Morgunblaðið - 15.11.2005, Side 6

Morgunblaðið - 15.11.2005, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „LÍKLEGA hafa þjófarnir keyrt bílinn um þúsund kílómetra en samt er hann í toppstandi að því undanskildu að það hafði sprung- ið á honum. Kannski hafa þjóf- arnir ekki haft efni á viðgerð eða ekki þorað að fara með stolinn bílinn á verkstæði,“ segir Laufey Óladóttir sem á föstudag end- urheimti bíl sinn tæpum mánuði eftir að honum var stolið frá henni. „Vinur bróður míns fann bílinn fyrir utan Blómaval í Skútuvogi og fær hann bestu þakkir fyrir.“ Búið að stela úr bílnum Þegar bíllinn fannst var búið að stela úr honum hljómflutnings- tækjunum, geisladiskum og að- göngumiðum í Hvalfjarðargöngin. Það eru þó smámunir miðað við sjálfan bílfundinn. „Þetta var al- veg ótrúleg heppni og ég vil skila þakklæti til allra sem leituðu að bílnum,“ segir Laufey. Bíllinn er af gerðinni VW Polo sem stolið var 17. október. Laufey hafði þennan dag rétt brugðið sér inn til vinkonu sinnar á Fálkagöt- unni og kom til baka aðeins tveimur mínútum seinna. En þá var bíllinn horfinn og virðist þjófnum hafa nægt hinn örstutti tími til að taka bílinn. Næstu vik- urnar virðist sem bíllinn hafi ver- ið í sífelldri notkun, eða allt þar til sprakk á honum og vinur bróð- ur Laufeyjar fann hann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufey Óladóttir og Rúnar Gunnarsson voru að vonum ánægð með að fá bílinn sinn aftur. Þjófarnir höfðu ekið stolna bílnum 1.000 kílómetra „Ótrúleg heppni að finna bílinn“ KJÖRIN á jólapökkum Icelandair nú eru svipuð og á síðasta ári ef tekið er mið af verðhækkunum á eldsneyti á árinu, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýs- ingafulltrúa Icelandair. „Með jólapökkunum erum við að bjóða ferðir til Evrópu og Bandaríkjanna eftir áramótin á frábærum afsláttarkjörum. Ef tekið er mið t.d. af eldsneytisverð- hækkunum á árinu eru kjörin svipuð og á síðasta ári, þegar við seldum gríðarlegt magn sæta,“ segir Guðjón Arngrímsson. Hann segir eftirspurnina ekki virðast minni nú. Jólapakkarnir séu vinsælir hjá allskonar fólki og sumir kaupi marga pakka. „En ætli það sé ekki algengast að hjón ákveða að gefa sér dekurferð í jólagjöf og þá er þessi kostur frábær, því hægt er að nota janúar til að velta fyrir sér í ró- legheitum hvert á að fara og hvenær.“ Guðjón segir söluna fara vel af stað og að selst hafi á þriðja hundrað jólapakkar fyrsta sólarhringinn. Mest sé salan hins- vegar yfirleitt í síðustu vikunni fyrir jól. Svipuð kjör miðað við hækkun eldsneytisverðs ICELAND Express hyggst bjóða jóla- pakka, flugsæti til allra átta áfangastaða sinna, og hefst salan síðar í vikunni. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Ex- press, segir fargjaldið vera 19.900 óháð stað og að meðtöldum sköttum. Áfangastaðir Iceland Express eru Kaupmannahöfn, London, Berlín, Frank- furt, Friedrichshafen, Gautaborg, Stokk- hólmur og Alicante. Birgir segir að þús- undir farmiða hafi selst í fyrra á þennan hátt og kveðst gera ráð fyrir góðum við- tökum nú. Í fyrra var fargjaldið 17.000 kr. „Hjá okkur þarf að bóka farið fyrir 1. febrúar og ljúka ferðinni fyrir 1. júlí, en að öðru leyti eru engin skilyrði,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á þann möguleika að ferðast út til eins áfangastaðar og koma heim frá öðrum sem hann segir að farþegar noti sér í vax- andi mæli. Einnig