Morgunblaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Í DAG hefst í Norræna húsinu kvik-
myndadagskráin Criss Cross, sem
Nifca, Nordic Institute for Contem-
porary Art, hefur látið gera.
Hér er stefnt saman kvikmyndum
kvikmyndagerðarmanna og mynd-
listarmanna, sem og heimilda-
myndum, frá Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum.
Criss Cross-verkefnið beinir sjón-
um að hinni kvikmyndalegu nálgun,
í þeim tilgangi að undirstrika sam-
leikinn á milli heima kvikmynda-
gerðarlistar og myndlistar.
Criss Cross-verkefnið er í fimm
þáttum eftir viðfangsefni mynd-
anna, og verða tveir þeirra sýndir
hér, Social – Political og Film on
Film.
Í Social – Political þættinum er
sjónum beint að ástandi heimsins í
fortíð og nútíð, og því hvernig kvik-
myndagerðarmenn og listamenn
hafa brugðist við óreiðu hans.
Í Film on Film kemur fram mis-
munandi nálgun eða hugsun gagn-
vart ímyndum og sögu þeirra, og
þar er kannað á víðum grunni hvar
mörk hins sanna og falska liggja.
Hanna Styrmisdóttir, upplýsinga-
og verkefnafulltrúi Norræna húss-
ins segir að í dagskránni séu meðal
annars myndir þekktra kvikmynda-
gerðarmanna. „Myndin sem Lars
von Trier gerði í samstarfi við Jør-
gen Leth hefur ekki verið tekin til
almennra sýninga hér, en hún er
frábær og besta mynd von Triers
sem ég hef séð í langan tíma. Þarna
eru margar myndir sem alla jafna
koma ekki fyrir sjónir almennings,
og gaman að geta teflt þeim saman.“
Gestir geta komið hvenær sem er
á sýningartímanum, séð hluta
myndanna eða allar, eftir áhuga og
hentugleikum, en aðgangur er
ókeypis. Myndirnar eru sýndar með
enskum texta, en gert verður sýn-
ingarhlé um miðbik hverrar dag-
skrár.
Kvikmyndir | Norræna kvikmyndadagskráin Criss Cross í Norræna húsinu
Úr myndinni Five Obstructions, eftir Jørgen Leth og Lars von Trier.
Ein besta mynd Triers sýnd
TENGLAR
..............................................
http://www.nordice.is
The Five Obstructions,
eftir Jørgen Leth og Lars von
Trier
Heimildarmynd, Danmörk, 2003,
90 mín. (16 mm og vídeó).
Project for a Revolution,
eftir Johanna Billig
Myndlist, Svíþjóð, 2000, 2 x 3.11
mín. (DV)
Urban Fiction,
eftir Pia Rönicke
Myndlist, Danmörk, 2003, 21 mín.
( DVCam og Teiknimynd)
Helmut,
eftir Anri Rulkov
Heimildamynd, Eistland, 2001,
23 mín. (Beta SP)
Hot,
eftir Gintaras Makarevicius
Myndlist, Litháen, 1999, 12 mín.
(mini DV)
Been in Video,
eftir Annika Ström
Myndlist, Svíþjóð, 2001, 1,55 mín.
(DV)
White Flight,
eftir Mats Hjelm
Myndlist, Svíþjóð, 1997, 40 mín.
(DV, Beta SP, 16 mm)
Fast Forward / Fast Rewind,
eftir Stefan Otto
Myndlist, Svíþjóð, 2002 5.40 mín.
(Mini DV)
Whiteout,
eftir Kajsa Dahlberg
Myndlist, Svíþjóð, 2002,
2 mín. (DV)
Film on Film tekur um 3 ½ klst í
sýningu:
Í dag, laugardag 12. nóvember
Þriðjudaginn 15. nóvember
Fimmtudaginn 17. nóvember
Laugardaginn 19. nóvember
Allar sýningar hefjast kl. 13.
Film on Film
Hidden,
eftir David Aronowitsch, Hanna
Heilborn og Mats Johansson
Heimildamynd, teiknimynd,
Svíþjóð, 2002, 8 mín. (35 mm)
Who Hangs the Laundry?
eftir Hröbbu Gunnarsdóttur
Heimildarmynd, Ísland, 2001, 20
mín. (DV)
Der Fall Joseph,
eftir Petru Bauer
Myndlist, Svíþjóð, 2003, 47 mín.
