Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 9 FRÉTTIR www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Ný sending af samkvæmis- kjólum frá Str. 16-32 Enskar stærðir Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Jólagjöfin hennar! Glæsileg undirföt Náttfatnaður Sloppar Velúrgallar Ullar- og silkinærföt Heimakjólar Inniskór o.fl. o.fl. Póstsendum Hverfisgötu 6, sími 562 2862 S O K K A B U X U R Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 5547030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Nýkomnar jakkapeysur Verð frá kr. 3.900 Mokkakápur Mokkajakkar SKÓR Nóvembertilboð 15% afsláttur Danskar ullarkápur • Ull og angóra Hann segist vera hættur aðklifra fyrir fáeinum árumvegna gigtar í fótum enþess í stað hefur hann snúið sér að fjallasvifi eða paraglid- ing og stangveiði. Hann hefur engan tíma fyrir blaðaviðtöl en býður mér upp á að tala við sig í bílnum á leið inn í Smárann þar sem hann ætlar að halda fyrirlestur á starfsmannadegi KB Banka. Joe Simpson er rétt liðlega fertug- ur að aldri, meðalmaður á hæð og grannvaxinn. Örlítið nettari að vallarsýn en félagi hans Simon Yates sem kom hingað til lands í apríl og fjallaði um klifurferil sinn og eina frægustu fjallaferð seinni tíma sem þeir Joe fóru í árið 1985. Um þá ferð skrifaði Joe bókina Touching the Void sem samnefnd verðlauna- kvikmynd var gerð eftir og var sýnd hér á landi í fyrra. Touching the Void fjallar um klif- urferð á vesturhlíð Siula Grande í Andesfjöllunum. Eftir að þeir Joe og Simon ná tindinum fyrstir manna eft- ir þessari leið, mölbrýtur Joe á sér annan fótinn og gerir sér ljóst að hann sé svo gott sem dauður svona á sig kominn í þessum miskunnarlausu aðstæðum. Hann á enga heimtingu á að Simon leggi sig í hættu við að drusla honum niður snarbrattar hlíð- ar fjallsins. Engu að síður reynir Simon hvað hann getur til að slaka félaga sínum niður fjallið og allt virð- ist ætla að ganga þokkalega uns Joe húrrar í sortanum fram af klettahafti og hangir eins og kartöflupoki í lín- unni, ósjálfbjarga með brotinn fót. Vegna byls og hríðar heyrist ekki mannsins mál og engin leið er fyrir þá félaga að kallast á til að ráða ráð- um sínum. Simon dregst stöðugt nið- ur með línunni og eftir 90 mínútna baráttu tekur hann þá afdrifaríku ákvörðun að skera á línuna og forða sér frá bana. Þá þegar var hann orð- inn kalinn á útlimum. Fyrir neðan er Joe sem fyrr og hrapar við þetta nið- ur nokkra tugi metra þar sem stór jökulsprunga gleypir hann. Sagan lýsir því næst hvernig honum tekst á ótrúlegan hátt að bjarga sér upp úr sprungunni og skríða niður erfiðan skriðjökul, stórslasaður, matar- og vatnslaus í 3 daga uns hann kemst niður í tjaldið þar sem Simon og ann- ar félagi þeirra eru við það að pakka saman, handvissir um að Joe hafi far- ist. Óraði ekki fyrir vinsældum bókarinnar Bókin hefur nú selst í 1,5 milljón- um eintaka um allan heim og verið þýdd yfir á 17 tungumál. Hefur hún hlotið ýmis verðlaun sem og Joe sjálfur fyrir afburða fyrirlestra sína á liðnum árum. Líf hans hefur tekið gífurlegum breytingum frá ferðinni afdrifaríku og ekki síst útgáfu bók- arinnar. „Þegar ég skrifaði bókina, hélt ég kannski að 1.000–1.500 fjallamenn í Bretlandi myndu kaupa hana en ór- aði ekki fyrir að hún myndi seljast eins mikið raun bar vitni og ná út- breiðslu fyrir utan klifurheiminn,“ segir Joe. „Þetta var auðvitað heil- mikið mál þarna á Siula Grande en samt ekki svo rosalegt. Það dó jú enginn. Eftir þessa ferð bjóst ég við að fara svipaðar slóðir og Simon, halda áfram að klífa fjöll og verða leiðsögumaður og vinna frekar að klifurferlinum. En ég ætlaði alls ekki að fara að stunda nein ritstörf og vissi raunar ekki að ég gæti skrifað bók. En svona er lífið.“ Þess má geta að Joe hefur nú skrifað sex bækur og mjög eftirsóttur til fyrirlestrarhalds um víða veröld. „Ég held að enginn fari bein- línis út í klifur til að öðlast frægð og ég veit að Simon er ekkert hrifinn af svo- leiðis löguðu. Mér er heldur ekki vel við frægðina þótt hún hafi ýmsa kosti. Ég á vini sem eru miklu betri klifrarar en ég. Samt er ég frægari en þeir og það er fárán- legt. Ég geri mér ljóst að ég er fræg- ur fyrir ritstörf mín. Mér hefur gengið mjög vel á vett- vangi fyrirlestrahalds og fólki líkar vel það sem ég hef að segja. En frægðin er ekki svo mikilvæg.