstri. „Það væri gaman að sjá hverju þessi vinna hefur skilað,“ segir Margrét María. Um setu kvenna í stjórnum bendir Margrét María á lög sem gilda í Noregi um stjórnarsetu þeirra. Fyrirtækjum sem eru skráð á norska verðbréfaþinginu sé skylt að jafna hlut kynjanna og hið sama gildi um opinber fyrir- tæki. „Maður spyr sig að því hvort hér þurfi slíkar aðgerðir til,“ segir Margrét María. Fréttaskýring | Skýrsla um konur í forystu fyrirtækja 1999–2004 Konum fjölgar hægt á toppnum Fjölgun framkvæmdastjóra tilkomin vegna nýstofnaðra fyrirtækja                  !     "    " $%% & &     & '  ' '  '  '  '  '  '     & '  '  '  '  '  '  '  ' Hlutfall kynja eftir stærð fyrirtækja. Fleiri ungar konur í stjórnunarstöðum  Kvenkyns framkvæmdastjór- ar eru í 57% tilvika 45 ára og yngri en í 46% tilvika hjá körlum. Helmingur kvenkyns stjórn- arformanna er 45 ára og yngri en 44% karla. Hlutfall kvenkyns framkvæmdastjóra miðað við karla var hæst í yngsta aldurs- hópi (25 ára og yngri) eða 29% árið 2004 en fer lækkandi eftir því sem konur verða eldri. Það sama á við um kvenkyns stjórnarformenn. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Sigurhönnu Kristinsdóttur MEÐAL þess sem Norðurlanda- ráðsþinginu í Reykjavík er ætlað að taka afstöðu til næstu daga eru til- lögur samstarfsráðherra Norður- landanna um að fækka norrænu ráð- herranefndunum úr átján í ellefu. Samhliða því hafa samstarfsráðherr- arnir lagt til að nokkrar embættis- mannanefndir verði lagðar niður. Til að mynda liggja fyrir þinginu tillög- ur um að leggja niður ráðherra- nefndir og embættismannanefndir á sviði neytendamála og á sviði upplýs- ingamála. Líkur eru á því að tekist verði á um þessar tillögur á þinginu sem hefst í dag. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, telur t.d. að ekki sé samstaða um það innan Norður- landaráðs að fella niður formlegt samstarf um neytendamál. Þá er tal- ið líklegt að Norðurlandaráðsþingið muni leggja áherslu á að fækkun ráðherranefnda verði ekki til þess að minnka fjárlagaramma ráðsins. Fjárheimildir Norðurlandaráðs hafa að undanförnu numið um 800 til 900 milljónum danskra króna á ári, eða sem svarar um átta til níu milljörð- um íslenskra króna. Frumkvæðið frá Dönum Per Unckel, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segir að Danir hafi haft frumkvæði að því í formennskutíð sinni í Nor- rænu ráðherranefndinni í ár, að end- urskoða ráðherrasamstarfið. Sú end- urskoðun hafi notið stuðnings meðal allra Norðurlandanna. Samstarfs- ráðherrunum hafi síðan verið falið að koma með tillögur að breytingum. Endanlegar ákvarðanir verða teknar á Norðurlandaráðsþinginu í Reykja- vík næstu daga, eins og áður sagði. Unckel segir að tilefni þessarar endurskoðunar á starfsemi ráðsins séu breytingar á hinu alþjóðlega um- hverfi, þar á meðal þróun Evrópu- sambandsins, sem sé að verða stærra og sterkara. Hann segir m.ö.o. að endurskil- greina þurfi samstarf Norður- landanna í ljósi umræddra breyt- inga. Norðurlöndin þurfi að skilgreina á hvaða sviðum þau vilji starfa meira saman; þau þurfi m.a. að meta hvar þunginn í samstarfinu eigi að vera. Ekki sé þó þar með sagt, segir hann, að Norðurlöndin eigi ekki að vinna saman á öðrum sviðum. Norðurlöndin gætu til dæm- is ákveðið að starfa saman á ein- hverjum sviðum, utan hins formlega Norðurlandasamstarfs. „Við viljum hins vegar meta upp á nýtt hvaða samstarf eigi best heima innan Norðurlandasamstarfsins og hvaða samstarf löndin geta séð um sjálf,“ segir hann. „Markmiðið er því ekki að draga úr Norðurlandasam- starfinu heldur einungis að gera breytingar á því.