Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERJENDUR sakborninga í Baugs- málinu, að því er varðar átta ákæru- liði af 40 sem ekki var vísað frá dómi af Hæstarétti, kröfðust þess í fyrir- töku málsins í Héraðsdómi Reykja- víkur í gærmorgun að dómurinn úr- skurðaði um hæfi dómsmálaráðherra til þess að skipa sérstakan ríkissak- sóknara, Sigurð T. Magnússon, í mál- inu. Að sögn Gests Jónssonar, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, for- stjóra Baugs, er krafan sett fram þar sem skjólstæðingur hans lítur svo á að Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sé ekki hæfur til að taka ákvörðun í máli sem varðar persónu- lega hagsmuni Jóns Ásgeirs. Það sé deginum ljósara að Jón Ásgeir hafi fulla ástæðu til að efast um óhlut- drægni dómsmálaráðherra í sinn garð. Í því samhengi er vísað til um- fjöllunar Björns Bjarnasonar um Baug og Baugsmiðla á heimasíðu hans á undanförnum mánuðum og ár- um auk greina og orða sem hann hef- ur látið falla á opinberum vettvangi. Frestur til að reifa nánar þessa kröfu svo og ósk ríkislögreglustjóra um frest til að ljúka matsgerð í mál- inu vegna beiðni setts ríkissaksókn- ara Sigurðar T. Magnússonar um dómkvadda matsmenn til að yfirfara rannsóknargögn, er til miðvikudags- ins 16. nóvember og verður þá annað þinghald. Þá verður leyst úr ágrein- ingi verjenda og sækjanda um æðsta ákæruvald í málinu og heimildir setts ríkissaksóknara til afskipta og eftir- lits með málinu. Sækjandinn, Jón H.B. Snorrason, lýsti því yfir í gær- morgun að hann væri í umboði setts ríkissaksóknara í málinu. Aðferðir við afritun og prentun tölvugagna verði metnar Að sögn Sigurðar T. Magnússonar er megintilgangurinn með beiðni um dómkvaðninu matsmanna að afla matsgerðar um þær rannsóknarað- ferðir sem efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra beitti þegar ákveðin tölvugögn voru afrituð og prentuð út og kanna áreiðanleika þessara að- ferða. Meira vildi hann ekki segja um málið. Gestur Jónsson lýsti því að settur ríkissaksóknari hefði þegar verið dreginn að málinu með framlagningu gagna ríkislögreglustjóra, þ.e. afrit af matsbeiðni Sigurðar T. Verjendur lögðu einnig fram tvær skýrslur frá PriceWaterhouse Cooper vegna nokkurra ákærðu og einnig erindi til ríkislögreglustjóra þar sem krafist var skýringa á því hvers vegna ekki var gefin út ákæra á hendur tiltekn- um aðila sem er Jón Gerald Sullen- berger. Þá lögðu verjendur fram kröfu um aðgang að gögnum í vörslu ríkislögreglustjóra og tóku fram að umrædd krafa þyrfti sjálfstæða með- ferð fyrir dómi. Þar er um að ræða tölvupósta sem beðið hefur verið um frá í ágúst sl. Sækjandinn lagði fram m.a. afrit af matsbeiðni sem Sigurður T. Magnús- son hafði lagt fram í héraðsdómi. Var jafnframt upplýst af dómara að ákæruliðirnir átta sem nú eru fyrir héraðsdómi séu reglulegum ríkissak- sóknara, þ.e. Boga Nilssyni, óviðkom- andi. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, spurði þá hvaða heimildir settur ríkissaksóknari hefði til af- skipta af málinu sem nú væri fyrir dómi. Sækjandi lét þá bóka við þinghald- ið að Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefði fyrst haft afskipti af málinu 10. október að frumkvæði ríkislögreglu- stjóra vegna ákæruliðanna 32 sem síðar var vísað frá dómi. Krefjast dómsúrskurð- ar um hæfi ráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón H.B. Snorrason, sækjandi málsins, afhendir verjendum sakborninga gögn í héraðsdómi í gærmorgun. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is TÆPAST er svigrúm til þess að lækka vaxtaálag Íbúðalánasjóðs frá því sem nú er, en væri tekið upp upp- greiðslugjald á lánum sjóðsins mætti lækka vaxtaálagið í um 0,25 pró- sentustig fyrir þá sem það myndu kjósa. Vaxtaálag Íbúðalánsjóðs er um 0,60% af vöxtum sjóðsins sem nú eru 4,15% ofan á verðtryggingu. Vaxta- álagið gæti orðið 0,35% ef tekið væri upp valkvætt uppgreiðslugjald hjá þeim lántakendum sem væru tilbún- ir að greiða uppgreiðslugjald á lán frá sjóðnum, að því er fram kemur í svari Árna Magnússonar, félags- málaráðherra, við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðardóttur, alþingis- manns. Miðað við núverandi vexti sjóðsins yrðu vextirnir því 3,90% ef lántakendur samþykktu upp- greiðslugjald. Fram kemur einnig að markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs á íbúðalánum á höfuðborgarsvæðinu sé um 44% á fyrstu níu mánuðum ársins í ár en um 90% á landsbyggð- inni. Á árinu 2004 má gera ráð fyrir að markaðshlutdeildin hafi verið um 65% á höfuðborgarsvæðinu og yfir 95% á landsbyggðinni, en bankarnir hafa komið inn á þennan markað af miklum krafti á síðustu misserum eins og kunnugt er. 11% með lægri vexti en 4,15% Fram kemur einnig að um 40% lántakenda hjá Íbúðalánasjóði greiða 5,10% vexti og að 15% greiða hærri vexti en það. Um 11% lántak- enda greiðir lægri vexti en 4,15% og þriðjungur lántakenda greiðir vexti á bilinu 4,15%–5,10%. Uppgreiðslugjald myndi lækka vaxtaálag ÍB 44% markaðshlutdeild á höfuðborg- arsvæðinu en 90% á landsbyggðinni                                 LÍFEYRISSJÓÐIRNIR í landinu hafa ekki tekið neina ákvörðun um að hækka vexti á lánum til einstaklinga, en flestir þeirra bjóða 4,15% fasta vexti á lánum sínum. Landsbankinn einn banka hækkaði vexti á íbúða- lánum úr 4,15% í 4,45% eða um 30 punkta á föstudaginn var, en lán Íbúðalánasjóðs eru einnig 4,15%. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að vaxtahækkun á lánum lífeyr- issjóða til einstaklinga sé ekki í píp- unum. Sjóðirnir séu gerðir upp miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu og þessir vextir á sjóðfélagalánum séu góður fjárfestingarkostur og ekkert sé því til fyrirstöðu að vera með þessa vexti enn um sinn. Hrafn benti á að lífeyrissjóðir væru í allt annarri stöðu en bankarnir og Íbúðalánasjóður, þar sem þeir væru að lána sitt eigið sjálfsaflafé og þyrftu ekki að afla sér lánsfjár á markaði. Á meðan þetta væri talinn góður fjár- festingarkostur myndu lífeyrissjóð- irnir halda áfram að lána á föstum vöxtum 4,15%. Þessir vextir væru vel yfir reiknivöxtum lífeyrissjóðanna til langs tíma, sem væru 3,5%. Haukur Hafsteinsson, forstjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sagði að ekki hefði verið tekið til um- ræðu ennþá að hækka vexti á lánum sjóðsins til einstaklinga. „Við fylgj- umst bara vel með vaxtaþróuninni og tökum ákvarðanir í tengslum við þá þróun,“ sagði Haukur. Hann sagði að sjóðurinn byði ann- ars vegar upp á lán með föstum vöxt- um sem væru 4,15% og hins vegar lán með breytilegum vöxtum, sem endur- skoðaðir væru á þriggja mánaða vexti, en þeir væru nú 4,22%. Næsta vaxtaákvörðun breytilegu vaxtanna væri í desember miðað við vaxtaþró- unina næstu þrjá mánuðina þar á undan og fyrir lægi að þeir myndu hækka eitthvað. Hvað föstu vextina varðaði hins vegar hefði ekki verið tekin nein ákvörðun um hækkun á þeim. Lífeyrissjóð- irnir hækka ekki vexti „ÞAÐ er stjórnar Íbúðalánasjóðs að taka ákvörðun um vaxtakjörin,“ sagði Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra, aðspurður hvort til stæði að hækka vexti ÍB í kjölfar þess að Landsbankinn hækkaði vexti