Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR Klæddu þig vel Ný sending Kápur, jakkar, dragtir, skinnkragar og bolir Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16Christa NÝTT KORTATÍMABIL Krýsuvík | Krýsuvíkursamtökin hafa undanfarin ár átt í samstarfi við Menntaskólann í Kópavogi, sem felst í því að skjólstæðingar Krýsu- víkursamtakanna í meðferðarstöð- inni í Krýsuvík eiga kost á kennslu í fögum til stúdentsprófs. Hefur þessi kennsla, sem er þó með örlítið þéttara sniði en hefðbundin kennsla til stúdentsprófs, gengið afar vel og hafa margir skjólstæðingar notið góðs af henni, að sögn aðstandenda verkefnisins. Helgi Kristjánsson, aðstoðar- skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, kveðst afar ánægður með starfið sem unnið er í Krýsuvík. „Undanfarin ár höfum við sent fjóra kennara suður eftir til að kenna, tvo og tvo í einu. Þeir eru þarna í fjóra tíma þá daga sem þeir eru og kenna fólki m.a. ensku, félagsfræði, stærð- fræði og íslensku auk tölvufræði og sænsku,“ segir Helgi og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi gefið af- skaplega góða raun og bæði kenn- arar og nemendur auk aðstandenda Krýsuvíkursamtakanna hafi verið ánægðir. Helgi segir fólk vera á mjög mis- munandi stigi hvað varðar nám þeg- ar það kemur til meðferðar í Krýsu- vík. „Þegar við komum þarna á haustin höldum við fund með skjól- stæðingum samtakanna og staða þeirra er athuguð. Þá er athugað hver styrkleikinn er, t.d. í ensku, hvort þeir séu að byrja, lengra komnir eða mjög færir. Síðan er þeim fengið námsefni og annað í samræmi við styrkleikann,“ segir Helgi. „Ég mætti þarna síðasta haust og fylgdist með hvernig þetta fór fram og það vakti athygli mína að fólk mat sjálft sig yfirleitt lægra en raunhæft var. Það vildi þá byrja lægra en það í rauninni gat og vildi frekar bæta á sig seinna.“ Stærðfræðiástríða vaknar Ánægjulegur árangur markar spor verkefnisins að mati Helga. „Nú í vor útskrifaðist ein stúlka sem var þarna sem stúdent og það var alveg yndislegt og mikill sigur að útskrifa hana,“ segir Helgi. „Hún hafði átt eitthvað af frönsku eftir og lærði hana hjá okkur og árangurinn var slíkur að hún vann til verðlauna. Það kom henni mjög á óvart. Þarna höfum við líka m.a. fengið einhverja bestu stærðfræðinga sem við höfum kennt. Þeir hafa alveg heillast af stærðfræðinni. Fíknin er óháð and- legum gjörvuleika. Þetta er oft mjög vel gefið fólk sem lendir í þessu. Það er því þeim mun ánægju- legra að horfa á það ná bata. Það er grunnurinn að því að byggja upp einstaklinginn svo hann geti starfað í samfélaginu að hann setjist niður og fari að takast á við ný og ögrandi verkefni.“ Námsfyrirkomulagið felst í stutt- um lotum sem teknar eru, þar sem heilir dagar eru lagðir undir eitt fag og nemendur undirbúa sig „heima“ á milli. „Þetta er þéttur pakki, en við ofbjóðum þeim ekki,“ segir Helgi. „Sumir eru að ná hefðbundn- um áföngum á framhaldsskólastigi á meðan aðrir eru að byggja upp grunninn til að hefja nám á fram- haldsskólastigi. Við höfum þurft að takast á við mjög ólík verkefni og þetta hefur verið mikill skóli fyrir kennarana og nýr heimur sem þeir eru að kynnast þarna.“ Hefur tvímælalaust meðferðaráhrif Undir orð Helga tekur Þorgeir Ólafsson, forstöðumaður á meðferð- arheimilinu í Krýsuvík, og bætir við að það sem sér þyki best við verk- efnið sé að finna þann mikla áhuga hjá MK til að koma inn í baráttuna gegn vímuefnavandanum. „Það sem þetta þýðir hér er að þetta hefur svo mikið meðferðarlegt gildi til að auka getu, styrk, þroska og hæfni einstaklinganna,“ segir Þorgeir. „Þetta er nánast þriðjungur af okk- ar starfi að vera með þennan skóla og það hefur sannað sig að það fólk sem fer í gegnum skólann er með meiri árangur en þeir sem fara ekki.