Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H lutverk mitt hér í dag er einfalt, ég flyt já- kvæð skilaboð,“ sagði Tove Bull, pró- fessor og fyrrverandi rektor háskólans í Tromsø í Noregi, sem fór fyrir nefnd Samtaka evr- ópskra háskóla (SEH) er gerði út- tekt á rannsóknarstarfi, kennslu og stjórnun Háskóla Íslands (HÍ) fyrr á þessu ári að beiðni fyrrverandi rektors HÍ, Páls Skúlasonar. Tove kynnti skýrslu nefndarinnar á fundi í hátíðarsal HÍ í gær. Hún sagði helstu niðurstöður þær að HÍ væri alþjóðlegur, hágæða skóli og að jafnt magn sem gæði rannsóknarstarfs hans væri eft- irtektarvert. Þrátt fyrir þessa já- kvæðu niðurstöðu sagði Tove að skólinn stæði frammi fyrir stórum verkefnum og áskorunum sam- kvæmt skýrslunni. Það væri stað- reynd að HÍ fengi ekki nægt fjár- magn til að sinna sínum verkefnum en tók fram að honum væri vel stjórnað og að árangur hefði náðst í rekstri hans. Þá vakti hún athygli á miklum fjölda deilda innan háskól- ans, að forgangsraða þyrfti rann- sóknarverkefnum og að stofnanir á háskólastigi á Íslandi væru mjög margar. Sagði Tove að mikilvægt væri fyr- ir háskólana á Íslandi að vera sam- keppnishæfa í alþjóðlegum sam- anburði og hugsanlega ættu þeir frekar að snúa bökum saman að því marki í stað þess að einbeita sér að samkeppni sín á milli. Heimsóknir og útkomnar skýrslur Markmið úttektarinnar var að fá utanaðkomandi mat á styrkleikum og veikleikum í starfi HÍ. Meðlimir í SEH eru 665 stofnanir á há- skólastigi í 45 Evrópulöndum og hafa samtökin gert yfir 200 úttektir hingað til. Við matsgerðina var m.a. stuðst við stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar á HÍ sem kom út fyrr á þessu ári og úttekt á akademískri stöðu HÍ, einkum rannsóknastarf- inu, sem menntamálaráðuneytið lét gera og kom út í haust. Að auki söfn- uðu aðilar á vegum SEH gögnum í tveimur heimsóknum í skólann fyrr á þessu ári. Þá skilaði skólinn sjálfur matskýrslu til samtakanna sem lögð er til grundvallar úttektinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Tove staðreynd að Háskóli Íslands stæði illa fjárhagslega miðað við þá skóla sem SEH hefði gert úttekt á og tók sérstaklega fram að stæði öðrum norrænum há að baki hvað þetta varðaði. Þetta hefði m.a. þau áhri fall stundakennara væri óæ hátt í skólanum. Nemendur ekki nægan aðgang að slíku urum sem væru eðli málsin kvæmt aðeins í skólanum m kennslu stæði. Þrátt fyrir fjársveltið stæ inn hins vegar vel hvað var rannsóknir og kennslu. En ekki hægt að merkja að fjár urinn kæmi auðsjáanlega n þessum þáttum. En það gæ að gerast og yrði að fylgjas með. Fjárskortur veldur auk álagi á starfsfólkið En skortur á fjármagni k víða við skólann með öðrum segir Tove að vöntun á fjár helsti veikleiki hans samkv Samtök evrópskra háskóla hafa ger Hágæðaskóli sem skortir fjármagn Háskóli Íslands stendur vel í samanburði við aðra evrópska háskóla hvað varðar kennslu og rannsóknir. Hann stendur þeim flestum þó langt að baki fjárhagslega. Tove Bull, formað- ur nefndar á vegum Samtaka evrópskra há- skóla, sagði Sunnu Ósk Logadóttur að farsæl- ast væri fyrir háskólana á Íslandi að standa saman í alþjóðlegri samkeppni í stað þess að keppa sín á milli. „Það getur ekki þýtt anna evrópskra háskóla um að HÁSKÓLI Íslands hefur sett sér það meginmarkmið að byggja hér upp á næstu fimm árum rannsóknarháskóla eða vísindastofnun í fremstu röð slíkra stofnana í nágrannalöndum okkar. Til- gangurinn er að tryggja stöðu Íslands sem þekkingarsamfélags og treysta þannig samkeppnisstöðu landsins svo að við njótum hér áfram lífsgæða eins og best þekkjast í veröldinni. Þetta sagði Kristín Ingólfsdóttir há- skólarektor á fundi í háskólanum í gær þar sem kynntar voru niðurstöður skýrslu Samtaka evrópskra háskóla á rannsóknarvinnu, kennslu og stjórnun HÍ. Kristín greindi frá viðbrögðum skólans við niðurstöðum skýrslunnar. Kristín sagði að nýlegar úttektir á skólanum sýndu allar að Háskóli Ís- lands sé vel rekin stofnun og hafi skil- að drjúgu dagsverki. Vísindamenn sem við skólann starfa eru taldir í fremstu röð og þeir afkasta miklu og góðu verki