Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OPIÐ prófkjör fer fram hjá Fram- sóknarflokknum í Kópavogi í dag vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga. Fjórtán manns eru í framboði. Kjörstaður er í Smáraskóla í Kópa- vogi. Hann opnar kl. tíu og er hægt að kjósa til kl. 20. Allir sem eiga lög- heimili í Kópavogi og verða orðnir átján ára þegar sveitarstjórnarkosn- ingarnar fara fram næsta vor, hafa rétt á að taka þátt í prófkjörinu. Eftirfarandi eru í framboði: Jó- hannes Valdimarsson, Samúel Örn Erlingsson, Una María Óskarsdótt- ir, Linda Björk Bentsdóttir, Gestur Valgarðsson, Þorgeir Þorsteinsson, Hjörtur Sveinsson, Ólöf Pálína Úlf- arsdóttir, Andrés Pétursson, Hjalti Þór Björnsson, Guðmundur Freyr Sveinsson, Dollý Nielsen, Friðrik Gunnarsson og Ómar Stefánsson. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu flokksins er kosningin ekki bindandi, en reglur flokksins í Kópa- vogi gera ráð fyrir því að það þurfi að vera jafnt kynjahlutfall í sex efstu sætunum. Flokkurinn fékk þrjá bæj- arfulltrúa í síðustu kosningum. Opið prófkjör í Kópavogi ÞORSTEINN Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, boðaði starfs- fólk skólans til fundar í gær, þar sem kynntar voru ákvarðanir háskólaráðs HA varðandi nýtt deildaskipulag og breytingar á stjórnsýslu og þjónustu. Háskólinn hefur átt í rekstrarerfið- leikum og markmiðið með þessum að- gerðum er að búa skólann betur und- ir framtíðina, ná fram liðlega 50 milljóna króna sparnaði og koma á jafnvægi í rekstri. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verður deildum Háskólans á Akureyri fækkað úr sex í fjórar. Auðlindadeild og upplýsinga- tæknideild verða sameinaðar við- skiptadeild og heiti viðskiptadeildar breytt í viðskipta- og raunvísinda- deild. Í samræmi við þessar skipu- lagsbreytingar er við það miðað að deildarforseti viðskiptadeildar stýri hinni sameinuðu deild þar til ráðning- artíma hans lýkur í október 2008. Auk þessarar deildar starfa fé- lagsvísinda- og lagadeild, heilbrigðis- deild og kennaradeild við háskólann. Þegar kennaradeild flyst á háskóla- svæðið er stefnt að enn frekari fækk- un og endurskipulagningu deilda þannig að þær verði ekki fleiri en þrjár. Námsleiðum í félagsvísinda- og lagadeild verður fækkað og hagrætt verður í námsframboði í öðrum deild- um án þess að það hafi áhrif á náms- framvindu nemenda. Jafnframt er gert ráð fyrir því að framhaldsnám verði eflt til muna og núverandi námsframboð verði aukið. Þá samþykkti háskólaráð að stjórnsýslu- og þjónustueiningum verði fækkað úr sex í eina háskóla- skrifstofu sem skiptist í akademíska stjórnsýslu og stoðþjónustu undir stjórn eins framkvæmdastjóra. Verk- efnum verður útdeilt eftir því sem hagkvæmt þykir. Jafnframt er lagt til við menntamálaráðuneyti að lögum um háskólann verði breytt á þann veg að háskólaráð verði þannig skipað að þar eigi sæti fimm manns. Einnig hefur verið veitt heimild til innheimtu skólagjalda af nemendum frá ríkjum utan EES. Háskólaráð hefur falið rektor að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd. Miðað er við að breytingar á stjórnsýslu og þjónustu hefjist strax og verði lokið eigi síðar en 1. júní 2006. Sameining auðlinda- og upplýs- ingatæknideildar við viðskiptadeild hefjist strax og nýtt skipulag fyrir viðskipta- og raunvísindadeild taki gildi eigi síðar en 1. ágúst 2006. Skipulagsbreytingar