Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 37
mótin og varst alltaf með á hreinu hvernig átti að gera hlutina og hjálpaðir mér mikið þegar á móti blés. Allar þær stundir sem við höfum átt saman, hvort sem þær hafa ver- ið á skíðum, veiði eða uppi í sum- arbústað, eru ómetanlegar og eiga alla tíð eftir að fylgja mér. Ég kveð þig kæri afi minn með söknuði en um leið þakklæti fyrir allar liðnar stundir. Megi minningin um þig verða okkur eftirlifendum vegvísir inn í komandi framtíð. Karl Maack. Þá ertu farinn afi minn og það heldur fyrr en ég átti á von á miðað við heilsu þína á efri árum enda skíðandi á 80 ára afmælisdaginn þinn uppi í Skálafelli fyrir nokkrum árum. Þegar ég hugsa til þín kemur Skógarsel yfirleitt fyrst upp í huga mér, enda eyddum við flestum stundum þar á sumrin og á ég margar góðar minningar þaðan. Það gerðist oft að við bræðurnir náðum að plata þig í fótbolta í bústaðnum og yfirleitt varstu þá ber að ofan og í brúnum stígvélum ef það viðraði vel. Einnig var frábært að fara með þér í veiði og hlusta á öll góðu ráðin sem þú gafst mér. Svo áttir þú líka margar skemmtilegar veiðisögur frá því í „gamla daga“, t.d. þegar þú barðist við tröllið í Blöndu. Þessar góðu minningar munu alltaf fylgja mér og minning þín mun lifa meðal okkar um ókomin ár. Guð geymi þig afi minn. Baldur Maack. Karl Maack, móðurbróðir minn, er allur. Ég votta sonum hans eft- irlifandi og systkinum mína dýpstu samúð. Allar fyrstu minningar mínar um hann tengjast veiðiferðum á Álfta- vatni. Við Gunnar sonur hans, sem brottkvaddur var allt of snemma, erum á leið út á vatnið í árabátnum, sem geymdur hafði verið í bátaskýl- inu um veturinn, en hann var nú bú- inn að tjarga og mála rauðan og hvítan. Kalli frændi rær bátnum ró- lega en kröftuglega út á vatnið með okkur pollana. Báturinn er kannski óþarflega stór og þungur fyrir þetta stillta vatn, en um leið öruggur við verstu hugsanlegu aðstæður. Fremst er hvalbakur þar sem stjór- inn er geymdur og eitthvað fleira, m.a. björgunarvesti. Þangað skreið maður líka ef manni varð of kalt úti á vatninu eða of hræddur. Verstu hugsanlegu aðstæður voru þær ef við rerum of langt, of vest- arlega, og lentum í sterkum straumi Sogsins, sem nær sér aftur á skrið á leið sinni gegnum Áltaftavatn í suð- vesturhorn þess. Þarna í straumn- um er dýpið er líka grængolandi og ógnvænlegt. Víða sér ekki til botns. Ef straumurinn hrifi okkur niður í iðuköstin undir Sogsbrúnni þýddi það endalokin. En það gerðist auðvitað aldrei. Kalli sá alltaf til þess að við köst- uðum stjóranum tímanlega og lægj- um þannig tryggilega til að ná þeim fiski sem þarna var að hafa. Og það voru roggnir pollar sem komu heim með Kalla eftir þessar veiðiferðir. Við höfðum horfst í augu við lífs- háskann og haft sigur. Þau atvik úr æsku sem rifjast upp af kynnum mínum við þennan ástkæra frænda minn eru mörg hver svona. Það er verið að takast á við mörk hins mögulega: Er of djúpt fyrir stjórann hérna? Kom- umst við yfir þetta án þess að setja í lága? Ekki fífldirfska, bara eðlilegar vangaveltur í samskiptunum við náttúruöflin í hálendis- eða veiði- ferðum á sumrum eða í skíðaferðum á veturna. Og aldrei var æðrast. Sérhver hindrun á leiðinni um lífið var bara verkefni til að leysa. Þetta herti mig og jók mér getu og þor og fyrir það er ég ævinlega þakklátur Karli Maack. Blessuð sé minning hans. Hallgrímur Thorsteinsson. Heiðursfélagi Tennis- og badmin- tonfélags Reykjavíkur Karl Maack er látinn, 87 ára að aldri. Karl, eða Kalli, eins og við félagar hans í TBR kölluðum hann, spilaði badminton í meira en hálfa öld, og hætti reyndar ekki badmintoniðkun fyrr en hann var kominn talsvert á níræðisald- urinn. Karl átti marga vini og spila- félaga í TBR í gegnum tíðina. Síð- asti spilahópurinn hans, sem í voru þeir Haukur Gunnarsson, Einar Jónsson og Högni Ísleifsson, auk Kalla, voru til samans yfir 320 ára gamlir þegar þeir þustu um bad- mintonvöllinn og léku sér að bad- mintonboltanum af engu minni ákefð en 60 árum yngri keppnis- menn. Þeir félagarnir voru reynar nokk- urs konar auglýsing fyrir okkur. Blaðamenn komu í