(DVCam)
War on Paranoia,
eftir Jannicke Systad Jacobsen
Heimildarmynd, Noregur, 2003, 4
mín. (35 mm)
Three Poems by Spoon Jackson,
eftir Michel Wenzer
Heimildarmynd, Svíþjóð, 2003, 14
mín. (super 8)
Anagram,
eftir Anniku Eriksson
Myndlist, Svíþjóð, 2001, 7 mín.
(DV)
The Girl is Innocent,
eftir Arturas Raila
Heimildarmynd, Litháen, 1999,
17 mín. (míni DV)
Grandmother, Hitler and I,
eftir Carl Johan De Geer
Heimildarmynd, Svíþjóð, 2000, 17
mín. (35 mm)
Where Did They Disappear?
eftir Kristine Briede
Heimildarmynd, Lettland, 7 mín.
(DV)
A Little Red Dot,
eftir Jannicke Systad Jacobsen
Heimildarmynd, 2001, 5,16 mín.
(35 mm)
Habibti, My Love,
eftir Pernille Fischer Christensen
Stuttmynd, 2002, 30 mín. (35 mm)
Rocco Goes Berserk in Norway, eft-
ir Matias Faldbakken
Myndlist, Noregur, 2003, 4,35
mín. (DVD-video)
Social - Political tekur um 3 klst.
í sýningu:
Á morgun, sunnudag 13. nóvember
Miðvikudaginn 16. nóvember
Föstudaginn 18. nóvember
Sunnudaginn 20. nóvember
Allar sýningar hefjast kl. 13.
Social –
Political
GÍTARLEIKARINN Símon
H. Ívarsson heldur Flamenco-
tónleika á sunnudaginn í Þrúð-
vangi, Ála-
fossvegi 20 í
Mosfellsbæ
kl. 16.00.
Á tónleik-
unum mun
Símon bæði
leika fla-
menco-
tónlist eftir
þekkta fla-
menco-
gítarleikara,
eins og Paco de Lucia og Manu-
el Sanlucar, og hefðbundin Fla-
menco-lög í eigin útfærslu.
Spánn er eitt vinsælasta ferða-
mannaland Íslendinga, þar sem
margir hafa kynnst þessu tón-
listarformi. Það er hins vegar
ekki oft sem við heyrum fla-
menco-tónlist leikna á Íslandi.
Flamenco-tónlistin spratt
upp úr álíka aðstæðum og blús-
inn í Bandaríkjunum, þar sem
gjarnan var sungið um hið erf-
iða líf og von um bjartari fram-
tíð. Í flamenco eru um 67 ólík
tónlistarform og munu þau al-
gengustu hljóma á tónleik-
unum hjá Símoni. Það eru fla-
menco-form eins og Fandango,
Bulerias, Granadina, Rondeña,
Rumba Gitana, Colombiana o.
m.fl.
Þetta eru þriðju tónleikarnir
sem Símon heldur á árinu 2005
í Mosfellsbæ.
Flamenco-
tónleikar
Símon H.
Ívarsson
Í GALLERÍ 100° stendur yfir sýn-
ingin „Blástur“ þar sem getur að líta
verk Bryndísar Jónsdóttur. Galleríið
er til húsa í höfuðstöðvum Orkuveitu
Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 en til
þessa hefur sýningarsalurinn aðeins
verið opinn á virkum dögum. Ákveð-
ið hefur verið að hafa opið á laug-
ardögum kl. 13 til 17 á meðan á sýn-
ingu Bryndísar stendur, en sýning-
unni lýkur 26. nóvember. Nokkur af þeim verkum sem til sýnis eru í Galleríi 100°.
