Morgunblaðið - 25.10.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 49
Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée
Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins.
Upplifðu stórkostlegustu
endurkomu allra tíma.
Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”).
Skelltu þér á
alvöru mynd.
Það er alltaf
hægt að þekkja
myndir sem
eiga eftir að
keppa um
Óskarinn.
R.H.R / MÁLIÐ
D.V.
S.V. MBL
kvikmyndir.is
KEFLAVÍKAKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN
SÁ BESTI Í
BRANSANUM
ER MÆTTUR AFTUR!
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
THE PROFESSIONAL
OG LA FEMME NIKITA
V.J.V. TOPP5.IS
ROGER EBERT
Kvikmyndir.com
H.J. / MBL
Frá leikstjórum There´s Something About
Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy
DREW BARRYMORE JIMMY FALLON
Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir .
Munu þau fíla hvort annað?
FLIGHT PLAN kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára.
FLIGHT PLAN VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
WALLACE AND... m/Ísl tali kl. 4 - 6
WALLACE AND... m/enskutali kl. 6 - 8.15 - 10.30
CINDERELLA MAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára.
THE 40 YEAR ... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára.
GOAL kl. 8.15 - 10.30
VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40
SKY HIGH kl. 3.50
CHARLIE AND THE ... kl. 3.45
PERFECT CATCH kl. 6 - 8.15 - 10.30
TRANSPORTER 2 kl. 8.15 - 10.15 B.i. 16 ára
FLIGT PLAN kl. 8 - 10.15 B.i. 12 ára
WALLACE & GROMIT m/Ísl tali kl. 6
MUST LOVE DOGS kl. 6
FLIGHT PLAN kl. 8
RED EYE kl. 10
FLIGHT PLAN kl. 8 - 10
40 YEAR OLD kl. 8
CINDERELLA MAN kl. 10
H.J. Mbl.
22.10. 2005
6
2 3 8 9 7
1 3 2 0 3
13 21 33 35
19
19.10. 2005
2 6 12 19 28 42
31 32 35
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4741-5200-0012-5404
4507-4500-0029-0459
4507-4500-0035-1384
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
HLJÓMSVEIT Fólksins þessa vik-
una er Josie en Morgunblaðið og
mbl.is velja Hljómsveit Fólksins á
tveggja vikna fresti. Tilgangurinn
er að kynna og styðja við gras-
rótina í íslenskri tónlist, beina at-
hyglinni að nokkrum af þeim fjöl-
mörgu íslensku hljómsveitum sem
gera almenningi kleift að hlaða nið-
ur tónlist þeirra á netinu, án endur-
gjalds.
Hljómsveit Fólksins er í sam-
starfi við Rás 2 og Rokk.is, en hægt
er að lesa viðtalið á Fólkinu á
mbl.is. Þar eru einnig tenglar á lög
sveitarinnar sem geymd eru á
Rokk.is. Lag með Josie verður spil-
að í dag í Popplandi á Rás 2, sem
er á dagskrá kl. 12.45–16 virka
daga.
Hverjir skipa sveitina?
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
gítar, söngur … it’s a one man
band.
Hver er heimspekin á bakvið
hljómsveitina?
Hmmm … heimspekin? Er ekki
alveg viss.
Hvenær var hún stofnuð og
hvernig atvikaðist það?
Ég var búin að semja slatta af
lögum og ákvað bara fyrir stuttu að
leika mér með að taka upp lögin og
setja inná rokk.is, þurfti eitthvert
nafn og Josie var það eina sem mér
datt í hug því eitt lagið hét það.
Hvaða tónlistarmenn eru hetjur
þínar?
Damien Rice, hann er snillingur,
svo mikil einlægni í tónlistinni
hans.
Eru einhverjir innlendir áhrifa-
valdar?
Nei eiginlega ekki …
Hvað finnst þér um íslenska tón-
list í dag?
Mér finnst hún hafa þróast mjög
mikið, það eru margar frábærar
hljómsveitir í gangi og mér finnst
mjög ánægjulegt að sjá hvað það
eru margir frábærir tónlistarmenn
á Íslandi og að þeir eigi auðvelt
með að koma sér á framfæri með
tilkomu rokk.is.
Er auðvelt að fá að spila á tón-
leikum?
Já, hafirðu réttu samböndin.
Er auðvelt að gefa út?
Já, rokk.is er frábær leið til þess.
Segðu eitthvað um lögin sem þú-
ert með á Rokk.is?
Þetta eru lög sem ég samdi
snemma á þessu ári, þau eru
reyndar ekki í miklum gæðum og
það er á döfinni að taka þau upp í
meiri gæðum … þetta er í svona
voða trúbadúralegum stíl með smá
þjóðlagaívafi he, he.
Hver er mesti gleðigosinn í sveit-
inni?
Gítarinn minn … hann hefur alla-
vega mestu lætin : D
Hvað er á döfinni hjá þér?
Sitja heima og semja á fullu : )
svo ætla ég hugsanlega að reyna að
bæta við hljómsveitina.