á íbúðalánum á föstudaginn var. Árni sagðist vita til þess að stjórn sjóðsins hefði rætt stöðuna á fund- um sínum fyrir helgina og myndi sjálfsagt ræða það áfram með tilliti til þess sem uppi væri hverju sinni, kröfunnar á markaði og annars slíks. Árni lýsti jafnframt undrun sinni á viðbrögðum KB Banka vegna vaxtalækkunar Landsbankans, sem hefði lýst því yfir að hann ætlaði að niðurgreiða vextina. „Það er auðvitað þeirra ákvörð- un. Ég er svolítið undrandi, en það er ekki mitt að hafa áhyggjur af því heldur miklu fremur eigenda bank- ans,“ sagði Árni ennfremur. Stjórn ÍB ákveður vextina STARFSMAÐUR Rarik slasaðist alvarlega í vinnuslysi í Blöndudal í gær þegar hann fékk 11 þúsund volta straum í sig er hann greip um háspennulínu sem hann var að vinna við. Rafmagnið leiddi út um fót mannsins og hlaut hann þar 2.–3. stigs bruna. Honum tókst engu að síður að klifra niður rafmagns- staur á sérstökum stauraskóm þar sem félagi hans kom honum til hjálpar. Hann var fluttur á sjúkra- húsið á Blönduósi og þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl á Land- spítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík. Maðurinn er rúmlega fimm- tugur að aldri. Slysið er í rannsókn hjá lögregl- unni á Blönduósi og Vinnueftirliti ríkisins. Fékk í sig 11 þúsund volt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á kröfu ríkislög- reglustjóra um að Albani, sem lögregluyfirvöld á Grikklandi hafa farið fram á að verði fram- seldur til Grikklands vegna morðs sem hann framdi þar í landi, sæti þriggja vikna gæslu- varðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt samlanda sinn í Grikk- landi í desember í fyrra. Nið- urstaða héraðsdóms var kærð til Hæstaréttar. Maðurinn kom hingað til lands frá Ósló í september síðast- liðnum, framvísaði fölsuðum skil- ríkjum og gaf upp rangt nafn við komuna hingað. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli ákærði mann- inn fyrir þessi brot og var hann dæmdur í 45 daga fangelsi. Í dómnum kemur fram að mað- urinn sé fæddur árið 1972 og bú- settur í Elbasan í Albaníu. Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglu- stjóra, sagði manninn hafa lokið 45 daga afplánun sinni í gær. Gæsluvarðhald vegna morðs í Grikklandi BARNSHAFANDI kona á leið á fæðingardeild Landspítalans í fyrrinótt ól barn sitt á miðri leið áður en tókst að ná á spítalann. Henni var ekið í einkabíl niður Ártúnsbrekkuna og þegar ljóst þótti að barnið ætlaði ekki að bíða komunnar á fæðingardeild var hringt á sjúkrabíl á móts við Nesti í Ártúnsbrekku. Þegar sjúkrabíllinn kom um klukkan þrjú var hin verðandi móðir flutt í sjúkrabílinn og fæddi þar barn- ið. Hún var síðan flutt á Land- spítalann ásamt barni sínu til að- hlynningar. Þeim heilsast báðum vel. Ól barnið á miðri leið KARLMAÐUR hryggbrotnaði og hlaut ennfremur kjálkabrot er hann datt af hestbaki á Hólum í Hjaltadal í gær. Slysið varð laust eftir hádegið að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki og var maðurinn með reiðhjálm á höfði. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með sjúkrabifreið og kom hún þangað undir kvöld. Að sögn vakt- hafandi læknis var hryggbrotið ekki alvarlegt og líðan mannsins ágæt. Gerð verði aðgerð á kjálka en síðan verði maðurinn væntanlega útskrifaður. Aðeins klukkustund áður varð einnig hestaslys þegar hestur sparkaði í karlmann við Slát- urhúsið á Sauðárkróki. Maðurinn fékk hnykk á háls, skrámur og tannmeiðsl. Var hann fluttur á slysadeild á Sauðárkróki. Féll af hestbaki og hryggbrotnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.