Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun Síldarfrysting á Hornafirði ÚR VERINU nokkuð í þeim ósköpum sem eiga sér nú stað í íslensku efnahagslífi og enginn virtist hafa séð fyrir. Breytingar á stýrivöxtum Seðla- banka, m.a. til þess að slá á verð- bólgu, eins og er yfirlýstur tilgangur bankans er að vísu viðurkennt hags- tjórnartæki um allan heim. En hér á Íslandi ríkja hins vegar aðstæður sem eru að mörgu leyti mjög frábrugðnar þeim sem gilda annars staðar í margfalt stærri hag- kerfum. Aðstæður hér eru svo sérstakar að vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands hafa hér öfug áhrif við það sem þeim er ætlað. Þær hafa ekki minnkað eftirspurn heldur þvert á móti a.m.k hingað til aukið hana. Gengið hefur hækkað upp úr öllu valdi, gjaldeyrisinnflæði er meira en nokkru sinni fyrr og við erum að slá met í viðskiptahalla og skuldasöfnun. Og það er eðlilegt að á hugann leiti áleitnar spurningar. Þarf ekki að borga allt þetta fé til baka í erlendum gjaldeyri, og það stórar fjárhæðir, jafnvel fyrr enn síð- ar? Og verður þá allur sá gjaldeyrir til reiðu? Hvaðan á að taka hann eða á þá bara að halda áfram að slá er- lend lán? Við Íslendingar erum nú þegar orðnir heimsmethafar í „SJÁVARÚTVEGURINN býr nú við afleit rekstrarskilyrði vegna þess að gengi krónunnar er alltof hátt. Sama gildir auðvitað um önnur ís- lensk fyrirtæki sem fá tekjur sínar í erlendri mynt eða keppa við innflutt- ar vörur. Þrátt fyrir miklar framfarir og framlegðaraukningu í sjávarút- vegi er alveg ljóst að núverandi gengi er algjörlega óbærilegt til lengdar fyrir bæði útgerð og fisk- vinnslu,“ sagði Óskar Þór Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslu án út- gerðar, á aðalfundi samtakanna um helgina. Óskar ræddi síðan um vaxtahækk- anir seðlabankans og sagði svo: „Ég kemst ekki hjá því að víkja að- eins að því sem mestu veldur, sem eru hinar miklu vaxtahækkanir Seðlabankans með tilheyrandi mikl- um vaxtamun gagnvart útlöndum og síðan aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart því að bregðast við. Þessar vaxtahækkanir bankans eru umdeilanlegar svo ekki sé meira sagt. Að minnsta kosti eru þær gagn- rýndar hart af öllum talsmönnum út- flutningsfyrirtækja og þær sæta vax- andi gagnrýni málsmetandi manna víða í þjóðfélaginu. Það verður að segjast eins og er að það er í rauninni erfitt að botna skuldasöfnun og svigrúmið til frekari skuldsetningar hlýtur að vera orðið þröngt. Hvar endar þetta? Allt þetta fjár- magn, stórfelldur viðskiptahalli og þensla, ásamt miklum hækkunum á húsnæði sem mælist til hækkunar í neysluvísitölunni veldur því síðan að hér mælist verðbólga þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst um 16% á einu ári og var gengið þó of hátt áður! Það ætti þvert á móti að ríkja hér verðhjöðnun ef allt væri með felldu og reyndar er hún að nokkru til staðar.“ Óskar hélt áfram að ræða geng- ismálin og sagði: „En hvaða vit er í því að gera sjáv- arútveginn, útflutningsgreinar og raunar meira og minna alla lands- byggðina að fórnarlambi þessara að- stæðna sem ríkja hér, aðallega á SV horninu og rangra viðbragða Seðla- bankans við þeim, sem bregst við þensluverðbólgu og eignahækkunum með því að handstýra genginu upp í hæstu hæðir með vaxtahækkunum. Þetta er ekkert annað en hrein- ræktuð falsgengisstefna, sem bank- inn rekur og hún ógnar fjármálaleg- um stöðugleika og þrengir svo mjög að fyrirtækjum, að mörg þeirra hafa nú þegar lagt upp laupana og þau fyrirtæki flýja úr landi sem það mögulega geta. Og við spyrjum hvað um hlutverk stjórnvalda sem láta þetta ganga fram að því er virðist afskiptalaust? Hafa þau enga stjórn á efnahags- málum lengur? Bera þau ekki ábyrgð? Auðvitað er slíkri spurningu svarað játandi, auðvitað bera stjórn- völd mesta ábyrgð og þau hafa ýmsa möguleika til þess að bregðast við. Spurningin er sú til hvaða aðgerða þau hyggjast grípa og þeirri spurn- ingu hljótum við að beina til hæst- virts sjávarútvegsráðherra. Því eftir því sem þetta ástand varir lengur eykst stöðug hættan á því að allur almenningur þurfi að lokum að súpa harkalega seyðið af þessu í verulegu bakslagi og rýrnum kaup- máttar. Auðvitað leiðréttist gengi krón- unnar að lokum, en það hefur nú þeg- ar orðið mikill skaði og hann verður miklu meiri, haldi fram sem horfir. Og það tekur sinn tíma að vinna upp slíkan skaða og hann verður aldrei að fullu bættur. En það gæti tekið ennþá lengri tíma að byggja upp að nýju það nauð- synlega trúnaðartraust, sem brestur við slíkar aðstæður, en þarf auðvitað