Eitthvað að lokum?
bara takk : )
Hljómsveit Fólksins | Josie
Trúbadúraleg
með þjóðlagaívafi
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
TILRAUNIR Svölu Björgvins-
dóttur til þess að slá í gegn á al-
þjóðlega vísu bar hæst með útgáfu
plötunnar The Real Me og sam-
nefndrar smáskífu fyrir fáum ár-
um. Þar söng Svala ekki lengur um
fuglana og sólina, heldur r&b lög
upp á ameríska vísu. Nú er Bird of
Freedom komin út og þar reynir
Svala við annars konar ameríska
dægurtónlist - við skulum kalla
hana „léttmeti tíunda áratugarins“.
Hér á ég við tónlist sem átti
miklum vinsældum að fagna í
kringum 1995, nokkurskonar fyr-
irboða þeirrar miklu r&b bylgju
sem reið yfir undir lok aldarinnar.
Hægt væri að telja Alanis Morr-
issette, Toni Braxton og Brandy
með í þessum eilítið óræða flokki
sem liggur mitt á milli gítarpopps
og r&b. En á meðan „Isn’t it Iro-
nic?“, „Unbreak my Heart“ og
„The Boy Is
Mine“ eru
virkilega
grípandi lög
flutt á sann-
færandi
máta, þá eru
lögin ellefu á
Bird of Free-
dom flest
ansi auðgleymanleg.
Þau eru öll á svipuðu tempói,
þau hafa öll svipaðan hljóm og þau
bæta engu við þær þúsundir platna
sem út komu á tíunda áratugnum
og má nú finna í afsláttarkörfum
plötuverslananna. Í lögunum má
ekki heyra neina viðleitni til þess
að skera sig úr eða standa upp úr.
Flutningur er vissulega lýtalaus -
en um leið er hann óspennandi og
ósannfærandi.
Sama gildir um textagerðina;
textar eru uppfullir af klisjum og
manni finnst sem listamaðurinn
Svala fái ekki að skína almennilega
í gegn. Og þar erum við komin að
helsta umkvörtunarefni mínu: Það
er eins og Svala gleymi því að hún
þarf ekki að skapa fyrir neinn ann-
an en sjálfa sig því hana skortir
ekki hæfileika - mörg laganna eiga
ágæta spretti. Viðlag og hljóma-
gangur fjórða lagsins er nokkuð
góður, strengjastef í þriðja laginu
er grípandi, gítarplokk í tíunda
lagi einkar smekklegt og píanó-
kynningin í sjötta laginu minnir á
Billy Joel. Raunar eru margir inn-
gangar laga góðir og ævintýra-
legir, t.d. austurlensk stemma í
lokalaginu.
Þessar smáu perlur eru fyrirheit
um að á bakvið dauðhreinsaða
ásjónu plötunnar sé að finna efni-
legan lagasmið. Svala á enn eftir
að finna sína eigin rödd í kapp-
hlaupinu við að slá í gegn.
Ef hún gefur sér tíma til þess
mun henni eflaust takast að gera
flotta plötu einn daginn sem dreg-
ur fram hennar bestu hliðar.
Lýtalaus flatneskja
TÓNLIST
Geisladiskur
Bird of Freedom, geislaplata Svölu
Björgvinsdóttur. Svala semur flest lag-
anna með ýmsum lagahöfundum, flest
með Friðrik Karlssyni. Hljóðfæraleikarar
eru fjölmargir, innlendir sem erlendir.
Björgvin Halldórsson stjórnaði upp-
tökum, en útsetningar önnuðust Svala
og Björgvin Halldórsson. Framleiðandi
plötunnar er Tónaljós en Sena annast
dreifingu.
Svala - Bird of Freedom
**
Atli Bollason
Á EDDUHÁTÍÐINNI 13. nóv-
ember næstkomandi verða veitt
svokölluð Hvatningarverðlaun
Landsbankans í nýstofnaðri
stuttmyndakeppni Íslensku
kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar (ÍKSA).
Stuttmyndakeppnin er ætluð
ungu fólki á aldrinum 15–25 ára
og vilja aðstandendur verð-
launanna vekja athygli á dugn-
aði ungs fólks sem leggur á sig
mikla vinnu við gerð slíkra
mynda.
Myndirnar skulu vera allt að
20 mínútur að lengd og fram-
leiddar á síðustu tveimur árum.
Í framtíðinni er gert ráð fyrir
því að innsendar myndir séu
framleiddar á nýloknu „Ed-
duári“ frá 1. október til 31. sept-
ember.
Skilafrestur er til kl. 17 1.
nóvember 2005. Dómnefnd,
skipuð einstaklingum úr ís-
lenskri kvikmyndagerð, mun
velja þrjár myndir úr inn-
sendum verkum í undanúrslit.
Þær myndir sem valdar eru í
undanúrslit verða frumsýndar í
Sjónvarpinu sunnudaginn 6.
nóvember. Ennfremur verða
þær kynntar á vefnum visir.is í
vikunni fyrir Edduhátíðina. Þar
gefst almenningi kostur á að
greiða um þær atkvæði. At-
kvæði almennings munu gilda
35% en atkvæði dómnefndar
65%.
Landsbankinn er bakhjarl
stuttmyndasamkeppni ÍKSA og
gefur verðlaunin sem að þessu
sinni eru forláta Sony HDV
kvikmyndatökuvél.
Kvikmyndir |
Hvatningarverðlaun
Stuttmynda-
keppni ÍKSA
Fréttir
í tölvupósti