í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslunum koma jafnframt fram ábendingar um hvernig bæta má enn árangur og skilvirkni og hefur starfs- hópur rektors þegar dregið saman þessar ábendingar úr skýrslunum og sett fram tillögur að úrbótum. Sumar eru þegar komnar í framkvæmd, sagði Kristín. „Í stefnumótunarvinnu sem fram- undan er, og við gerum ráð fyrir að ljúka snemma á vormisseri, munum við setja okkur ögrandi markmið um upp- byggingu í öllum deildum og stofn- unum skólans sem og í stjórnsýslu,“ sagði Kristín. „Við munum setja okkur mælikvarða sem notaðir eru við erlenda háskóla þannig að árangur sé á hverjum tíma mælanlegur og samanburðarhæfur við það sem best þekkist. Við þessa vinnu munum við leita liðsinnis og ráða í at- vinnulífi og íslenskri stjórnsýslu.“ Eitt það markmið sem skólinn hefur sett sér er að á næstu fimm árum náist að fimmfalda fjölda þeirra dokt- orsnema sem skólinn útskrifar á hverju ári. Ástæðan fyrir mikilvægi þessa er að sögn Kristínar það að gæði evr- ópskra og bandarískra háskóla eru jafnan metin í árangri í vísindavinnu. „Vísindaárangur er talinn mikilvæg- asti mælikvarði á framlag háskóla til þekkingarsamfélags í hverju landi. Doktorsnám hlítir mjög ströngum gæðakröfum og til þess að mæta þeim þarf háskóli að hafa á að skipa af- burðahæfum leiðbeinendum. Þegar saman koma metnaðarfullir dokt- orsnemar og hæfir leiðbeinendur verð- ur til kröftugt vísindastarf. Markmið um hlutfall doktorsnema í heildar- starfsemi skólans er þannig eitt af þeim markmiðum sem gefa okkur við- mið við alþjóðlega háskólasamfélagið.“ Menntamálará gagnrýni sem þ Stefnumótunarvinnu mun ljúka næsta vor GEÐHEILBRIGÐISÞJÓNUSTA FYRIR BÖRN OG UNGLINGA Í samtali við Morgunblaðið sl. föstu-dag sagði Páll Tryggvason, yfir-læknir barna- og unglingageðlækn- inga við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, að allt benti til að sérfræð- ingar á þessu sviði yrðu að ljúka vinnu sinni á þessu ári í lok nóvembermánaðar vegna þess að einingarkvóti vegna barna- og unglingageðlækninga yrði uppurinn um næstu mánaðamót. Páll segir að barna- og unglingageðlæknar hafi reynt að vekja athygli heilbrigðis- yfirvalda á stöðu mála frá því snemma í haust en það hafi gengið erfiðlega. Í samtali við Morgunblaðið sl. laug- ardag sagði Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra að starfsemi sjálfstætt starf- andi barna- og unglingageðlækna yrði tryggð. „Það liggur alveg fyrir hjá okk- ur að við viljum leita leiða til að halda þessari þjónustu út árið,“ sagði ráð- herrann. Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma, sem heilbrigðisráðherra gefur slíka yfirlýsingu. Í samtalinu við Morg- unblaðið sl. föstudag vék Páll Tryggva- son að yfirlýsingu ráðherrans sama efn- is í fréttatíma RÚV fyrir rúmri viku og sagði að „eftirgrennslan hefði ekki leitt í ljós, að tryggt væri að þeir gætu haldið áfram störfum“. Og bætti því við, að ekki væri búið að leysa málið, þótt t.d. ráðuneytisstjóri héldi að svo væri. Í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlækn- ir Barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans, m.a.: „Hvert geta foreldrar eða kennarar leitað, þegar barn hegðar sér eða líður illa? Svarið er að leitað er meira og minna tilviljanakennt til allra þessara aðila vegna þess, að markviss verka- skipting milli þeirra er ekki til. Hver ber ábyrgð á óreiðunni, sem hefur þróast ómarkvisst í áranna rás? … Lýst er eftir leiðakorti um óreiðustíga þess kerfis, sem mæta á vanda hins stóra hóps barna og unglinga, sem búa við skert aðgengi að nauðsynlegri þjónustu sökum þeirrar óreiðu, sem hér er lýst.