Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 39 UMRÆÐAN HÚN ER ótrúlega lífseig sú ár- átta að setja alla aldraða í einn pakka og ætla að þarfir þeirra séu endilega þær sömu. Aldraðir spanna áratuga aldursbil frá 67 ára aldri allt til 100 ára. Ekki segjum við að fólk á aldrinum 30–60 ára hafi allt sömu þarf- ir og langanir. Sama gildir fyrir aldraða að hér er á ferðinni mis- leitur hópur með mis- munandi þarfir og skoðanir. Þessi hópur vill litbrigði í lífið alveg eins og allir aðrir. Vill ráða sinni för eins lengi og unnt er – og á að fá að gera það. Það er slæmt ef aldraðir finna ekki verðskuldaða við- urkenningu og finnst sér vera ýtt til hliðar í þjóðfélagi sem dýrkar fram- leiðni og gleymir hinu raunverulega verðmæti lífsgæðanna. Í þjóðfélagi sem kennir sig við vel- megun og er talið eitt ríkasta þjóð- félag heims er til háborinnar skamm- ar að sjúkir einstaklingar fái ekki þá bestu og fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á. Það má einu gilda hvort um er að ræða ungan eða aldraðan einstakling, allir eiga að sitja við sama borð. Það er óþolandi að heyra talað um aldraða eins og einhverja þurfalinga á þjóðfélaginu. Hafa menn gleymt því að hér eru á ferðinni einstaklingar sem lagt hafa grunn að þessu velferðarþjóðfélagi, greitt sína skatta og skyldur á langri ævi og eiga því fremur inni en að standa í skuld við þjóðfélagið. En það verður á hverjum tíma að gera ráð fyrir því að sinna veikum einstaklingum og veita þeim við- unandi aðhlynningu á hvaða aldri sem þeir eru. Þar ættu menn að hafa hugfast að bjóða engum manni það sem þú vilt ekki láta bjóða þér og þínum nánustu. Hvernig er hægt að bjóða ein- hverjum sjúkum ein- staklingi að kúldrast við þriðja og fjórða mann í herbergi sem ekki rúmar í raun nema einn? Vissulega er hægt að sakast við heil- brigðisyfirvöld fyrir að gera ekki betur en við- komandi sveit- arstjórnir og stjórn- endur þeirra staða sem láta þetta yfir fólk ganga bera líka mikla ábyrgð. Þetta á hreinlega ekki að viðgangast. Fleira þarf til en hjúkrunarheimili Hjúkrunarheimili eiga ekki að vera markmið í sjálfu sér heldur lausn þegar önnur úrræði þrýtur. Meðan heilsan leyfir eiga aldraðir eins og aðrir að geta valið sér líf sem veitir þeim uppfyllingu og lífsgleði. Margir geta verið heima á sínum heimilum og þurfa oft ekki mikla að- stoð til þess. Aðrir þurfa meira og þá ber okkur skylda til að sjá til þess að þeir einstaklingar hafi val. Heima- hjúkrun og heimilisaðstoð er vissu- lega af hinu góða og til mikillar fyr- irmyndar og þar er verið að vinna afar mikilvægt og gott starf. En hversu gott sem það er dugar það ekki þegar þörfin er orðin það mikil að viðkomandi einstaklingur þarf eft- irlit og aðstoð allan sólarhringinn. En þá er ekki þar með sagt að hjúkr- unarheimili sé eina lausnin. Það er til önnur lausn. Þjónustuíbúðir með háu og markvissu þjónustustigi geta og hafa minnkað þörfina fyrir innlögn á hjúkrunarheimili. Slíkar þjónustu- íbúðir eiga sér langa sögu og hafa sannað gildi sitt og því full ástæða til að leggja áherslu á slíka aðstoð í við- leitni til þess að gera fólki kleift að búa sem lengst sem sjálfstæðir og sjálfráða einstaklingar en njóta um leið þess öryggis sem allir þurfa. Því er mikilvægt að stuðlað verði að upp- byggingu þjónustuíbúða í ríkara mæli en nú er. Ef vel er að málum staðið er hægt að skapa þá aðstöðu í þessum íbúðum að fólk þuri ekki að flytjast milli staða heldur geti dvalið á sama stað síðustu æviárin. Við eigum að rétta þeim sem þess þurfa höndina en leyfa þeim að ráða ferðinni. Fyrirbyggjum þörfina fyrir hjúkrunarheimili Margrét S. Einarsdóttir fjallar um þjónustu við aldraða ’Þjónustuíbúðir meðháu og markvissu þjón- ustustigi geta og hafa minnkað þörfina fyrir innlögn á hjúkrunar- heimili.‘ Margrét S. Einarsdóttir Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður og sjúkraliði. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.