Morgunblaðið - 15.11.2005, Side 1

Morgunblaðið - 15.11.2005, Side 1
Tónað inn í aðventuna Draumurinn að Vesturbærinn eignaðist listahátíð | Menning 24 Bækur og Íþróttir í dag Bækur | Skáldsaga Ara Trausta  Þrjár barnabækur Sigrúnar Eldjárn Argóarflísin  Það sem Hómer þagði um Íþróttir | Hjálmar bíður svars  Ólöf María og Ragnhildur á úrtökumót  Margrét Lára hafnaði tilboði Berlín. AFP. | Flokksþing tveggja stærstu stjórn- málaflokkanna í Þýskalandi samþykktu stjórn- arsáttmála þeirra með miklum meirihluta at- kvæða í gær. Er nú ekkert því til fyrirstöðu að Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, taki við þýska kanslaraembættinu, fyrst kvenna. Merkel sagði þegar hún mælti fyrir sáttmál- anum að Kristilegir demókratar ættu einskis annars úrkosti en að samþykkja stjórnarsam- starf við gamla keppinauta sína í Jafnaðar- mannaflokknum (SPD). Þrátt fyrir nokkrar til- slakanir í stjórnarsáttmálanum hefðu Kristilegir demókratar ekki þurft að falla frá meginmarkmiðum sínum. Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, sagði á flokksþingi jafnaðarmanna að þeir gætu vel við unað þar sem þeir yrðu öflugir í samsteypu- stjórninni og færu með mikilvæga málaflokka. Stjórnar- sáttmáli samþykktur SVO virðist sem í sumar hafi allt að fjórðungi rjúpuunga ekki komist á legg á Norður- og Austurlandi og hugsanlega einnig á Vesturlandi. Þessi viðkomubrestur rjúpunnar ásamt skotveiði gæti orðið til þess að draga verulega úr hinni miklu upp- sveiflu sem verið hefur í stofninum undanfarin tvö ár. Þetta segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Þessar niðurstöður byggjast á rannsóknum Ólafs á rjúpnavængjum sem veiðimenn hafa sent Náttúru- fræðistofnun en slíkar rannsóknir hafa verið gerðar í áratugi. Uppsveiflan í rjúpnastofninum hefur varað í tvö ár. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur að reynslan sýndi að í uppsveifluárum hefðu að jafnaði 80% af þeim fuglum sem eru skotnir að hausti verið ung- ar frá sumrinu á undan. „Ungarnir hafa borið uppi aflann,“ sagði hann. Nú er annað upp á teningnum. „Á sumum svæðum er jafnvel meira en helmingurinn af þeim fuglum sem menn hafa verið að skjóta fullorðnir fuglar. Í heildina tekið eru um 60– 70% fuglanna ungfuglar,“ sagði Ólaf- ur. Sýni frá Vestfjörðum og Suður- landi bentu á hinn bóginn til eðli- legra aldurshlutfalla. Í kulda- og vætutíð komast færri ungar á legg en ella og virðist það hafa orðið raunin í sumar. Við talningar á rjúpuungum á Norðausturlandi í ágúst kom í ljós að um sjö ungar höfðu að meðaltali komist á legg en í uppsveifluári hefði verið eðlilegt að þeir væru átta. Nú virðist sem færri ungar hafi komist á legg á Norðurlandi, Austurlandi og hugsanlega Vesturlandi og afföllin hafi jafnvel verið meiri en á Norð- austurlandi. Ólafur hefur mestar áhyggjur af því að afföllin, ásamt veiðinni, leiði til þess verulega dragi úr vexti stofnsins sem hafi verið gríðarmikill undanfarið. Vantar vængi Ólafur biður veiðimenn að klippa vængina af veiddum rjúpum og senda til stofnunarinnar ásamt nafni veiðimanns og upplýsingum um hvar fuglinn var skotinn. Sérstaklega vantar vængi frá Vestjörðum, Vest- urlandi og Suðurlandi. Á morgun heldur Ólafur fyrirlest- ur um ástand rjúpnastofnsins og áhrif friðunar og hefst hann klukkan 12:15 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Rannsókn sýnir