Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 51

Morgunblaðið - 12.11.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 51 MINNINGAR Einlæg vinátta milli manna myndast oftast ekki nema á mörgum árum og með mikilli samveru. Þannig var það ekki með okkur Guðna. Við urðum einhvern veginn strax, við fyrstu kynni, vinir og sálufélagar þrátt fyrir að hafa ekki mikinn samgang og samveru öðruvísi en í gegnum vinnuna lengst af, en síð- ar aftur þegar hann var kominn heim til Íslands frá störfum erlendis. Það var einhver samhljómur milli okkar, kannski vegna þess að við vorum báð- ir hreinskilnir og sögðum okkar skoð- un hispurslaust og án tillits til þess hvort það þjónaði hagsmunum okkar eða ekki. Fyrir þessar sakir vorum við ekki allra og var nokk sama. Þannig vil ég minnast hans. Guðni hafði alltaf sína skoðun. Hún var tær og einlæg og byggð á rökhugsun greinds manns sem lét ekki afvega- leiðast af eigin hagsmunum. Þegar ég hóf störf hjá Framleiðni s.f. við ráðgjafastörf kynntist ég Guðna sem þá var framkvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar h/f. Hann kom oft við hjá mér og við unnum saman margar áætlanir er vörðuðu vöxt og eflingu fyrirtækis- ins. Á þessum tímum, 1985 til 1990, GUÐNI JÓNSSON ✝ Guðni Jónssonfæddist í Reykjavík 20. sept- ember 1953. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 7. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Lang- holtskirkju 11. nóv- ember. var glíma sjávarút- vegsmanna við gengis- mál og verðbólgufár oft á tíðum mjög erfið. Guðni hafði, áður en hann tók við sem fram- kvæmdastjóri hjá Hraðfrystihúsi Grund- arfjarðar, starfað sem framleiðslustjóri í frystihúsum á nokkr- um stöðum á landinu og vissi nákvæmlega hvað hann var að gera og vann sín störf af ör- yggi. Það var dæmi- gert fyrir einlægni Guðna að hann vildi ekki horfa á hlutina bara út frá hagsmunum síns fyrirtækisins held- ur út frá hagsmunum Grundarfjarðar og hann talaði vel um aðra útvegs- menn þar í bæ, sérstaklega þá hjá Guðmundi Runólfssyni hf. og hann kom einnig oft með þá í vinnuna til mín varðandi verkefni sem þeir gætu unnið saman og þjónuðu hagsmunum beggja fyrirtækjanna og Grundar- fjarðar. Og það var stutt í glettnina og stríðnina þegar þeir sátu saman. Það var mikið hlegið og þeir Runólfs- bræður vissu alveg hvar þeir höfðu Guðna, því hann talaði hreinskilið og var ekkert að fela. Síðar vann Guðni hjá Iceland Sea- food í Bretlandi og í Þýskalandi og hafði ég ekki mikil samskipti við hann þá enda kominn á annan vettvang. Þegar Guðni kom heim áttum við samskipti með nokkuð reglulegu millibili. Ég heimsótti hann síðustu mánuðina þegar hann var heima í veikindum sínum og hann hringdi oft til að ræða atburði líðandi stundar, sérstaklega um sjávarútvegsmál, sem honum voru eðlilega kærust, en einnig almennt um þróun og fram- gang íslensks samfélags. Guðni átti góða fjölskyldu. Konan hans, hún Sólrún Björg, var hans stoð og stytta og af börnunum sínum var hann stoltur og þeim einlægur vinur. Með þessum fáu orðum vil ég minnast Guðna Jónssonar. Hann var einstakur og drengur góður. Ég votta fjölskyldu hans mína inni- legustu samúð. Finnbogi