“ Nú skal ekki dregið í efa, að bæði heil- brigðisráðherra og ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneyti vilja tryggja sem bezta þjónustu á þessu sviði. En hvað veldur því, að það gerist ekki? Hvað veldur því að ár eftir ár gjósa upp umræður um vandamál BUGL og stöðu þeirrar stofnunar án þess að tekið sé á þeim vanda, sem um er að ræða, og hann leystur þannig að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu svo sem vera ber? Hvað veldur því, að tveimur vikum fyrir lok þessa mánaðar ríkir enn óvissa um, hvort barna- og unglingageðlæknar geti haldið áfram starfi sínu í næsta mánuði? Eitt af því, sem þau börn og ungling- ar, sem eiga við geðræn vandamál að stríða, mega sízt við, er óvissa, m.a. óvissa um hvort meðferð sem þau kunna að vera í hjá sérfræðingum heldur hnökralaust áfram eða ekki. Hvers vegna er þeim haldið í þessari óvissu? Hvers vegna er þetta mál ekki afgreitt í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga heilbrigðis- ráðherra? Það er alveg ljóst, að það er eitthvað öðruvísi en það á að vera á þessu til- tekna sviði heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfsagt er ekki hægt að gera svo öllum líki. En væntanlega eru líka flestir landsmenn sammála um að svona ástand á ekki að ríkja í heilbrigðisþjónustu fyr- ir börn og unglinga, sem kljást við geð- ræn vandamál. Heilbrigðisráðuneytið á að einbeita sér að því að koma þjónustu við börn og unglinga á sviði geðheilbrigði í það horf að hún sé eins og bezt verður á kosið og um hana þurfi ekki að standa árlegar deilur. LÍFRÆNAR AFURÐIR Ræktun á lífrænum afurðum eykstjafnt og þétt hér á landi. Um síðustu áramót voru 25 bændur eða býli með vottun. Áhugi á lífrænt ræktuðum afurð- um hefur farið vaxandi samhliða áherslu á mikilvægi holls mataræðis og markað- urinn er fyrir hendi þótt nokkur verð- munur sá á lífrænt ræktuðum afurðum og hefðbundnum, eða 20 til 30% og meira í smásölu samkvæmt umfjöllun í Morg- unblaðinu á sunnudag. Þar segir Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur að hér gangi hægar í þessum efnum en í flestum nágrannalöndunum, enda sé minna gert hér til að styðja við nýsköpun af þessu tagi. Einnig sé fjölbreytnin meiri erlend- is og nái lífræn vottun þar svo að segja til allra matvæla, þar á meðal fiskafurða, auk vefnaðarvöru og trjávöru. Mataræði á Vesturlöndum er síður en svo til fyrirmyndar. Flestum koma Bandaríkin fyrst í hug þegar óhollt mat- aræði ber á góma, en það virðist þó að- eins tímaspursmál hversu lengi Banda- ríkjamenn halda forustu sinni og ofþyngd er vandamál í öllum hinum vest- ræna heimi. Í umhverfi hraðans er lítill tími til eldamennsku og iðulega ræður skyndibitinn ríkjum. Það fer nú vaxandi að fólk snúi baki við þessum lífsháttum og taki upp hollara mataræði. Slík sinna- skipti verða af ýmsum ástæðum og getur til dæmis haft sitt að segja þegar barn bætist í fjölskylduna og bera þarf ábyrgð á mataræði lítils einstaklings, sem er að vaxa úr grasi og þroskast. Langlífi nú- tímans má að miklu leyti rekja til mat- aræðis, en nú ber þó svo við að sú þróun gæti verið að snúast við, meðal annars vegna hjartasjúkdóma og annarra þátta, sem rekja má til slælegs mataræðis og kyrrsetu. Lífrænt ræktaðar vörur koma úr frjó- sömum og lifandi jarðvegi, sem aðeins hafa verið borin á lífræn áburðarefni. Stuðst er við skiptiræktun mismunandi tegunda og náttúrulegar varnir gegn ill- gresi og skordýrum. Þá eru erfðabreytt lífefni bönnuð, svo eitthvað sé talið. Til að fá vottun þarf strangt eftirlit og rekjan- leika þannig að tryggt sé að viðskiptavin- urinn kaupi ekki köttinn í sekknum. Eymundur Magnússon í Vallanesi á Völlum á Fljótsdalshéraði hefur stundað lífræna ræktun undir vörumerkinu Móð- ir Jörð. Hann segir framlegðina litla og vinnuna mikla, en lætur engan bilbug á sér finna og segir að allt sem hann fram- leiði seljist og grænmetið hreinlega hverfi eins og dögg fyrir sólu. Aftur á móti tali þeir, sem stjórni íslenskum landbúnaði, lífræna ræktun svolítið nið- ur: „Menn virðast trúa að íslenskar land- búnaðarafurðir séu svo góðar að ekki sé hægt að gera betur og til hvers þá að vera að fara út í þessa fyrirhöfn að rækta líf- rænt. Hvatningin er engin.“ Áhuginn á lífrænt ræktuðum afurðum á aðeins eftir að fara vaxandi. Íslenskur landbúnaður fær gríðarlega styrki á ári hverju og niðurgreiðslur landbúnaðaraf- urða eru vandamál út af fyrir sig, en það er engin ástæða til sýna þeim, sem vilja fylgja tíðarandanum og framleiða lífræn- ar afurðir, fálæti. Þvert á móti ber að hvetja þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.