Opið í 100° á
laugardögum
BRYNDÍS Jónsdóttir hefur verið
þekktari fyrir leirlistaverk sín en
vinnu með gler en á sýningu hennar í
Orkuveitunni nú eru glerverk unnin á
síðustu tveimur árum. Bryndís hefur
tekið glerið föstum tökum eins og
leirinn og sýning hennar er heilsteypt
og falleg. Eitt af myndefnum hennar
á undanförnum árum hefur verið ís-
lenska fjármarkið og það eimir eitt-
hvað eftir af því í glerinu, þó að sá
myndskilningur sé að engu leyti
nauðsynlegur þegar verkin eru skoð-
uð. Gler og vatn, ís og eldur, þessir
grunnþættir íslenskrar náttúru end-
urspeglast í verkum hennar og er
undirstrikaður af ljósmyndum sem
listakonan hefur tekið af glermunum
sínum úti í náttúrunni. Myndirnar
þjóna að mínu mati sem stuðningur
við glerverkin, eins konar mynd-
skreyting við sýninguna en glermun-
irnir standa vel fyrir sínu án þeirra.
Gler Bryndísar er þykkt og massíft,
skúlptúráhrifin eru sterk og munirnir
hafa ekki notagildi, hér er ekki um
hönnun að ræða heldur er nálgun
Bryndísar höggmyndaleg. Bryndís
skoðar möguleika glersins í verkum
sínum, massa þess, litróf, ljósbrigði
og form, hún sýnir bæði lituð verk og
glær. Þegar henni tekst hvað best
upp eru form glersins mjúk og sterk
og það er líkt og skúlptúrinn andi í
takt við náttúruna. Framsetning
munanna vekur dálitla spurn en
Bryndís velur að útiloka dagsljósið og
sýna munina í ljósgeislum kastara.
Sérstaklega hvað varðar tengsl mun-
anna við náttúruna sem lögð er
áhersla á fyndist mér áhugavert að
sjá munina í dagsljósi, ekki síst glæru
verkin sem kannski myndu fá á sig
kaldan, bláan blæ íslensks vetr-
ardags. Ástæðan fyrir þessu er þó án
efa sú að nokkur verk eru lýst upp
neðan frá. Öll verkin eru sýnd á
svörtum stöplum og þar sem það á við
er gert gat í stöpulinn og upp um það
lýsir geisli sem lýsir verkin upp innan
frá. Áhrifin eru falleg og töfrum lík-
ust, ef til vill eru það einhverjir tékk-
neskir töfrar sem eru hér á ferð en
Bryndís dvaldi þar við glervinnu. En
þó að einhverjum eins og undirritaðri
finnist dagsljósið vanta er því ekki að
neita að útilokun þess eykur á drama-
tísk áhrif sýningarinnar og svartir, ei-
lítið hátíðlegir stöplarnir eru í sama
dúr. Það er ákveðin áræðni í massíf-
um en mjúkum formum Bryndísar,
glerið hefur augljóslega heillað hana
og áhrif þess ná að heilla áhorfand-
ann um leið.
Einar Marinó Magnússon
Í anddyri Orkuveitunnar getur síð-
an að líta litla sýningu á verkum járn-
smiðsins Einars Marinós Magn-
ússonar sem frá 1962 starfaði hjá
Hitaveitu Reykjavíkur, síðar Orku-
veitan. Hann er sjálfmenntaður í list-
um en hefur smíðað mikið af nytja-
hlutum í gegnum tíðina, þetta er
þriðja einkasýning hans. Einar var
nágranni Ásmundar Sveinssonar um
árabil og aðstoðaði hann við gerð
málmverka, en nokkur áhrif frá verk-
um Ásmundar má sjá í þessum litlu
en um margt skemmtilegu skúlptúr-
um Einars. Orka var báðum mönnum
hugleikin og hver veit nema áhrifin
hafi einnig gengið í hina áttina. Sér-
staklega ganga verk Einars ágætlega
upp þegar unnið er með formræna
þætti svo sem endurtekningu, hrynj-
andi og speglun en einnig má sjá í
þeim lifandi frásögn eins og þar sem
líkt er og skip sigli inn í hamar. Sköp-
unargleði, elja og gott handbragð ein-
kenna þessi verk Einars og hann er
vel sæmdur af þeim.
Andi glersins og sveigja málmsins
Morgunblaðið/RAX
Glerverk eftir Bryndísi Jónsdóttur.
MYNDLIST
Orkuveita Reykjavíkur
Blástur
Glerlist, Bryndís Jónsdóttir
Til 25. nóvember. Opið mánudaga til
föstudaga frá kl. 8.30–16.
Orkan og lífið
Skúlptúr, Einar Marinó Magnússon
Ragna Sigurðardóttir