“ Nú eru 20 ár frá atvikinu á Siula Grande. Ótrúlega margir þekkja þessa sögu. Hugsaði Joe aldrei sem svo: Jæja gott fólk nú er mál að linni, það eru 20 ár frá þessum atburði. Snúum okkur að einhverju öðru! „Ja, ég er búinn að vera að segja sömu bölvuðu söguna í 20 ár. Fæ ég leið á því? Já og nei. Enn þann dag í dag er ég standandi hlessa á því að fólk sé að hrífast af sögunni. Allt að 90% lesenda bókarinnar er fólk sem hvorki hefur lesið klifurbók áður né farið í klifur. Sagan hefur því „flúið“ frá klifurheiminum. Árum saman pældi ég í því hvað í fjáranum væri eiginlega í gangi. Hvers vegna er fólk svona hrifið af þessari sögu? Simon er sama sinnis. Við höfum misst marga vini í klifurslysum og margir dramatískir atburðir hafa átt sér stað. En ég hef áttað mig á því að Touching the Void fjallar ekki endi- lega um klifur heldur hið mannlega ástand og um allar þær spurningar sem sækja á okkur t.d. um dauðann og hvort við munum sýna veikleika eða styrk. Fólk spyr sig: myndi ég skera á línuna og svo framvegis. Það sér ekki endilega sögu okkur Simons í bókinni heldur sína eigin sögu og það er heillandi. En þegar maður veltir fyrir sér spurningunni um hvort maður fái leið á sömu tuggunni ár eftir ár, segjandi þessa sögu fyrir framan fjölda fólks, þá ber að hafa í huga að þetta er vinnan mín. Þetta er eins og eins manns sýning og ég verð að standa mig eins vel og ég get í að segja fólki sögu, skemmta því og gera stundina eftirminnilega. En jú, ég er að komast á þau tímamót að ég vil skrifa fleiri bækur því ég vil ekki ferðast um heiminn og segja söguna enn og aftur. Ég keypti mér hús í Ír- landi þar sem móðir mín býr og eftir 1–2 ár verð ég búinn að fækka fyrir- lestrunum úr 60 á ári niður í 20–30. Þá get ég varið meiri tíma í að skrifa, ekki um klifur heldur önnur efni. Eitt get ég þó sagt þér að mér datt aldrei í hug að 20 árum seinna væri ég enn að segja Touching the Void-söguna.“ Meira að græða á fyrirlestrum hjá fyrirtækjum Joe selur vinnu sína aðallega til fyrirtækja og segir meira upp úr því að hafa heldur en að halda fyrirlestra meðal fjallgöngu- og klifurklúbba. „Ég segi söguna og hún getur falið í sér alls konar skilaboð um klifur og samvinnu, vináttu og ákvarðanatöku. En ég er ekkert að reyna að draga þessa þætti fram. Ég bara segi sög- una sem afþreyingu þannig að þegar fólk yfirgefur salinn þá hugsar það: hvílík saga.“ Joe segist því ekki hafa það að markmiði að reyna að kenna fólki í viðskiptaheiminum að heim- færa einhverja þætti úr sögunni upp á atvik í viðskiptalífinu, enda sé hann enginn bissnismaður. En hvað með tengsl þeirra Simons í dag? „Ég er mikið spurður hvort við Simon séum enn vinir. Þegar við komum heim úr leiðangrinum 1985 vorum við vinir en þú verður að átta þig á því að á þessum tíma vorum við allstór klifurhópur í Sheffield, öll svipuð að getu. Maður hefði allt eins getað verið þarna í Perú með Mark eða Sean eða Mary eða hverjum sem var. En þarna vorum við Simon á ferð og lentum í þessari lífsreynslu. Eftir heimkomuna vorum við vinir en fórum hvor í sína áttina. Í fyrsta lagi er hann fimm árum yngri en ég. Í öðru lagi varði ég heillöngum tíma á spítala og að jafna mig. Hann fór í sína leiðangra og þegar ég fór aftur að klifra var ég kominn í nýjan fé- lagahóp. Reyndar fórum við saman í einn leiðangur árið 1991. Síðar flutti hann í burtu, eignaðist fjölskyldu og þannig þróuðust málin. Við erum síð- ur en svo neinir óvinir en það gerist að maður á ekki lengur vini sem mað- ur átti fyrir 20 árum.“ En fyrir fáeinum árum komu þeir saman til að taka þátt í gerð mynd- arinnar Touching the Void og það olli þeim erfiðleikum á ýmsa lund. „Mér fannst gerð myndarinnar mjög stressandi og þar kom að Simon hætti að tala við alla og við höfum ekki talast við frá því myndin var gerð. Það er kaldhæðnislegt. En við erum engir óvinir, bara fórum hvor í sína áttina.“ Joe talaði á fyrirlestrinum sjálfum af einstakri hlýju um ósérhlífni Sim- ons við að bjarga honum niður af fjallinu. Simon hafi sýnt hetjuskap og alltaf átt val um hvort hann bjargaði eigin skinni eða legði sig í lífshættu við að slaka félaga sínum niður fjallið. Snjóflóð, þreyta, kuldi og allt að 50 stiga frost, hungur og þorsti eru ekki aðstæður sem fólk biður um að fá að dvelja við lengur en nauðsynlega þarf. En þetta gekk Simon í gegnum af því hann vildi reyna að bjarga mannslífi. Þess má geta að klifur þeirra Joes og Simons upp vesturhlíð Siula Grande var ekki endurtekið fyrr en 2002. Það sérkennilega er að þrátt fyrir miklu betri klifurbúnað voru klifrararnir í það skiptið jafnlengi að ná tindinum og Touching the Void- garparnir. Og dóu næstum þrívegis á leiðinni. „Vissi ekki að ég gæti skrifað bók“ Fjallaklifrarinn Joe Simpson og höfundur bókarinnar Touching the Void segist í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson hafa verið lengi að átta sig á vinsældum sögunnar um eitt frægasta fjallgönguslys seinni tíma þegar hann bjargaðist á ótrúlegan hátt í Andesfjöllunum árið 1985. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frá gerð myndarinnar Touching the Void sem Joe Simpson tók þátt í ásamt félaga sínum Simon Yates. Joe Simpson orsi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.