Morgunblaðið - 12.11.2005, Side 11

Morgunblaðið - 12.11.2005, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR SKÓLAMEISTARAR bekkjarkerf- isskólanna á framhaldsstigi fagna breytti afstöðu menntamálaráð- herra, Þorgerðar Katrínar Gunn- arsdóttur, um að gefa skólunum meira svigrúm og tryggja fjöl- breytni þeirra til þess að þeir geti haldið sérhæfingu sinni. Í upphafi vikunnar mótmæltu rúmlega hundr- að kennarar í fimm framhaldsskól- um landsins styttingu náms til stúd- entsprófs og höfðu þar sérstaklega á orði að ekkert hefði komið fram um hvernig taka ætti tillit til bekkjar- kerfisskólanna. Í samtölum við skólameistara nokkurra framhaldsskóla kom fram að þeir ættu erfitt með að taka raun- verulega afstöðu með eða móti stytt- ingu framhaldsskólans þar sem enn hefðu ekki verið lagðar fram neinar áþreifanlegar tillögur að útfærslu á hugmyndinni um styttingu náms til stúdentsprófs. Að mati Más Vil- hjálmssonar, rektors Menntaskól- ans við Sund, skiptir útfærslan öllu máli og segir hann skólafólk vera að bíða eftir tillögum að útfærslu. „Til- lögurnar skipta öllu máli, því það er hægt að gera þetta mjög vel þannig að þetta verði til bóta fyrir skóla- kerfið, en það er einnig hægt að klúðra þessu.“ Að mati Yngva Péturssonar, rekt- ors Menntaskólans í Reykjavík, eru margir sammála um að stytta megi námstímann til stúdentsprófs. Hann furðar sig hins vegar á því hvers vegna ekki sé fremur horft til grunnskólans en framhaldsskólans. Segir hann nemendur sjálfa hafa orð á því að meira svigrúm hafi verið í námi þeirra í efstu bekkjum grunn- skólans. „Ég er sannfærður um að það hefði tekist sátt um þetta mál, ef sú leið hefði verið farin að endur- skipuleggja námið í efstu bekkjum grunnskólans með því að bjóða jafn- framt upp á tveggja ára námsleið fyrir nemendur í stað þriggja ára.“ Enn of margt óljóst hvað viðkemur framkvæmdinni Már segist sammála menntamála- ráðherra um að það beri að huga að breytingum. „Við eigum alltaf að skoða hvort hægt sé að gera betur vegna þess að við vitum að við get- um alltaf gert betur,“ segir Már og bendir á það merkilegasta í allri um- ræðunni um styttinguna sé að um- ræðan sjálf og öll sú vinna sem þeg- ar hafi farið fram hafi skilað því að í dag séu allir sem vinni að skólamál- um mun betur að sér um skólakerfið í heild. „Þannig að þetta hefur verið eins og fyrsta flokks námskeið enda mjög þörf umræða, hvað svo sem verður úr þessu á endanum,“ segir Már. Aðspurður segist Már geta tekið undir margt af því sem fram hafi komið í máli menntamálaráðherra í viðtali í Morgunblaðinu sl. fimmtu- dag. „Á sama tíma get ég einnig tek- ið undir áhyggjur kennara á mót- mælafundinum varðandi fram- kvæmdina enda margt óljóst ennþá hvað hana varðar,“ segir Már og bendir í því sambandi á áhyggjur manna varðandi flutning námsefnis milli skólastiga. Segir hann ekkert nema eðlilegt við það að skoða hvort hægt sé að flytja námsefni milli skólastiga. „En það þarf að undir- búa það vel. Þannig er það gott og þarft verk að setja af stað endur- menntun fyrir grunnskólakennara, en það breytir þó ekki því að það er skortur á sérgreinakennurum í grunnskólanum. Ég er sammála ráðherra í því að það er ekki stór munur oft á því hvort verið sé að kenna 15 eða 16 ára krökkum tiltekið námsefni. En það er stór munur á því hvort kennari hafi fagmenntun eða ekki,“ segir Már og bendir á að endanlega sé ákvörðunin um hugsanlega stytt- ingu framhaldsskólans á ákvörðun- arvaldi Alþingis. „En ég er sann- færður um að það er vilji í mennta- málaráðuneytinu til að gera vel og ráðuneytið væri ekki að fara af stað með þetta nema ef þeir tryðu því að þetta væri til bóta. Ég trúi því ekki, eins og kastað hefur verið fram í umræðunni, að þetta sé ráðgert til þess að spara peninga í skólakerf- inu,“ segir Már. Miður að ráðherra telji eðlilegt að nemar vinni með námi „Ég fagna auðvitað breyttri af- stöðu ráðherra um meira svigrúm til handa bekkjarkerfisskólunum,“ segir Yngvi og bendir á að það þýði að hægt verði að halda í dýptina á námsefninu. „Samkvæmt skýrslunni sem var til umfjöllunar í fyrra átti að halda breiddinni og skerða dýptina, en með breyttri afstöðu ráðherra þá snýst þetta við. Nú á að halda dýpt- inni en