Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 65

Morgunblaðið - 12.11.2005, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 65 LOKAHÓF Októberbíófest fer fram í kvöld þegar kvikmyndin Hostel verður heimsfumsýnd hér á landi. Viðstaddir verða ekki ómerkari menn en leikstjórinn og framleiðandinn Eli Roth og framleiðandinn Quentin Tar- antino auk leikaranna Dereks Rich- ardson og Eyþórs Guðjónssonar, sem leikur Íslendinginn Óla í myndinni. Fjórmenningarnir mættu á fjör- ugan blaðamannafund á Hótal Nor- dica við komuna til landsins í gær og léku við hvern sinn fingur. Roth mærði land og þjóð í hástert, en þetta er í fjórða sinn sem hann kemur hing- að til lands. Þó að ófullgert eintak myndarinnar hafi verið sýnt á kvik- myndahátíðinni í Toronto fyrr á árinu fannst Roth ekki koma annað til greina en að heimsfrumsýna hana hér á landi, en hún verður ekki sýnd í Bandaríkjunum fyrr en í janúar á næsta ári. Myndin byggist á sönnum atburðum að einhverju leyti og segir sögu þriggja bakpokaferðalanga sem lenda í afar óhugnanlegum að- stæðum. „Ég sá heimasíðu þar sem þú getur skráð þig og borgað 10 þúsund doll- ara fyrir að labba inn í herbergi og skjóta einhvern í höfuðið. Þetta leit allt saman mjög raunverulega út og hvort sem þetta var í alvöru eða ekki fór ég að velta fyrir mér þeim hlutum sem fólk er tilbúið að gera við hvert annað til að svala fýsnum sínum. Ég vildi gera mynd um þetta og gera það með augum bakpokaferðalanga. Þá fannst mér tilvalið að tengja einn ferðalanganna við Ísland,“ sagði Ís- landsvinurinn Roth. „Ég ræddi við háttsettan mann innan kvikmyndageirans hér á landi þegar ég var hér síðast og hann bað mig um að gera mynd sem end- urspeglaði menningu og þjóð. Mér fannst því tilvalið að kynna Íslend- inga fyrir samlöndum mínum gegn- um persónu Eyþórs sem er íslenskur vitleysingur sem sefur hjá fullt af stelpum. Eyþór er hin nýja ímynd Ís- lands, mér fannst kominn tími til að gefa Björk smá frí,“ Roth og við- staddir skellihlæja, sessunautar hans manna hæst. Fegurðardísir á McDonalds Tarantino sagðist hafa verið tals- vert fróður um Ísland fyrir gerð Hostel. „Vinkona mín, Heba Þór- isdóttir, sá meðal annars um förðun í Kill Bill. Hún var alltaf að hvetja mig til að heimsækja landið og sýna mér myndir og mig hefur langað að koma hingað í 10 ár. Ekki minnkaði áhug- inn þegar Roth sagði mér að hér ynnu meira að segja fegurðardrottn- ingar á McDonalds,“ segir Tarantino og skellihlær. „Ég er reyndar með tengingu við Ísland í Kill Bill en Budd, persóna Michael Madsen, drekkur mikið ís- lenskt brennivín, Svarta dauða,“ sagði Tarantino og bætti við að hug- myndin hafi orðið til þegar þeir Mad- sen sátu að sumbli með íslenskt brennivín um hönd og ræddu per- sónusköpun myndarinnar. „Þegar Budd selur persónu Darryl Hannah Hattori Hanzo-sverðið átti hann upphaflega að lýsa yfir hversu mikinn Svarta dauða væri hægt að kaupa fyrir söluþóknunina. Það var reyndar klippt út úr myndinni á end- anum.“ Eli Roth dvaldi hér á landi eitt sumar 19 ára gamall í sveit á Ingólfs- hvoli við Selfoss. „Ég á hest þar og við Tarantino eru mjög spenntir að komast á hestbak.“ Hann segir ólæknandi Íslandsáhuga sinn hafa kviknað í ferðinni og hann sæki jafn- framt innblástur í myndir sínar héð- an. Myndir Roths þykja flestar afar óhugnanlegar og ekki ætlaðar við- kvæmum. Hann segist ekki vita ástæðu þess hvers vegna hið hrylli- lega heilli hann svo mikið en hann hafi alla tíð verið áhugasamur um draugasögur og hryllingsmyndir. „Ég átti afar hamingjusama og eðlilega æsku og vinir mínir sem eru í hryllingsmyndabransanum eru in- dælasta fólk. Ég held að ef ég hafði verið alinn upp við ofbeldi og hrylling væri ég að gera rómantískar gam- anmyndir.“ Þeir Tarantino eru sammála um að ofbeldi og hryllingur séu nauðsynleg framvinda í kvikmyndum og Tarant- ino tekur svo djúpt í árinni að fullyrða að það hafi verið tilgangur Edisons með uppfinningu á myndavélinni. „Öll saga okkar Bandaríkjamanna er drifin áfram af ofbeldi og svo er enn í dag. Munurinn er að við sýnum gerviútgáfu af ofbeldinu. Alvöru of- beldið geturðu séð í fréttunum á hverju kvöldi,“ sagði Roth. Myndin var bönnuð börnum yngri en 18 ára í Bandaríkjunum og sagðist Roth vera hæstánægður með það. „Ég var dauðhræddur um að myndin yrði bönnuð með öllu,“ segir Roth. „Sérstaklega þar sem rassinn á Eyþóri sést vel í myndinni. Ég var viss um að hún yrði bönnuð!“ gantast Tarantino. Afeitrun í Laugum Eyþór segir það hafa verið stór- skemmtilega upplifun að leika í Hollywood-mynd en segist ekki huga á frekari landvinninga í draumaborg- inni. Roth segist þó ekki sammála og segir að eftir sýningu Hostel muni stjarna Eyþórs skína svo skært að hann komi ekki til með að hafa efni á að hafa hann í fleiri myndum. „Fullt af setningum í myndinni eiga eftir að festa sig í sessi og flestar þeirra segir Eyþór,“ segir Tarantino og Roth tekur undir. „Það var haldin prufusýning í Bandaríkjunum fyrir örfáar hræður og fólk byrjaði strax að vitna í mynd- ina að henni lokinni. Ég vissi að tak- marki mínu var náð þegar ég heyrði venjulega bandaríska háskólanema koma gangandi út úr bíóhúsinu segj- andi orðið „snípur“ á íslensku,“ sagði Roth og uppskar roknahlátur við- staddra. Þeir félagar sögðust eiga skemmti- lega Íslandsför í vændum en hluti dagskrárliða væri þeim hulinn. „Mér skilst að hver dagur hefjist á afeitrun í Laugum,“ segir Roth og allir hlæja. „Ég vona svo bara að Íslendingum líki myndin svo mér verði ekki mein- aður aðgangur að landinu. Ólíkt Bobby Fischer,“ sagði leikstjórinn að lokum. Kvikmyndir | Eli Roth og Quentin Tarantino eru staddir hér á landi að kynna Hostel Vona að Íslending- um líki myndin Ísleifur hjá Októberbíófest, leikstjórinn Roth, Tarantino sjálfur, leikararnir Eyþór og Derek ásamt Chris Briggs. Morgunblaðið/Kristinn Tarantino var ánægður með að vera loksins kominn hingað til lands. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Aðeins verða tvær sýningar á Hostel auk forsýningarinnar, á sunnudag og mánudag í Regnboga klukkan 20 og eru örfáir miðar eft- ir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.