Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 27 hann skólum if að hlut- æskilega r hefðu um kenn- ns sam- meðan á æði skól- ðaði nþá væri rskort- niður á æti farið st vel knu kemur m hætti og magni sé væmt skýrslunni. Það valdi m.a. of miklum fjölda stundakennara við skólann. Hún telur einnig að þær einingar sem sjái um stjórnun skólans og hverrar deildar séu of fámennar vegna fjárskorts. „Ef meira fjármagn fengist þyrfti að ráða fleiri kennara og fleiri í stjórnun,“ sagði Tove. Sérstaklega skortir starfsfólk í stjórnunarstörf innan deilda skólans sem hafi það í för með sér að kennarar þurfi að bæta verkefnum á sig. „Þá gefst þeim minni tími til rannsókna,“ sagði Tove. Þrátt fyrir þetta stæði skólinn sig vel hvað varðar rannsóknarvinnu, líkt og fyrr segir. „Það getur ekki þýtt annað en að kennararnir leggi á sig ómælda vinnu í þágu skólans, meira en ætlast er til af þeim,“ sagði Tove. „Það er að vissu leyti gott fyr- ir háskólann en þegar til lengri tíma lætur óheppilegt því það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk taki að sér aukavinnu endalaust. En núna virðist sem góður árangur sé bæði hvað varðar kennslu og rann- sóknir. En það er á huldu hvað framtíðin ber í skauti sér vegna fjár- skortsins.“ Tove ræddi sérstaklega um að forgangsraða þyrfti rannsókn- arverkefnum skólans. „Lítill háskóli getur ekki gert allt,“ sagði Tove. Of margar deildir? Í skýrslunni er einnig fjallað um fjölda deilda við skólann sem og fjölda doktorsnema. „Ellefu deildir eru sæmilegur fjöldi í litlum háskóla,“ sagði Tove. Hún benti hins vegar einnig á að deildunum gengi vel. „Ég vil ekki segja meira en að ellefu deildir eru margar deildir,“ sagði hún og að innan þeirra væru tæplega þrjátíu skorir. „Þessi uppbygging getur að okkar mati valdið vandræðum,“ sagði Tove, m.a. hvað varðaði fjár- mögnun og stjórnun þar sem deild- irnar væru mjög misjafnar að stærð. Hún sagði alltaf spurningu hvort deildir ættu að sameinast og hvaða árangur það gæti gefið. Samtökin mæla ekki beinlínis með sameiningu en hvetja til þess að hún sé skoðuð, að sögn Tove. Þá benti hún á þá staðreynd að fá- ir doktorsnemar væru við skólann. Hún tók þó fram að sú staðreynd að starfsfólk skólans hefði sótt fjöl- breytt nám víða um heim væri hugs- anlega skýringin á velgengni Há- skóla Íslands. Að því leyti væri skólinn mjög alþjóðlegur. „Ef þið fjölguðuð doktorsnemum við skólann myndi þeim nemendum sem sækja slíka menntun til útlanda kannski fækka og það gæti hugs- anlega skapað vandamál, en hins vegar er nauðsynlegt að fjölga dokt- orsnemum til að efla rannsóknir enn frekar við skólann.“ Þá benti hún á þá leið að auka samstarf við aðra há- skóla í Evrópu hvað varðar fram- haldsnám sem myndi leysa þetta vandamál. Skólarnir snúi bökum saman Spurð hvort hún teldi of marga háskóla á Íslandi svaraði Tove því játandi, en skoða þyrfti ástæðurnar sem lægju þar að baki. „Við vorum reyndar steinhissa á því að í litlu landi eins og Íslandi væri að finna jafnmargar stofnanir á háskólastigi,“ sagði Tove. „Okkur skilst að ástæðan sé sú að stjórnvöld hafi viljað skapa jarðveg fyrir sam- keppni milli skólanna sem er gott og gilt en á hinn bóginn þarf að hafa í huga að samkeppnin þarf að vera á alþjóðlegan mælikvarða.“ Sagði hún þetta eina stærstu áskorun íslensks þekkingarsam- félags. Hún sagðist sjálf hafa barist fyrir sameiningu háskóla í sínu heimalandi, „því ég taldi að með því móti yrðum við sterkari.