Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÍ hækkar vexti íbúðalána
Landsbanki Íslands hækkaði í gær
vexti á íbúðalánum úr 4,15 prósentum
í 4,45 prósent. Bankinn kveðst með
þessu vilja stuðla að því að viðhalda
efnahagslegum stöðugleika en segir
að hækkanirnar megi rekja til hækk-
unar markaðs- og stýrivaxta að und-
anförnu. Hækkunin hefur ekki áhrif á
kjör þeirra sem þegar hafa tekið lán
hjá bankanum.
Stjórn Merkel að fæðast
Samningamenn stóru stjórn-
málafylkinganna tveggja, kristilegra
og jafnaðarmanna, í Þýskalandi náðu
í gær samkomulagi um að mynda rík-
isstjórn undir forystu Angelu Merkel,
leiðtoga Kristilegra demókrata.
Verður hún fyrst kvenna í sögu þjóð-
arinnar til að gegna kanslaraembætt-
inu ef flokkarnir samþykkja tillög-
urnar.
Halldór ósáttur við fram-
gang varnarviðræðna
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra er óánægður með það hversu
hægt hefur miðað í viðræðum um
varnarmál við Bandaríkjamenn.
Hann segir skýringuna á því hversu
hægt miði vera skoðanamun milli ís-
lenskra stjórnvalda og áhrifamikilla
afla í Bandaríkjunum um öryggis- og
varnarmál. Íslendingar verði að gera
þá kröfu til Bandaríkjamanna að þeir
tali skýrar í málinu.
Hungursneyð vofir yfir
Hungursneyð vofir yfir í Mið-
Ameríkuríkinu Guatemala sem varð
fyrir miklum skakkaföllum af völdum
fellibylsins Stan í byrjun október.
Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt ríki
heims til að aðstoða Guatemala en
undirtektir hafa verið litlar.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 34/43
Úr verinu 14 Íslenskt mál 42
Viðskipti 18 Minningar 44/51
Erlent 20/21 Messur 52
Minn staður 22 Kirkjustarf 53
Landið 23 Skák 56
Akureyri 24/25 Dagbók 58/61
Suðurnes 26 Myndasögur 58
Árborg 26 Víkverji 58
Menning 28/29, 62/69 Velvakandi 59
Daglegt líf 30/31 Staður&stund 60/61
Ferðalög 32/33 Ljósvakar 70/71
Úr vesturheimi 34 Staksteinar 71
Forystugrein 36 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
&( )
*
+
,
* -
.
,/
0
*'
*
1 -
2
*,3
4
5
6
(
-
/
78
9
(
:
;;;
VERALDAR“
Ó
lafur G
unnarsson, rithöfundur
„BESTA BÓKVERALDAR“
www.jpv.isKynningar – Morgunblaðinu fylgir
Audi-bæklingur frá Heklu.
FRONTUR ehf. hyggst flytja þá net-
þjóna sína, sem sinna alþjóðlegri net-
umferð, til útlanda. Fyrsti netþjónn-
inn verður opnaður í Danmörku á
næstunni. Þessi ákvörðun var tekin
vegna hárrar verðlagningar á er-
lendu niðurhali og ótrausts netsam-
bands um Farice-strenginn, að sögn
Þórs Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra Fronts.
Frontur rekur til dæmis vefsetur
fyrir danskan, bandarískan og kín-
verskan markað. Barnaland.is,
bloggland.is og dyraland.is, sem
einnig eru í eigu Fronts, verða þó
áfram hýstir á Íslandi til að forða inn-
lendum aðilum frá kostnaði vegna
niðurhals.
Þór segir að það sé ellefu sinnum
dýrara að hafa netþjónana, sem flutt-
ir verða, hér á landi en t.d. í Dan-
mörku. Vefsetur með bloggi, ætluð
fyrir erlendan markað, fara mjög
vaxandi að sögn Þórs. Miðað við nú-
verandi verðlagningu stefni í gríðar-
legan kostnað verði netþjónarnir
áfram hýstir hér.
Auk hárrar verðlagningar segir
Þór að ekki sé hægt að treysta
rekstraröryggi Farice-strengsins.
Það hafi gerst fimm sinnum frá 30.
júní síðastliðnum að landið hafi orðið
nær netsambandslaust um lengri eða
skemmri tíma. Rekstraraðilar megi
ekki við slíkum skakkaföllum.
„Þetta er nokkuð sem ráðamenn
verða að taka á mjög fljótlega. Þegar
menn hlaupa með netþjónana úr
landi koma þeir ekki svo auðveldlega
til baka,“ sagði Þór. Hann segir að
netþjónarnir kalli á talsverða vinnu
og sú vinna hverfi nú úr landi. Hjá
Fronti sé líklega um þrjú stöðugildi
að ræða, miðað við áætlaðan vöxt fyr-
irtækisins. Hann nefnir að fleiri fyr-
irtæki séu einnig á förum með sína
netþjóna svo að störfin sem tapist í
heild séu enn fleiri.
