Morgunblaðið - 15.11.2005, Page 10

Morgunblaðið - 15.11.2005, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GEIR H. Haarde utanríkisráðherra segist ekki vita annað en að Banda- ríkjastjórn hafi fullan hug á að efna varnarsamning Íslands og Banda- ríkjanna; útfærsluna eigi hins vegar eftir að finna. Hún myndi vonandi finnast í þeim varnarviðræðum sem framundan væru. Þetta kom fram í umræðum um varnar- og öryggismál í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi umræðunnar. Hún kallaði þar eftir nánari skýringum á ummæl- um Halldórs Ásgrímssonar, forsætis- ráðherra og formanns Framsóknar- flokksins, á miðstjórnarfundi flokksins fyrir helgi. Þar sagði Hall- dór m.a. að stjórnvöld myndu aldrei neyða Bandaríkjamenn og herinn til að vera hér ef þeir vildu það ekki. Ingibjörg sagði að skilaboðin í ræðu Halldórs væru óljós og spurði hvort hann væri að búa þjóðina undir það að samningar myndu ekki takast við Bandaríkjamenn eða hvort skila- boðin væru þau að niðurstaða varn- arviðræðnanna yrðu á skjön við upp- hafleg samningsmarkmið ríkisstjórn- arinnar; um að hér ættu að vera fjórar orrustuþotur. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var gerður árið 1951 og rann bókun, sem gerð var við hann árið 1996 um framkvæmd samnings, út árið 2001. Halldór sagði í umræð- unum í gær að það væri ljóst að við- ræðurnar um frekari framkvæmd samningsins hefðu tekið langan tíma. Hann sagði að ríkisstjórnin teldi að sýnilegar varnir þyrftu að vera hér á landi og að hann hefði ítrekað það á fyrrgreindum fundi framsóknar- manna. Öryggis- og varnarmál þjóð- arinnar skiptu máli. „Ég var líka að lýsa yfir óánægju með það hversu hægt [varnarviðræðurnar] gangi. Ég tel að þeir aðilar í Bandaríkjunum, sem telja ekki nauðsynlegt að hafa þær varnir sem hér eru núna, hafi verið alláhrifamiklir í þessu máli. Og það er engin launung að því að það eru skiptar skoðanir um þessi mál af hálfu bandarískra stjórnvalda.“ Vonir um viðunandi farveg Geir H. Haarde sagði að varnarvið- ræðurnar gengju hægar og að lengra væri á milli aðila, heldur en gert hefði verið ráð fyrir í upphafi. „Við gerum okkur áfram vonir um að það verði hægt að koma þessum málum í far- veg sem er viðunandi fyrir báða að- ila,“ sagði hann og bætti því við, eins og áður kom fram, að hann vissi ekki annað en að Bandaríkjastjórn hefði fullan hug á því að efna varnarsamn- inginn; útfærsluna ætti hins vegar eftir að finna. „Hún mun vonandi finnast í þeim samningaviðræðum sem framundan eru.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði að óvissan um varnarviðræðurnar væri óþolandi og að skilaboðin frá íslenskum stjórn- völdum hefðu aftur og aftur verið misvísandi. Hann sagði að varnar- þáttur viðræðnanna væri vissulega ákaflega mikilvægur en það sama mætti segja um atvinnuþáttinn, þ.e. atvinnuhagsmunir íbúa Suðurnesja. Þar ættu um sjö hundruð manns lifi- brauð sitt af Varnarliðinu. Hjálmar Árnason, þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði ólíðandi að Bandaríkjamenn skyldu hafa dregið lappirnar í þessu máli. Hann sagði að Bandaríkjamenn virt- ust hafa verið afar tregir í taumi til að endurnýja samninginn. Hann sagði ennfremur að óvissunni þyrfti að eyða – ekki síst vegna atvinnuhags- muna Suðurnesjabúa. „Ef Banda- ríkjamenn vilja fara, þá eiga þeir að sjálfsögðu að segja það beinum orð- um þannig að hægt sé að bregðast við og eyða þar með þessari óvissu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, kvaðst hafa glaðst í hjarta sínu þegar hann heyrði að Halldór hefði sagt á mið- stjórnarfundinum að Íslendingar yrðu að treysta betur samband sitt við Evrópuríki, ef samskiptin við Bandaríkjamenn myndu veikjast með einhverjum hætti. Magnús Þór kvaðst sjálfur hafa viðrað þessa skoð- un fyrir nokkru. Hann sagði að ná- grannar okkar í Evrópu hlytu að hafa ákveðinna hagsmuna að gæta í Norð- ur-Atlantshafi. Það