Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.11.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Lesa Njálu | Í tilefni af degi ís- lenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember næstkomandi, standa nemendur 10. bekkjar Hvolsskóla í Rangárþingi eystra fyrir upplestri á Brennu-Njáls sögu í samstarfi við Sögusetrið á Hvolsvelli. Lesturinn hefst kl. 6.30 að morgni og munu nemendur 10. bekkjar lesa úr sög- unni til skiptis fram á kvöld. Upplesturinn fer fram í sal skól- ans. Áætlað er að lestrinum ljúki um kl. 22. Öðru hvoru verður gert hlé á upplestrinum og verður þá m.a. boð- ið upp á söngatriði og ljóðaflutning. Meðal þeirra sem fram koma eru yngri nemendur skólans, söngv- ararnir Jón Smári Lárusson og Gísli Stefánsson og fleiri listamenn. LANDIÐ Þórshöfn | Stórum áfanga er nú lok- ið varðandi aðbúnað aldraðra á Þórs- höfn og í nágrenni en lokið er við- byggingu dvalar- og hjúkrunar- heimilsins Nausts á Þórshöfn. Við- byggingin var tekin formlega í notkun að viðstöddum góðum gest- um. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra var meðal gestanna ásamt nær öllum þingmönnum kjördæmisins og óskaði hann íbúum öllum til ham- ingju með áfangann. Aðeins ár er síðan fyrsta skóflu- stungan var tekin að viðbyggingunni og hafa framkvæmdir gengið bæði hratt og vel en verktakinn er Tré- smiðjan Rein í Suður-Þingeyjar- sýslu. Flutti Björn Ingimarsson sveitarstjóri þeim bestu þakkir fyrir vel unnið verk. Nýja viðbyggingin samanstendur af hjúkrunarálmu, borðsal og and- dyri, samtals um 400 fermetrum, en auk þess voru verulegar endurbætur gerðar á eldhúsi, starfsmannaað- stöðu og þvottahúsi. Rýmin eru 17 auk tveggja dagvistarrýma og eru öll hjúkrunarrými þegar nýtt og eru horfur á að dvalarrýmin fyllist einnig fljótlega en á þessari stundu eru þrjú dvalarrými laus. Aðbúnaður heimil- isfólks og starfsfólks telst nú til fyr- irmyndar en í upphafi var stefnt að því. Meðan á framkvæmdum stóð var oft mikið álag á starfsfólki heimilis- ins sem leysti allan vanda með sóma svo erfiðar aðstæður komu ekki nið- ur á vistfólki en heimilið hefur alltaf verið svo lánsamt að hafa gott starfs- fólk innan sinna veggja, sagði sveit- arstjóri ennfremur. Vel búið að öldruðum Margt hefur breyst á þeim rúmu 15 árum frá því heimilið var fyrst tekið í notkun, þá með plássi fyrir sjö vistmenn, og myndaðist strax bið- listi. Það er víða pottur brotinn í mál- efnum aldraðra í landinu og því er ástæða til að fagna þegar vel gengur. Hér ríkir almenn ánægja með þann árangur sem nú hefur náðst. Þeir eru margir sem bera hag aldraðra fyrir brjósti og vilja búa sem best að Nausti. Það kom vel í ljós þennan vígsludag því bæði einstaklingar, fé- lagasamtök og fyrirtæki í byggðar- laginu gáfu heimilinu stórgjafir á þessari vígsluhátíð en nefna má að Vörubílstjórafélagið Þór gaf eina milljón króna til kaupa á sjúkrakall- kerfi fyrir heimilið en brýn þörf var á því. Sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Þórshafnar gaf kr. 350 þús. til kaupa á sjúkrabaðlyftu og Sparisjóður Þórshafnar 400 þúsund en auk þess bárust heimilinu fleiri góðar gjafir frá ýmsum velunnurum. Fólk hefur í gegnum tíðina sýnt heimilinu Nausti velvild og hlýhug á ýmsan hátt; t.d. hétu rjúpnaskyttur á heimilið fyrir tveimur árum og ætl- uðu heimilinu þá tíundu hverja rjúpu sem veidd var, einnig hafa sjómenn hugsað til heimilisins og gefið af afla sínum. Fólk gefur einnig af tíma sín- um, t.d með heimsóknum á Naustið við spjall og sögulestur, en það er ekki síður dýrmæt gjöf. Viðbygging dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Nausts tekin í notkun Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veitingar Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson voru meðal gesta við formlega opnun viðbyggingar við Naust og gæddu sér á veitingunum. Sautján ný hjúkrunarpláss Eftir Líneyju Sigurðardóttur Ingólfur Margeirsson fékk heilablóðfall fyrir fáum árum og fjallar í þessari bók um baráttu sína við að öðlast bata á nýjan leik. Afmörkuð stund er mögnuð frásögn af alvarlegum veikindum og einstakri baráttu úr faðmi dauðans til lífsins. Afmörkuð stund er einstök lesning og mikil uppörvun öllum þeim sem lent hafa í alvarlegum skakkaföllum í lífinu. Bókin fjallar á góðu og auðskiljanlegu máli um hverfulleika lífsins og átök við brigðula tilveru. Lifandi og sönn frásögn eins og Ingólfi Margeirssyni er einum lagið. Ný bók eftir Ingólf Margeirsson SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Bók sem breytir lífssýn þinni! 30% afsláttur næstu daga Ævi Jörgens Jörgensen, eða Jörundar hundadagakonungs, hefur alltaf verið Íslendingum hugleikin. Í þessari bók er ótrúlegt lífshlaup hans rakið allt frá æskuárunum í Kaupmannahöfn þar til hann lýkur ævi sinni á Tasmaníu. Sagt hefur verið um Jörund að líf hans væri lygilegra en nokkur skáldskapur enda hafa margir spreytt sig á því að skrifa skáldsögur sem byggja á lífi hans. Þessi bók sýnir þó að engin þörf er á að grípa til skáldskapar til að skrifa æsilega bók um Jörund. Frásagnargleði og atburðarás sem minnir einna helst á Munchhausen greifa gera þessa bók að frábærri skemmtun en jafnframt veitir hún nýja innsýn í sögu Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Björn Jónsson þýddi. Sérlega vel skrifuð og vönduð ævisaga. Bók sem enginn má láta fram hjá sér fara! Einstakur lífsferill 30% afsláttur næstu daga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.