“ Fjármunir verði nýttir betur Þegar Unckel er spurður að því hvers vegna Norðurlöndin eigi yfir- höfuð að starfa sérstaklega saman segir hann að þau eigi að gera það, svo þau verði sterkari á alþjóðlegum vettvangi. Leggi þau saman krafta sína verði útkoman enn stærri. Starfi þau t.d. saman á sviði vísinda geti útkoman orðið jafn stór og hjá stóru evrópsku landi. Þegar hann er spurður hvort fyr- irhugaðar breytingar á samstarfinu komi til með að þýða að dregið verði úr fjárframlögum landanna til sam- starfsins, segir hann að það sé ekki tilgangurinn. Markmiðið sé að pen- ingarnir verði nýttir betur. Hann segir að lokum, að verði breyting- artillögurnar samþykktar á Norður- landaráðsþinginu, sem hefst í dag, sé stefnt að því að koma þeim í fram- kvæmd á næsta ári. Norðurlandaráðsþing hefst í Reykjavík í dag Tekur ákvarðanir um nýtt skipulag Eftir Örnu Schram arna@mbl.is RANNVEIG Guðmundsdóttir, for- seti Norðurlandaráðs, segir að sér finnist Norðurlandasamstarfið, þýðingarmesta alþjóðasamstarfið sem Íslendingar taki þátt í. „Mér finnst það mjög þýðingarmikið fyr- ir þróun svæðasamstarfs í Evrópu,“ segir hún. „Ég tel að Norðurlöndin séu mjög ráðandi afl í svæða- samvinnu Norður-Evrópu.“ Þing Norðurlandaráðs hefst formlega á Hótel Nordica í dag. Rannveig segir að stærsta stofn- unin, sem Norðurlandaráð hafi sett á laggirnar, sé Norræni fjárfesting- arbankinn. Hún segir að hann sé orðinn gífurlega sterkur og hafi mikilvægu hlutverki að gegna á Norðurlöndunum. Frá honum hafa t.d. komið miklir fjármunir inn í ís- lenskt atvinnulíf á liðnum árum. „Auk þess hefur bankinn veitt miklu fé til þýðingarmikilla verk- efna á nærsvæðum Norður- landanna, t.d. í Eystrasaltslönd- unum og í Rússlandi, ekki síst á sviði umhverfismála,“ segir hún. Rannveig segir að rekstr- arafgangur bankans hafi verið um 172 milljónir evra á síðasta ári, eða um 12 til 13 milljarðar íslenskra króna. „Allt umfang bankans er um það bil 20 milljarðar evra,“ segir hún. Rannveig ítrekar að bankinn hafi mikla þýðingu í samstarfi Norður- landanna. Það sem skipti þó enn meira máli sé sá ávinningur sem Norðurlandasamstarfið hafi haft í för með sér fyrir borgarana. Hún bendir, í því sambandi, á ýmis sam- eiginleg norræn réttindi s.s. sam- eiginleg félagsleg réttindi og sam- eiginleg réttindi til náms, svo dæmi séu nefnd. Þýðingarmikið samstarf NÁI breytingatillögur um norrænt samstarf fram að ganga munu Nor- rænu ráðherranefndirnar framvegis miðast við tíu málaflokka, en auk þeirra verður sérstök nefnd sam- starfsráðherra, eins og hingað til. Málaflokkarnir tíu eru: Vinnu- markaðs- og vinnuumhverfismál. Atvinnu-, orku- og byggðastefna. Sjávarútvegur, landbúnaður, skóg- rækt og matvælavinnsla. Menning- arsamstarf. Jafnréttisstefna. Lög- gjafarstefna. Umhverfisverndarmál. Félags- og heilbrigðismál. Menntun og rannsóknir. Og að lokum: efna- hagsmál og fjármálastefna. Ellefu nefndir í stað átján

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.