að ríkja milli stjórnvalda og atvinnu- fyrirtækjanna í landinu. Við hljótum því að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau taki á þessum málum af ábyrgð og festu, en fljóti ekki sofandi að feigðarósi,“ sagði Óskar Þór Karlsson. Núverandi gengi algjörlega óbærilegt Formaður SFÁÚ segir vaxtahækk- anir Seðlabankans hafa öfug áhrif Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundir Óskar Þór Karlsson flytur erindi sitt á aðalfundi SFÁÚ. Hann er ósáttur við hátt gengi krónunnar. FYRIRSJÁANLEG sókn Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks inn á miðjuna í íslenskum stjórnmálum gæti allt eins styrkt Frjálslynda flokkinn eins og tekið frá honum fylgi að mati Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns Frjálslynda flokks- ins. Í ræðu sinni á flokksstjórnar- fundi um helgina sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, að flokkurinn þyrfti að sækja inn á miðjuna, og að bar- áttan fram að kosningum myndi verða milli tveggja stærstu meg- infylkinganna í íslenskum stjórn- málum, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks. „Miðað við það sem ég heyrði af þessu […] setur hún málið þannig upp að baráttan sé á milli Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingar- innar. Fólk geti þá valið milli frjáls- hyggjunnar, eins og hún kallaði það, eða miðjunnar. Ég lít nú svo á að Samfylkingin sé ekki ein á miðj- unni, Frjálslyndi flokkurinn er hægrisinnaður miðjuflokkur svo ég myndi telja að fólkið hefði ekki bara bara val á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylking- ar,“ segir Guð- jón. Hörð sókn inn á miðjuna Hann segir stöðuna þá að hefðbundin vinsti-hægri-skil- greining á íslenskum stjórnmála- flokkum passi fremur illa við suma af flokkunum, óumdeilt sé að Vinstrihreyfingin – grænt framboð sé lengst til vinstri og líklega sé Sjálfstæðisflokkurinn lengst til hægri, en línurnar séu langt frá því skýrar hjá Framsóknarflokki, Sam- fylkingu og Frjálslynda flokknum. Guðjón segir að svo geti virst sem harður slagur verði á miðjunni í næstu kosningum. Það sé þó ekki endilega merki um að erfitt sé framundan hjá smærri flokkum á miðju stjórnmálanna, Frjálslyndum og Framsókn. „Auðvitað fögnum við því ef fleiri sækja inn á það sem við köllum milda hægri stefnu með áherslu á velferðarmál. […] Við get- um alveg sagt sem svo að það sé vegna okkar að menn telji eitthvert færi á sókn á þessum miðum, og þá frekar þörf á því að efla Frjálslynda flokkinn til að fá enn frekari sókn á þau viðhorf sem við höfum viljað standa fyrir.“ Ekki samleið með Sjálfstæðisflokki Hann segir sókn stóru flokkanna inn á miðjuna ekki endilega breyta neinu varðandi hugsanlega aðild Frjálslynda flokksins að ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Byggðamál og sjávarútvegsmál séu meðal helstu baráttumála Frjálslyndra, og þar virðist sem þeir eigi ekki sam- leið með Sjálfstæðisflokknum. „Það er frekar ólíklegt eins og þeir hafa sett fram sína stefnu, að keyra stíf- ar og stífar inn í hið harða kvóta- kerfi, þar sem einstaklingurinn er lokaður úti. Hvar eiga einstaklingar að komast inn í sjávarútveginn í dag? Hvar eiga þeir að fá fjár- magn?“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Samfylkingin er ekki einn flokka á miðjunni Guðjón A. Kristjánsson VEFMIÐLUN ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, hefur ákveðið að halda áfram öllum netþjónum sínum hér- lendis, þrátt fyrir flótta tæknifyr- irtækja með netþjóna sína til út- landa að undanförnu. Það er mat stjórnar félagsins að standa beri vörð um þekkingu og færni hér- lendis og gefa íslenskum netverj- um áfram þann kost að skoða ís- lenskar vefsíður án sérstaks gjalds vegna niðurhals frá útlöndum, seg- ir í frétt frá fyrirtækinu. Stjórn félagsins ítrekar hins vegar andstöðu sína við íhlutun ríkisins í rekstri sæstrengja og annarra gagnaveitna. „Afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice sæ- strengsins hefur haft ráðandi áhrif á mikilvægar ákvarðanir sem hafa leitt til vandræðagangs fyrirtæk- isins í Skotlandi. Illa ígrunduð sparnaðarsjónarmið við lagningu landlínunnar hafa verið helsti orsakavaldur sam- bandsslita að undanförnu. Stjórn Vefmiðlunar hvetur því þau fyr- irtæki sem sérhæfa sig í samteng- ingu stórra netkerfa að kanna hvort ekki megi svara augljósri eftirspurn markaðarins eftir stöð- ugum og góðum tengingum við umheiminn,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vefmiðlun færir ekki vefþjóna sína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.