í Háskólanum á Akureyri voru kynntar fyrir kennurum skólans í gær Markmiðið að búa skól- ann undir framtíðina Morgunblaðið/Kristján Fyrirhugaðar breytingar í Háskólanum á Akureyri voru kynntar á starfs- mannafundi í gær. Ekki voru allir ánægðir með breytingarnar. ÞÓRIR Sigurðsson, lektor í auð- lindadeild Háskólans á Akureyri og formaður Félags háskólakenn- ara á Akureyri, sagðist hafa orðið var við töluverða óánægju innan veggja skólans með þær aðferðir sem notaðar voru við ákvarð- anatöku um boðaðan niðurskurð. Málið hefði heldur ekki verið kynnt nógu vel. Hann sagðist hafa heyrt efasemdarraddir um að þessar samþykktir skiluðu til- ætluðum sparnaði í rekstri skól- ans. Þá sagði Þórir að svo virtist sem það væri stefna stjórnvalda að hindra vöxt skólans í framtíð- inni. „Við höfum þá tilfinningu hér að þingmönnum og ráðherr- um finnist nóg komið.“ Átti að birta skýrsluna strax Þórir sagði það sína skoðun að birta hefði átt skýrslu sparnaðar- nefndarinnar um leið og hún var tilbúin og taka hana til umræðu innan skólans. „Eftir það hefði svo mátt taka ákvarðanir. Það var ekki gert og þeir einu sem sáu skýrsluna voru fulltrúar í há- skólaráði.“ Þórir sagði að þetta væri vissulega stór frétt, fyrir starfsfólk skólans, bæjarfélagið og landsbyggðina. „Það sem hefur verið ákveðið fer ekki að hafa áhrif fyrr en seinna. Vormisserið er fyrirfram ákveðið og það gerist ekki mikið á þeim tíma. Þeir nemendur sem eru byrjaðir og halda áfram á næstu árum verða að fá að ljúka námi eins og það var skipulagt í upp- hafi. Það er ein- mitt þess vegna sem ég get ekki séð þennan mikla sparnað að svo stöddu. Við lítum á þennan vanda sem hret en ekki stórhríð Fyrir næsta haust verður búin til ný kennsluskrá fyrir samein- uðu viðskipta- og raunvís- indadeildina sem vekur vissar vonir um fjölbreytni og hag- kvæmni. Það er talað um breyt- ingar í stjórnsýslu sem er góðra gjalda vert, því að hún er frekar stór miðað við smæð skólans. Hingað til hafa flestar sparnaðar- aðgerðir aðallega bitnað á kennslu,“ sagði Þórir. „Annars vona ég að þessar aðgerðir nái tilgangi sínum. Þrátt fyrir allt eru þær fjárhæðir sem um ræðir smávægilegar. Við Norðlendingar lítum á þennan vanda sem hret en ekki stórhríð. Kostnaður við menntun úti á landi er framtíð- arfjárfesting. Háskólinn á Akureyri er og verður þungt lóð á byggðavog- inni.“ Stefna stjórnvalda virðist að hindra vöxt skólans Þórir Sigurðsson styðja Samfylkinguna var stuðningur við Stefán Jón sá sami; þ.e. hann var með um tvo þriðju hluta fylgisins. Á vefnum heimur.is kemur fram að lítill munur hafi verið á afstöðu kynjanna en þó hafi Stefán Jón haft heldur meira fylgi meðal kvenna. Sjálfstæðisflokkurinn með meirihluta Frjáls verslun gerði einnig könnun á fylgi flokkanna í Reykjavík. Sam- kvæmt niðurstöðunum fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 52,9% atkvæða og níu borgarfulltrúa, Samfylkingin 30,6% atkvæða og fimmborgarfull- trúa, Framsóknarflokkurinn 3,1% og engan borgarfulltrúa, Vinstri-Grænir 10,4% og einn borgarfulltrúa og Frjálslyndir 2,4% og engan fulltrúa. ALLS 67% þeirra sem tóku afstöðu í könnun Frjálsrar verslunar fyrir vef- svæðið heimur.is sögðust treysta Stefáni Jóni Hafstein betur en Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur sem borg- arstjóra. Könnunin var símakönnun og var valið handahófskennt úrtak úr símanúmeraskrá Reykvíkinga, skv. upplýsingum frá heimur.is. Könnunin var gerði í vikunni. Spurt var: „Hvoru treystir þú bet- ur sem borgarstjóra, Stefáni Jóni Hafstein eða Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur?“ Samtals 564 einstaklingar voru spurðir. Um 27% vildu hvorugt, 16% voru óviss og 4% neituðu að svara. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 67% treysta Stefáni Jóni betur en um 33% Steinunni Valdísi. Meðal þeirra sem Stuðningur við Stefán Jón 67% TÍMARITAÚTGÁFAN Fróði braut gegn lögum um fæðingar- og foreldraorlof með því að gefa fyrrum ritstjóra tímaritsins Húsa og híbýla ekki kost á því að hverfa að fyrra starfi sínu, eða að sambærilegu starfi, eftir lok fæð- ingarorlofs. Úrskurðarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmál- um hefur komist að þessari nið- urstöðu. Ritstjórinn, Lóa Aldísardóttir, ól barn 17. júlí í fyrra og hóf þá töku átta mánaða fæðingarorlofs. Í framhaldinu hugðist hún taka sumarleyfi og ætlaði að hefja störf að nýju 25. apríl í ár. Í mars fékk hún þær fregnir að búið væri að ráða nýja ritstjóra á Hús og híbýli. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar segir að samkvæmt gögnum málsins hafi Lóu ekki staðið til boða að hverfa aftur að starfi sínu sem ritstjóri Húsa og híbýla við lok fæðingarorlofs. Í 29. grein fæðingarorlofslaganna segir að starfsmaður skuli eiga rétt á að hverfa aftur að starfi sínu að loknu fæðingarorlofi. Sé þess ekki kostur skuli hann eiga rétt á sambærilegu starfi hjá vinnuveit- anda í samræmi við ráðningar- samning. Segir í niðurstöðu nefndarinn- ar að Fróði ehf. hafi ekki vísað til þess að rekstrarlegar breytingar hafi verið ástæða þess að Lóu bauðst ekki að hverfa aftur að starfi sínu. Því sé haldið fram af hálfu fyrirtækisins að henni hafi verið boðið að gerast ritstjóri að öðru tímariti og með því sam- bærilegt starf. „Ekkert liggur hins vegar fyrir um að kæranda hafi verið boðið ákveðið starf. Eingöngu er vísað til óljósra fyr- irætlana eða hugmynda fyrirtæk- isins um að hefja útgáfu nýrra tímarita,“ segir meðal annars í niðurstöðunni. Fróði braut gegn lög- um um fæðingarorlof HÆGT er að nálgast ársreikninga Samfylkingarinnar frá árinu 2001 til ársins 2004 á vef flokksins: samfylk- ingin.is. Ari Skúlason, gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir að fyrir ut- an Samfylkinguna, sé Frjálslyndi flokkurinn, eini flokkurinn sem birti ársreikninga sína með þessum hætti á Netinu. Í ársreikningi Samfylkingarinnar fyrir árið 2003 kemur fram að kostn- aður vegna alþingiskosninganna hafi verið 87,8 milljónir króna. Ari segir aðspurður að það sé kosningastjórn- ar flokksins að ákveða hvort upplýst verði nánar um framlög vegna kosn- inga flokksins. Í fyrra námu tekjur flokksins 84 milljónum króna. Þar af námu styrk- ir og frjáls framlög 3,3 milljónum króna. 73 milljónir koma af fjárlög- um og 7 milljónir frá þingflokknum. Baráttan kostaði 87,8 milljónir TENGLAR .............................................. Meira á ítarefni/mbl.is MAÐUR þarf ekki endilega að vera á skautum til að njóta þess að vera á Vífilsstaðavatni. Aðalatriðið er að vera tilbúinn til að hreyfa sig og njóta þess að vera úti. Þessir krakkar úr Hjallaskóla í Kópavogi vita að það er hægt að gera fleira skemmtilegt en að sitja yfir tölvu og sjónvarpi. Morgunblaðið/Golli Gaman á Vífilsstaðavatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.