“ Einstaklega gott gengi Tove telur að Háskóli Íslands verði að fá meira fjármagn, hvort sem það verði gert með því að krefj- ast meira fjármagns frá ríkinu, fá atvinnulífið til að koma að fjármögn- uninni líkt og víða er uppi á ten- ingnum erlendis, eða með því að sækja í sjóði t.d. hjá Evrópusam- bandinu. Tove sagði að HÍ hefði hingað til verið frumlegur hvað varðaði fjármögnun og nefndi hún í því samhengi happdrætti skólans og rekstur kvikmyndahúss. Nú þyrfti að beita öðrum ráðum. „Reynið að vera eins hug- myndarík og þið getið,“ sagði Tove. Hún sagði að sér skildist að íslenskt efnahagslíf væri í blóma og því hefði það komið nefndinni nokkuð á óvart að ekki væru meiri fjármunir lagðir í framhaldsmenntun. Í skýrslunni kemur að síðustu fram að HÍ þurfi að marka stefnu til framtíðar sem styrki möguleika skólans á að þróast og breytast, líkt og Tove orðaði það. HÍ þyrfti að setja sér metnaðarfulla stefnu hvað varðar framhaldsmenntun og rann- sóknir og þyrfti að huga sér- staklega að forgangsröðun. „En ykkur gengur vel,“ segir Tove almennt um stöðu Háskóla Ís- lands í samanburði við evrópska há- skóla. „Ef tekið er tillit til fjármögn- unar má segja að skólanum gangi einstaklega vel.“ rt úttekt á rannsóknum, kennslu og stjórnun Háskóla Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg að en að kennararnir leggi á sig ómælda vinnu í þágu skólans, meira en ætlast er til af þeim,“ sagði Tove Bull hjá Samtökum fjárskortur HÍ virtist ekki koma niður á rannsóknum og kennslu. Hún sagði hlutfall stundakennara væri óæskilega hátt. Morgunblaðið/Árni Sæberg áðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, voru meðal þeirra sem hlýddu á kynningu á úttekt Samtaka evrópskra háskóla í gærdag og svöruðu þeirri þar kom fram. Fram kom að meðal markmiða Háskóla Íslands er að á næstu fimm árum náist að fimmfalda fjölda þeirra doktorsnema sem skólinn útskrifar á hverju ári til að efla vísindastarfsemi. ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra ósk- aði Háskóla Íslands til hamingju með þá heildarútkomu sem skól- inn hefur fengið í þremur nýlegum úttektum á starfsemi hans, en auk skýrslu Samtaka evrópskra há- skóla (SEH) sem kynnt var í gær gerði Ríkisendurskoðun stjórn- sýsluúttekt á skólanum nýverið og einnig var gerð úttekt á akadem- ískri stöðu skólans að beiðni menntamálaráðuneytis. „Ég vil meina það að heild- armyndin fyrir Háskóla Íslands sé í megindráttum mjög góð,“ sagði Þorgerður. Hún sagðist ekki telja nein ný sannindi koma fram í skýrslu SEH, þar væri verið að gagnrýna fjármagn og fjármagns- flæði til skólans annars vegar og innra starf og skipulag hans hins vegar. Þorgerður sagðist sérstaklega hafa tekið eftir því að Tove Bull, sem fór fyrir hópi á vegum SEH er vann úttektina og kynnti hana í HÍ í gær, sagði að það væri staðreynd að HÍ væri ekki nægilega fjár- magnaður af hálfu ríkisins. „Það má að vissu leyti taka undir þessi orð, en við erum búin að vera að bæta í gagnvart Háskóla Íslands, “ sagði Þorgerður, meiru fjármagni heldur en hjá nokkurri annarri þjóð innan OECD. „Það er stað- reynd,“ sagði ráðherrann. Einnig sagði hún að HÍ hefði nú fengið það svigrúm að tvöfalda fjölda meistara- og doktorsnema. Ráðherrann sagði úttektir sem gerðar hefðu verið á skólanum yrðu nú notaðar sem tæki til að efla HÍ enn frekar. „Stjórnvöld eru reiðubúin að fara í þessa vinnu með Háskóla Íslands.“ Sagðist Þorgerður taka undir þau orð Kristínar Ingólfsdóttur rektors að stefna að því að koma Háskóla Íslands í fremstu röð rannsóknarháskóla Evrópu og Bandaríkjanna og verði gæði menntunarinnar mæld með sama hætti og gert er í þeim skólum. Tæki til að efla skólann enn frekar sunna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.