Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Umbreyting
Barneys
Matthew Barney í samtali við
Heiðu Jóhannsdóttur | Menning
Lesbók | Mídas á meðal okkar Jónas Hallgrímsson Börn |
Ljóð Verðlaunaleikur Verðlaunasaga Íþróttir | Kemur
Borgvardt aftur? Byrd til Skallagríms Farinn frá KR
Lesbók, Börn og Íþróttir
Jerúsalem. AFP. | Nýkjörnum leiðtoga
Verkamannaflokksins í Ísrael, Amir
Peretz, þykir afskaplega vænt um víga-
legt yfirskeggið sitt.
Hann vísar eindregið á
bug tillögum um að
hann raki það af sér –
nema málið verði borið
undir þjóðina.
„Þetta vörumerki
mitt er ekki lengur ein-
göngu mín eign. Það er
ekki einkaeign heldur í
eigu almennings,“ sagði
Peretz í viðtali við dag-
blaðið Yediot Aharanot í gær. „Og ef fólk
vill að það verði rakað af mér verður að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Peretz, sem er 53 ára og fæddur í Mar-
okkó, sigraði Shimon Peres í atkvæða-
greiðslu um leiðtogaembættið meðal liðs-
manna flokksins í vikunni. Er Peretz fyrsti
verkalýðsforinginn sem hreppir embættið
og verður hann forsætisráðherraefni
Verkamannaflokksins í næstu kosningum
sem talið er að verði á næsta ári.
Skeggið er
þjóðareign
Amir Peretz
SKÝRT var frá því í Þýskalandi í gær að samn-
ingamenn öflugustu flokka landsins hefðu eftir
fjögurra vikna þóf komist að samkomulagi um að
mynda samsteypustjórn, svonefnda „mikla sam-
steypu“. Verður Angela Merkel, leiðtogi Kristi-
legra demókrata (CDU), fyrst kvenna til að
hreppa kanslaraembættið ef flokkarnir sam-
þykkja tillögurnar í næstu viku. „Ég naut við-
ræðnanna enda þótt þær væru erfiðar,“ sagði
Merkel í gær og brosti breitt.
„Ekkert okkar var reiðubúið fyrir „mikla sam-
steypu“, ekkert ykkar heldur. En við lærðum að
finna málamiðlanir,“ sagði Franz Müntefering,
sem verið hefur formaður Jafnaðarmanna-
flokksins (SPD) en lætur senn af því starfi. Hann
verður varakanslari og ráðherra atvinnumála í
stjórn Merkel. Utanríkisráðherra verður jafn-
aðarmaðurinn Frank Walter Steinmeier og
Wolfgang Schäuble úr CDU verður innanríkis-
ráðherra.
Stjórnarmyndun Merkel þarf að fá formlegt
samþykki CDU og systurflokks CDU í Bæjara-
landi, Kristilega sósíalsambandsins (CSU), auk
Jafnaðarmannaflokks Gerhards Schröders, frá-
farandi kanslara. Leiðtogi CSU, hinn áhrifamikli
Edmund Stoiber, sem er forsætisráðherra sam-
bandsríkisins Bæjaralands, tekur ekki sæti í
stjórninni.
Angela Merkel er 51 árs, tvígift en barnlaus.
Hún er eðlisfræðingur að mennt, fædd í Ham-
borg en ólst upp í Austur-Þýskalandi kommún-
ismans. Merkel fær nú það hlutverk að vera í
forystu fyrir umbótum í efnahagsmálum lands-
ins en mikið atvinnuleysi, geysilegur fjárlaga-
halli og lítill hagvöxtur hafa hrjáð Þjóðverja síð-
ustu árin. CDU-maðurinn Roland Koch,
forsætisráðherra í Hessen, tók þátt í viðræðun-
um með Merkel og sagði hann að Þjóðverjar
ættu að búa sig undir harkalegustu aðhaldsað-
gerðir sem dæmi væru um eftir heimsstyrjöld-
ina síðari.
„Við verðum að horfast í augu við að fjárlög
sambandslýðveldisins eru í svo geigvænlegu
ástandi að engum ætti að líðast að brjóta æ ofan í
æ stjórnarskrárákvæðin með halla,“ sagði Koch.
Stjórnarskrá Þýskalands leggur bann við því að
samþykkt séu fjárlög með halla.
Í stjórnarsáttmálanum segir m.a. að Þjóðverj-
ar muni leitast við að efla góð samskipti og traust
milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.
Lýst er stuðningi við aðild Tyrklands að ESB.
Reuters
Angela Merkel, leiðtogi CDU, brosir hlýlega til valdaminni karla fyrir blaðamannafundinn í gær, þeirra Edmund Stoibers, leiðtoga systurflokks
CDU í Bæjaralandi, formanns Jafnaðarmannaflokksins (SPD), Franz Münteferings, og væntanlegs arftaka Münteferings í SPD, Matthias Platzeck.
