Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
www.dyrabaer.is
Hundabúr - hundabæli 30% afsl.
Nutro þurrfóður fyrir hunda og ketti
í hæsta gæðaflokki.
Full búð af nýjum vörum. 30% af-
sláttur af öllu. Opið mán.-fös. kl. 10-
18, lau. 10-16 og sun. 12-16.
Tokyo, Hjallahrauni 4,
Hafnarfirði, sími 565 8444.
Heilsa
Ath! Ótrúlegt en satt
Ertu með vandamál?
Gaia OXYtarm og Sucobloc sló
strax í gegn í Evrópu. Áttu við
vandamál, meltingarvandamál,
ristilvandamál, of hæga
brennslu, ertu of þung(ur)?
www.leit.is - smelltu á ristil-
vandamál.
Snyrting
Snyrtisetrið
Jólin koma. Gefðu góða gjöf.
Áhrifarík andlitsmeðferð sem
eyðir línum og hrukkum. Gefur
geislandi útlit. Árangur strax.
Betra en botox! Afsláttur af 5 og
10 tíma kortun í nóv. Gjafabréf.
SNYRTISETRIÐ, sími 533 3100.
Domus Medica,
Húsnæði óskast
Íbúð óskast! Óska eftir rúmgóðri
ca 3ja herbergja nýlegri íbúð á
stór-Rvíkursvæðinu. Reglusemi
og skilvísi heitið. Uppl. í síma
897 4735 eða ibud@snobb.is .
Sumarhús
Sumarhús — orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg
og vönduð sumarhús í ýmsum
stærðum. Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbú-
in hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Listmunir
Tékkneskar og slóvanskar
kristalsljósakrónur. Handslípaðar.
Mikið úrval. Gott verð.
Slóvak Kristall,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
sími 544 4331.
Ella Rósinkrans
Stokkseyri - Reykjavík
Myndverk - Gluggaverk
Laugavegur 56, 101 Reykjavík,
Miklubraut 68, 105 Reykjavík,
Lista og Menningarhús, 825
Stokkseyri, sími 695 0495.
Námskeið
Viltu algjört fjárhagslegt frelsi?
Viltu læra í eitt skipti fyrir öll
hvernig á að ná toppárangri í
alþjóðlegum netviðskiptum? Kíktu
þá inn á www.Samskipti.com og
kynntu þér magnað námskeið ...
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti,
endurnýjun á raflögnum.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
www.rafneisti.is • lögg. rafverktaki
Ýmislegt
topdrive.is Fjórhjól 3 gerðir. Verð
frá 175.000 kr.
Netverslun: www.topdrive.is,
Sími 896 9319.
Rafmagnsvespur, umhverfis-
vænar, hljóðlátar og ódýrar í
rekstri. Verð frá 89.000 kr.
Netverslun: www.topdrive.is,
símar 896 9319 og 869 2688.
Rafmagns golfkerrur Rafmagns
golfkerrur með og án fjarstýring-
ar. Tilvalin jólagjöf handa golfar-
anum. Verð frá 15.900 kr.
Netverslun: www.topdrive.is
Símar: 896-9319 & 869-2688
Notalegir inniskór á dömur með
góðum sóla Litir: Vínrautt og
svartur. St. 36-42. Verð kr. 1.750.
Þægilegir inni- og útiskór á
dömur með góðum sóla. Litur:
Svartur. St. 36-42. Verð kr. 2.600.
Sívinsælu köflóttu flókaskórnir
komnir aftur á dömur og herra,
ullarfóðraðir með innleggi og
sterkum sóla. Stærðir 36-48. Verð
kr. 1.975.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Íþróttabrjóstahaldari í B-D skál-
um kr. 1.995. Aðhaldsbuxur í stíl
kr. 1.285.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Bílar Vw Golf 1.4 Comfortline, árg.
'99 Ek. 44 þ. km, 3ja dyra, 5 gíra,
smur- og þjónustubók. Eins og
nýr. Mjög sparneytin. Svartur.
Gullfallegur. Verð 77o þús.
Upplýsingar í síma 661 9660.
Til sölu M. Bens 260 SE árg.
1988. Glæsilegur bíll í toppvið-
haldi, sk. '06. Ath. skipti. Upplýs-
ingar í síma 865 3190.
Nissan Patrol SE + 09/2000. Ek-
inn 93 þús., 3,0, leður, sjálfsk., ný
dekk. Alveg óbreyttur. Einn eig-
andi. Gullfallegur bíll.
Upplýsingar í síma 894 5899.