heimsókn í TBR og tóku viðtal við þennan ein- staka hóp „elstu unglinga“ sem þeir höfðu nokkru sinni séð á badmin- tonvellinum. Okkar á milli var þetta kallaður „Antikhópurinn“. Karl Maack var einn þeirra fé- lagsmanna TBR sem stóðu að bygg- ingu íþróttahúss sem tekið var í notkun 1976. Hann var í bygging- arnefnd hússins, sem skilaði verkinu eins vel og hugsast gat. Karl var sannkallað félagsmálatröll í badmin- tonheiminum. Hans er fyrst getið i fundargerðum TBR árið 1955, þeg- ar hann er kosinn í flokkaskipunar- nefnd félagsins. Næst kemur hann við sögu í mótanefnd TBR og keppnisráði TBR. Karl sat í stjórn félagsins frá 1961–1963, og svo var hann kosinn í byggingarnefnd TBR, eins og áður er getið. Hann starfaði um árabil sem badmintondómari og sat í stjórn Badmintonsambands Ís- lands í fjölda ára, þar á meðal sem formaður BSÍ um nokkurt skeið. Það er því ljóst að Karl var starf- andi í sjálfboðavinnu í badminton- heiminum yfir 30 ár. Verk hans eru því orðin æði mörg á þeim slóðum. Karl var góður félagi og hafði ein- staklega þægilegt viðmót. Hann færði gleði með sér í hópinn og sló oft á létta strengi. Hann var líka ákveðinn í skoðunum og lét mann oft heyra það, því ekki vorum við sammála í pólitíkinni. Á þeim velli varð Kalla var hvergi hnikað. Hann var traustur í öllu starfi og allt sem hann tók að sér stóðst eins og staf- ur á bók. Við þökkum nú Karli Maack fyrir samfylgdina og minnumst hans með söknuði. Jafnframt eru honum færð- ar þakkir fyrir allt hið mikla starf sem hann vann í þágu íþróttahreyf- ingarinnar á Íslandi. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Sigfús Ægir Árnason. Kveðja frá Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda Í dag verður jarðsunginn Karl P. Maack húsgagnasmíðameistari og fyrrverandi formaður Félags hús- gagna- og innréttingaframleiðenda. Karl hóf snemma afskipti af fé- lagsstarfi iðnaðarmanna og tók virk- an þátt í málefnavinnu Landssam- bands iðnaðarmanna m.a. á Iðnþingum um áratugaskeið. Hann sat í framkvæmdastjórn Landssam- bandsins á tímabili og var jafnframt formaður í sínu fagfélagi, Félagi húsgagna- og innréttingaframleið- enda. Því embætti gegndi hann í átta ár. Hann var ætíð boðinn og búinn til að taka þátt í nefndarstörf- um, koma á fundi og leggja sitt af mörkum. Hann lét sig raunar allt varða er laut að virðingu og veg- semd íslensks iðnaðar og var reiðubúinn að berjast fyrir því sem til framfara horfði. Ferill Karls í félagsmálavafstri fyrir iðnaðinn var langur. Eftir að hafa hætt eigin rekstri og sest í helgan stein tók hann áfram þátt í starfi Félags húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda og stýrði oftar en ekki aðalfundum félagsins. Sem fyrr var hann ætíð boðinn og búinn til þessa verks en þó með þeim fyr- irvara að fundartími væri ekki á skjön við leikskrá KR – hún hafði forgang. Af myndugleik og lipurð stýrði hann fundum og var okkur yngri mönnum góð fyrirmynd. Ald- urinn fór honum einstaklega vel og mér var oft hugsað til þess hve gott það hlyti að vera að njóta jafn góðr- ar heilsu til líkama og sálar og hon- um hlotnaðist. Karl var af þeirri gerð manna sem vill gott úr öllu gera og var ein- staklega bóngóður þegar leitað var til hans. Með Karli er genginn höfð- ingi sem ævinlega lagði gott til mála. Við sem kynntumst honum í félagsstarfi erum þakklát fyrir mik- ilvægt framlag til framgangs iðn- aðarins í landinu. Við vottum fjöl- skyldu Karls samúðar og biðjum fjölskyldu hans huggunar. Árni Jóhannsson. Vinur okkar og félagi, Karl Maack, er látinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman á skíðum í Skálafelli en þar var Kalli á heimavelli í yfir 60 ár. Hvenær sem skíðafæri var í Skálafelli mátti ganga að því vísu, að Kalli væri á svæðinu, og oftar en ekki með synina með sér og síðan barnabörnin. Stíllinn þekktist lang- ar leiðir, þegar þessi fríski heið- ursmaður þaut fimlega niður brekk- urnar. Það var um páska fyrir 36 árum, þegar skíðadegi var lokið með versnandi veðri, að allir héldu heim í KR-skálann. Tókum við okkur þá saman fjórir og settumst við að spila bridge. Óveðrinu slotaði ekki næstu dægrin og spilamennskan hélt áfram með stuttum hvíldum. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og spilaklúbbur var stofnaður, sem starfað hefur ætíð síðan. Þarna var Kalli fremstur í flokki, aldursforset- inn með mestan áhugann og mestu ákefðina. Við spilaborðið voru sér- kenni Kalla hinar skemmtilega tví- ræðu yfirlýsingar um, að enginn vafi léki á, að allt stæðist í hans gjörðum spilamennskunnar, og síð- an jafn tvíræðar spurningarnar til andstæðinganna um það, hvort þeir ætluðu virkilega að hætta sér út í óvissuna. Ekki var Kalli aðeins spilafélagi heldur einnig ötull foringi í öllu sem fram fór í kringum skíðaíþróttina hjá skíðadeild KR. Varla var svo haldið skíðamót í Skálafelli á síðari helmingi síðustu aldar, að Kalli væri ekki meðal stjórnenda. Hann var mjög sterkur félagsmaður og víða liggja velmetnar gjörðir hans á þeim vettvangi. Tryggð og heiðar- leiki voru einkenni Kalla og alltaf fylgdist hann með tíðarandanum og þjóðfélagsmálum og hafði sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum. Kæri vinur, við bridgefélagarnir minnumst þín með söknuði og með þakklæti í hjarta fyrir allar sam- verustundirnar, ekki síst stundirnar í Skipholtinu hjá þér og Þóru, sem við minnumst einnig með hlýhug og þakklæti. Við sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Megi ferð þín, Karl Maack, um ókomna heima verða þér farsæl, farðu í friði kæri vinur. Ásbjörn, Einar og Ingólfur. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 37 MINNINGAR Atvinnuauglýsingar Sprengjarar með full réttindi óskast Vegna mikilla verkefna viljum við ráða vana sprengimenn með full réttindi til starfa sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband við Ólaf Þór Kjartans- son í síma 660-0590 eða skrifstofu Jarðvéla í síma 564-6980. Einnig má fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu fyrirtækisins www.jardvelar.is Bakkabraut 14, 200 Kópavogur. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Norðurgata 3, Akureyri (214-9447), þingl. eig. Aron Þór Sigurðsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, föstudag- inn 18. nóvember 2005 kl. 10:00. Setberg, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0359), þingl. eig. AUTO ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 18. nóvember 2005 kl. 10:00. Vestursíða 30E, 03-0301, eignarhl. Akureyri (215-1613), þingl. eig. Garðar Hallgrímsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitar- félaga og Kaldbakur hf. (samruni), föstudaginn 18. nóvember 2005 kl. 10:00. Þverholt 1, eignarhl., Akureyri (215-2041), þingl. eig. Stefán Kristján Pálsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 18. nóvember 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. nóvember 2005. Guðjón Jóel Björnsson, ftr. Tilkynningar Kynning fyrir foreldra og aðstandendur Menntaskólinn Hraðbraut verður með kynn- ingu á skólastarfinu fyrir foreldra og aðstand- endur fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00. Allir foreldrar og aðstandendur eru hvattir til að mæta. Nemendur eru einnig velkomnir. Menntaskólinn Hraðbraut. Húsbílar — hjólhýsi útvega ég frá Þýskalandi og allt sem þeim tilheyrir. Nú er besti tíminn til að gera góð kaup. Ég bý í nágrenni Bremen og er stutt á marga góða bílamarkaði. Heimsókn og gisting er möguleg og myndi auðvelda valið á drauma húsbílnum eða hjólhýsinu. Þægilegast væri að fljúga um London. Geymið auglýsinguna. Hlynur S. Óskarsson, sími/fax 0049 (0) 420 351 77, gsm 0173 82 860 89, netfang oskarsson@foni.net . Félagslíf I.O.O.F. Rb. 4  15411158-E.T.2  HLÍN 6005111519 IV/V H&V EDDA 6005111519 I H&V I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18611158  Kallanir-E.T.1* Til leigu 4ra herb. íbúð Snyrtileg og rúmgóða 4ra herb. íbúð í Lauf- engi, Grafarvogi. Leiga 110 þús. kr. á mánuði. Upplýsingar í síma 663 9270 eftir kl. 15.00. Húsnæði í boði Aðalfundur Landeigendafélag Litlu-Borgar í Húnaþingi Vestra auglýsir aðalfund sinn, sem verður hald- inn á Grand Hóteli við Sigtún í Reykjavík, þriðjudaginn 22. nóvember 2005, kl. 20:00. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.