“ Nokkrir skjólstæðingar Krýsu- víkursamtakanna hafa lokið stúd- entsprófi frá MK og segir Þorgeir að nokkrir skjólstæðingar hafi einn- ig farið í nám í beinu framhaldi af því aukna sjálfstrausti og von sem þeir fengu við það að sitja áfanga og ná árangri. „Þetta hefur tvímæla- laust meðferðaráhrif á þessa ein- staklinga og ég hugsa að það sé 50% meiri árangur hjá þeim sem hafa farið þessa leið,“ segir Þorgeir. „Hingað koma einstaklingar með brotna sjálfsmynd og brostið sjálfs- traust. Þetta hefur því mikla þýð- ingu fyrir þá og ef við horfum á þetta í stóru myndinni er þetta einn þáttur í því að vera eins framsækinn og við erum, að taka inn mennta- kerfið, því án menntunar ertu ekki í sömu sporum.“ Þorgeir segir það lýsa miklum kjarki hjá MK að koma með þetta innlegg í meðferðarúrræðin. „Þeir vinna líka á Litla-Hrauni og fleiri stöðum. Þeir leggja mikið inn í þetta og árangurinn er eftir því,“ segir Þorgeir. „Þeir eru metnaðar- fullir og það starf sem þeir inna af hendi er mjög óeigingjarnt. Þeir eru persónulega fléttaðir inn í þetta og það gefur okkur styrk til að halda áfram þegar við fáum svona að- stoð.“ Skjólstæðingar í Krýsuvík njóta góðs af kennslu Menntaskólans í Kópavogi til stúdentsprófs Fíknin er óháð andlegum gjörvuleika Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Áhugasamir nemendur Krýsvíkingar heimsóttu Njáluslóðir í fræðsluferð á dögunum og höfðu af því ánægju. SUÐURNES LANDIÐ Öræfi | „Mér finnst athyglisvert að þótt þeir bræður séu komnir á þenn- an aldur, láta þeir ekkert stöðva sig við mælingarnar. Vísindin eru svo mikilvæg,“ segir Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Hann fór með Helga og Hálfdáni Björnssonum á Kvískerj- um í haustmælingar á jöklum. Helgi er áttræður og Hálfdán 78 ára. Breiðamerkurjökul og Fjallsár- jökul. Stórt lón er fyrir framan jökulinn. Þeir réru yfir Breiðárlón á árabátnum Svani og gengu síðan nokkra kílómetra. Ekki var hægt að komast alveg að jöklinum til að mæla hversu mikið hann hefur hop- að. En þá dró Helgi fjarlægðarkíki upp úr pússi sínu og mældi stöðu jökulsporðsins. Fjölskyldan á Kvískerjum hefur mælt skriðjökla í austurhluta Öræfa í tæp sjötíu ár. Fyrst stundaði Björn Pálsson, faðir Kvískerjabræðra, mælingarnar, þá Flosi Björnsson og Helgi Björnsson hefur annast mæl- ingarnar fyrir Jöklarannsókna- félagið frá árinu 1988. Ragnar slóst í för með Helga og Hálfdáni þegar þeir fóru að mæla Láta ekkert stöðva sig við vísindastörfin Ljósmynd/Ragnar Frank Kristjánsson Tækni Helgi Björnsson notar fjarlægðarkíki til að mæla stöðu jökul- sporðs Breiðamerkurjökuls. Feðgarnir hafa mælt jöklana í tæp sjötíu ár. Á Svani Hálfdán og Helgi Björnssynir á leið yfir Breiðárlón í mælingaleiðangri sínum. Hálfdán er undir árum á Svani. Bárðardalur | Tíðarfarið í Suður- Þingeyjarsýslu hefur verið erfitt í haust og mikil úrkoma. Upp úr 20. september byrjaði að snjóa í Bárð- ardal og þar hefur lítið þiðnað síð- an og alltaf bætt á. Þar hafa verið jarðbönn og allur búpeningur á gjöf. Kristlaug Pálsdóttir, bóndi í Engidal, lætur tíðarfarið lítið aftra sér og hefur verið önnum kafin í haustverkum að undanförnu. Hún viðrar ærnar daglega og reykhúsið þarf sinn tíma, sérstaklega þegar oft þarf að moka sig inn í fann- fergið sem sest hefur að öllum hús- um. Á myndinni má sjá Kristlaugu með væn sauðalæri, en hún reykir við tað og gulvíði sem gefur kjötinu ómissandi bragð. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Snjóþungt í Bárðardal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.