Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 14
Afhentu forsætisráðherra krónu konunnar UNGLIÐAHÓPUR Femínistafélags Íslands hefur látið útbúa svonefnda krónu konunnar, en það er barm- næla sem er eftirlíking af krónu- peningi en 35% peningsins hafa ver- ið skorin úr til marks um að heildarlaun kvenna eru 35% lægri en heildarlaun karla. Krefjast ungliðarnir þess að króna kvenna verði gerð jafnstór og króna karla. Ungliðahópurinn afhenti Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra eina krónu konunnar í gær. Sagði Elín Ósk Helgadóttir, talsmaður hópsins, að skorið væri úr krónunni svo misréttið væri áþreifanlegt og hvatti hún Halldór til að berjast fyrir því að krónan yrði heil. Halldór sagðist gjarnan vilja bera þessa krónu í barminum. Hann óskaði konunum velgengni í bar- áttunni og sagðist trúa því að þær yrðu komnar með heila krónu í hendur fljótlega. Morgunblaðið/RAX Halldór Ásgrímsson tekur við krónu konunnar í Ráð- herrabústaðnum í gær. 14 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tenórinn og tækifærin  Svo mannlegt að einn tónn klikki á morgun FORMAÐUR Vélstjórafélags Ís- lands segir að sjávarútvegurinn muni til lengri tíma litið verða helzta atvinnugrein Íslendinga, þó fjármálastofnanir virðist hafa tekið við því hlutverki um tíma. Hann telur að svo verði ekki um öll ókomin ár. Þetta kom fram í ræðu Helga Laxdal, formanns VSFÍ á vél- stjóraþingi, sem nú stendur yfir. „Í þau 24 ár sem ég hef verið í forsvari Vélstjórafélags Íslands hefur ekki verið um það deilt að sjávarútvegurinn, það er veiðarnar og vinnslan, sé höfuðatvinnugrein þessarar þjóðar. Sú atvinnugrein sem skaffi þjóðinni stærstan hluta teknanna sem fer í að brauðfæða hana. Sú atvinnugrein sem önnur atvinnustarfsemi byggist á að stærstum hluta ásamt lífsvið- urværi þeirra fjölmörgu sem byggja sjávarþorpin við ströndina. Sú atvinnugrein sem hefur ráðið mestu um skráningu á gengi ís- lenzku krónunnar á hverjum tíma,“ sagði Helgi. Hann hélt síðan áfram og sagði einnig: „Hér hefur orðið breyting á, í fyrsta lagi virðast landsfeð- urnir ekki þjakaðir af svefntrufl- unum vegna stöðugt lækkandi launa sjómanna sem helgast af allt of háu gengi krónunnar. Það veld- ur því að illa gengur að manna fiskiskipin hæfum sjómönnum sem mun koma fram í lélegri afköstum og aukinni slysatíðni um borð. Hér er auðvitað um ástand að ræða sem ekki getur varað mikið leng- ur. Haldi það áfram mun það leiða til stöðugt vaxandi fólksflótta frá þessari atvinnugrein sem verður ekki rekin nema með dugmiklum og hæfum sjómönnum. Í dag virðist peningaiðnaðurinn hafa tekið við af sjávarútveginum sem höfuðatvinnugrein þjóð- arinnar. Peningaiðnaðurinn vex hraðast og greiðir hæstu launin. Sá bankanna sem hefur vaxið mest hefur rúmlega fimmfaldað verð- mæti sitt á skömmum tíma og skil- aði tæpum 1 milljarðs tekjuafgangi á viku það sem af er árinu. Trúa menn því virkilega að svo verði um öll ókomin ár? Ég að minnsta kosti trúi því ekki. Ég held að sjávar- útvegurinn muni til lengri tíma lit- ið verða okkar höfuðatvinnugrein og að hafið umhverfis landið verði um ókomin ár helzta auðlindin. Auðlind sem okkur ber að nýta af skynsemi og fyrirhyggju í fullri sátt við okkar helztu vísindamenn á þessu sviði“. Vélstjóraþingið er haldið á Hótel Sögu og þar hefur verið sett upp sérstök sýning samhliða þinginu. Á þinginu er fjallað um meng- unarvarnir, orkusparnað, notkun vetnis sem orkugjafa fyrir fiski- skip, öryggismál og margt fleira. Þinginu lýkur síðdegis í dag. Allt of hátt gengi lækkar laun sjómanna Morgunblaðið/Ómar Fundahöld Frá vélstjóraþingi. Helgi Laxdal, formaður VFSÍ, er lengst til vinstri. Ástand sem ekki getur varað mik- ið lengur segir formaður VSFÍ ÚR VERINU „MÉR finnst verða vatnaskil í skipu- lagsmálum í borginni og hugsun um þau þegar öflugustu aðilarnir í bygg- ingariðnaði, fag- fólk og sannarlega við stjórnmála- mennirnir, sem stundum höfum upplifað okkur svolítið eina í því að tala fyrir þéttri byggð og því að fara með bílastæði neðanjarðar, séum farin að tala einum rómi,“ seg- ir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið um árangur af sérstakri vinnustofu um borgar- skipulag, samgöngur og gæði byggð- ar, sem haldin var að frumkvæði skipulags- og byggingarsviðs á Grand hóteli á miðvikudag. Líkt og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni hélt Gunnlaugur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Íslenskra aðalverktaka, meðal ann- arra erindi þar sem kom fram gagn- rýni á skipulag atvinnulóða við Borg- artún. Meðal annars gagnrýndi hann að mikill hluti lóða væri nýttur undir bílastæði og að göngutengingar á milli lóðanna gætu ekki talist eðlilegar. Dagur B. segir Gunnlaug ekki einan um að hafa áhyggjur af útkomunni í Borgartúni og vísar til þess að þó svo að gert hafi verið ráð fyrir töluverðum fjölda bílastæða ofanjarðar hafi einnig verið kveðið á um betri umhverfisfrá- gang í tengslum við þau stæði en raun- in hafi verið og það sé hugsanlega atriði sem þurfi að kanna nánar. Gönguteng- ingarnar á milli lóða séu einnig mál sem þurfi að taka á. Miklabraut í stokk Ein þeirra hugmynda sem ræddar voru á miðvikudag er að setja Miklu- braut í stokk frá Grensásvegi til Snorrabrautar. Hugmyndin fékk góð- ar undirtektir fundargesta og telur Dagur hana tvímælalaust vera raun- hæfa. Skipulagsráð mun taka hug- myndina til frekari útfærslu og kanna hver hugsanlegur kostnaður við framkvæmdir af slíku tagi gæti orðið. Gunnlaugur benti á í máli sínu að seldur byggingarréttur við Miklu- braut ofanjarðar gæti farið langleið- ina með að borga kostnaðinn en telur Dagur það orðum aukið, það muni hins vegar vera kannað nánar. Hon- um líst vel á þær hugmyndir að færa stofnbrautir í stokka og mun betur en á ýmis mislæg gatnamót og aðrar lausnir sem eiga kannski ekki heima í blómlegum íbúðarhverfum eða í mið- borginni. Með stokkum er hægt að bregðast við því að umferð á yfirborði sé ein- faldlega orðin of mikil til að hægt sé að vera með góð íbúðarhverfi og þó að slíkar framkvæmdir séu vissulega dýrar kemur á móti að meira bygg- ingarmagn fæst, betri íbúðarhverfi og ekki síst aukin lífsgæði fyrir íbúana á svæðinu. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, segir stjórn- málamenn og fagaðila í byggingariðnaði tala einum rómi Vatnaskil í skipulags- málum borgarinnar Dagur B. Eggertsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.