Morgunblaðið - 25.10.2005, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.10.2005, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 4.SÆTIÐ www.jorunn.is VÍÐA þurfti að gera ráðstafanir þegar konur gengu út af vinnustöðum sínum kl. 14.08 í gær, ekki síst á vinnustöðum þar sem ekki gekk að loka snemma. Því gengu karlkyns læknar á endurhæfingardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Grensási í störf hjúkrunarkvenna og sjúkraliða, og þótti sjálfsagt að hjálpa til svo sem flestar konur kæmust á baráttufund- inn. „Við erum þrír karlarnir sem urðum eftir hérna og stöndum vaktina,“ sagði Stefán Yngvason, sviðsstjóri lækninga á endurhæfingarsviði, þegar hann gaf sér tíma til að líta upp úr skyldustörfunum til að spjalla við blaðamann. „Þetta gengur mjög vel og við sinnum því sem þarf að sinna, en það þurfti auðvitað að undirbúa þetta. En það var góð samstaða hér í húsinu um að gera þetta svona.“ „Þetta er fín tilbreyting og fellur í mjög góðan jarðveg. Annars köll- um við okkur aðhlynningartækna, erum klæddir í bleikar skyrtur,“ segir Stefán og hlær. „Við höfum gaman af þessu og það er sjálfsagt að sýna samstöðu.“ En það var ekki bara í heilbrigðisgeirarnum, sem karlarnir þurftu að leysa konurnar af. Í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum gengu konurnar út, en stjórnendurnir fóru í síldarfrystinguna og fundu fyrir því hve konurnar eru mikilvægar þegar kemur að því að vinna silfur hafsins til útflutnings. Morgunblaðið/Kristinn Gísli Einarsson yfirlæknir, Páll E. Ingvarsson sérfræðingur og Stefán Yngvason sviðsstjóri stóðu vaktina meðan konur skunduðu á fund. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Forstjórinn í fiskinum. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson spreytir sig í síldarfrystingunni í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Karlarnir stóðu vaktina FORYSTA Alþýðusambands Íslands hefur far- ið fram á það við Vinnumálastofnun að óskað verði eftir því að lögreglurannsókn hefjist á starfsemi starfsmannaleigunnar 2 B. Lögmað- ur 2 B segir aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar ofsóknir, og segir að meiðyrðamál verði höfðað fyrir vikulokin. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, staðfesti að málið væri komið til Vinnumála- stofnunar, þar sem forstöðumaður stofnunar- innar ásamt lögmanni hennar myndi kanna það á næstu dögum. Segir hann að starfsmönnum 2 B sé gert að greiða starfsmannaleigu svokallað þjónustu- gjald, sem sé í raun gjald fyrir að vera í vinnu, en það sé brot á kjarasamningum og lands- lögum. Farið hafi verið inn á bankareikninga mannanna og tekið út fé án þeirra leyfis, sem sé einnig lögbrot. Að lokum hafi verið staðfest af verkstjóra Suðurverks að forsvarsmaður 2 B hafi sagt að ef starfsmenn væru með múður þyrfti að tuska þá til, eins og fram hefur komið. 2 B kært til sýslumanns í gær Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness sendu í gær kæru til sýslumannsins í Borgarnesi vegna leigu 2 B á tíu pólskum starfsmönnum sem starfa hjá Ístaki á Grund- artanga. Segir í yfirlýsingu þeirra að staðfest sé að 2 B sé ekki með atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl og hafi ekki heimild til að flytja það inn á grundvelli þjónustusamninga þar sem um sé að ræða íslenskt fyrirtæki en ekki erlent eins og lög kveði á um. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2 B, segir að tekin hafi verið ákvörðun um að höfða meið- yrðamál gegn Guðmundi Gunnarssyni, for- manni Rafiðnaðarsambands Íslands, og Oddi Friðrikssyni, aðaltrúnaðarmanni starfsmanna við Kárahnjúka, vegna ummæla þeirra um starfsmannaleiguna í fjölmiðlum. Forystumenn fari að lögum „Það er hreint með ólíkindum að menn í þessari stöðu skuli ekki geta setið á sér að þessu leyti, ummælin eru gjörsamlega yfir- gengileg og furðulegt að forystumenn í verka- lýðshreyfingunni skuli ekki geta farið að lög- um,“ segir Sveinn Andri. Aðspurður sagðist hann þar vísa til ummæla Guðmundar í fjölmiðlum um helgina, þar sem hann líkti starfsemi starfsmannaleigna við dólga sem selji konur og börn til kynlífsþrælk- unar. Einnig sé vísað til ummæla Odds þar sem hann lýsti því að forsvarsmenn 2 B hefðu sagt að ef Pólverjar sem 2 B fengu til starfa væru með eitthvert múður þyrfti bara að berja þá. Starfsmannaleiga í meið- yrðamál gegn forystumönnum í verkalýðshreyfingunni ASÍ vill lög- reglurann- sókn á starf- semi 2 B Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LÖGREGLAN í Reykjavík rannsakar nú mál sem snýst um smygl á verulegu magni af fíkni- efnum til landsins með póstsendingum. Meint- ur höfuðpaur í málinu átti sér samverkamann sem vann á pósthúsi í borginni og hafa þau bæði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald. Í gærkvöldi fengust ekki upplýsingar um magn efnanna eða tegund. Ásgeir Karlsson, yf- irmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, sagði að þó að fólkið væri í gæslu- varðhaldi væri það ekki í svokölluðu fjölmiðla- banni, hefði sem sagt leyfi til að fylgjast með fjölmiðlum, og að lögreglan vildi ekki að það fengi upplýsingar um málið í gegnum þá. Efnisatriði málsins eru rakin í gæsluvarð- manninn sem sótti hana á pósthúsið. Þaðan óku þau á brott og lögregla veitti eftirför. Stuttu síðar sáu lögreglumenn að umslaginu var hent út um glugga bílsins og voru þau þá umsvifa- laust stöðvuð og handtekin. Kom í ljós að um- slagið hafði verið rifið upp og litarefnið dreifst á fatnað þeirra. Fólkið var yfirheyrt um kvöldið og játaði það brotin að hluta en að mati lögreglu bar fram- burði þess hvorki saman um einstök atriði né kom frásögnin heim og saman við meint um- fang brotanna. Af úrskurðinum má ráða að lög- regla hafi fylgst með fólkinu í nokkurn tíma og kemur m.a. fram að lögregla gerði húsleit á heimilum þess tveimur dögum áður en það var handtekið. Gæsluvarðhaldið rennur út 28. október kl. 16:00. haldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir hinum meinta höfuðpaur og var úrskurðurinn staðfestur í Hæstarétti í gær. Þar kemur m.a. fram að lögregla telur að ekki hafi verið lagt hald á allt það magn fíkniefna sem sent hafi verið og að eftir sé að ræða betur við einstak- linga sem taldir eru tengjast málinu. Litarefni komið fyrir í umslagi Í úrskurðinum segir að fíkniefni hafi þrisvar sinnum fundist við tolleftirlit undanfarnar vik- ur og í sumar. Grunur beindist að karli og konu, starfsmanni pósthússins, og til að kanna hvort þau myndu taka tiltekna póstsendingu úr umferð útbjó lögreglan umslag sem í voru sér- stök litarefni og sendi á pósthúsið. Hinn 19. október varð lögreglan vör við að konan tók umslagið og hafði stuttu síðar samband við Tvennt í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls Starfsmaður á pósthúsi er viðriðinn smyglið Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.isFagradal - Þessi barr- finka sást á sveimi í Mýrdalnum nýverið en hún er flækingsfugl og kemur frá Evrópu. Barrfinka er algengur fugl í Skandinavíu og á Bretlandseyjum en hefur sést hér alloft á undanförnum árum. Óvenju mikið hefur verið um flækingsfugla hér á landi að und- anförnu og margar sjaldgæfar tegundir sem sést hafa. Helst hafa flækingsfuglar sést á sunnan- og suðaustanverðu landinu og til að mynda ný tegund sem nefnist þistilfinka en hún er skyld barrfinkunni. Mikið um flækingsfugla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.