Samstarf í burðarliðnum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
París. AFP. | Yfirvöld í París gripu til víð-
tækra ráðstafana í gær til að reyna að
hindra óeirðir í fátækrahverfum um helgina
og settu m.a. tímabundið bann við opinber-
um fundum. Kveikt var í fjölda bíla í París
aðfaranótt föstudags þótt almennt hafi
ástandið lagast í landinu síðustu daga.
Um 12.000 lögreglumenn verða í við-
bragðsstöðu í mörgum borgum Frakklands
um helgina af ótta við átök. Ljóst þykir að
koma muni í ljós hvort ýmsar aðgerðir sem
stjórnvöld hafa samþykkt í krafti neyðar-
laga, þ. á m. útgöngubann á ungmenni undir
16 ára aldri að næturlagi, muni duga til að
stöðva óeirðaseggi úr röðum fátæklinga í
innflytjendahverfum. Þeir hafa kveikt í þús-
undum bíla og húsa síðustu vikurnar og
slegist við lögreglumenn.
Lögreglan segir að vitað sé um fjölda
smáskeyta og tölvuskeyta sem borist hafi á
milli manna með hvatningum um frekari
óeirðir.
Reuters
Slökkviliðsmaður beinir slöngunni að
brennandi bíl í Strassborg í gærkvöldi.
Búa sig
undir átök
Fátækt og agaleysi | 20
♦♦♦
ÁVÖXTUNARKRAFA á skulda-
bréfamarkaði hækkaði og gengi
krónunnar lækkaði í gær í kjölfar
þess að Landsbanki Íslands til-
kynnti hækkun vaxta á íbúðalánum
um 0,3 prósentustig, úr 4,15 í 4,45%.
Alls hækkaði ávöxtunarkrafa um
20–30 prósentustig í öllum flokkum
íbúðabréfa en gengi krónunnar
lækkaði um 0,34%.
Ingólfur Helgason, forstjóri KB-
banka á Íslandi, segir að engar
ákvarðanir hafi verið teknar af hálfu
bankans um að hækka vexti á íbúða-
lánum. „En við fylgjumst alltaf með
breytingum á grunnvöxtum, þ.e.a.s.
löngu vöxtunum og miðum okkar
ákvarðanir við það. Við horfum
einnig á hvað samkeppnisaðilar
okkar eru að gera og ekki síst sá að-
ili sem er að keppa á þessum mark-
aði með ríkisábyrgð [þ.e. Íbúðalána-
sjóður]. Eins og sakir standa er sá
aðili að bjóða upp á 4,15% vexti og
við höfum ákveðið að bjóða okkar
viðskiptavinum upp á þau kjör, að
minnsta kosti enn um sinn. En auð-
vitað er þetta ýmsum breytum háð.“
Þegar hann er spurður út í vexti á
skuldabréfamarkaði, sem eru hærri
en þeir vextir sem bankinn býður
upp á segir hann að KB banki telji í
augnablikinu að samkeppnisstaðan
sé mikilvægari en að hækka vexti.
„Ég tel að þessi breyting sé í
samræmi við það sem Seðlabankinn
hefur verið að gera að undanförnu
þannig að þetta kemur ekki á óvart
og ég tel að þetta verði til fordæmis
annars staðar í bankakerfinu,“ segir
Davíð Oddsson, formaður banka-
stjórnar Seðlabankans.
Aðspurður segir hann það ekki
tímabært að segja til um hvaða áhrif
þetta muni hafa á stýrivaxtaákvarð-
anir bankans.
Guðmundur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir
að ákvörðun Landsbankans sé
skynsamleg og rétt skref. Íbúða-
lánasjóður hafi þó ekki tekið
ákvörðun um breytingar en málin
verði rædd næstu daga.
„Við vitum að langtímavextir
hafa verið að hækka, markaðurinn
hefur sagt okkur það,“ segir hann
og bætir við að Íbúðalánasjóður
verði að fara í útboð á síðasta fjórð-
ungi ársins. Að sögn Guðmundar er
ávöxtunarkrafan hins vegar það há
að vextir myndu hækka mikið ef
farið yrði í útboð núna.
„Þessi mál eru alltaf í skoðun en
af þessu tilefni höfum við ekkert
ákveðið um vaxtabreytingar
ennþá,“ segir Haukur Oddsson,
framkvæmdastjóri viðskiptabanka-
sviðs Íslandsbanka.
Landsbanki Íslands hækkaði vexti á íbúðalánum úr 4,15 í 4,45% í gær
Kemur ekki á óvart
segir seðlabankastjóri
KB-banki: 4,15% vextir enn um sinn Íslandsbanki: Ekkert ákveðið um
vaxtabreytingar ennþá Íbúðalánasjóður: Skynsamlegt og rétt skref
Eftir Guðmund Sverri Þór
og Árna Helgason
! "# %
&'
Landsbankinn vill stuðla | 18