Alfreðsson. Við kynntumst Guðna Jónssyni í gegnum Ellu dóttur hans og vinkonu okkar, fyrst þegar við vorum í menntaskóla, en síðar betur eftir að fjölskyldan flutti heim til Íslands. Guðni tók alltaf vel á móti okkur og hlýtt brosið bauð mann ávallt vel- kominn. Það var oft glatt á hjalla þeg- ar við vinir Ellu komum í heimsókn og hefur okkur alltaf þótt mjög gott að koma á heimili þeirra hjóna. Minning okkar um Guðna er minn- ing um mann sem frá fyrsta degi tók okkur sem jafningjum sínum. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera hvert um sig. Hann fylgdist vel með því sem við gerðum og miðlaði okkur ríkulega af reynslu sinni. Þessi náttúrlegi áhugi á náung- anum er eitthvað sem er ekki öllum gefið og okkur þykir einstaklega vænt um að hafa fengið að kynnast þessum verðmæta eiginleika í fari Guðna. Það er ekki hægt að minnast Guðna án þess að nefna pólitík. Hann iðaði yfirleitt í skinninu yfir að fá að ræða hin ýmsu mál við okkur og þótti ekki verra að fá smáhita í umræð- urnar. Guðni var nefnilega einstak- lega áhugasamur um hvers kyns þjóðfélagsmál og okkur rekur ekki minni til að hann hafi nokkurn tím- ann skort skoðanir á hlutunum. Um- ræður voru því oft fjörugar og skoð- anir skiptar eins og gengur. Það var alltaf gaman að ræða við Guðna og hann fékk mann oft til að sjá aðrar hliðar á málunum. Eitt atvik sem nokkur okkar upplifðu lýsa þessari ástríðu Guðna fyrir þjóðfélagsmálum mjög vel. Hann var nýlega kominn heim eftir erfiða aðgerð og var frekar slappur. Ella bað okkur vinsamlegast um að minnast ekki einu orði á pólitík því hann mætti ekki æsast upp. Það þýddi lítið því varla voru fimm mín- útur liðnar þegar Guðni fór að ræða ástand svínaræktar á Íslandi, fylgi Vinstri-grænna, eða eins og við átti við hvert og eitt okkar. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Guðna og hans verður sárt saknað í næstu heimsókn. Kæra fjölskylda, hugur okkar er með ykkur. Vinahópur Ellu úr MA. Það var sumarið 2003 að Símennt- unarstofnun Kennaraháskólans tók að sér umsjón með Stóru upplestr- arkeppninni í 7. bekk og okkur vant- aði verkefnisstjóra. Um það leyti voru samningar við styrktaraðila runnir út og framundan var að tryggja nægilegt fjármagn til næstu þriggja ára. Því skilgreindum við kröfurnar þannig að viðkomandi þyrfti að hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, geta unnið sjálf- stætt og tekið forystu, hafa gott lag á mannlegum samskiptum – og um- fram allt: Hann varð að vera ófeiminn við að tala um háar fjárhæðir, jafnvel milljónir, við embættismenn og ráða- menn stórfyrirtækja án þess að blikna. Nokkrum dögum síðar kemur Sólrún til mín og segist halda að hún hafi fundið rétta manninn. Á árum mínum í Vogaskóla vissi ég vel af Guðna – allir í hverfinu könn- uðust við hinn atkvæðamikla systk- inahóp í Skeiðarvogi 1 – en leiðir okk- ar höfðu ekki legið saman. Á fyrsta fundi okkar Guðna áttaði ég mig strax á því að Sólrún hafði rétt fyrir sér. Vissulega töldu margir að reynsla Guðna af rekstri sláturhúsa og fiskvinnslu væri of framandi verk- efni okkar, skólamaður væri vissu- lega heppilegri. En efasemdum var fljótlega sópað til