Ríkisstjórnin ræddi um
FARICE-strenginn
Í fréttatilkynningu frá Fronti segir
að stjórn fyrirtækisins skori á ráða-
menn að grípa í taumanna „því ekki
er auðvelt að fá fyrirtæki heim aftur
með þá netþjóna sem fluttir eru úr
landi. Það er alveg ljóst að hér eru
störf og tekjur að tapast fyrir þjóð-
arbúið þar sem margir aðilar í skyld-
um rekstri hafa þegar tekið af skarið
og flutt sína netþjóna úr landi“.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði við Fréttavef Morgun-
blaðsins í gær að hann hefði lagt fram
minnisblað um stöðu mála varðandi
FARICE-sæstrenginn á fundi ríkis-
stjórnarinnar í morgun. Hann segir
minnisblaðið ekki vera endanlegt, en
unnið verði í málinu áfram. Verið sé
að skoða tvöföldun sæstrengsins.
Sturla sagði jafnframt að sér hefðu
borist fjölmargar athugasemdir frá
fyrirtækjum sem eigi allt sitt undir
því að netsamband við útlönd sé
greitt og gott. Kveðst ráðherra hljóta
að bregðast við því.
Sturla segir að hann muni ræða við
stjórn FARICE um þetta mál og
kanna hvaða leiðir séu færar til þess
að tryggja öruggt netsamband.
Fyrirtækið Frontur ehf. hefur ákveðið að flytja netþjóna sína úr landi
Þjónusta Farice of dýr og óstöðug
LITLU munaði að manntjón yrði
þegar fólksbifreið sem var á leið til
Sauðárkróks fór suður af veginum
við vesturósbrúna snemma í gær-
morgun. Talið er að ökumaðurinn,
sem var einn á ferð, hafi fengið að-
svif og fór bifreiðin alllanga leið í
vegöxlinni, en síðan yfir ísilagða
vík og þaðan yfir grjótvarnargarð
og hafnaði á hjólunum úti í ánni, en
nokkuð djúpt er við bakkann og var
bifreiðin á kafi.
Ökumaðurinn komst af sjálfs-
dáðum út úr bílnum og var fluttur
til aðhlynningar á Heilsustofnunina
á Sauðárkróki, en reyndist ómeidd-
ur og fékk að fara heim að rann-
sókn lokinni. Að sögn lögreglu er
talin mikil mildi að ekki fór verr og
nánast með ólíkindum að ökumann-
inum tækist að komast út úr bílnum
og sleppa óskaddaður úr þessari
háskaför, en ljóst að bílbeltin voru
það sem bjargaði.
Björgunarmenn vinna við að ná bílnum upp úr ósnum.
Bíll lenti í vesturósi Héraðsvatna
SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík
hafnaði í gær kröfu um lögbann á
sýningu heimildamyndarinnar
Skuggabarna, en móðir drengs sem
kemur við sögu í myndinni og var
myrtur eftir að tökum lauk lagði
fram kröfuna.
Skuggabörn er heimildarmynd
Þórhalls Gunnarssonar og Lýðs
Árnasonar, en í henni fylgja þeir
Reyni Traustasyni eftir þar sem
hann rannsakar undirheima Reykja-
víkur. Búið er að klippa myndskeið
með syni konunnar út og kemur
hann ekki fram í myndinni, en móð-
irin taldi hana engu að síður brjóta
gegn friðhelgi einkalífs síns.
Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður
Þórhalls og Lýðs, segir sýslumann
hafa staðfest að ekki væri verið að
brjóta gegn hagsmunum móðurinn-
ar með því sem sýnt er í myndinni.
Af tillitssemi við hana hafi mynd-
skeið með syni hennar verið klippt
út, og annað sem fram komi í mynd-
inni sé ekki talið skaða hana á nokk-
urn hátt. Var því haldið í áform um
að forsýna myndina í gærkvöldi, en
hún verður sýnd í Sjónvarpinu nk.
þriðjudagskvöld.
Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður
móðurinnar, segir að málinu sé lokið
af hennar hálfu, ekki verði höfðað
mál gegn aðstandendum myndarinn-
ar.
Lög-
banns-
kröfu
hafnað
STARFSEMI sjálfstætt starfandi
barna- og unglingageðlækna verður
tryggð, segir Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra, en útlit er fyrir að
þessi hópur muni fara um 10% fram
yfir kvóta ráðuneytisins á þessu ári,
eða starfsemi verða lögð niður í des-
ember verði ekki aukið við kvótann.
„Samninganefndin okkar er að fara
yfir þetta til að tryggja þjónustu,“
segir Jón „Það liggur alveg fyrir hjá
okkur að við viljum leita leiða til að
halda þessari þjónustu út árið.“
Í Morgunblaðinu í gær gagnrýndi
Páll Tryggvason, barna- og unglinga-
geðlæknir á Akureyri, seinagang yf-
irvalda í að bregðast við yfirvofandi
samdrætti á þjón-
ustu. Kvóti sjálf-
stætt starfandi
barna- og ung-
lingageðlækna
var aukinn árið
2003, en svo dreg-
ið úr honum aftur
í ár þar sem hann
var ekki fullnýtt-
ur í fyrra, segir
Jón. „Nú stefnir í
að þeir muni klára hann, en þeir voru
ekki búnir með hann núna nýverið að
minnsta kosti.“ Ráðherra segir verið
að skoða hvort kvóti þessa hóps verði
aukinn á næsta ári.
Starfsemi barna-
geðlækna tryggð
Jón
Kristjánsson
„Leitum leiða til að halda þessari
þjónustu út árið“