mætti því hugsa sér samvinnu við þá á vissum sviðum varnarmála. Óþörf hernaðarumsvif Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að umrædd um- mæli Halldórs mætti m.a. skilja á þann veg að menn hefðu í varnarvið- ræðunum verið að biðja herinn um að vera hér á landi, þótt hann vildi það ekki. Þá sagði Steingrímur að orðin: „sýnilegar varnir“ væru kurteisleg orð yfir það að vilja halda í herinn og fjórar gamlar og óvopnaðar F-15 orr- ustuþotur. Hann sagði að forsætis- ráðherra hefði ekki stuðning Vinstri grænna til þess að halda í herinn enda væri fáránlegt að reyna að ríg- halda í fullkomlega óþörf og ástæðu- laus hernaðarumsvif á Íslandi – án nokkurs sýnilegs tilgangs. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaðst ekki skilja hvers vegna Ingibjörg Sólrún gerði veður út af umræddum um- mælum Halldórs á flokksstjórnar- fundi; nær væri að formaður Sam- fylkingarinnar upplýsti um stefnu síns flokks í varnarmálum. Sú stefna væri óljós. Ingibjörg Sólrún sagði hins vegar í lok umræðunnar, að eng- in svör hefðu fengist um það hver skilaboð Halldórs hefði verið á títt- nefndum fundi. „.Ríkisstjórnin er með flækjufót í þessu máli; hún nær ekki niðurstöðu og það er það sem var í rauninni verið að segja okkur á þessum miðstjórnarfundi Framsókn- arflokks um helgina. Hún nær ekki niðurstöðu í málinu í samræmi við þau samningsmarkmið sem ríkis- stjórnin setti sér. Og það þýðir ekki að koma hér og spyrja Samfylk- inguna um þessi mál og segja: Það er mikilvægt að standa saman, þegar menn hafa ekkert gert til þess að ná samstöðu í þessu máli, ekki farið í að skilgreina varnarhagsmunina og ekki farið í það að ná fólki saman um það hvernig ætti að standa að málum gagnvart Bandaríkjamönnum. Þá þýðir ekki að koma hér og biðja um samstöðu í málinu.“ Halldór sagði á hinn bóginn að mikilvægt væri að allir flokkar skýrðu sína afstöðu í málinu; það hefði hins vegar komið skýrt fram í umræðunni að Samfylkingin vildi ekki gera það. Hann sagði að ríkis- stjórnin vildi hafa sýnilegar varnir, en það þýddi að orrustuþoturnar yrðu hér áfram. „Við teljum að það sé nauðsynlegt að orrustuþoturnar séu staðsettar hér á Íslandi.“ Formaður Samfylkingar segir ríkisstjórnina með flækjufót í varnarviðræðum Ráðherra segir að varnar- samningurinn verði efndur Morgunblaðið/Golli Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, og Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, gantast í þinginu. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÞINGMENN stjórnarandstöðunn- ar hafa áhyggjur af stöðu opinberu háskólanna. Kom það fram í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi í gær. Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar og sagði að rekstur opinberu háskólanna væri í járnum. Þeir mættu skiln- ingsleysi stjórnvalda. Hann sagði að þeir stæðu frammi fyrir vondum kostum; harkalegum niðurskurði eða fjöldatakmörkunum, fengju þeir ekki heimildir til að taka upp skólagjöld eða verulega aukningu opinberra framlaga. Hann sagði að Samfylkingin vildi ekki taka upp skólagjöld né fjöldatakmarkanir og spurði síðan menntamálaráðherra, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, út í stefnu sína í þessum efnum. Ráðherra sagði m.a. að það hefði verið markviss stefna ríkisstjórnar- innar að efla og treysta háskóla- kerfið. Það kæmi m.a. fram í gíf- urlegri fjölgun háskólanema. Ráðherra sagði ennfremur að út- gjöld ríkisins til háskólanna hefðu farið úr 4,7 milljörðum á árinu 2000 í rúma níu milljarða á árinu 2006. Síðan sagði hún um skólagjöld: „Það er ljóst í mínum huga að þeg- ar og ef hinum opinberu háskólum verður heimilað að taka upp skóla- gjöld þá verður lánað til þeirra með hliðstæðum hætti og nú er gert.“ Þá sagði hún: „Það er einnig skoð- un mín að skólagjöld komi þá ein- ungis til greina ef um sé að ræða hreina viðbót fjármagns til háskól- anna.“ Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, sagði m.a. að í fjárlögunum fengju einkahá- skólar forgjöf umfram opinberu há- skólana en Dagný Jónsdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, tók m.a. fram að upptaka skólagjalda væri ekki á dagskrá stjórnvalda. Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, að erfitt væri að átta sig á orðaflaumi menntamálaráðherra; hún talaði ekki nægilega skýrt. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, og reyndar fleiri þing- menn gerðu nýlegar ákvarðanir há- skólaráðs Háskólans á Akureyri að umtalsefni, og sagði að þær sýndu í hnotskurn þann vanda sem opin- berir háskólar ættu við að glíma. Þeir hefðu þrjá kosti til að bæta stöðu sína; í fyrsta lagi að ná fram auknu fjármagni, í öðru lagi ein- hvers konar niðurskurð og í þriðja lagi hærri skólagjöld. Einar sagði óábyrgt af stjórnvöldum að skilja skólana eftir í þessum vanda. Þorgerður sagði hins vegar þeg- ar hún ræddi HA að þar væri ekki verið að fækka nemendum til lengri tíma, heldur fjölga þeim. Fjárfram- lög til skólans væru aukin. Hún sagði að á mannamáli þýddi þetta ekki niðurskurð heldur eflingu skólans. Áhyggjur af opinberum háskólum NÁNAST allir dagskrárgerð- armenn í Sjónvarpinu hafa starfað sem verktakar frá árinu 1997, en þeir sem hafa verið ráðnir sem launþegar án undangenginnar auglýsingar eru Eva María Jónsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir, Jó- hanna Vilhjálmsdóttir og Þór- hallur Gunnarsson. Þetta kemur fram í skrif- legu svari menntamálaráð- herra, Þorgerðar K. Gunnars- dóttur, við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þing- manns Frjálslynda flokksins. Sigurjón lagði fram skrif- lega fyrirspurn til ráðherra fyrr í haust og spurði hversu margir og hvaða starfsmenn hefðu verið ráðnir án auglýs- ingar til Ríkisútvarpsins til þess að sjá um dagskrárgerð og fréttatengt efni í sjónvarp- inu síðastliðin tíu ár. Laus störf auglýst Í svarinu kemur fram að laus störf á fréttastofum Rík- isútvarpsins séu auglýst og að útvarpsráð gefi útvarpsstjóra umsagnir um ráðningu fast- ráðinna fréttamanna. Ekki hafi hins vegar verið auglýst eftir starfsmönnum í þau störf sem unnin eru í verk- töku. Í svarinu segir að skv. lög- um um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skuli laus störf við ríkisstofnanir auglýst opinberlega. Því er síðan bætt við að ráðuneytið muni beina tilmælum til Rík- isútvarpsins um að stofnunin fari að þeim lögum. Ríkisútvarpið Ekki aug- lýst eftir verktökum ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag og hefst með umræðu ut- an dagskrár um stöðu jafnréttis- mála. Að því búnu verða atkvæða- greiðslur og umræður um einstök þingmál. MEIRIHLUTI fjárlaganefndar Al- þingis leggur til að 33 breytingar verði gerðar á frumvarpi til fjárauka- laga fyrir árið 2005, en verði þær samþykktar aukast útgjöld ríkissjóðs á þessu ári um rúma 3,2 milljarða. Þessar breytingartillögur meirihlut- ans voru lagðar fram á Alþingi í gær. Meirihlutinn leggur m.a. til að fjár- heimildir æðstu stjórnar ríkisins verði auknar um 113 milljónir króna. Þar af verði fjárheimildir til embætt- is forseta Íslands auknar um 98 millj- ónir til að jafna út rekstrarhalla emb- ættisins. Þar af eru 13,3 milljónir vegna halla í ár en 84,7 milljónir vegna uppsafnaðs halla frá fyrri ár- um. Þá er lagt til að fjárheimildir til Alþingis verði auknar um fimmtán milljónir vegna viðhalds Alþingis- hússins. Meirihlutinn leggur einnig til auknar fjárheimildir til ýmissa ráðu- neyta og verkefna á vegum þeirra. Meðal annars er gerð tillaga um rúm- ar 290 milljónir til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og um rúmar hundrað milljónir til félags- málaráðuneytisins, svo dæmi séu nefnd. Fjárlaganefnd gerir breytingar á fjáraukalögum 2005 98 milljónir til forseta- embættisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.