hliðar. Bakgrunnur Guðna reyndist honum og okkur hinn mesti styrkur þegar til kom. Hann hellti sér út í starfið af heilum hug og tók fljótlega örugga stjórn. Nokkrum vikum eftir að Guðni tók við stjórn verkefnisins var beðið um að ég héldi fræðslufund norður á Hólmavík. Guðni ákveður að slást í förina, aðallega til að kynnast verk- efninu betur og fá tækifæri til að hitta skólamenn augliti til auglitis. Norður á Hólmavík var Guðni hrókur alls fagnaðar, þekkti ýmsa málsmetandi menn bæjarins frá fyrri tíð og gat rætt við heimamenn eins og einn af þeim. Óhætt er að segja að í þessari ferð lögðum við Guðni grunninn að liðlega tveggja ára ánægjulegu og ár- angursríku samstarfi og vináttu sem nú hefur fengið snöggan endi. Síðastliðið vor fórum við Guðni saman vestur á Patreksfjörð, heimabæ Sólrúnar, til að vera þar á lokahátíð upplestrarkeppninnar. Við gengum um Vatneyrina í vestfirskri veðurblíðu, Guðni sýndi mér sögu- slóðir fjölskyldu Sólrúnar og þeirra beggja, og töfraði fram svipmyndir úr sögu staðarins, af ættmennum og atburðum. Þessi ferð var ekki síður eftirminnileg en hin fyrri, gamansemi Guðna óborganleg, en í þessari ferð var sérstakur undirtónn í frásögn- inni: hlýjan og væntumþykjan til Sól- rúnar og hennar fólks. Fyrir hönd Radda, samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, þakka ég Guðna samfylgdina og votta Sólrúnu og fjölskyldunni hugheila samúð okkar allra. Baldur Sigurðsson. Arnfríður Jónasdótt- ir, Adda á Þverá, fædd- ist í Grundarkoti í Blönduhlíð 12. nóvem- ber 1905. Hún lést á Sjúkrahúsi Sauðár- króks 9. febrúar 2002 og hvílir í kirkjugarði Flugumýrar. Foreldrar Öddu voru hjónin Anna Jónsdóttir frá Þorleifsstöðum og Jónas Jónasson skáld, kenndur við Hofdali. Adda átti tvær systur, Þórdísi og Hólmfríði. Hún var yngst þeirra systra, vel af Guði gerð, líkamlega hraust og með glaðvært og huggandi skaplyndi. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að leita leiða til úrbóta. Allar voru systurnar vel hagmæltar og Hólmfríður gaf út ljóðabók. Hann- yrðir og prjónaskapur lék í höndum Öddu, hún var góður bakari og frá- bær matreiðslukona, svo söngelsk að hún gekk syngjandi að flestum verk- um. Á fundum og ferðalögum leysti hún oft úr ágreiningsmálum með söng og hnyttnum vísum, því fer vel á að lýsa henni sjálfri þannig: Andann kætti áhrif ljóðs, ástar sætti fundið. Í töframætti tónaflóðs tryggum hætti bundið. Adda giftist Jóni Pálmasyni frá Svaðastöðum 6. janúar 1931. Heimili þeirra var lengst af í Axlarhaga og börnin urðu fjögur. Jón lést 12. ágúst 1955. Erla elsta barn þeirra lést tveim dögum fyrir 92 ára afmæli móður sinnar, hinn 10. nóvember 1997. Önnur börn þeirra eru á lífi og eru ömmubörnin 13 og langömmu- börnin orðin 27, það yngsta er fætt á 98. afmælisdegi langömmu sinnar, hinn 12. nóvember 2003, lítil sæt hnáta sem hefur greinilega erft dugnaðar- og sönggen langömmu sinnar, því ber að fagna. Seinni mað- ur Öddu var Hannes Gísli Stefánsson á Þverá. Þau giftust ár- ið 1958 og áttu farsæla sambúð á Þverá uns Hannes andaðist árið 1985. Hreinn sonur Öddu var þá að mestu tekinn við búinu. Hjá honum hélt Adda sitt heimili þar til hún