skerðingin kemur þá niður á breiddinni,“ segir Yngvi og bendir á að þó 12 einingar úr framhaldsskól- um færist niður í grunnskólann þá nemi skerðing námsins á framhalds- skólastigi sem svarar námsefni a.m.k. einnar annar. Yngvi furðar sig á þeim ummæl- um ráðherra að hún hafi ekki heyrt neinn rökstuðning fyrir því að heppilegra sé að nemendur séu fjög- ur ár en ekki bara þrjú í framhalds- skólum. „Við höfum hér eitt besta menntakerfi í heimi. Við erum hér að búa nemendur undir íslenskt stúdentspróf, en ekki erlent. Ein- kenni íslenska stúdentsprófsins er að það veitir breiða almenna mennt- un, t.d. er meiri færni nemenda í er- lendum tungumálum auk þess að eiga kost á mikilli sérhæfingu í námi,“ segir Yngvi og bendir á að ekki megi gleyma því mikilvæga fé- lagslega og menningarlega hlut- verki sem skólarnir gegni. Að mati Yngva hefur ekki komið nægilega vel fram í umræðunni hversu greið leið íslenskra stúdenta er að fyrstu háskólagráðu, bæði hvað varðar fjölda og aldur. „Ef maður skoðar aldur íslenskra stúd- enta við fyrstu háskólagráðu þá eru okkar nemendur ekki eldri en þeir erlendu,“ segir Yngvi og bendir í þessu samhengi á að stór hluti nem- enda, t.d. í Danmörku, taki sér frí í eitt ár að loknu stúdentsprófi áður en þeir innritast í háskóla, sumir til að undirbúa sig betur þar sem þeir eru einfaldlega ekki nægilega vel búnir undir háskólanám að loknu stúdentsprófinu. Ljóst má vera að ummæli ráð- herra um ágæti þess að nemendur vinni með námi hafi farið fyrir brjóstið á þeim skólameisturum sem blaðamaður ræddi við. „Mér þótti mjög miður að ráðherra skyldi telja eðlilegt að íslensk ungmenni vinni með námi, því ég hef lagt á það ríka áherslu við mína nemendur að nám sé vinna og miðað við það hversu tímafrekt námið er þá gefist lítið svigrúm til vinnu samhliða námi. En auðvitað eru til nemendur sem þurfa að vinna með námi af fjárhags- ástæðum,“ segir Yngvi og tekur fram að sér finnist það vert að skoða fyrirkomulag annars staðar á Norð- urlöndum hvað varðar námsstyrki og ókeypis námsefni. „Enda er sér- staklega bent á þetta í skýrslum ráðuneytisins frá 2003 og 2004 sem sagðar eru forsendur ákvörðunar ráðherra,“ segir Yngvi. Eigum að nýta umræðuna til að gera framhaldsskólann betri Jón Már Héðinsson, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, tek- ur undir þessa gagnrýni Yngva og segist ósammála ráðherra um það að æskilegt sé að vinna með námi. „Ég tel ekki rétt að senda nemend- um þau skilaboð að það sé merki um að nemandi sé duglegur ef hann vinnur með námi. Ég vil árétta að nám í framhaldsskólum er full vinna,“ segir Jón og bætir við að sér finnist að taka þurfi umræðuna um námsstyrki og ókeypis námsgögn. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að strax eigi að taka af skarið með það að veita framhaldsskólanemum styrki til bókakaupa, þó ekki væri annað.“ Jón segist fagna því fyrirheiti ráð- herra að bekkjarkerfisskólarnir geti sjálfir mótað starf skólanna. „Með yfirlýsingu sinni hefur ráðherra gef- ið boltann yfir til okkar sem í bekkj- arskólunum störfum með þeim skilaboðum að við getum haft áhrif á útfærslu og mótun námsins eftir okkar þörfum. Ég tel að í því séu fólgin ýmis tækifæri. Með þessu móti fáum við meira frelsi til að móta starfið og berum jafnframt aukna ábyrgð,“ segir Jón og segist afar ánægður með að umræðan um styttingu námstímans til stúdents- prófs hafi vakið skólafólk til um- hugsunar um innihald og lengd námsins. „Við þurfum að gera þá umræðu frjóa,“ segir Jón og bætir við: „Mín skoðun er að við sem í framhaldsskólanum störfum eigum að taka forystuna í umræðunni um innihald stúdentsprófsins því við er- um sérfræðingarnir á þessu sviði.“ Aðspurður segist Jón taka undir með ráðherra um að mikilvægt sé að horfa á skólakerfið sem eina heild. Segist hann þó ekki vilja láta staðar numið eingöngu við framhaldsskól- ann í umræðunni um endurskoðun skólaskipulagsins. Jón vill ganga enn lengra í því að auka samstarfið milli grunnskóla og framhaldsskóla annars vegar og framhaldsskóla og háskóla hins vegar. „Við erum tengi- liðurinn milli grunnskóla og háskóla. Við tökum við nemendum með al- menna menntun úr grunnskólanum og bjóðum þeim upp á að sérhæfa sig fyrir háskólanámið. Það er okkar hagur að við rækjum vel það hlut- verk að tengja saman þessi skóla- stig,“ segir Jón. Fagna breyttri afstöðu menntamálaráðherra Skólameistarar bekkjarkerfisskólanna fagna í samtali við Silju Björk Huldudóttur yfirlýsingu menntamálaráðherra um að gefa skólunum meira svigrúm og tryggja fjölbreytni þeirra til þess að þeir geti haldið sérhæfingu sinni. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Jón Már Héðinsson Már Vilhjálmsson Yngvi Pétursson Jafnframt sagði Magni að ef ekki finnst lausn á málinu telji listamaðurinn allar líkur á að slétta verði yfir þær tvær hendur sem eftir eru. „Enda er þarna um að ræða eitt listaverk og ekki er hægt að láta það standa hálf- karað,“ sagði Magni. Neskaupstaður | Listaverk Tryggva Ólafssonar, sem prýtt hefur byggingu Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað í um aldarfjórðung, eyðileggst í fram- kvæmdum sem nú standa yfir við endurbyggingu á gamla hluta sjúkrahússins. Listaverk Tryggva er þrjár hendur sem tengdu saman gömlu og nýju byggingu hússins. Verkið var hannað og útfært af Tryggva, en það var danskur maður, Jorgen N. Bruun Hansen, sem nú er látinn, sem útfærði listaverkið tæknilega. Mikið var vandað til verksins á sínum tíma og tók margar vikur að koma því fyrir á byggingunni, en hendurnar þrjár eru úr efni sem ekki veðrast. Það var Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi og frum- kvöðull Tryggvasafns í Neskaupstað sem vakti máls á að listaverkið lægi undir skemmdum og í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að varðveita verk Tryggva með því að taka höndina sem senn skemmist og koma henni fyrir á nýbyggingunni. Það var óframkvæmanlegt. Þess í stað hefur Framkvæmdasýsla ríkisins nú óskað eftir því við Magna að hann ræði við Tryggva Ólafsson um að end- urgera höndina með einhverjum hætti á nýbyggingunni. Að sögn Magna hefur Tryggvi meðtekið þær óskir, en óvíst er hvort það getur gengið upp og þá hvernig. „Það er vilji allra að það finnst á þessu farsæl lausn en óvíst er hvort að sú hugmynd sem nú er uppi verður talin við- unandi eða framkvæmanleg. Ef þú tekur einn þriðja af málverki og setur nýtt í staðinn, hlýtur að vera lottó hvort það tekst eða ekki“ sagði Magni. Höndin hans Tryggva hverfur Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Veifað bless. Ein af þremur höndum Tryggva Ólafs- sonar myndlistarmanns sem skreytt hafa sjúkrahúsið í Neskaupstað að hverfa undir byggingarframkvæmdir. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugs- aldri í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis afbrot og skil- orðsrof. Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur undanfarna mánuði stundað samfellda vinnu og er laus við fíkniefni. Segist dómurinn því hafa ákveðið að gefa manninum færi á skilorðs- bundnum dómi en skilorðið er ákveðið fimm ár. Maðurinn var sakfelldur af ákæru fyrir þjófnað af skrif- stofum og úr bílum á síðasta ári. Var hann á reynslulausn þegar hann framdi brotin. Maðurinn lýsti því yfir fyrir dómi að hann hefði farið austur á land í beinu framhaldi af lausn úr gæsluvarð- haldi sl. vetur og ákveðið að freista þess að hverfa frá því óreglulífi sem hann hafði lifað. Frá þeim tíma var hann aðallega til sjós, en hefur einnig unnið við álverksmiðju á Reyðarfirði og við beitingar. Sagði maðurinn að sér liði vel á Austurlandi og lögregla þar hefði ekki þurft að hafa af- skipti af honum. Þá sagðist hann ekki lengur vera háður fíkniefn- um. Vann sig út úr vítahring Dómurinn taldi að manninum hefði að verulegu leyti auðnast að vinna sig út úr þeim vítahring er hann var í og í því ljósi þótt fært að leggja trúnað á þá fullyrðingu hans að líf hans hefði sætt gagn- gerum umskiptum. Taldi dómur- inn einsýnt að fangelsisvist myndi auka hættu á að líf hans færðist í fyrra horf. Ákvað dóm- urinn því að gefa færi á skilorðs- bundnum dómi, en marka skil- orði lengri tíma en venjulegt er. Málið dæmdi Símon Sigvalda- son héraðsdómari. Verjandi var Jón Höskuldsson hdl. og sækj- andi Hulda María Stefánsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Tók stakkaskiptum og fékk færi á skil- orðsbundnum dómi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.