Daihatsu Charade í góðu standi
á kr. 199 þús. Daihatsu Charade
1300, árg ´95, ek. 150 þús, 5 dyra,
mikið endurnýjaður, samlæsing-
ar, rafmagn í rúðum. Vel með far-
inn og í góðu standi!
Selst á 199 þús. Sími 869 6046.
Árg. '00 ek. 97 þús. km. VW
Passat til sölu. Ekinn 97 þús.
1600cc vél. Skráður 5/00, ný tím-
areim, toppbíll í toppstandi, verð
940 þús. kr, 830 þ. stgr. Skoðaður
'06. Uppl. í s: 565 1268/696 4418.
Bílaþjónusta
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif - djúp-
hreinsun. Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmu-
vegi 22, sími 564 6415.
Bílavörur
Dekk og felgur Til sölu nýjar 12"
6 gata álfelgur. Nýjar álfelgur
undir HiAce. 38" Ground Hawg
dekk. Fæst á góðu verði.
Upplýsingar í síma 892 5901
Hreingerningar
Fyrirtæki, stofnanir og heimili
Við hreinsum allar tegundir af
gardínum. Gerum tilboð.
Upplýsingar í síma 897 3634.
Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr-
ano II '99, Subaru Legacy '90-'04,
Impreza '97-04, Kia Sportage '03
og fleiri japanskir jeppar.
Verslun
Golfbílar Golfbílar þrjár gerðir,
verð frá 133.000 kr.
Góður jólapakki.
Netverslun: www.topdrive.is,
símar 896 9319 og 869 2688.
Álfdís Sigurgeirs-
dóttir, Helluhrauni 6,
Mývatnssveit, er 80
ára í dag, 15. nóvem-
ber. Hún er fædd á
Skinnastað í Öxarfirði,
dóttir hjónanna Sigur-
geirs Þorsteinssonar
og Aðalbjargar Stef-
ánsdóttur. Dísa, eins
og hún er venjulega
kölluð, var 8 ára er hún
missti móður sína en
fyrr hafði heimilið
leyst upp vegna veik-
inda hennar. Dísa fór
barnung að Syðri-Nes-
löndum á heimili föðurbróður síns,
Sigtryggs Þorsteinssonar og fjöl-
skyldu hans, þar átti hún heimili
með góðu fólki í yfir 40 ár.
Dísa var elst 3ja systkina, hin eru
Kristín húsfreyja í Ytri-Neslöndum
og Þorsteinn sem lengst var vinnu-
maður á Gautlöndum, nú látinn.
Langan starfsdag vann hún þjón-
ustustörf á hótelum sveitarinnar en
einnig sótti hún vinnu til Akureyrar,
þegar ekki var störf að hafa í Mý-
vatnssveit. Dísa hefur ætíð verið eft-
irsótt til hvers konar verka.
Árið 1971 byggði Dísa sér ein-
býlishús í Reykjahlíðarþorpi og bjó
sér þar einkar fallegt heimili, sem
hennar var von og vísa. Þar býr hún
umvafin blómunum sínum og þar
hefur hún verið veitull gestgjafi
sveitungum sínum og vinum, en
einnig iðnaðarmönnum, bílstjórum
og ferðafólki sem þurft hefur á hús-
næði eða fæði að halda. Ekki sjaldan
hefur hún gengið þar úr rúmi sínu
til að geta veitt ferðafólki beina.
ÁLFDÍS
SIGURGEIRSDÓTTIR
Dísa á þær hjálpar-
hendur sem margir
hafa notið bæði menn
og málleysingjar. Til
hennar hefur gjarnan
verið leitað þar sem
þörf er nærfærinna
handa til hjálpar á
sauðburði sem endra-
nær.
Eftir að aldur færð-
ist yfir og þegar flestir
setjast í helgan stein
eftir gott dagsverk fór
Dísa nokkuð aðra leið.
Um páskana 1993 tók
hún að sér að sjá um
Reykjahlíðarkirkju, sem meðhjálp-
ari, einnig ræstingar og hvers konar
aðra umsýslu með kirkjunni og at-
höfnum henni tengdum, en í Reykja-
hlíðarkirkju fer fram umsvifamikil
starfsemi einkum á sumrum. Þarna
hefur frábærlega persónuleg og
röggsöm stjórnsýsla hennar fengið
að njóta sín og hafa þess notið ekki
síst aðrir starfsmenn kirkjunnar.
Fyrir allt sitt starf í þágu safnaðar-
ins hefur hún aldrei tekið eyrisvirði í
laun, ekki frekar en svo margt sem
hún gerir samborgurum sínum til
góða við önnur tækifæri.