flutti til Dísu dóttur sinnar að Fornósi 10 á Sauð- árkróki. Þverá taldist samt lögheimili Öddu til æviloka. Síðustu árin dvaldist hún á dvalar- heimili Sjúkrahúss Sauðárkróks við góða umönnun og kvaddi í sátt við alla. Á fyrri búskaparárum hennar var í mörgu að mæðast, húsakostur kald- ur og dimmur. Ljós- og hitagjafi olía, kol, svörður, sauðatað og hrís. Hirð- ing búfjár á vetrum ekkert kven- mannsverk, en það kom þó oft í hlut Öddu að sinna gegningum ásamt ungum börnum, meðan heimilisfað- irinn var að heiman. Adda unni sveitinni. Dýrum og gróðri. Öll búskaparárin ræktaði hún garðávexti, átti fallegan trjágarð með skrautlegum sumarblómum og allskonar laukum. Um áratuga skeið tók hún sumardvalarbörn, tók við þau miklu ástfóstri, hélt þeim afmæl- isveislur, ef afmælið bar uppá á dval- artímanum, og fyrir svefninn bað hún með þeim kvöldbænirnar. Börnin urðu henni kær og héldu sambandi við hana þótt leiðir sumra lægju út í heim, vináttan gladdi hana mikið. Ég gleðst í dag yfir að hafa átt því láni að fagna, frá sjö ára aldri, að njóta upp- eldis minnar mætu móður, Arnfríðar Jónasdóttur í Axlarhaga. Líf hennar – Skiptist á með skin og hríðar, skapið góða ei var falt. – Blómadrottning Blönduhlíðar bestu þakkir fyrir allt! Guð blessi minninguna. Pálmi Jónsson. ARNFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Aldarminning ✝ Óli SveinbjörnJúlíusson fædd- ist í Bæ í Lóni 8. mars 1925. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðaustur- lands á Hornafirði 2. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðný K. Magnúsdóttir frá Holti á Mýrum, f. 6.11. 1897, d. 29.11. 1995, og Júlíus Sig- fússon frá Bæ í Lóni, f. 31.7. 1894, d. 13.5. 1982. Systkini Óla eru Hjalta Sigríður, f. 13.11. 1918, d. 5.9. 2002, Maren Karolína, f. 1921, Ei- ríkur, f. 1923, Ásgeir, f. 1926, Hörður, f. 1929, og Jóhanna Sig- ríður, f. 1935. Hinn 30. ágúst 1947 kvæntist Óli Vilborgu Valgeirsdóttur, f. 25.11. 1925, d. 3.3. 2000. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Þóra Kristjana, f. 1947, maki John, f. Thompson. 2) Sólveig Val- gerður, f. 1949, maki Steinþór Hafsteinsson. 3) Ástríður Mar- grét, f. 1950, maki Stefán Ólafs- son. 4) Júlíus Gunnar, f. 1953, d. 8.10. 1975, maki Guðríður Ás- grímsdóttir. 5) Bryndís Unnur, f. 1957, maki Grímur Eiríksson. 6) Maren Ósk, f. 1959, maki Sveinn Sveinsson. 7) Haukur Þorleifur, f. 1961, maki Ásdís Ólafsdóttir. 8) Sig- rún Ingibjörg, f. 1966, maki Snorri Aðalsteinsson. 9) Ólafur Gísli, f. 1969, maki Hrönn Ingólfs- dóttir. Óli átti fyrir tvíburana Steinunni og Heimi, f. 1945. Heimir lést 1971. Barnabörnin eru 24 og barnabarnabörnin 12. Sambýliskona Óla er Svanhild- ur Ó. Eggertsdóttir, f. 28.8. 1931. Óli stundaði sjómennsku til margra ára. Rak vörubíl í nokkur ár. Hann var mjólkurbílstjóri hjá KASK og vann í mjólkurstöðinni þar til að hann flutti til Siglufjarð- ar 1982. Þar vann hann hjá Þor- móði ramma. Til Hafnar flutti hann árið 2000 ásamt Svanhildi sambýliskonu sinni. Útför Óla verður gerð frá Hafnarkirkju á Höfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að eiga tengdaföður er oftast óumflýjanlegt, en að eiga tengdaföð- ur sem sálufélaga í gegn um sama áhugamál er ómetanlegt. Ástríða hans var hestar og útreiðar í góðum félagsskap. Ég var svo heppinn að verða samferða Óla síðustu æviár hans þar sem þessir hlutir tóku drjúgan hluta af tíma hans. Þar var hann heill og óskiptur við starf og leik. Þeir stytta sporin. Þeir stappa hófum og strjúka tauma úr lófum og glófum. Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél logar af fjöri undir söðulsins þófum. (Einar Ben.) Samferðamenn okkar í útreiðum geta verið sammála mér um að þess- ar ljóðlínur eigi vel við þegar við minnumst þessa heiðursmanns í framtíðinni. Þegar hann var kominn á bak góðum töltara var sem annar maður væri þar kominn. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Ben.) Takk fyrir samfylgdina. Snorri. Að morgni miðvikudagsins 2. nóv- ember síðastliðins fékk ég þær fréttir að Óli afi væri látinn. Það var að mörgu leyti gott að fá þær fréttir því enginn á að þurfa að upplifa kvalir líkt og hann gerði sína síðustu ævidaga. En þó er maður aldrei tilbúinn að missa fjölskyldumeðlim. Ég var ung að aldri þegar amma mín og afi skildu. Afi flutti fljótlega í burtu frá Hornafirði til Siglufjarðar. Ég hef oft hugsað um það að hann hefði varla getið farið lengra frá okkur. Þrátt fyrir ungan aldur á ég margar góðar minningar um afa minn á Hornafirði. Sérstaklega eru minnisstæðar ferðirnar inn í landið hans þar sem hann var með fjárhús. Þetta svæði var eins og ein stór gull- kista fyrir ærslafulla krakka að leika sér í. Afi leyfði okkur að hlaupa um fjárhúsið og oftar en ekki fóru kindurnar með stórt hlutverk í leiknum. Þá var biðin eftir lömbun- um á vorin ekki síður eftirminnileg. Skemmtilegast var auðvitað ef ein- hverjir heimalningar voru þar á sumrin. Það að fá að gefa litlu lambi pela var flott hlutverk fyrir ungar dömur sem tóku slíku „móðurhlut- verki“ fegins hendi. Og ekki má gleyma að minnast á heyskapinn hvert sumar, gleðin og fjörið var ólýsanlegt. Afi vann í mjólkurstöðinni, það þótti mér merkilegt starf. Mér finnst sem ég hafi bara heimsótt hann í vinnuna í gær. Hann stendur ljóslifandi fyrir mér í hvíta sloppn- um, hvítu stígvélunum og með hvíta hattinn. Oftar en ekki sátu þeir karl- arnir á kaffistofunni þar sem manni datt nú ekki í hug að fúlsa við kex- kökunum með súkkulaðinu ofan á. Stolt afastelpa sagði vinum sínum oft frá þessu mikilvæga starfi. Hann sá jú um það að búa til mjólkina, smjörið og ostinn. Allir öfunduðu mig af þessum heimsóknum og sennilega ekki síður af súkku- laðikexinu. Sumarið sem ég varð 12 ára fór ég með foreldrum mínum í heimsókn til afa á Siglufirði. Ég gleymi seint til- finningu minni þegar ég keyrði inn í þann annars ágæta bæ. Það var mér því að mörgu leyti mikill léttir þegar hann fluttist aftur til Hornafjarðar árið 2000. Afi minn var aftur kominn heim og ég var viss um að nú myndi honum líða vel. Þá er ég ekki síður ánægð með að þau afabörn hans sem búa þar fengu að kynnast hon- um og hafa hann hjá sér. Það er með söknuði sem ég kveð afa minn í dag. Minning um góðan mann mun ávallt lifa. Gunnhildur Stefánsdóttir. ÓLI SVEINBJÖRN JÚLÍUSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.