Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 18

Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 18
18 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF BANKASTJÓRN Landsbanka Ís- lands tilkynnti í gær ákvörðun sína þess efnis að hækka vexti á verð- tryggðum íbúðalánum á föstum vöxt- um, úr 4,14% í 4,45%. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti af því tilefni bankastjóra bankans, þá Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, að máli. Sigurjón segir vaxtahækkunina til komna vegna hækkunar á markaðs- vöxtum að undanförnu. Hann segir það þó nánast óráðlegt fyrir bankann að hækka vextina, fyrstur banka. „Við metum það þannig að aðstæður á Íslandi séu slíkar að það sé nauðsyn að bregðast við. Seðlabankinn reynir að hækka vexti til þess að hægja á þenslunni og til þess að þær aðgerðir skili árangri verða bankarnir að hækka vexti á íbúðalánum,“ segir Sigurjón og bætir við: „Við teljum okkur stuðla að kælingu hagkerfis- ins, jafnframt því að draga úr verð- bólgu en til lengri tíma séð teljum við það verðmeira fyrir lántakendur að það takist að koma böndum á verð- bólguna. Langtímamarkmiðið hlýtur einnig að vera að auka stöðugleika svo hægt sé að lækka útlánsvexti án þess að allt fari úr böndum. Þar af leiðandi lítum við á það sem svo að vaxtahækkun þjóni hagsmunum okk- ar sem lánveitenda og þjóðfélagsins í heild og þess vegna ákváðum við að taka af skarið, þrátt fyrir að hætta sé á að neytendur líti það neikvæðum augum.“ Aðspurður segir Sigurjón að hækkun þessi hafi ekki áhrif á lán sem fólk hefur þegar tekið þar sem ekki sé um að ræða hækkun á breyti- legum vöxtum. Ábyrgur banki Halldór segir að bankaleg sjónar- mið hafi að sjálfsögðu verið höfð til hliðsjónar við lækkunina. „Við verð- um að breyta okkar vaxtaákvörðun- um í takt við vaxtabreytingar á markaði. Við erum ábyrgur banki sem lætur markaðslögmál ráða og sömuleiðis liggur í þessari ákvörðun ábyrgðartilfinning gagnvart þróun- inni í hagkerfinu, svo sem verð- lagsþróun og gengisþróun. Þetta leiðir vonandi til þess að áhrif stýrivaxtahækkunar Seðla- bankans skili sér fyrr inn í hagkerfið og ef það skilar sér með ákvörðunum okkar og annarra aðila á fasteigna- markaði dregur það kannski enn úr mati Seðlabankans á hækkunarþörf skammtímavaxta. Þetta ætti enn- fremur að snúa við ferli gengishækk- unar krónunnar sem hefur verið áhyggjuefni fyrir bankann og alla í efnahagslífinu.“ En mun bankinn lækka vexti sína aftur ef samkeppnisaðilar hans fylgja ekki þessari hækkun? „Við segjum skýrt í yfirlýsingu bankans að við munum meta mark- aðsaðstæður og þróun og þessi ákvörðun er til endurskoðunar ef að- stæður á markaði breytast. En við tökum þessa ákvörðun út frá eigin forsendum og bankalegum sjónar- miðum og við reiknum með að mark- aðslögmálin eigi við hjá fleirum en okkur, þ.e.a.s. að aðilar á markaði muni taka markaðslegar ákvarðanir. Vaxtaþróun verðtryggðra vaxta hef- ur verið hröð síðustu daga og það er ljóst að þeir aðilar sem taka mark- aðslegar ákvarðanir hljóta að taka mið af þeirri þróun, þá á ég einnig við Íbúðalánasjóð,“ segir Halldór. Mikilvægt að tempra hagkerfið Hann segir hag viðskiptavina bankans fyrst og fremst liggja í því að halda efnahagslegum stöðugleika sem sé forsenda hagvaxtar og kaup- máttaraukningar sem innistæða sé fyrir til lengri tíma litið. Allt haldist þetta í hendur og það sé því mjög mikilvægt að tempra hagkerfið. En telja þeir Halldór og Sigurjón að þetta muni verða til þess að lækka stýrivexti Seðlabankans? „Ef markaðurinn tekur ákvarðanir eins og þróun ávöxtunarkröfu gefur fullt tilefni til ætti það að leiða til þess að metin hækkunarþörf Seðlabank- ans