Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Elizabeth Town kl. 5.30 - 8 - 10.30 Litli Kjúllinn (Chicken Little) kl. 6 Ísl. tal Tim Burton´s Corpse Bride kl. 8 - 10 Wallaze & gromit kl. 6 enskt tal Four Brothers kl. 10 b.i. 16 ára Cinderella Man kl. 10 b.i. 14 ára „Hreint listaverk!“ - Fréttablaðið OKTÓBERBÍÓFEST DV   topp5.is  S.V. / MBL Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Toppmyndin í USA. Innocent Voices • Sýnd kl. 5,30 Drabet (Morðið) • Sýnd kl. 8 The Merchant of Venice • Sýnd kl. 10 Grizzly Man • Sýnd kl. 8 Hip Hip Hora ! • Sýnd kl. 6 The Child (L´enfant) • Sýnd kl. 8  H.J. / MBL Fákeppnin hefur löngum settmark sitt á Edduna, hin ár-legu verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar. Hún hefur smám saman lagað sig að aðstæðunum með tiltækum ráðum, m.a. hafa leikaraflokkarnir verið skornir nið- ur um helming og aukið við vægi sjónvarpsins. Sem er engan veginn heppileg leið en nauðsyn brýtur lög. Akademían vill halda sig við árlegar úthlutanir og þá eru góð ráð dýr og sú hætta er vissulega yf- irvofandi að Eddan deyi drottni sín- um fyrr en síðar ef hún minnir ekki á sig árlega. Sjálfsagt eru flestir sammála um að slíkt slys verði að fyrirbyggja þrátt fyrir fórn- arkostnaðinn. Verðlaunin eru hvetjandi fyrir alla sem að grein- unum koma, vegsemd fyrir sig- urvegarana og oftast bærileg af- þreying sem hefur lagast með árunum. Samt sem áður yrði hátíð- in mun ásjálegri ef útsendingin væri stytt verulega. Hún tók hart- nær hálfan þriðja tíma á sunnu- dagskvöldið og var orðin býsna langdregin. Lopinn teygður með mislukkuðum óþarfa eins og minn- ingum úr fortíðinni sem hefðu flest- ar mátt missa sig. Þó svo að það teljist óvænt og hlýleg sjón, ekki síst í ljósi sögunnar, að sjá Baltasar og Friðrik Þór kyssast, mættu kynningarnar og ræðumennirnir gjarnan vera skorinortari.    Í upphafi, árið 1999, voru hefð-bundnu flokkarnir níu og til- nefningarnar flestar sóttar í kvik- myndageirann, í ár töldust þeir fimmtán og í fljótu bragði sýnist mér að kvikmyndirnar sitji einar að aðeins einum flokki á meðan sjón- varpsflokkarnir eru fjórir og sam- eiginlegir sjö. (Að auki eru veitt verðlaun fyrir bestu stuttmynd, heimildarmynd, tónlistarmyndband og Heiðursverðlaun.) Sigurveg- ararnir í báðum leiklistarflokk- unum komu úr sjónvarpinu. Afhendingin í gærkvöldi var sú sjöunda í röðinni og gekk snurðu- laust fyrir sig undir stjórn Þor- steins Guðmundssonar kynnis og útsendingarstjórnar Hauks Hauks- sonar. Auk þess sem sjónvarpsgeir- inn setti mark sitt á kvöldið sveif Zik Zak kvikmyndagerð og mun al- þjóðlegri blær yfir vötnunum og það sem er enn ánægjulegra, hlutur kvenna var áberandi mikill og glæsilegur. Í annað skipti skaraði mynd eftir Dag Kári fram úr keppinautunum. Voksne mennesker hlaut fern verð- laun, þar af aðalverðlaunin sem Besta mynd ársins og Dagur Kári var kjörinn Besti leikstjóri ársins. Slík tvenna er mjög eðlileg en alls ekki sjálfgefin og var einkar vel við hæfi í ár – þó svo að hin dansk/ íslenska Voksne mennesker, standi Nóa Albinóa að baki. Dagur hreppti einnig verðlaun fyrir Besta handrit ársins og Slow Blow fyrir tónlistina í flokknum Besta hljóð og tónlist. Ilmur og Pálmi höfðu litla sam- keppni á leiklistarsviðinu, þrátt fyr- ir að bæði séu verðlaunuð fyrir leik í sjónvarpsþáttum. Þau eru frábær- ir gamanleikarar, en valið segir okkur einnig sitt um gæði hlutverk- anna í bíómyndum ársins. Töframaður Reynis Lyngdals hafði sigur yfir Ég missti næstum vitið og Þröngri sýn, tveim virki- lega verðugum keppinautum sem erfitt er að gera upp á milli. Stelp- urnar stóðu uppi sem sigurvegarar í flokknum Leikið sjónvarpsefni. Þessi fjallbratta og fyndna þáttaröð með Ilm í fararbroddi (hún státar reyndar af engu síðri karlleik- urum), hafði betur en Latibær, sem margir veðjuðu á. Stelpurnar eru vel studdar af Sigurjóni handrits- höfundi og Óskari leikstjóra – sem mætti að ósekju bregða sér af og til fram fyrir tökuvélarnar.    