Álfdís Sigurgeirsóttir er lítil kona
á velli en mikil af sjálfri sér. Í henni
býr fágætlega mikill kraftur sjálf-
stæðrar konu sem ætíð stendur á
eigin fótum, sem helst aldrei þiggur
aðstoð, en ætíð er reiðubúin að
miðla öðrum af hjálpsemi og hlýju.
Þess hafa fjölmargir notið og munu
hugsa hlýtt til hennar á þessum
degi.
Birkir Fanndal.
AFMÆLI FRÉTTIR
ACTAVIS hefur ákveðið að styrkja
byggingu heimilis fyrir 50 foreldra-
laus börn á Indlandi um eina milljón
króna en börnin misstu flest for-
eldra sína í flóðbylgjunni fyrir tæpu
ári. Heimilið er byggt í samstarfi fé-
lagsins Vina Indlands og indverskra
sjálfboðaliða.
Styrkur Actavis bætist við ágóða
af tónleikum sem Vinir Indlands
standa fyrir í Salnum í Kópavogi í
kvöld, þriðjudagskvöld.
Bygging heimilis fyrir indversku
börnin mun kosta um þrjár milljónir
króna en að því loknu er fyrirhugað
að reisa skóla í tengslum við heimil-
ið. Sólveig Jónasdóttir, talsmaður
Vina Indlands, segir félagið afar
þakklátt fyrir stuðning Actavis en
þetta er stærsta einstaka framlag
sem félaginu hefur borist frá stofn-
un þess árið 2000. Sólveig segir fé-
lagið hafa styrkt um 1.000–1.500
börn í skóla ár hvert auk þess sem
það hefur tekið að sér nokkur fóst-
urbörn og sinnt nokkrum smærri
verkefnum.
„Grunnhugmyndafræðin er
„króna á móti krónu“, þ.e. við útveg-
um fjármagn og Indverjarnir koma
með jafna upphæð á móti eða ígildi
hennar, t.d. í formi vinnuframlags.
Við viljum aðstoða fólk til sjálfs-
hjálpar og skapa aðstæður til að það
geti hjálpað sér sjálft. Yfirbygging
okkar er engin, hvorki hér á landi né
á Indlandi, við rekum enga skrif-
stofu og gefum alla okkar vinnu.“
Fjöldi listamanna kemur fram
Tónleikarnir í kvöld eru þeir
fimmtu á vegum Vina Indlands en
allir listamenn og aðrir sem tengjast
tónleikahaldinu gefa vinnu sína. Á
tónleikunum koma fram þau Jóhann
Friðgeir Valdimarsson, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Hörður Torfason,
Karlakórinn Fóstbræður, Örn Árna-
son og Jónas Þórir og Gerrit Schuil
og Guðný Guðmundsdóttir.
Byggja heimili fyrir
börn á Indlandi
NÆSTA myndakvöld Ferðafélags
Íslands verður miðvikudaginn 16.
nóvember. Þá sýnir Steingrímur J.
Sigfússon alþingismaður myndir og
segir frá ferð sinni í sumar yfir Ís-
land.
Íslandsganga Steingríms vakti
mikla athygli en þá gekk Stein-
grímur yfir landið þvert og endi-
langt, frá Reykjanestá að Fonti á
Langanesi.
Myndakvöldið hefst klukkan
20.00 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Allir velkomnir. Í hléi verður
boðið upp á kaffi og kökur. Að-
gangur kr. 600.
Íslandsganga
Steingríms á
myndakvöldi FÍ
LÝÐHEILSUSTÖÐ og Rannsóknir
& greining boða til sameiginlegs
kynningarfundar þar sem verða
kynntar niðurstöður kannana á notk-
un tóbaks, áfengis og annarra vímu-
efna meðal framhaldsskólanema.
Kynntar verða helstu breytingar
sem verða á venjum nemenda 10.
bekkjar grunnskóla árið 2004 frá
vormánuðum þar til þeir hefja nám í
framhaldsskóla að hausti. Fundurinn
verður haldinn í Hinu húsinu, Póst-
hússtræti 3–5, í dag, þriðjudag, kl.
15.
Eins verða bornar saman niður-
stöður tveggja kannana sem Rann-
sóknir og greining lögðu fyrir alla
framhaldsskólanema í landinu í októ-
ber árin 2000 og 2004 í samvinnu við
Lýðheilsustöð.
Allir sem hafa áhuga á málefnum
ungmenna eru velkomnir á fundinn.
Notkun vímuefna meðal
framhaldsskólanema