á stýrivöxtum yrði minni og það ætti aftur að koma neytendum á lánamarkaði mjög til góða. Það má ekki gleyma því að þeir sem taka íbúðarlán eru margir með skamm- tímalán á breytilegum vöxtum og þeir ættu að hafa hag af því að skammtímavextir lækki. Jafnframt gæti þetta orðið til þess að flýta nauðsynlegri aðlögun krónunnar en ég held að flestir séu sammála um að hún er orðin óæskilega há, fyrir efna- hagslífið, sérstaklega útflutnings- og samkeppnisgreinar,“ segir Halldór. Landsbankinn vill stuðla að kælingu hagkerfisins Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Styðja Seðlabankann Með hækkun vaxta vilja þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson stuðla að því að það hægi á þenslu í hagkerfinu.    !"#$                    %&$ '"( ) *& '"( ) +  '"( ) +, '"( ) * '- ) .$ -$! ) /#!" ) 0(1 * ) 0 ) ,-$! .$ -$ ) 2 ) 3.+ ) 34*#5$ +65! ) 7$$ )     " '"( ) +$4# .$ -$ ) 4(#6 ) 8% -% '"( ) 2"$% +$)"$ ) 9:) 6 ) ;$!< ) =>+  % = " 4 4#$# ) $ $# )     !" +$ - ?66# ) 3 5@  3# -$ $& AA ) ! #$ % 8B?C 3D#$ &#$& #                                  *  5  &#$& #                         E FG  E FG E FG  E  FG  E FG E FG E  FG   E FG  E  FG    E FG  E FG          -&#$( -$$  !"# D " -$ 0( 3                                                                                                              #$( D 1<$   H ) $ +6 - &#$(                    ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu um 18,4 millj- örðum króna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 3,3 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Dagsbrúnar, 5,6%, en mest lækkun varð á bréfum Atorku, 0,9%. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,9% og er hún nú 4.729 stig. 0,9% hækkun Úrvalsvísitölu ● Íslandsbanki leitar nú leiða til að fylla upp í þær eyður sem bankanum finnst vera í eignasafni sínu í Noregi og vill stjórn bankans annað hvort kaupa eða stofna verðbréfafyrirtæki þar í landi. Kemur þetta fram í frétt norska blaðsins Finansavisen. Íslandsbanki hefur nú þegar keypt norsku bankana Kredittbanken og BN bank og hefur norska blaðið það eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Íslandsbanka, að bankinn vilji styrkja stöðu sína á norskum verðbréfa- markaði. Hann viðurkennir þó að erf- itt geti verið að finna gróðavænleg tækifæri, þar sem norsk verðbréfa- fyrirtæki séu flest mjög vel stæð eftir mikið vaxtarsumar á þarlendum verðbréfamarkaði. ÍSB leitar norsks verðbréfafyrirtækis ÚTBOÐI á nýju hlutafé í FL Group lauk á fimmtudag. Heildarfjöldi hluta í útboðinu var liðlega 3,2 millj- ónir, á genginu 13,6, og er söluverð- mæti hinna nýju hluta 44 milljarðar króna. Stærstu hluthafar FL Group kaupa nýtt hlutafé í félaginu fyrir 28 milljarða króna. KB banki og Lands- banki Íslands kaupa nýtt hlutafé fyr- ir 3,1 milljarð, en þeir höfðu umsjón með hlutafjárútboðinu. Þá kaupa fagfjárfestar nýtt hlutafé fyrir 12,9 milljarða króna. Fagfjárfestar óskuðu eftir að kaupa 33,6 milljarða króna í hluta- fjárútboði FL Group. Ráðgert var að selja þeim hlutafé fyrir 8 milljarða. Í tilkynningu frá FL Group til Kaup- hallar Íslands segir að vegna veru- legrar umframeftirspurnar hafi KB banki og Landsbankinn ákveðið að skerða þann hlut sem þeir höfðu ákveðið að kaupa. Eftir hlutafjárútboðið hefur FL Group aukið hlut sinn í Íslandsbanka úr 3,05% í 6,63%. Jafnframt hefur FL Group eignast 5,83% hlut í Straumi-Burðarási Fjárfestingar- banka, en félagið átti engan hlut í því fyrir. Frá þessu var greint í tilkynn- ingum til Kauphallarinnar í gær. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að af þeim 28 millj- örðum króna sem stærstu hluthaf- arnir í FL Group kaupa, sé hlutur Baugs Group stærstur, eða 15 millj- arðar. Þá kaupir Eignarhaldsfélagið Oddaflug, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, 7,5 milljarða króna, og óstofnað einka- hlutafélag (Materia Invest) kaupir 5,5 milljarða, en það verður í jafnri eigu Magnúsar Ármann, Þorsteins M. Jónssonar og Kevin Stanford. Eftir hlutafjárútboðið verða Eign- arhaldsfélagið Oddaflug og Baugur Group stærstu hluthafar félagsins með samtals tæp 50%. Oddaflug mun eiga um 25,1% og Baugur um 24,6%. Gengi hlutabréfa FL Group hækkaði um 4,7% í Kauphöll Íslands í gær og er lokaverð þeirra 14,60. Umframeftirspurn eftir nýju hlutafé í FL Group ÞORGILS Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár, hef- ur keypt 40% hlut í fasteigna- og þróunarfélaginu Klasa. Aðrir eigendur Klasa eru Sjóvá og Íslands- banki. Þorgils Óttar mun í kjölfar fjárfestingarinn- ar taka við stjórnun félagsins og um leið láta af störfum sem forstjóri Sjóvár. Ragnar Atli Guð- mundsson, sem stýrt hefur bæði Klasa og Eign- arhaldsfélaginu Fasteign, mun áfram stýra Fast- eign. Stjórn Sjóvá hefur ráðið Þór Sigfússon sem for- stjóra félagsins en hann mun hefja störf í desem- bermánuði. Þór Sigfússon hefur gegnt starfi fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands frá árinu 2003 en áður gegndi hann stöðu aðstoðarfram- kvæmdastjóra Norræna fjárfestingarbankans frá árinu 1998. Þór er 41 árs gamall og er hagfræð- ingur að mennt. Þór Sigfússon segir nýja starfið leggjast afar vel í sig enda sé Sjóvá geysilega öfl- ugt félag. „Þetta er félag sem hefur verið með ótrú- legan traustan hóp starfsfólks og það skiptir miklu máli hjá tryggingafélagi að svo sé. Við höfum bæði starfsfólk og stjórnendur með mikla reynslu og líka nýtt fólk og ég held að það sé draumastaða.“ Þór hefur töluvert skrifað um útrás íslenskra fyrirtækja og hann segir hluta af verkefnum sínum felast í því að leita nýrra tækifæra. „Útrás verður tvímælalaust á borðinu hjá okkur.“ Fleiri breytinga að vænta Þá hefur Sjóvá ráðið Helga Bjarnason trygg- ingastærðfræðing sem aðstoðarforstjóra félagsins en hann mun einkum sinna verkefnum tengdum vátryggingastarfsemi félagsins. Helgi er 36 ára og hefur undanfarin ár starfað að uppbyggingu og rekstri KB-líftryggingar, nú síðast sem forstöðu- maður vátryggingasviðs. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Sjóvá sem verða kynntar nánar á næstu vikum. Þorgils Óttar kaupir 40% í Klasa Morgunblaðið/Ómar Forstjóraskipti Þorgils Óttar Mathiesen býður Þór Sigfússon velkominn í starfið. ● SAMKVÆMT uppgjöri Atorku Group fyrir fyrstu níu mánuði ársins jókst rekstrar- og stjórnunarkostnaður veru- lega milli ára, nemur nú 286 millj- ónum króna miðað við 15 milljónir ár- ið áður. Aukningin stafar aðalega af því að gerður var upp kaupréttar- samningur við fyrrverandi fram- kvæmdastjóra félagsins, Styrmi Þór Bragason, og nam kostnaður vegna samningsins 160 milljónum króna. Hagnaður Atorku fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 224 milljón- um króna samanborið við 751 milljón króna á sama tíma í fyrra og dregst hagnaðurinn saman um 70% milli tímabila. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaðurinn fyrir skatta 642 milljónum króna samanborið við um 2,5 milljarða króna á síðasta ári. Hreinar fjármunatekjur voru jákvæðar um 590 milljónir króna en voru 933 milljónir króna á síðasta ári. Samtals nam eigið fé um 8,5 milljörðum og heildareignir félagsins voru um 18,6 milljarðar króna miðað við um 8,97 milljarða í upphafi tímabilsins. 160 milljóna starfslokasamningur 9$-I 3J=    F F + 3? ; K     F F B B  L2K   F F L2K 0) 9    F F 8B?K ;"M /" $   F F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.