Mesta spennan á þessum bæsnerti í flokkinn Heimild- armynd ársins, þar voru fjórar, góðar myndir tilnefndar. Í mínum huga skarar perlan Undir stjörnu- himni talsvert fram úr keppinaut- unum, en fáir þekkja myndina sem sýnd var í örfá skipti á hátíð. Rit- höfundur með myndavél er einnig sérlega minnisstæð (framleiðandi tveggja síðasttöldu er Hrönn Krist- insdóttir, sem stendur á bak við fjölda gæðamynda í ár sem endra- nær). Ragnar í Smára var fagleg mynd sem einnig hefði sómt sér vel sem sigurvegari. Það var hinsvegar Africa United, hið bráðsmellna „mocumentary“ Ólafs Jóhann- essonar sem stóð uppi með Eddu litlu. Hún er langþekktust mynd- anna, það hefur hjálpað, engu að síður er Ólafur margbúinn að sanna sig sem heimildarmyndagerð- armaður og er vel að heiðrinum kominn. Að auki hefði hann gjarn- an mátt sigra fyrir Besta handritið (Africa United). Sjálfstætt fólk reis að venju upp úr flokknum Sjónvarpsþáttur árs- ins, það kom hins vegar á óvart að Út og suður var ekki einu sinni til- nefndur, Gísli talar reyndar ekki við glanstímaritshringinn, sem bet- ur fer. Þá er komið að rúsínunni í pylsu- endanum, Silvíu Nótt (Ágústu Evu Erlendsdóttur), sem sigraði tvöfalt; í flokknum Sjónvarpsmaður ársins og Sjáumst með Silvíu Nótt var kjörinn Skemmtiþáttur ársins. Hún hefur vafalaust ofboðið við- kvæmum sálum þegar hún tók við verðlaununum og þögn sló á salinn. Hún bjargaði líka hátíðinni frá því að falla samstundis í gleymsku og dá. Nóttin getur bjargað kvöldinu. Dagur og Nótt bjarga kvöldinu ’Ilmur og Pálmi erufrábærir gamanleik- arar, en valið segir okk- ur einnig sitt um gæði hlutverkanna í bíó- myndum ársins.‘ AF LISTUM Sæbjörn Valdimarsson Silvía Nótt bjargaði hátíðinni frá því að falla samstundis í gleymsku og dá. saebjorn@heimsnet.is FYRSTA myndin af Thomas Haden Church í hlutverki Sandmannsins eða Flint Marko í þriðju myndinni um Kóngulóarmanninn hefur nú komið fyrir sjónir almennings. Church vakti mikla athygli fyrir leik sinn í Sideways og verður gaman að sjá hann í hlutverki þessa illmennis. Myndirnar um Peter Parker hafa notið mikilla vinsælda og verður Kóngulóarmaðurinn 3 frumsýnd 4. maí 2007 um allan heim. Sandmaðurinn afhjúpaður Thomas Haden Church í hlutverki Sandmannsins. TEIKNIMYNDIN um Unga litla (Chicken Little) hefur hreiðrað um sig á toppi banda- ríska bíólistans en myndin var aðsókn- armesta myndin þar vestra aðra vik- una í röð. Í öðru sæti varð ævintýramyndin Zathura: A Space Adventure og í því þriðja tryllirinn Derailed, sem skart- ar þeim Clive Owen og Jennifer An- iston. Sú síðarnefnda þykir sýna á sér nýja hlið í myndinni en hún er þekktust fyrir leik sinn í gam- anmyndum sem og sjónvarps- þáttunum sívinsælu Friends. Fjórða aðsóknarmesta myndin þessa vikuna var Get Rich or Die Trying, mynd byggð á skrautlegri ævi rapp- arans og Íslandsvinarins 50 Cent. Í 10. sæti listans var svo myndin Hroki og hleypidómar (Pride and Prejudice) sem gerð er eftir samnefndri sögu Jane Austen. Gengi mynd- arinnar þykir gott miðað við að hún var einungis sýnd í 215 kvikmyndahúsum. Til glöggvunar má nefna að Zathura var sýnd í 3.223 bíóum og Derailed í 2.441 bíói. Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar í bíóhúsum í Bandaríkjunum Ungi litli er steinhissa yfir vin- sældum sín- um í Bandaríkj- unum. Unginn hreiðrar um sig á toppnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.