viðkomubrest hjá rjúpum víða um land Mikil afföll urðu á rjúpuungum í sumar Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BLÓÐSJÚKDÓMUR sem eingöngu leggst á mink hefur komið upp á tveimur loðdýrabúum í Skagafirði og verður að skera niður öll dýr á búun- um af þeim sökum, um 2.000 læður, auk þess sem komið er að slátrun á hvolpum á búunum sem eru tæplega 10 þúsund talsins. Sjúkdómurinn er land- lægur hér á landi í villimink og víðast hvar erlendis, en hefur ekki komið upp í loð- dýrabúi hér á landi frá árinu 1996, að sögn Einars E. Einarsson- ar, loðdýraræktarráðanautar hjá Bændasamtökum Íslands. Einar sagði að sjúkdómurinn héti Plasmacytosis. Hann væri í villta stofninum hér á landi og nú væri bú- ið að staðfesta að hann hefði komið upp á einu búi hér og annað bú lægi sterklega undir grun. Þetta hefði verið landlægt á búum hér á landi fyrr á árum og væri mjög þekktur sjúkdómur á búum erlendis. Sjúk- dómurinn væri hægfara og áður fyrr hefðu menn reynt að búa við hann. Árið 1982 var hins vegar ákveðið að skera niður stofninn á þeim þrem- ur búum sem þá hefðu verið eftir í landinu, en þau hefðu öll verið sýkt, og reyna að losna við sjúkdóminn. Það hefði tekist að mestu því ekkert tilfelli hefði kom- ið upp fyrr en árið 1996 þar til svo aftur nú. Einar sagði að ekki væru til nein lyf við þessum sjúk- dómi og viðbrögðin væru að skipta um dýrastofn í lok framleiðslutímabilsins. Um tilfinnanlegt tjón væri að ræða þegar skera þyrfti niður stofna. Alls eru loðdýrabændur í landinu 29 og þar af eru minkabú 24 talsins. Einar sagði að sjúkdómurinn legðist eingöngu á mink og væri mjög út- breiddur í villtum mink, sérstaklega norðanlands en minna sunnanlands. Þannig hefðu 19 af 20 sýnum sem síðast hefðu verið tekin úr villtum mink í Skagafirði verið sýkt. Skera þarf 2.000 minkalæður vegna blóðsjúkdóms Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is London. AFP. | Moon Unit, dóttir bandaríska söngvarans og lagahöfundarins Franks Zappa, er efst á lista yfir furðuleg nöfn, sem frægt fólk hefur gefið börnum sínum, sam- kvæmt könnun sem birt var í gær. Dweezil, sonur Zappa, er í sjöunda sæti. Í öðru sæti er Apple, dóttir Chris Martins, söngvara Coldplay, og leikkonunnar Gwyneth Paltrow. Á eftir henni koma Misty Kyd (dóttir Sharleen Spiteri, söngkonu Texas), Geronimo (sonur Alex James, bassagítarleikara Blur) og Heavenly Hirani Tiger Lily (dóttir Michaels Hutchence, fyrrverandi söngvara INXS). Moon Unit furðu- legasta nafnið BYGGINGAVERKAMAÐUR beið bana í skriðu sem féll á ný- byggingu í úthverfi Bergen í gær eftir eitt mesta úrhelli í manna minnum í Noregi. Sex félögum hans var bjargað úr húsinu sem sópaðist af grunninum eins og sjá má á myndinni. Um 30 vegir lokuðust af völd- um flóða og skriðufalla á vest- urströnd Noregs. Um 3.000 manns voru án vegarsambands í gærkvöldi, að sögn norska rík- isútvarpsins, og um 50 bílar lok- uðust inni í veggöngum. Um 2.000 heimili voru án rafmagns. Hjónum og barnabarni þeirra var bjargað úr húsi sem varð fyrir aurskriðu og þrettán önnur hús voru rýmd vegna hættu á skrið- um. Allar lestarsamgöngur milli Bergen og Óslóar lögðust niður og fólk var hvatt til þess að nota ekki bíla. | 19 SCANPIX Mikið úrhelli veldur usla í Noregi ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 310. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.