segir hann unnt að breyta bókunum þessara farmiða fyrir 2.500 króna gjald. Iceland Express býður jólapakka á 19.900 krónur NÝR bílavefur mbl.is var opnaður á Hótel Nordica í gær þar sem haldið var upp á 35 ára afmæli Bíl- greinasambandsins. Ingvar Hjálmarsson, vefstjóri mbl.is, opn- aði vefinn og fór yfir það helsta sem hann hefur upp á að bjóða en á vefnum geta notendur meðal annars leitað að draumabílnum. Vefurinn er samvinnuverkefni Bílgreinasambandsins og mbl.is og nú þegar eru komnar inn upp- lýsingar um 1.600 bíla frá fjórum bílaumboðum; Bílalandi, Heklu, Brimborg og P. Samúelssyni. Að sögn Ingvars munu fleiri umboð bætast við á næstunni. Á vefnum er boðið upp á að leita að draumabílnum en til þess að finna hann setja notendur inn lýs- ingu á því hvernig draumabíllinn er. Þeir fá svo sendan tölvupóst á sólarhringsfresti eða sms-skilaboð jafnóðum með upplýsingum um þá bíla sem uppfylla skilyrðin. Hægt er að slá inn ýmiskonar leitarforsendur á síðunni og í nið- urstöðulista koma fram þeir bílar sem uppfylla leitarskilyrðin auk þess sem fram kemur hvort um til- boðsbíl eða bíl í umboðssölu er að ræða. Þegar smellt er á nafn bíls í niðurstöðunum fást frekari upp- lýsingar og stærri mynd. Á vefnum er einnig hægt að búa til sína eigin bílamöppu þar sem safnað er saman þeim bílum sem notandanum lýst best á. Tveir not- endur geta skipst á lykilorðum og þannig skoðað möppu hvor ann- ars. Ennfremur er boðið upp á spjallþráð á vefnum og geta not- endur þar skipst á skoðunum um bíla og allt sem þeim tengist. Einnig var í gær kynntur nýr valmöguleiki á vef Bílgreina- sambandsins, sem er að gera raun- verð bíla aðgengilegt á vefnum. Langþráður draumur Í því felst að notendur geta séð á hvaða verði sams konar bílar hafa selst. Að því er fram kom í máli Ernu Gísladóttur, formanns Bílgreinasambandsins, í gær er það langþráður draumur að opna fyrir aðgengi að þessum raunverð- um á síðu sambandsins. Í ræðu sinni fjallaði Erna um störf sambandsins á þeim 35 árum sem það hefur verið starfandi og sagði hún að margt hefði breyst. Hún benti á að þegar sambandið var stofnað hafi um 40.000 fólks- bílar verið á landinu en í dag væru um 180.000 bílar innan grein- arinnar. „Þannig að það hefur margt gerst á þeim tíma,“ sagði Erna. Lægri opinber gjöld á bíla eru enn stærsta baráttumál sam- bandsins, að því er fram kom í máli Ernu. Lækkun opinberra gjalda helsta baráttumálið Sagði hún að tekjur ríkisins af gjöldum á bíla næmu um 40 millj- örðum á ári og á meðan stefna stjórnvalda í þessum málum breyttist ekki myndu lægri op- inber gjöld vera aðalbaráttumál sambandsins. „Það er von okkar og markmið hjá Bílgreinasambandinu að við á Íslandi getum keypt okkur þann bíl sem okkur langar í án þess að hnjóta um neyslustýringu frá rík- inu,“ sagði hún. Morgunblaðið/Kristinn Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, Erna Gísladóttir, formaður sambandsins, Steinn E. Sigurðarson, forritari á net- deild mbl.is, og Ingvar Hjálmarsson, netstjóri mbl.is, stilla sér upp við hlið bílavefjarins. Vefurinn er samstarfsverkefni mbl.is og sambandsins. Nýr bílavefur mbl.is opnaður á 35 ára afmæli Bílgreinasambandsins Draumabíllinn á mbl.is Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is TENGLAR ............................................ www.bgs.is www.mbl.is/mm/bilar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.