Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
„ÞAÐ var algjört slys að hætta við
Dalsbrautina og afdrifaríkustu
mistök í skipulagsmálum Akureyr-
ar. Um það eru mér margir sam-
mála, menn eru ekki komnir fram
úr því máli og það sést vel núna
hver áhrifin verða,“ sagði Guð-
mundur Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Sorpsamlags Eyja-
fjarðar og fyrrverandi deildar-
stjóri framkvæmdadeildar Akur-
eyrarbæjar. „Það er verið að
banna umferð stórra bíla um Mýr-
arveg um nætur og helgar og ég er
alveg sammála framkvæmdastjóra
GV grafa um að með því sé verið að
gera hlutina kostnaðarsamari, ekki
bara fyrir framkvæmdaaðila, held-
ur líka fyrir íbúa vegna lengri
akstursleiða.“
Í Morgunblaðinu á þriðjudag var
fjallað um þá ákvörðun bæjaryf-
irvalda að takmarka umferð stórra
bíla um Mýrarveg og rætt við þá
Guðmund Jóhannsson, formann
umhverfisráðs, og Guðmund Gunn-
arsson, framkvæmdastjóra GV
grafa. Fyrirtæki hans stundar efn-
isflutninga, m.a. um Mýrarveg, í
Íbúi í Lundarhverfi telur það slys að hætt var við Dalsbrautina
Afdrifaríkustu mistök í
skipulagsmálum bæjarins
Takmarkanir Umferð stórra bíla
um Mýrarveg er takmörkuð.
Eftir Kristján Kristjánsson
krkr@mbl.is
FROSTMENN ehf. hafa fest kaup á
Kælismiðjunni Frosti af Stáltaki
ehf. en fyrirtækið er það stærsta á
landinu í uppbyggingu og þjónustu á
kæli- og frystikerfum í útgerðar- og
matvælaframleiðslufyrirtækjum.
Kaupverð er trúnaðarmál. Frost-
menn ehf. eru að meirihluta í eigu
þrettán starfsmanna Kælismiðjunn-
ar Frosts og einnig koma tveir fjár-
festar að félaginu. Gunnar Larsen
framkvæmdastjóri er einn þeirra
starfsmanna sem standa að kaup-
unum og hann mun starfa áfram
sem framkvæmdastjóri.
Gunnar sagðist ánægður með að
kaupin hefðu gengið í gegn, eftir
nokkuð langt og flókið ferli. Hann
sagði að gjaldþrot Slippstöðvarinnar
hefði gert það að verkum að inn í
málið hefðu blandast margir aðilar.
„Menn voru líka að horfa til þess að
verða sinnar gæfu smiðir sjálfir og
missa fyrirtækið ekki í hendur ein-
hverra óviðkomandi.“
Rekstur Kælismiðjunnar Frosts
hefur gengið vel undanfarin ár og
árið 2005 stefnir í að verða það besta
í sögu fyrirtækisins. Framundan eru
næg verkefni og rekstrarhorfur góð-
ar. Gunnar sagði að velta síðasta árs
hefði verið um 350 milljónir króna
og að veltan færi yfir 400 milljónir
króna í ár. Hjá Kælismiðjunni
Frosti, sem var stofnuð árið 1993,
starfa 28 manns, þar af 20 á Ak-
ureyri og 8 í Garðabæ. Höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru við Fjölnisgötu á
Akureyri en fyrirtækið er í leigu-
húsnæði bæði norðan og sunnan
heiða.
Ekki er í stórum dráttum gert ráð
fyrir breytingum á starfsemi fyrir-
tækisins í kjölfar eigendaskiptanna.
Eftir sem áður verður Kælismiðjan
Frost þjónustu- og verktökufyrir-
tæki fyrir kæli- og frystiiðnaðinn og
veitir sérfræðiþjónustu, tækniráð-
gjöf og heildarlausnir á þessu sviði
m.a. fyrir sjávarútveginn, kjöt-
vinnslur og mjólkuriðnaðinn.
Eigendaskipti á Kælismiðjunni Frosti
Um helmingur starfs-
manna á meðal eigenda
HAUKUR Jóhannesson, jarðfræð-
ingur og fyrrverandi forseti Ferða-
félags Íslands, heldur myndasýn-
ingu um Ódáðahraun í Ketilhúsinu á
Akureyri kl. 20 næstkomandi mánu-
dagskvöld, 14. nóvember. Haukur
mun fjalla um jarðfræði Ódáða-
hrauns í máli og myndum, m.a. sýnir
hann myndir af 10 þúsund ára göml-
um ís sem nýlega fannst í Dyngju-
fjöllum.
Einnig verða myndir af fáförnum
slóðum í Herðubreiðarfjöllum og af
sjaldséðum jarðhitafyrirbærum í
Fremrinámum.
Ódáðahraun
Þorskdómur | Haraldur Ingi Har-
aldsson opnar sýningu sína „Cod-
head 4“ í Gallerí+, í Brekkugötu 35
á Akureyri í dag, laugardaginn 12.
nóvember á fimmtugsafmælisdaginn
sinn, klukkan 16. Sýningin stendur
til og með 27. nóvember. Galleríið er
opið um helgar milli klukkan 14 og
17. „Codhead“ er orð sem búið er til
á sama hátt og enska orðið „God-
head“ eða guðdómur. „Codhead“ eða
þorskdómur vísar til veraldar og
heimsskipanar rétt eins og guð-
dómur gerir. Þorskurinn stóð undir
íslenska efnahagsundrinu og viðhorf
okkar til hans lýsir okkur sjálfum.
Lok | Sýningu Bjargar Eiríksdóttur
í sýningarsal Gallerís Svartfugls og
Hvítspóa, Brekkugötu 3a lýkur um
helgina. Opið er helgina kl. 13 til 17.